Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 65 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfstæð/ur og heið- arleg/ur. Þú býrð yfir dugn- aði og vinnusemi og átt erfitt með að standast hvers konar áskoranir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er hætt við að spenna sem hefur verið að safnast upp í þér að undanförnu brjótist fram í dag. Reyndu að hugsa áður en þú talar, sérstaklega í sam- skiptum við systkini þín og ná- granna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú gætir fallið í þá freistni að kaupa þér eitthvað í hreinum leiðindum í dag. Reyndu að standast freistinguna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Farðu sérlega varlega í dag. Þú ert eitthvað strekkt/ur á taugum og því er þér hættara við slysum en ella. Þetta getur líka gert það að verkum að þú segir eitthvað sem þú átt eftir að sjá eftir síðar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú leggur mikið upp úr því að hafa þínar eigin skoðanir á hlutunum og vilt því ekki láta aðra segja þér hvað eða hvern- ig þú átt að hugsa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir misst þolinmæðina gagnvart vini þínum eða kunn- ingja í dag. Þetta tengist því hugsanlega hvernig sameig- inlegri ábyrgð er skipt á milli ykkar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú munt hugsanlega gera ein- hvers konar uppreisn gegn yf- irmönnum þínum í dag. Láttu skoðun þína í ljós. Það er óþarfi að bíða eftir því að hlutirnir versni enn frekar. Gættu þess þó að sýna kurteisi og sann- girni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú finnur fyrir vaxandi þörf fyrir breytingar í lífi þínu. Þetta getur jafnvel verið upp- hafið að stórfelldri hugarfars- breytingu. Þú þarft að gera það upp við þig hvað skiptir þig raunverulegu máli í lífinu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er hætt við að þér finnist þú axla meira en þinn skerf af sameiginlegri ábyrgð á börn- unum. Hvað sem þú gerir í málinu máttu ekki gleyma því að hagsmunir barnanna verða að vera í fyrirrúmi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Frelsi þitt skiptir þig gríð- arlega miklu máli. Reyndu þó að forðast deilur vegna af- skiptasemi foreldra þinna. Farðu heldur í göngutúr og komdu aftur þegar þú hefur róast dálítið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur næga orku til að stuðla að umbótum í vinnunni í dag. Vertu opin/n fyrir nýjum aðferðum til að gera hlutina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir upplifað ást við fyrstu sýn í dag eða eitthvað mjög skrýtið. Þú þarft á fríi og til- breytingu að halda. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Deilur á heimilinu geta slegið þig út af laginu í dag. Það er einnig hætta á einhvers konar slysum á heimilinu. Reyndu að sýna sérstaka aðgát. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LÓAN Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefir sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót. Páll Ólafsson LJÓÐABROT HLUTAVELTA 80 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 28. mars, er áttræð Guðrún Valdimarsdóttir, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Hún er að heiman á afmælisdaginn. „ÉG SÁ hann! Ég sá hann með eigin augum.“ Jean Besse var mikið niðri fyrir þegar hann kom út úr spilasaln- um og hljóp beint í flasið á Jose Le Dentu: „Ég hafði hann innan seilingar en missi tökin í lokin,“ sagði Besse og var gráti nær. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ÁG93 ♥963 ♦D76 ♣754 Vestur Austur ♠D5 ♠872 ♥ÁK872 ♥D5 ♦93 ♦KG1052 ♣Á1098 ♣632 Suður ♠K1064 ♥G104 ♦Á84 ♣KDG Þessi atburður átti sér stað fyrir 40 árum, á móti í Frakklandi. Báðar sögupersónurnar eru farnar yfir móð- una miklu, hinn litríki spilari Sviss- lendinga, Jean Besse, og franski spil- arinn og bridshöfundurinn Jose Le Dentu. En hvað var það sem Besse sá sem vakti hjá honum slíka geðshræringu? Fljúgandi diskur? Risafiskur? Ein- hyrningur? Ekkert af þessu, þótt hið síðast- nefnda sé ekki með öllu óskylt. Le Dentu tók upp pennann og skrásetti spilið. Besse varð sagnhafi í tveimur spöðum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður Messina Bernasconi Bianchi Besse – Pass Pass 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar Allir pass Mótherjarnir voru Ítalir og vestur hóf vörnina með ÁK í hjarta og þriðja hjartanu, sem austur trompaði. Lauf kom til baka á ásinn og meira lauf. Kannski ekki besta vörnin, en eðlileg. Besse toppaði spaðann, tók síðasta laufslaginn og annan trompslag: Norður ♠9 ♥– ♦D76 ♣– Vestur Austur ♠– ♠– ♥87 ♥– ♦93 ♦KG105 ♣– ♣– Suður ♠K ♥– ♦Á84 ♣– Besse íhugaði málið vandlega í þess- ari stöðu. En ákvað svo að spila tígli að drottningunni. Vestur stakk upp níunni og þar með hlaut vörnin að fá tvo tíg- ulslagi. En Besse var fljótur að átta sig á vinningsleiðinni. Ef síðasta trompinu er spilað þvingast austur í EINUM lit. Segjum að austur hendi tígulfimmu. Þá má dúkka til hans tígul. Og ef austur kastar millitígli og vestur fer upp með níuna verður áttan slagur með svín- ingu. Slík einlitaþvingun er jafnfágæt við spilaborðið og einhyrningur í nátt- úrunni. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be7 8. f3 Be6 9. Dd2 O-O 10. O-O-O a5 11. De1 Dc8 12. a4 Rc6 13. g4 Rb4 14. g5 Rh5 15. Kb1 Dc7 16. Df2 Rf4 17. Rb5 Db8 18. Bxf4 exf4 19. R3d4 Bd7 20. Hg1 g6 21. Bc4 Dc8 22. Bb3 Dc5 23. Dd2 De5 24. h4 Hac8 25. h5 Kg7 26. Dh2 Bxg5 27. Rxd6 Bf6 28. hxg6 fxg6 Á hverju ári fer fram mjög öflugt skákmót í Mónakó sem hollenski auð- kýfingurinn Van Oosterom stendur fyrir. Mótið er með sérstöku sniði þar sem tefld er annars vegar atskák og SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik hinsvegar blindskák. Staðan kom upp í blindskák þeirra Viswanathan Anands (2766) og Spánverjans Fransicso Pons Vallejo (2663). 29. R6f5+ Kh8 30. Dxh7+! Snotur drottning- arfórn er leiðir til máts. 30...Kxh7 31. Hh1+ og svartur gafst upp enda verð- ur hann mát eftir 31... Bh4 32. Hxh4#. „Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið.“ Meðvirkni Fyrirlestrar um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verða haldnir föstudagskvöld 2. apríl kl. 20.00-22.00 og framhaldið laugardaginn 3. apríl kl. 9.30–16.00 í Kórkjallara Hallgrímskirkju. Föstudagskvöld 2. apríl kl. 20.00–22.00. • Hvað er meðvirkni? Jákvætt og neikvætt. Stefán Jóhannsson, fjölskylduráðgjafi. • Kvikmyndin „Mirror of a Child“ um meðvirka fjölskyldu. Laugardagur 3. apríl kl. 9.30–16.00. Tilfinningar. Ef þú stjórnar ekki tilfinningum þínum, þá stjórna þær þér. Stefán Jóhannsson, fjölskylduráðgjafi. Frá væntingum til veruleika. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fjölskylduráðgjafi. Tjáskipti. Tölum við sama tungumálið? Stefán Jóhannsson, fjölskylduráðgjafi. Samskipti. Er þetta ég og þú, eða VIÐ? Stefán Jóhannsson, fjölskylduráðgjafi. Hvað er ofbeldi? Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fjölskylduráðgjafi. Innifalið er vinnublöð, kaffi og meðlæti. Skráning fer fram í síma 553 8800 Stefán Jóhannsson, fjölskyldu- ráðgjafi. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fjölskyldu- ráðgjafi. Óþolsgreining Hómópatinn og grasalæknirinn Roger Dyson verður staddur í Reykjavík dagana 31.-7. apríl. Upplýsingar og tímapantanir í síma 588 3077 eða 897 3077. LESANDI þessara þátta sendi mér eftirfarandi til- kynningu frá banka, þar sem honum þótti orðalag- ið óíslenzkulegt í meira lagi. Hún var á þessa leið með eðlilegum stytting- um: Þann 09.03.2004 klukkan 12:19 fram- kvæmdi NN eftirfarandi innborgun o.s.frv. Viðtak- andi bréfsins hnaut hér að vonum um orðalagið að framkvæma innborgun. Á venjulegu máli má orða þetta á þessa leið: NN innti þennan dag af hendi eftirfarandi greiðslu eða líka: Eftirfarandi fjárhæð hefur verið greidd inn á reikning númer Š. Vel má vera, að bankamenn tali um að framkvæma inn- borgun eða greiðslu, en það fer ekki vel í máli okkar og er, að ég held, komið í málið fyrir ensk áhrif. Er hér á ferðinni svonefndur nafnorðastíll, sem virðist allágengur í máli okkar, bæði töluðu og rituðu. Ég held menn hljóti að finna, hversu eðlilegra sé að tala um að greiða eða borga ein- hverja fjárhæð en að framkvæma greiðsluna eða borgunina. Þá nota menn eitt sagnorð í stað so. að framkvæma með nafnorði. Mig minnir fast- lega, að ég hafi einhvern tímann séð eða heyrt tal- að um að framkvæma at- kvæðagreiðslu í stað þess að tala um að greiða at- kvæði. Vissulega má nota so. að framkvæma í mörg- um samböndum. Menn framkvæma ákveðið verk eða gerning eða jafnvel rannsókn, þótt í síðasta dæminu fari að mínum dómi betur að nota so. að rannsaka: rannsaka mál í stað þess að framkvæma rannsókn málsins. Ég vona, að flestir geti verið sammála mér og viðtak- anda ofangreinds bréfs um þetta. Sjálfsagt er að vekja athygli banka- manna og annarra á þess- ari notkun so. að fram- kvæma, sem virðist vera að læðast inn í mál okkar í þessu sambandi úr ensku máli. – En hvað segja lesendur um þetta? Sími 557 4977 og tölvu- fang jaj@simnet.is - J.A.J. ORÐABÓKIN Framkvæma Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní 2003 í Lágafells- kirkju af sr. Sigfúsi Ingvarssyni þau Ísabella Theódórs- dóttir og Sigurgeir Gíslason. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík SMÆLKI Hann Jónas yfirlæknir er upptekinn við hjarta- skiptaaðgerð. Er erindið mikilvægt? ATVINNA mbl.is FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.