Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 6

Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Krít 48.230kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 59.020 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið Calidris hefur selt flugfélaginu Em- irates í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum hugbúnaðarlausnina „Re- venue Integrity“ sem Calidris hefur þróað. Þá hafa félögin samið um tengda þjónustu til næstu sex ára. Arna Harðardóttir, framkvæmda- stjóri Calidris, segir að samningur- inn skipti verulegu máli fyrir tekjur Calidris en ekki síður markaðslega þar sem Emirates sé bæði stórt og virt flugfélag og eftir sé tekið í heimi flugsins hvaða lausnir það velur fyrir starfsemi sína. Þó að skammt sé síð- an samningar voru undirritaðir er Calidris þegar farið að fá fyrirspurn- ir um lausnina frá flugfélögum sem heyrt hafa af samvinnunni við Em- irates. Arna segir að Revenue Integrity- hugbúnaðurinn miði að því að auka tekjur flugfélaga með markvissum hætti og minni tilkostnaði, s.s. með því að bæta gæði bókana og auka sætanýtingu. Kerfið greinir og leysir vandamál sem tengjast „gölluðum “ bókunum, s.s. tvíbókunum og gervi- bókunum, það fylgist með að reglum varðandi miðaútgáfu sé fylgt og það vinnur upplýsingar úr gagnagrunni til að nota í markaðslegum tilgangi s.s til að spá fyrir um tekjur, svo ein- hverjir eiginleikar hugbúnaðarins séu nefndir. Arna segir að samstarfið hafi kom- ist á eftir að Calidris var ásamt 19 öðrum hugbúnaðarfyrirtækjum boð- ið að gera tilboð í hugbúnaðarlausn fyrir Emirates. Hugbúnaður Calid- ris hafi verið sá eini sem uppfyllti all- ar óskir flugfélagsins og Emirates hafi því haft tvo kosti í stöðunni, að smíða kerfið sjálfir, eða kaupa það af Calidris. Þeir hafi valið síðari kost- inn. Arna segir Emirates vinna ákaf- lega fagmannlega og af mikilli ná- kvæmni en 15 mánuðir eru síðan hafist var handa við samningsgerð- ina. Eigendur ekki stjórnendur Calidris hefur verið starfrækt í tæp tvö ár. 25 manns vinna hjá félag- inu en búist er við auknum umsvifum á næstunni og nokkurri fjölgun starfsmanna í ráðgjöf, þjónustu og hugbúnaðargerð. Félagið er ein- göngu fjármagnað með eigin tekjum, en samningur við Finnair síðustu þrjú árin hefur skapað félaginu rekstrargrundvöll og gert því kleift að þróa hugbúnaðarlausnir sínar, sem nú eru í notkun hjá Icelandair, Finnair, Royal Jordanian og Aegean Airlines í Grikklandi. Eitt af því sem er sérstakt við félagið er staða stofn- enda félagsins innan þess en þeir Kolbeinn Arinbjarnarson og Magnús Ingi Óskarsson, sem eiga samanlagt 80% í félaginu, hafa kosið að láta framkvæmdastjórnina í hendur ut- anaðkomandi fagstjórnanda, Örnu, sem er yfirmaður þeirra. Þar að auki sitja þeir sjálfir einungis í varastjórn félagsins. „Frumkvöðlar hamla oft vexti fyr- irtækja. Það er því gott að stíga strax til hliðar,“ segir Kolbeinn Arinbjarn- arson sem hefur sölu- og markaðs- mál á sinni könnu. Magnús einbeitir sér hins vegar að vöruþróun og sam- skiptum við Finnair, stærsta við- skiptavininn. Calidris hefur verið með jákvæða EBITDA framlegð síðastliðin tvö ár að sögn Örnu, en í ár er stefnt að því að hagnaður verði af rekstrinum og- veltan verði 260 milljónir. Arna er bjartsýn á framtíð félagsins. Calidris hefur markað sér vel afmarkaða markaðssyllu og þörfin fyrir lausnir í þessum geira er mikil að hennar sögn, þar sem flugfélög eru almennt mjög gamaldags þegar kemur að upplýsingatækni. „Þau voru frum- kvöðlar í notkun upplýsingatækni í rekstri fyrir 40 árum, en sitja nú uppi með gamla tækni á mörgum sviðum sem hefur hamlað þeim á síðustu ár- um,“ segir Arna Harðardóttir. Eigendurnir undirmenn framkvæmdastjórans Reuters Emirates flugfélagið þekkja Íslendingar kannski helst af búningum Chelsea knattspyrnuliðsins, sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með. Flugfélagið Emirates kaupir hugbúnað af Calidris Morgunblaðið/Golli Arna Harðardóttir, Kolbeinn Arinbjarnarson og Magnús Ingi Óskarsson stjórna daglegum rekstri Calidris. Umhverfið breytir um svip þegar maður er á leið á lífvarða-námskeið hjá World Federation of Bodyguards í grenndvið Þorlákshöfn. Ósjálfrátt fer maður að skimast um eftirlíkum í hrauninu, gámarnir virðast líkkistur í malarnám- inu við Þrengslin og löng líkfylgd í bakspeglinum. En svo gerist ekki neitt; hvunndagurinn rennur saman við grátt malbikið. Rykugur Volkswagen-skutbíll rennir í hlaðið hjá Hlíðardalsskóla. Blaðamaður stígur út og ungur maður í svörtum jakkafötum tekur á móti honum. Hann heitir Gottskálk og er einn af leiðbeinendum WFB. Í því sem hann réttir fram höndina hringir síminn hjá blaða- manni, sem reynir að heilsa um leið og hann leitar að penna milli sætanna, blöðum til að skrifa á og svarar í símann. Stundum getur verið hasar í lífi blaðamannsins. Í anddyrinu á Hlíðardalsskóla eru vélbyssa og hnífur og í leikfimisalnum full taska af byssum, kylfum, hnífum og sprengja. Vopnin eru ekki alvöru þó að tilefnið sé alvöru. En þau eru nauðsynleg þegar farið er ofan í saumana á varasömu starfi lífvarða á 19 daga námskeiði, sem sótt er af þremur Dönum, Bandaríkjamanni, Breta og Íslend- ingi. Þeir eru flestir í tengdum störfum, reka öryggisfyrirtæki eða kenna sjálfsvarnaríþróttir, og eru að bæta við sig þekkingu og þjálf- un. Það er ljót skella í veggnum á ganginum. – Þetta er eftir höfuðið á einhverjum, segir lífvarðaneminn Kent og brosir. Það reynist ekki fjarri sanni, því það eru líka skellur á lík- amanum á lífvarðanemunum, enda ganga þeir í gegnum harðvítugar þolraunir, s.s. yfirheyrslur og æfingar í bardögum. Og þeir eru bara hinir ánægðustu með það. All rosalegt að fylgjast með atganginum. Chad er með fjögur belti sem ekki fást í tískubúðum. Hann býður blaðamanni að gerast æfingafélagi sinn. – Sársauki er bara í höfðinu á þér, lofar hann. – Uh, nei takk, svarar blaðamaður og reynir að vera kurteis. Leiðbeinandinn Dan Sommers stendur í miðjum leikfimisal og sýnir hvernig nota má lítið vasaljós sem vopn. Við hliðina á honum stóð Lauge. Nú liggur hann máttlaus á gólfinu eftir að Dan þrýsti á viðkvæman stað með vasaljósinu og veinar af sársauka. Um leið og Dan sleppir hverfur sársaukinn. Lauge rís á fætur og ber sig nokk- uð karlmannlega. Innan skamms eru lífvarðanemarnir farnir að æfa brögðin hver á öðrum og liggja veinandi á gólfinu um allan salinn. Minnir svolítið á fæðingardeild Landspítalans. Þetta er síðasti dagur námskeiðsins og menn orðnir lúnir, enda mikið búið að ganga á. – Við reynum að gera þá þreytta, segir Dan. Það kallar fram stressið og þá gefst tækifæri til að meta þá betur. Við erum að fram á nótt og vöknum snemma á morgnana, þá eru fyrirlestrar í þrjá til fjóra tíma í senn og síðan farið í verklegar æfingar. Það reynir á að fara aftur og aftur út í kuldann og er lýjandi til lengdar. Prófin sem lögð eru fyrir lífvarðanemana endurspegla að ólíkar kröfur eru gerðar til þeirra; ekki aðeins um líkamsstyrk heldur einnig siðferðisþrek. Það standast ekki allir prófið. Og það kemur á daginn að starfið er ólíkt því sem blaðamaður hafði ímyndað sér. Það felst fyrst og fremst í nákvæmri undirbúningsvinnu, skrásetn- ingu og skipulagi; að mæla ýmsar vegalengdir frá einum stað til annars, skoða aðstæður, velta fyrir sér mögulegum hættum og úr- ræðum við þeim. Allt ratar í ítarlegar skýrslur, sem skilað er til skjólstæðinganna. Galdurinn er sá að afstýra hættum; ekki bjarga sér úr þeim. Í raun er hasarinn engu meiri en í blaðamennsku – ef lífvörðurinn vinnur vinnuna sína. Lífvarðanemarnir eru í svörtum jakkafötum í dag. Þeir eru á tveim glæsibifreiðum að fylgja mikilvægum skjólstæðingi. Þegar bíl- unum er ekið upp að húsinu er sett á svið árás. Tómas er í hvunn- dagsfötum og leikur árásarmanninn. Þegar hann lætur til skarar skríða er hann snúinn niður og hrópað: – Contact! Yfirmaður lífvarðanna hrópar: – Car! Á augabragði er búið að hendast með skjólstæðinginn aftur upp í glæsibifreiðina og spóla af stað. Aðgerðirnar eru samhæfðar. Eiga raunar að vera svo samhæfðar að lífverðir bregðist eins við í þeim 23 löndum sem WFB stendur fyrir námskeiðum. Þess vegna þarf að fara nákvæmlega ofan í saumana á öllu aðgerðaferli; það má ekkert fara úrskeiðis í þessari starfsgrein. Og því þurfa lífvarðanemarnir að vanda sig í þjálfuninni. Í æf- ingasalnum réttir Chad fram hnéð og sýnir Arnari hvernig hann getur rekið vasaljósið í það þannig að það valdi sársauka. Chad finn- ur staðinn með vasaljósinu og Arnar ýtir. – Aaaaáá, hrópar Chad og haltrar í burtu. Einmitt þarna! Morgunblaðið/Ásdís Sársaukinn er í höfðinu SKISSA Pétur Blöndal fylgdist með líf- varðanámskeiði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.