Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 27
spóans í Afríku eru leirukrabbar. Spóarnir veiða krabb- ana innan um fólk sem leitar skelja og veiðimanna sem kasta netum sínum úr fjörunni. Í brennheitri norðanátt Félagarnir tóku ferju frá Banjul, höfuðborg Gambíu, til Norður-Senegal. Hitinn var yfirþyrmandi, 40–47°C í forsælu. „Norðanvindur hér þýðir ekki kalt veður, heldur þveröfugt. Þá hefur Kári ferðast yfir Sahara og kemur brennheitur fram að sjó. Vindinum fylgir fínt ryk sem smýgur um allar glufur og þrengir sér inn í hús, klæði og öll vit. Hvergi skjól fyrir örfínu duftinu sem sest eins og gráleit og muskuleg slikja á allt stórt sem smátt.“ Félagarnir leigðu sér bát og sigldu um mikil fenja- svæði við Missira. „Við sáum spóa á ólíklegustu stöðum, bæði staka og í smáum hópum. Félagsskapur þeirra var fjölbreyttur. Furðulegustu fuglar og svo mannfólkið við iðju sína á sjó og landi. Spóarnir voru ávallt í bak- eða for- grunni. Skemmtilegust þótti mér heimsókn í fornt þorp á lítilli eyju. Iðja heimamanna var ostrutínsla. Kona eldaði skeljarnar yfir viðarbáli, síðan voru þær þurrkaðar í sól- breyskjunni og sendar á markað. Þorpsbúar leyfðu okk- ur að mynda sig gegn vægu gjaldi. Ungur drengur úr hópnum hafði gert sér hljóðfæri úr boga. Annar endi strengsins nam við tveggja lítra plastflösku sem magnaði hljóðið þegar strákur sló strenginn. Húsdýrin voru í stíu, eða gerði. Hænsni, geitur og asni. Skammt frá strákofa- þyrpingunni voru skeljahaugar, hugsan- lega jafngamlir og mannlíf á staðnum. Hitinn óx jafnt og þétt eftir því sem leið á daginn og hefði verið óbærilegur hefði sigl- ingin ekki gefið nokk- urn svala. Við vorum því fegnir að komast í það afdrep sem hótelið veitti okkur.“ Ferðinni var næst heitið á leirskóga- svæði og var endað á kíl þar sem tröllatré teygðu lim sitt óendanlega í allar áttir. „Þarna átti að vera náttstaður fugla og það reyndist rétt. Undir lokin voru þrjú til fjögur hundruð fuglar í trjánum og rökkrið batt svo enda á myndatökur.“ Strembin leit að steindeplum Aftur var snúið yfir Gambíufljót og stefnt upp með fljótinu í leit að steindeplum. Vegurinn þessa 150 km leið var ekki beysinn. Einhvern tímann hafði hann verið mal- bikaður, en nú voru aðeins eftir malbiksblettir á stangli, líkt og sker í öldóttu moldarhafinu. Þessi ferð var ekki ár- angurslaus, því viti menn. Þarna voru steindeplar! Morg- uninn eftir voru menn árrisulir, til að nýta morgunsval- ann sem best. Steinklappan lét lítið á sér kræla og sólin hækkaði á lofti. „Um tíuleytið var verulega farið að hitna. Gangan varð í samræmi við það, hálfgerð þrautaganga. Undir hádegi vorum við næsta úrkula vonar um að við fyndum nokkurn depil en leiðsögumaður okkar gafst ekki upp. Friðþjófur fylgdi honum og náði nokkrum góð- um skotum af steindeplinum.“ Kvikmyndagerðarmenn- irnir komust að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið skynsamlegt að leita fuglanna á jörðu niðri, því þeir leit- uðu í skuggann í krónum trjánna meðan heitast var. Þeir félagar heimsóttu einnig litla eyju sem er griðland fugla. „Við komum strax auga á spóa. Það var ekki sjálf- gefið því slíkt kraðak var af fugli á fjörunni. Þeir sem ég kannaðist við voru, auk spóa, tildra, sanderla, sandlóa, jaðrakan og spóatíta.“ Íslensku sumargestirnir undur sér augljóslega vel innan um litskrúðuga hitabeltis- fuglana. Spóinn veiðir leirukrabba sér til matar á strönd- inni. Spóar og sand- lóur halda sig á svipuðum slóð- um yfir veturinn. Auk þeirra eru í Gambíu og Sene- gal farfuglar á borð við stein- depla, maríuerlur og tildrur. Páll Stein- grímsson og Ein- ar Ólafur Þorleifs- son, náttúru- fræðingur, í veislu með heimamönn- um í Gambíu. gudni@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 27 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 tryggvagata 16 sími 551 1808 www.mamimo.is fallegar fe rminga rg ja f i r Námið er einkum ætlað kennurum, skólastjórnendum og öðrum þeim sem stjórna eða hafa hug á að stjórna menningar- og menntastofnunum, þ.e. skólum, söfnum, menningarfyrirtækjum og öðrum stofnunum sem hafa með höndum miðlun þekkingar, menningar og menntunar, eða starfa í menningartengdri ferðaþjónustu. Námið er tvær fimm vikna sumarannir og fjarnám. Unnt er að stunda það með vinnu. Inntökuskilyrði er fyrsta háskólagráða í hvaða grein sem er, þ.e. BA, BS, B.Ed. eða sambærileg gráða frá innlendum eða erlendum háskóla. www.bifrost.is MA nám á Bifröst Nánari upplýsingar má finna á vef Viðskiptaháskólans á Bifröst (www.bifrost.is), á vef ReykjavíkurAkademíunnar (www.akademia.is) eða í síma 433-3000. Menningar- og menntastjórnunarval Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 30. mars kl. 16.00-18.00 í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, 4. hæð, JL-húsinu, Hringbraut 121, Reykjavík. í samstarfi Viðskiptaháskólans á Bifröst og ReykjavíkurAkademíunnar í hagnýtum hagvísindum 311 Borgarnes Sími 433 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.