Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Og þetta er nú Gullfoss. MBA-námið í Háskóla Íslands kynnt Fyrst og fremst til eflingar Háskóli Íslands býð-ur upp á fjölbreyttmeistaranám og í þeirri flóru hefur MBA- námið nokkra sérstöðu, en að sögn Snjólfs Ólafssonar, formanns stjórnar MBA- námsins, sem Morgunblað- ið ræddi við, er áhersla á hagnýtingu fræðanna og á þjálfun og þroska nem- enda mun meiri en í öðru meistaranámi svo og þjón- usta við nemendur. Á morgun, mánudaginn 29. mars, verður haldinn kynningarfundur um nám- ið. – Hvernig myndir þú lýsa MBA-námi í stuttu máli? „MBA er fyrst og fremst til þess gert að efla stjórn- endur, en það er einnig góð und- irstaða undir ýmis sérfræði- og ráðgjafarstörf. Meginviðmið er að nemendur hafi lokið háskólaprófi og hafi starfsreynslu, bæði til að þeir eigi auðveldara með að nýta sér námið og til að þeir geti miðlað til samnemenda sinna. Hinn trausti fræðilegi grunnur fæst fyrst og fremst með lestri kennslubóka og fyrirlestrum, en það er aðeins einn hluti námsins. Skilningur og þjálfun í hagnýtingu fræðanna fæst meðal annars með líflegum umræðum og glímu við raunverkefni og því er fjölbreytni í nemendahópnum svo mikilvæg.“ – Hver eru megineinkenni MBA-námsins við Háskóla Ís- lands? „Eitt helsta einkenni námsins eru þær miklar kröfur sem gerðar eru til nemenda og kennara en þær skapa þann trausta grunn fyrir stjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum sem námið gefur. Kennt er á mánudögum og fimmtudögum kl. 16–20 þannig að nemendur fá stöðugt aðhald, stuðning og áreiti frá kennurum og samnemendum. Kennsla fer ekki fram á vinnutíma, en meiri- hluti nemenda tekur námið sam- hliða vinnu. Á álagstímum geta farið yfir 30 klst. á viku í námið þannig að álag á marga nemendur er stundum gífurlega mikið, og það er í raun liður í þjálfun þeirra. MBA-námið við Háskóla Ís- lands gefur mjög breiða undir- stöðu og því taka allir nemendur sömu 11 kjarnanámskeiðin fyrstu þrjú misserin. Á síðasta misseri tekur hver nemandi fjögur val- námskeið og þar gefst nemendum tækifæri til að sérhæfa sig að eigin ósk, nú eða fá frekari innsýn í ólík- ar hliðar stjórnunar.“ – Í ljósi hins mikla álags í MBA- náminu, hvernig búa menn sig helst undir slíkt nám … og kemur þetta mikla álag ekki í veg fyrir að ýmsir sem hefðu áhuga á námi geti lagt það fyrir sig? „Það er lítil ástæða fyrir nem- endur að undirbúa sig fræðilega fyrir námið, t.d. með því að lesa eitthvað í markaðsfræði eða hag- fræði þótt það saki að sjálfsögðu ekki. Varðandi slíkt má helst benda þeim sem hafa lítið eða ekkert notað Excel að taka einhver námskeið, því Excel er verkfæri sem nemendur nota í nokkrum nám- skeiðum og erfitt ef mikil orka fer þá í að læra á verkfærið. Það sem skiptir mun meira máli er sá und- irbúningur sem getur gefið nem- endum meiri tíma eftir að nám hefst. Það getur meðal annars fal- ist í því að undirbúa fjölskylduna og fyrirtækið sem best eða í því að segja sig úr stjórn áhugamanna- félaga. Þetta mikla álag í MBA- náminu kemur í veg fyrir að ýmsir sækja um námið. Fyrir þá einstak- linga stendur ýmislegt til boða og má nefna þriggja misserarekstr- ar- og viðskiptafræðinám hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem dæmi. Innihald þess náms er að mörgu leyti svipað og MBA- náms en miklu smærra í sniðum að öllu leyti og minna álag á nem- endur.“ – Hver er helsta sérstaða MBA- náms við Háskóla Íslands? „Hin mikla áhersla á að nem- endur fái góða þekkingu á ís- lensku atvinnulífi, í víðum skiln- ingi, hefur verið ein helsta sérstaða námsins frá upphafi. Það sem gerir okkur kleift að gera þetta vel er hinn stóri og fjöl- breytti hópur kennara í viðskipta- og hagfræðideild. MBA-námið okkar er það eina sem gefur nem- endum tækifæri á að kynnast ótal- mörgum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum á djúpan og upplýs- andi hátt. Alþjóðlegt kennsluefni, erlendir gestafyrirlesarar og sér- stakt námskeið um alþjóðavið- skipti sýnir þó vel að við viljum að nemendur séu tilbúnir undir störf í erlendum jafnt sem íslenskum fyrirtækjum.“ – Hvernig hefur tekist til? „Við sem stöndum að því erum ánægð með árangurinn, einkum vegna þess að nemendurnir eru ánægðir. Nú eru tæp tvö ár síðan fyrsti hópurinn útskrifaðist og því getum við byrjað að meta hve mik- inn ávinning nemendur hafa haft af náminu. Fjölmargir nemendur hafa skipt um starf meðan þeir voru í námi eða að því loknu. Þeir eru núna í mjög ólíkum störfum, enda áhugi þeirra mjög ólíkur og þegar starfsframi hópsins er skoð- aður getum við ekki annað en ver- ið ánægð með árangurinn. Sem dæmi má nefna að úr þessum fyrsta hópi koma æðstu stjórn- endur svo ólíkra fyrirtækja og stofnana sem 10–11 verslanakeðj- unnar, Tækniháskóla Íslands og Skjás eins.“ Snjólfur Ólafsson  Snjólfur Ólafsson er prófessor í viðskipta- og hagfræðideild HÍ og formaður stjórnar MBA- námsins. Lauk BS-prófi í stærð- fræði frá HÍ og doktorsprófi í að- gerðarannsóknum frá Verk- fræðiháskólanum í Stokkhólmi. Hefur m.a. verið formaður við- skiptaskorar, formaður Að- gerðarannsóknafélags Íslands og er stjórnarformaður tveggja fyrirtækja. Snjólfur er fæddur í Reykjavík 20. apríl 1954. Maki er Guðrún S. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri gæðasviðs Pharmaco. Börn eru Eyjólfur Örn og Helga Guðrún. Kennsla fer ekki fram á vinnutíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.