Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 76

Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK. FLUGFÉLAGIÐ Emirates og íslenska hugbún- aðarfyrirtækið Calidris hafa gengið frá samningi um kaup Emirates á hugbúnaðinum „Revenue Int- egrity“, sem ætlað er að auka tekjur flugfélaga með markvissum hætti, m.a. með því að bæta gæði bókana og auka sætanýtingu. Emirates er 25. stærsta flugfélag heims og flýgur til meira en 70 áfanga- staða í 50 löndum. Að sögn Örnu Harð- ardóttur, fram- kvæmdastjóra Calidris, skiptir samningurinn verulegu máli fyrir fyrirtækið í fjárhagslegu tilliti, en ekki síður markaðslega þar sem Emirates sé bæði stórt og virt flugfélag og eftir því tekið í heimi flugsins hvaða lausnir það velur fyrir starf- semi sína. Þegar séu farnar að berast fyrirspurnir frá flugfélögum, sem hafi heyrt af samvinnunni við Emirates. Valið úr 20 lausnum Emirates hefur vaxið hratt á undanförnum ár- um og gerði nýlega stærstu flugvélapöntun í sögu flugsins er tilkynnt var um kaup á 41 flugvél. Fé- lagið valdi lausn Calidris úr 20 hugbúnaðarlausn- um jafnmargra fyrirtækja. Hugbúnaðarlausnir þess eru nú þegar í notkun hjá Icelandair, Finnair, Royal Jordanian og Aegean Airlines í Grikklandi. Emirates kaupir hugbúnað af Calidris  Eigendurnir/6 ARNALDUR Indriðason rithöfundur lauk í gær, laugardag, upplestrarferð um Þýskaland en þýskt bókaforlag, Lübbe, hefur keypt útgáfuréttinn að öllum útkomnum bókum Arnaldar. Auk þess hefur þýska útgáfufyrirtækið tryggt sér réttinn að skáldsögu Arnaldar sem kemur út hér á landi um næstu jól og hefur vinnu- heitið Kleifarvatn, og einnig útgáfurétt að óskrifaðri sögu um lög- reglumanninn Erlend. Grafarþögn er nýkom- in út í Þýskalandi, Mýrin kom út í fyrra og Röddin er væntanleg í þýskri þýðingu í haust. Fyrsta skáldsaga Arnaldar, Synir duftsins, kemur út á þýsku vorið 2005, sem og Napóleonsskjölin. Síðan verða sögur Arnaldar gefnar út hver af annarri. „Ég veit ekki hversu margar bækurnar um Erlend verða að lokum. Oft er sagt að reglan sé 10 bækur um sömu lögguna, hún þoli ekki mikið meira, en við sjáum bara til,“ segir Arnaldur m.a. í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins í dag. Grafarþögn nefnist Todeshauch á þýsku en bók- in var í fjórar vikur á lista yfir tíu söluhæstu kiljur í Þýskalandi. Samkvæmt lista frá 18. mars var hún í 7. sæti en er nú í 13. sæti, skv. tölum frá 25. mars. Útgáfa Mýrarinnar í fyrra hefur lagt grunninn að velgengni Grafarþagnar nú, en norrænar glæpasögur njóta mikilla vinsælda í Þýskalandi. Áhuginn einskorðast þó ekki við Þýskaland, því alls hafa útgáfufyrirtæki 16 landa tryggt sér rétt- inn að bókunum, aðallega Mýrinni. Grafarþögn á metsölu- kiljulista í Þýskalandi HURÐ skall nærri hælum í Hlíðardals- skóla þegar lífvarðanámskeið fór þar fram á vegum, WFB, Heimssamtaka líf- varða. Að minnsta kosti í þykjustunni. Þá var sviðsett árás á skjólstæðing lífvarða bæði með hníf og skammbyssu, en í bæði skiptin náðist að koma skjólstæðingnum í örugga höfn. Farið var yfir helstu þætti í starfi lífvarða á námskeiðinu, sem stóð í 19 daga. Morgunblaðið/Ásdís Lífverðir í kröppum dansi  Sársaukinn/6 VETURINN sem er að líða hef- ur verið óvenjusnjólítill og hef- ur þurft að fresta bæði vélsleða- mótum og jeppaferðum vegna snjóleysis. „Vetrarferðirnar hafa verið þokkalegar, en kannski svona í þynnra lagi vegna snjóleysis,“ segir Björn V. Magnússon, for- maður Félags vélsleðamanna í Eyjafirði. „Það er kannski nóg- ur snjór á hálendinu en svolítið mál að komast upp á það. Það er snjólaust á láglendi og vesen að komast upp í snjó. Þegar snjór- inn var sem mestur gaf aldrei almennilegt veður, og svo þegar veðrið skánaði þá gerðist það með 15 stiga hita, svo það eru talsverðar öfgar í þessu.“ Fresta þurfti móti í Kerling- arfjöllum vegna snjóleysis um síðustu helgi. Björn segir að miðað við árstíma hafi ferðirnar í vetur verið færri en oft áður, en að gott páskahret geti ef- laust bjargað miklu. Vélsleðamót um páskana Landssamband vélsleða- manna á 20 ára afmæli um páskana og stefna vélsleða- menn að móti í Nýjadal á föstu- daginn langa. Snjór er í minnsta lagi fyrir mótið eins og staðan er í dag, en Björn segist vonast eftir því að eitthvað snjói fyrir páskana. Jeppamenn eru líka fremur óhressir með veturinn og hafa margir jeppamenn farið færri ferðir í vetur en venjulega, segir Kjartan Gunnsteinsson, for- maður Ferðaklúbbsins 4x4. Blásin var af síðari tilraunin til að fara í svokallaða fjögurra ferða helgi aðra helgina í mars. Nú um helgina er kvennaferð í gangi, og segir Kjartan að um 20 bílar séu á ferðinni. „Það er fínt færi, ekkert of mikill snjór en það er vel frosið og gott færi,“ segir Kjartan. Hann segir að snjórinn á há- lendinu sé ekki beint nægur, en það sé snjór þar og allt í lagi að fara um. Fjallamenn óhress- ir með veturinn BAUGUR Group á þessa dagana í viðræðum um kaup á hlut í Karen Millen- tískuvörukeðjunni í Bretlandi, að því er fram kemur í frétt á vefútgáfunni Times Online í gær. Í fréttinni segir að við- ræður hafi staðið yfir um nokkurra vikna skeið en að ekki sé búist við að nið- urstaða muni liggja fyrir fyrr en eftir u.þ.b. mánuð. Karen Millen-fyrirtækið er í meiri- hlutaeigu Karen Millen, sem er einn af þekktustu fata- hönnuðum Breta, og Kevins Stanfords, fyrrum eig- inmanns hennar. Í Tímariti Morgunblaðsins í dag er birt ítarlegt viðtal við Karen Millen og fjallað um tískuveldið sem hún og Kevin Stanford hafa byggt upp en þau stofnuðu fyr- irtækið 1981. Stanford segir í Times On- line í gær að hann hafi ekki áform um að selja sinn hlut í fyrirtækinu. Árið 2001 keyptu íslenskir aðilar og félög á þeirra veg- um 40% hlut í fyrirtækinu og er KB banki stærsti ís- lenski eigandinn með 12,6% hlut. Meðal annarra fjárfesta voru Sigurður Bollason og Magnús Ármann. Gegna nokkrir Íslendingar lyk- ilstöðum innan fyrirtækisins. Á síðasta ári var velta fyr- irtækisins um 90 milljónir punda, sem samsvarar 11,7 milljörðum kr. Verslanir Karen Millen eru á 150 stöð- um í 20 þjóðlöndum. Times segir Baug í viðræðum um kaup á Karen Millen KEPPNINNI Músíktilraunum lauk í fyrrakvöld með sigri reykvísku hljómsveitarinnar Mammúts. Í spjalli við hljómsveitina í blaðinu í dag kemur fram að þau hafi alls ekki átt von á sigri, enda sé sveitin ekki nema þriggja mánaða gömul. Einnig er fjallað um úrslitakvöldið og frammistaða hljómsveita metin. Björg Sveinsdóttir Lada Sport lenti í öðru sæti. Niðurstaða Músíktilrauna  Kvöld mikilla undra/70  Loðfíllinn lifir!/20 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.