Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 11 ’Bankarnir eiga vissulega að sækjast eft-ir góðum hagnaði, en þeir geta ekki leyft sér að skara að sér skyndigróða á kostnað stöðugleikans í efnahagslífinu.‘Davíð Oddsson forsætisráðherra á ársfundi Seðla- banka Íslands. ’Niðurstaðan: við búum í kyrrlátuhverfi.‘Peter Backus , sem undanfarin tíu ár hefur stjórnað leit að radíósendingum frá um 800 plánetum í nágrenni jarðarinnar, sem bent gætu til vitsmunalífs. Engar slíkar sendingar hafa enn greinst. ’Við stefnum á að hefja uppbyggingu ástafrænu sjónvarpsdreifikerfi strax á næsta ári. Áætlað er að því ljúki árið 2008.‘Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í viðtali við Morgunblaðið. ’Það tekur tíma að byggja upp traust ábáða bóga. En útlitið er betra en það hef- ur verið um árabil. Og ávinningurinn sem af getur hlotist, varðandi öryggi í þessum heimshluta og heiminum öllum, er mjög mikill.‘Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, eftir fund með Muammar Gaddafi Líbýuleiðtoga í Trípolí á fimmtudag. ’Ég táraðist þegar ég kom hingað inn,gekk hér inn eftir ganginum og horfði inn í herbergin … Ég fékk kökk í hálsinn.‘Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir , móðir fjölfatlaðs drengs, um opnun Rjóðurs, heimilis fyrir langveik börn. ’Ég hvet múslima í Pakistan til þess aðsteypa ríkisstjórninni, sem er handbendi Bandaríkjanna.‘Hljóðupptaka með þessum skilaboðum var spiluð á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera á fimmtudag, en þau voru sögð vera frá Ayman al-Zawahri , háttsettum meðlimi al-Qaeda. Pakistanski herinn hefur und- anfarið þjarmað að liðsmönnum al-Qaeda í landa- mærahéruðum sem liggja að Afganistan. ’Ég fékk mjög gott hjarta.‘Sigurður Þórarinn Sigurðsson , frá Fáskrúðsfirði, fékk grætt í sig nýtt hjarta í byrjun febrúar og varð þar með 10. íslenski hjartaþeginn. ’Ég hef verið kallaður kosningasvikari áforsetastóli og það er mikil niðurlæging.‘Chen Shui-bian , forseti Taívans, sem vann nauman sigur í forsetakosningum um liðna helgi. Stjórnarand- staðan telur að brögð hafi verið í tafli og krefst ógild- ingar kosninganna. ’Þetta hrekkir mig ekki neitt.‘Sigurbergur Konráðsson , einn eigenda Arnarfells, slapp giftusamlega þegar 50 tonna beltagrafa hans hrapaði niður snarbrattar hlíðar Fremri-Kárahnjúks. ’Í fyrsta lagi hef ég ekki vitneskju umneinar njósnaupplýsingar frá 20. janúar 2001 sem hefðu gert Bandaríkjamönnum kleift að ráðast gegn Osama bin Laden, handtaka hann eða fella. Í öðru lagi trúir enginn sem ég þekki því að koma hefði mátt í veg fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september þótt bin Laden hefði verið handtekinn eða felldur skömmu áður.‘Donald Rumsfeld , varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, í vitnisburði sínum fyrir bandarískri þingnefnd sem rannsakar hryðjuverkin 11. september. ’Einhver hefur greinilega brugðist trúnaði.‘Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um tildrög þess að yfirheyrsluskýrsla í líkfundarmálinu í Neskaupstað birtist í DV. ’Nú geisar stríð á milli okkar og þeirra.‘Abdul Aziz al Rantissi , einn af forystumönnum Hamas-samtaka Palestínumanna, eftir að Ísraelar réðu andlegan leiðtoga samtakanna, Sheikh Ahmed Yassin, af dögum á mánudag. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Golli Hlýtt á forsætisráðherra Fundarmenn á ársfundi Seðlabanka Ís- lands, hlýddu ábúðarmiklir á ræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Svarti miðvikudagurinn En víkjum aftur að eyðimerkurgöngu minni þennan svarta miðvikudag í Kosovo. Ég fékk loks leyfi til að aka fjallabaksleið aftur til Pristina. Á leið minni um sveitahéruð sá ég mínarettur moskna prýddar albönskum fánum, tvíhöfða svörtum erni á rauðum grunni. Leiðin lá um Svartþrastavelli (Kosovo Polje) þar sem Lasarus konungur bar forðum beinin. Sex hundruð árum eftir orrustuna miklu, þar sem Serbar töpuðu í raun yfirráðum sínum yfir Kos- ovo, blasa við mér brunarústir skóla, spítala og serbneskra heimila frá veginum. Hvergi er lög- reglu eða her að sjá. Og enga Serba. Allt virðist þó með furðulega kyrrum kjörum. Svona rétt eins og að aka Ægisíðuna á nýársdag og sjá leif- arnar af áramótabrennunni … Daginn eftir, þegar ég kanna aðstæður, verða á vegi mínum brottflúnir Serbar sem snúið hafa aftur í fylgd lögreglu. Þeir biðja mig og félaga mína að segja heiminum frá grimmd Albana. Loks fer einn þeirra inn í brunnið hús sitt og sækir gersemar sem hann hafði falið fyrir brennuvörgunum. Þar á meðal mynd af Milos- evic forseta sem nú svarar til saka í Haag fyrir glæpi gegn mannkyninu í Kosovo, til dæmis að láta brenna ofan af Albönum og hrekja frá Kos- ovo. Og eðlilega spyr Serbinn hvort brennu- vargarnir verði ekki látnir svara til saka fyrir þessar þjóðernishreinsanir. Harri Holkeri, landstjóri Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, hefur ekki viljað ganga svo langt að kalla atburðina svarta miðvikudaginn, þjóðernishreinsanir, þótt forsvarsmenn NATO hafi gert það. Hann hefur hins vegar gagnrýnt forystumenn Kosovo-Alb- ana fyrir slaka frammistöðu í því að hafa hemil á landsmönnum. Þeir hafa aftur gagnrýnt al- þjóðastofnanir fyrir að leyfa Kosovo-Serbum að halda fast í serbneska stjórnkerfið og gefa stofnunum Kosovo langt nef. Til dæmis hafi Serbum liðist að stöðva umferð um einn helsta þjóðveginn svo dögum skiptir áður en upp úr sauð, án afskipta NATO. Leiðtogar Kosovo- Albana á borð við Ibrahim Rugova forseta hafa, þótt þeir segist harma ofbeldi, a.m.k. gegn NATO, sagt að ofbeldisaldan hefði ekki brotist út ef Kosovo hefði fengið sjálfstæði. Aðrir benda hins vegar á að fátt ef nokkuð hefði verið til að stöðva ofsóknir gegn Serbum ef NATO og Sam- einuðuþjóðalögreglan hefði ekki verið til staðar. Alþjóðasamfélagið talar auðvitað engan veg- inn einni röddu í þessu máli. Menn á borð við Richard Holbrooke sendiherra, einn aðalhöf- unda Daytonsamkomulagsins, hafa reyndar gagnrýnt harðlega að ráðamenn skuli ekki hafa dregið augljósar niðurstöður af hernaðinum fyr- ir fimm árum og veitt Kosovo sjálfstæði. Aðrir, t.d. Carl Bildt, fyrrverandi sáttasemjari á Balk- anskaga, benda hins vegar á keðjuverkun sem slíkt kynni að hafa í för með sér. Talið er víst að Bosníu-Serbar hugsi sér til hreyfings ef Kos- ovo-Albönum líðst að slíta sig úr tengslum við Serbíu. Og enginn sér fyrir hvaða áhrif sjálf- stæði Kosovo hefði á nágrannaríkið Makedóníu, en fjórðungur íbúanna er af albönsku bergi brotinn. Allstórir albanskir minnihlutar eru svo bæði í Serbíu og Svartfjallalandi. Loks óttast margir að raddir um sameiningu allra Albana í eitt ríki verði háværari en slíkt gæti haft í för með sér allsherjar styrjöld þar sem flest ríki Balkanskagans blönduðust inn í. Glæpur sem borgar sig? Mörgum er svo illa við að verðlauna illvirkj- ana í Kosovo. Hins vegar læðist að manni sá grunur að þjóðernishreinsanir séu einfaldlega glæpur sem alltaf borgar sig … Meðal brunarústanna í Kosovo Polje er hús svissnesks vinnufélaga míns, yfirmanns mann- réttindamála hjá ÖSE. Brennuvargarnir ætluðu að vísu ekki að brenna ofan af honum, heldur leigusala hans, eins og í ljóðinu um drenginn í Palestínu forðum sem féll fyrir byssukúlunni sem ætluð var föður hans. Minn ágæti vinnu- félagi hefur eins og alþjóðasamfélagið allt talið rétt rúmlega hundrað þúsund brottflúinna Serba á að snúa aftur og hina á að eiga áfram heima í Kosovo. Margir telja hins vegar að árás- irnar miðvikudaginn svarta hafi endanlega gert út af við drauminn um fjölþjóðlegt Kosovo. Full- reynt sé nú að Serbar muni ekki snúa aftur til Kosovo. Breski blaðamaðurinn Tim Judah hef- ur bent á í grein í The Guardian að hugsanlega hafi þjóðernishreinsanirnar í síðustu viku greitt fyrir lausn mála, rétt eins og gerðist bæði í Bosníu og Króatíu. Í þessu sambandi ber að minnast á hugmyndir Vojislavs Kostunica, for- sætisráðherra Serbíu, um að skipta Kosovo upp í kantónur líkt og í Sviss. Fáum dylst að slíkt fæli í raun og veru í sér skiptingu Kosovo. Í fljótu bragði mætti ætla að serbneska rík- isstjórnin hefði fátt ef nokkuð grætt á því að reyna að ríghalda í Kosovo. Efnahagslega er ekkert til Kosovo að sækja, t.d. ekki olíu! Hins vegar er Kosovo vagga serbneskrar þjóðarsálar og fátt ef nokkuð þjappar Serbum betur saman. Upphaf og endi stjórnmálaferils Slobodans Mil- osevic er til dæmis að finna á Svartþrastavöll- um, örskammt frá brunarústunum í Kosovo Polje. Þar hélt Milosevic ræðuna sem varð upp- haf þjóðernishyggju hans við minnismerkið um orrustu Lasarusar konungs. Endalokin má rekja til ósigursins fyrir NATO. Í einu af sínum þekktustu kvæðum segir Bob Dylan: „There is no success like failure and failure is no success at all.“ Dylan hafði sennilega hassþokuna sem lagðist yfir Bandaríkin á öndverðum sjöunda áratugnum í huga þegar hann samdi þessar ljóðlínur en þær eiga hins vegar ágætlega við serbneska þjóðarsál. Bretar og Frakkar skýra lestarstöðvar eftir frægum sigrum sínum í orr- ustum, Waterloo og Austerlitz. Lestarstöð í Bel- grad gæti eins heitið Svartþrastastöð, eftir Kos- ovo Polje, en sá hængur er á að þeirri orrustu töpuðu Serbar og Tyrkir náðu Balkanskaga á sitt vald í kjölfarið. Ljóst er að taka verður tillit til Serba þegar lokaákvörðun um Kosovo verður tekin, til dæm- is verður með einhverju móti að tryggja öryggi helgistaða, en vagga serbnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar er í Kosovo. Kvöldið sem Albanar grófu upp stríðsöxina að nýju eftir fimm ára hlé sýndi serbneska sjón- varpið myndina „Orrustuna um Kosovo“ rétt eins og kvöldið sem NATO réðst til atlögu fyrir fimm árum. Og ef leiðtogar heimsins taka sér ekki hlé frá málefnum Íraks og Afganistan og taka þær erfiðu ákvarðanir sem taka þarf, hverjar sem þær verða, kann endursýningunum að fjölga. Vandamál Balkanskaga eru ekki auð- leyst, en um eitt greinir menn ekki á: sá vandi sem glímt var við fyrir fimm árum er algjörlega óleystur og hefur síður en svo horfið. Vanda- málin voru sett í frysti og þegar vora tók að þessu sinni þiðnuðu þau og vandinn blossaði upp aftur. Rétt eins og eldurinn sem blossar upp við Ægisíðuna hvert gamlárskvöld. Morgunblaðið/Árni Snævarr Skilaboð frá alþjóðasamfélaginu til íbúa Kosovo um hvað þurfi að gera til að framtíð héraðsins ráðist blasa við á götu í Pristina. Við sjóndeildarhringinn er sól Evrópusambandsins að rísa eða hníga til viðar. Morgunblaðið/Árni Snævarr Atvinnulausir námamenn bera kröfuspjöld gegn ofbeldi. Námamenn eru mikilvægur pólitískur þrýstihópur í Kosovo og styðja aðskilnað. Á spjaldinu stendur: Ofbeldi er ekki svarið. Höfundur starfar hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í Kosovo. Skoðanir sem fram koma í grein- inni eru hans eigin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.