Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 36
Þ að ríkir sannarlega frönsk stemning á Litla sviði Borgarleikhússins um þessar mundir því í kvöld frumsýnir leikhópurinn Á senunni kabarettinn Paris at night. Sýningin samanstendur af ljóðum franska ljóðskáldsins Jacques Prév- erts úr ljóðasafni hans Paroles sem út kom árið 1945 og í íslenskri þýð- ingu Sigurðar Pálssonar árið 1987 undir heitinu Ljóð í mæltu máli. Ljóðin í sýningunni eru ýmist flutt eða sungin, á bæði íslensku og frönsku, en öll lögin í sýningunni, ut- an eitt, eru eftir Joseph Kosma sem var góður vinur Préverts og sam- starfsmaður hans á sviði kvikmynda- listarinnar. „Mér hefur alltaf fundist saga Préverts mjög merkileg,“ segir Kol- brún Halldórsdóttir leikstjóri. „Hann var fæddur aldamótaárið 1900 og því aðeins fjórtán ára þegar heimsstyrj- öldin fyrri skall á. Það má í raun segja að unglingsárin, þessi ár þegar þú ert að vakna til vitundar um ást- ina, lífið og tilveruna, hafi verið hrifs- uð af honum í brjálæðan ófrið í álf- unni, því hann var í raun orðinn fullveðja maður þegar fyrri heims- styrjöldinni loks lauk. Mörg ljóðanna í bókinni Ljóð í mæltu máli eru skrif- uð á hinum svokallaða geggjaða ára- tug, þ.e. á árunum milli 1930–40, þeg- ar enginn vissi hvað framtíðin bæri í skauti sér og hvort það væri yfirleitt einhver framtíð í vændum. Raunar er afar merkilegt að skoða hvað það er sem skiptir fólk mestu máli og það metur að verðleikum á þessari ögurstundu milli stríða,“ seg- ir Kolbrún. „Í mörgum tilfellum er það hversdagurinn, augnablikið, and- artakið,“ segir Felix Bergsson leik- ari. „Kannski eru þetta ágæt skilaboð til okkar í dag, þegar við lifum í ver- öld sem er í allsherjar stríði gegn hryðjuverkum,“ segir Kolbrún. „Og virðist brjáluð,“ bætir Felix við. „Ef til vill þyrftum við öll, hvar sem er í heiminum í dag, að staldra við, horfa aðeins inn á við og leyfa þessum hversdagslegu hlutum í tilverunni að fá sitt pláss,“ segir Kolbrún. Reynum að fá hjörtu áhorfenda til að slá örar Í ljóðum Préverts rekumst við á hinar ólíkustu frásagnir, fræðumst t.d. um hvernig mála skuli mynd af fugli, heyrum af ferð tveggja snigla á leið í jarðarför fölnaðs laufblaðs og um mann sem leikur á lírukassa en leikur sér að hnífum líka. Að sögn Felix er ástarminnið þó mest áber- andi í ljóðum Préverts og þess vegna ákvað hópurinn að láta ljóðið um Barböru ramma inn sýninguna, en í því ljóði lætur ljóðmælandinn hugann reika til stúlkunnar Barböru sem hann mætti eitt sinn í borginni Brest, sem jöfnuð var við jörðu í síðari heimsstyrjöldinni. „Út frá þessu ljóði liggur leið okkar inn í heim minning- anna. Allt frá æskuminningum úr skólastofunni, súrrealískum lýs- ingum af blómum, sólinni, járnbraut- arlestum og skrýtnum kafbátum sem leita ígulkerja, yfir í sárar minningar um unglingsárin og ást sem glat- aðist,“ segir Felix. „Ljóð Préverts eru svo stórkost- leg, ekki síst vegna þess að þau segja okkur mjög mikið um hvað hvers- dagsleikinn og þetta litla, hljóðláta í tilverunni skiptir miklu máli og er kannski miklum mun dýrmætara en allt „spektalið“. Að þessu leyti held ég að sýningin falli mjög vel að upp- runalegum markmiðum leikhópsins, því þegar við Felix stofnuðum Á sen- unni fyrir rúmum fimm árum var það ákveðinn ásetningur hjá okkur að setja upp sýningar sem fá hjörtu áhorfenda til að slá örar á sama tíma og þær eigi erindi við áhorfandann, þ.e. segi eitthvað um líf fólks,“ segir Kolbrún. Spurð hvernig þau hafi valið ljóðin í sýningunni svarar Felix því til að í raun hafi ljóðin valið sig sjálf. „Valið tók sérstaklega mið af því við hvaða ljóð Kosma hefur samið tónlist. Vissulega hafa margir samið tónlist við ljóð Préverts í gegnum tíðina, en við völdum að nota lög Kosmas þar sem okkur fannst hann skapa ein- hvern tón eða stemningu sem við vildum fanga. Auk þess sem lögin hans eru afar leikhúsleg, hann kann nefnilega þá list að nota tónlistina til að segja sögu. Við stelumst reyndar til að setja inn eitt lag eftir Christiane Verger, bara til að brjóta regluna,“ segir Felix. „Kosma starfaði um tíma í Berlín og vann þar náið með mönn- um á borð við Hanns Eisler og Kurt Weil. Hann var ungverskur að upp- runa og sækir greinilega í gamla ung- verska trúbadúrahefð, þannig að lög- in hans eru á margan hátt afar óhefðbundin og ólík mörgu því sem við þekkjum,“ segir Kolbrún. „Tón- list hans snertir mann á einhvern ein- stakan hátt,“ segir Felix og Kolbrún bætir við: „Það er hreinlega einhver tilfinningaleg „magía“ í þessum lög- um og textum sem hitta mann beint í hjartastað.“ Draumur verður að veruleika Að sögn Felix hefur það lengi verið draumur hjá þeim Kolbrúnu að setja upp sýningu byggða á ljóðum Jac- ques Préverts. „Kolla gaf mér bókina fyrir rúmum tíu árum og ég féll gjör- samlega kylliflatur fyrir textanum. Í kjölfarið strengdum við þess heit að vinna kabarettsýningu byggða á ljóð- unum, en það er fyrst núna sem draumurinn er að verða að veru- leika,“ segir Felix. „Þannig að þetta hefur verið langt ferli,“ segir Kol- brún. „Sem helgast náttúrlega af því að við í Á senunni viljum gera það sem okkar listræna sýn býður okk- ur,“ segir Felix. „Og í raun felst styrkur sjálfstæðu leikhópanna ein- mitt í því að við getum valið okkar eigin verk, fundið upp okkar eigin að- ferðir og gert hlutina á okkar tíma. Þegar hugmynd eins og þessi er orð- in fullþroska og við komin með styrki þá er hægt að koma henni á svið,“ segir Kolbrún. „Ég tala nú ekki um þegar við erum líka búin að finna listamennina til að vinna verkið með okkur,“ segir Felix og hrósar happi yfir því frábæru listafólki sem þau hafi fengið til liðs við sig. „Við vorum t.d. svo heppin að fá Gideon Kiers, sjónlistamann frá Hol- landi, til liðs við okkur. Hann kom inn Hið dýrmæta í hversdags- leikanum Leikhópurinn Á senunni frumsýnir í kvöld kabarettinn Paris at night á Litla sviði Borgarleikhússins. Silja Björk Huldudóttir hitti stofnendur hópsins, þau Felix Bergs- son leikara og Kolbrúnu Halldórsdóttur leikstjóra, að máli. Morgunblaðið/Ásdís Í Paris at night flytja Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Felix Bergsson ljóð Jacques Préverts í tali og tónum. LISTIR 36 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hjá okkur getur þú treyst á áratuga reynslu og þekkingu í fasteignaviðskiptum. Ekki fædd í gær! Ábyrg þjónusta örugg viðskipti ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S EI G 23 55 4 Síðumúla 21 sími 588 90 90 www.eignamidlun.is kabarett byggður á ljóðum Jacques Préverts. Þýðing: Sigurður Pálsson. Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson. Myndbandstækni: Gideon Kiers. Hljómsveitarstjóri: Karl Olgeirsson. Hljómsveit: Karl Olgeirsson, Róbert Þórhallsson og Stefán Már Magnússon. Leikarar: Felix Bergsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Paris at night
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.