Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 69
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 69
ÞÓRIR Baldursson, tónlistarvirtúós
með meiru, verður sextugur á
morgun. Hann ætlar að fagna
áfanganum með tónleikum sem
fram fara í Ráðhúsi Reykjavíkur
þar sem Stórsveit Reykjavíkur
verður honum til halds og trausts.
Hefjast þeir klukkan 20.00 og er
frítt inn á meðan húsrúm leyfir.
Sérstakir gestir Þóris verða Hljóm-
ar, Andrea Gylfadóttir, Savanna-
tríóið og Björgvin Halldórsson.
Blaðamaður sló á þráðinn til af-
mælisbarnsins og spurði hvernig
honum litist á þessa sex tugi sem að
baki væru.
„Mér líst bara vel á það,“ segir
Þórir. „Ég er býsna ánægður með
mitt hlutskipti og á maður ekki að
vera þakklátur fyrir að hafa enn
heilsu og hreinlega vera á lífi? En
mér fannst alltént gaman að staldra
aðeins við og líta yfir farinn veg af
tilefninu og það er það sem við er-
um að gera með þessum tónleikum.“
Þórir segist aðspurður líta sáttur
um öxl þegar hann hugsar um tón-
listarferillinn. Flest finnist honum
vel heppnað þó að hann hafi vissu-
lega misstigið sig líka.
„Ég hef aldrei gert neitt annað en
þetta. Ég geng ekki svo langt að
segja að tónlistin sé líf mitt enda
svo margt sem skiptir mann máli,
fjölskyldan t.a.m. En það væri ansi
tómlegt hjá mér ef ég hefði ekki
tónlistina.
Þórir er alltaf að í tónlistinni,
annaðhvort spilamennska eða
kennsla. Nú er t.d. nýbúið að ráða
hann í Brimkló, þar sem hann sér
um hljómborðsleik. Og það þykir
Þóri ekki handónýtt.
„Brimkló er hörkuband og það er
mjög gaman að taka þátt í dans-
leikjum með þeim. Bjöggi hefur
mjög góð tök á gestunum og þetta
er virkilega skemmtilegt,“ segir
hann.
Þórir segir að spiluð verði lög eft-
ir hann og aðra.
„Í gamla daga var alltaf verið að
setja allt í syrpur og ég gerði eina
plötu með þannig syrpum fyrir
Svavar Gests árið 1971. Ég ætla að
taka tvær af þessum syrpum. Svo
ætla ég að leika lög af plötu sem ég
gaf út fyrir nokkrum árum og til-
einkaði föður mínum. Hammond-
molar heitir hún. Svo ætlum við
gömlu félagarnir í Savannatríóinu
að spreyta okkur á gömlum lögum
líka.“
Þórir segir almennt mjög mikið
að gera hjá sér. Hann segir að það
hafi aukist mjög að fólk leiti til hans
með að útsetja fyrir sig og svo er
hann einnig í hálfu starfi að kenna
tónlist.
„Mér finnst það alltaf verða betra
og betra,“ segir hann að lokum.
„Eftir því sem þú ert lengur í þessu
verður þú leiknari og þar með verð-
ur meira gaman að þessu. Í raun er
ég sá nemandi sem hef lært mest í
skólanum!“
Þórir Baldursson fagnar sextugsafmæli
Án tónlistar
væri tómlegt
Þórir Baldursson ætlar að líta tónlistarlega um öxl í
Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun.
Morgunblaðið/Kristinn
sínu með Stórsveit Reykjavíkur á morgun