Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 51
ýmsa dóma þar sem fasteignasölur innan Félags fasteignasala eða starfsmenn þeirra hafa ekki staðið rétt að málum. Þessir menn sem þar starfa teljast fagmenn fram í fingurgóma sem almenningur ætti frekar að treysta heldur en okkur hinum sem utan félagsins standa og höfum aldrei komist í kast við lögin. En hvers vegna tekur Félag fasteignasala upp á því að brjóta samkeppnislögin? Skyldi það vera út af þeirri umræðu um stöðu Samkeppnisstofnunnar að vegna fjárskorts þá geti hún ekki sinnt málum sem beint er til hennar? Er Félag fasteignasala að brjóta lög af því þeir telja að þeir muni kom- ast upp með það? Eða er það vegna þess að brátt muni hvort eð er allar fasteignasölur verða skyld- ugar til að vera í Félaginu og það sé því allt í lagi að nota tímann fram að því að ráðast á þá sem eru utan félagsins og reyna að eyði- leggja þá. Félag fasteignasala sýn- ir með þessu framferði sínu að það er ekki Félag sem er annt um holla og heiðarlega samkeppni sem er neytendum til hagsbóta. Þarna er um algjört hagsmunafélag þeirra fasteignasala að ræða sem eru innan félagsins. Þarna virðist ekki eiga að ríkja virk samkeppni og læðist að manni sá grunur að innan félagsins sé lögð rík áhersla um að standa vörð um söluþókn- ina. Við búum hins vegar við frjálst markaðshagkerfi og það er eðli þess að þegar mikil samkeppni ríkir þá komi menn inn með hag- kvæmari verð fyrir neytendur. Slíkt er að gerast á öllum sviðum viðskiptalífsins alla daga. Menn verða bara að kunna að taka því og hugsa hvað þeir geti gert hver og einn til þess að auka sín við- skipti en ekki fela sig bak við ein- hver félagasamtök og breyta starf- semi þess í verkalýðsfélag. ’En hvers vegna vegurfélagið svona að utan- félagsmönnum? – Jú, það er aðeins ein ástæða fyrir því. Tvær fast- eignasölur bjóða selj- endum umtalsvert lægri söluþóknun.‘ Höfundur er löggiltur fasteignasali hjá Nethúsum fasteignasölu. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 51 Í RITSTJÓRNARGREIN Morg- unblaðsins 24.2. 2004 er ýjað að því vandræðamáli, að ekki skuli vera til ótvírætt heiti yfir þau fjölmenntaset- ur eða menntastofnanir, sem á latínu heita (í eint. ) „uni- versitas“ og tekið hef- ur verið upp lítið breytt í fjölda tungu- mála, en þó ekki í ís- lensku. Vandræðin eru, ef rétt er skilið, sennilega til þess að rekja, að feður Há- skóla Íslands höfðu villst á hugtökunum „universitet“ og „höj- skole“ meðal Skandin- ava og „hochschule“ meða þýskumælandi þjóða. Þessari villu virðast Færeyingar hins vegar hafa sneitt hjá, er þeir tóku upp heitið „fróðskap- arsetur“ á há- skólanefnu sína. Kalla má háskóla í skandin- avískri eða þýskri merkingu fagháskóla, líkt og leiðarahöfundur réttilega gerir, þar eð þeir starfa á mun af- markaðra og þrengra sviði en universitet gera í þessum löndum. Í samræmi við þetta eru fagháskólar í þessum löndum venju- lega kenndir við þá, sem þar mennt- ast (dýralæknar, tannlæknar, lyfja- fræðingar, verkfræðingar o.s.frv.) eða við hlutaðeigandi greinar. Í heit- um universiteta þessara landa er hins vegar yfirleitt ekkert, sem bend- ir til þess hverjir menntast þar, held- ur eru universitetin að jafnaði kennd við staði, borgir, landshluta eða lönd. Þetta er rökrétt, þegar höfð er í huga kjarnaþýðing enska heitisins „uni- versity“, nefnilega: „a school of uni- versal knowledge“. Hins vegar verð- ur veruleg skerðing á þessu hugtaki við það, að universitet hafa erlendis eðlilega ekki nær alltaf á sínum veg- um þá kennslu, rannsóknir eða þjón- ustu, sem gerð eru skil í fagskólum hlutaðeigandi landa. Á undanförnum árum hafa svokall- aðir háskólar sprottið upp hér á landi litlu hægar en gorkúlur á mykjuskán. Flestir þessara háskóla hafa yf- irbragð fagháskóla og munu vænt- anlega halda því. Full ástæða er þó til þess að ætla, að Háskólinn á Ak- ureyri muni reyna, m.a. vegna stað- bundins metnaðar norðanmanna, að feta þann stíg fram á veg, sem farinn hefur verið frá upphafi í Háskóla Ís- lands. Sameiginlegt markmið allra þessara háskóla hlýtur samt að vera að efla ekki ein- ungis kennslu, heldur einnig rannsóknir og þjónustu í þeim grein- um, sem þeir sinna. Þannig má sjá fram á þá tíð, að meistarar og doktorar verði til í fleiri háskólum en Háskóla Íslands. Því tel ég vand- séð, að festa eigi heitið rannsóknaháskóli við Háskóla Íslands einan. Í mínum huga hljóta allir háskólar, fagháskólar sem universitet, að vera rannsóknaháskólar. Öðruvísi eigi þeir skólar að hafa annað forskeyti en „há“ í nafni sínu. Einn af deild- arforsetum Háskóla Ís- lands hefur nýlega viðr- að þá hugmynd, að deildir þess háskóla eigi að fá mun meira sjálf- ræði en nú er og gætu verið sem næst sjálfstæðar einingar, hvort sem það væri undir „regnhlíf“, sem héti Háskóli Íslands, eða ekki. Ég tek undir þessa hugmynd, sem í raun gæti þýtt, að Háskóli Íslands gæti breyst í 10–11 fagháskóla eða fleiri í þeim greinum, sem þar er nú sinnt. Ég sé í þessu ýmsa ótvíræða kosti, sem hér er ekki tóm til að ræða, bæði fræðilega og stjórnunarlega og ef til vill ekki síst fjárhagslega. Ég tel þannig, svo að dæmi sé tekið, að sér- greindur læknaskóli myndi verða bein lyftistöng fyrir læknisfræði í landinu og skapa henni sterkari stöðu svo sem í því sérstaka sam- krulli, sem nefnist Landspítali – Há- skólasjúkrahús. Ég er sannfærður um, að fagháskólar munu, er fram líða stundir, öðlast meira vægi í æðri menntun og rannsóknum en nú er. Háskólar – Rann- sóknaháskólar Þorkell Jóhannesson skrifar um menntastofnanir Þorkell Jóhannesson ’Á undanförn-um árum hafa svokallaðir há- skólar sprottið upp hér á landi litlu hægar en gorkúlur á mykjuskán.‘ Höfundur er dr. med., prófessor úr embætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.