Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 63
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 63 MT stofan, Síðumúla 37, býður upp á hóptíma í æfingasal stofunnar. Einstaklingsmiðuð þjálfun. Fáir í hverjum tíma. Sértæk styrktarþjálfun sem eykur stöðugleika mjóbaks. Þjálfað samkvæmt nýjustu aðferðum.  Fyrir viðkvæm ofhreyfanleg bök (instabilitet).  Eftir tognanir.  Eftir brjósklosaðgerðir.  Eftir brjóskþófaröskun.  Við slitgigt. 7 vikna þjálfun. Hádegis- og eftirmiðdagstímar. Æft tvisvar sinnum í viku — möguleiki á fleiri skiptum. Skráning hefst 29. mars. Leiðbeinandi: Oddný Sigsteinsdóttir, sjúkraþjálfari. Upplýsingar og skráning á MT stofunni í símum 568 3660 og 568 3748. Bakþjálfun Þjálfun stöðugleika mjóbaks Spilakvöld Varðar sunnudaginn 28. mars Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Hið árlega spilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu í dag, sunnudaginn 28. mars, kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars : Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur og fleira. Gestur kvöldsins: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Aðgangseyrir er kr. 800. Allir velkomnir! Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Stórt iðnfyrirtæki með 400 m. kr. ársveltu.  Fasteignasala í fullum rekstri. Gott húsnæði og allur búnaður. Þrír sölu- menn og stækkunarmöguleikar.  Veitingahúsið Pasta Basta við Klapparstíg til sölu eða leigu.  Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Tvær litlar tískuverslanir í Kringlunni.  Þekkt lítið framleiðslufyrirt. í matvælag. Hentugt til sameiningar.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Rekstrarleiga með kauprétti. Þekkt dekurstofa. Nudd, Eurowave, hljóð- bylgjutæki, leirpottur, ljós, naglaborð. Góð staðsetning.  Þekkt fyrirtæki í kvenfatnaði.  Flottur sportbar í góðu hverfi með nýjum innréttingum og tækjum, m.a. þrjú breiðtjöld. Velta 2-3 m. kr. á mánuði. Tilvalið fyrir samhent hjón.  Lítið og arðbært sjálfsalafyrirtæki. Hentugt sem aukavinna eða með öðrum rekstri. Góðir vaxtarmöguleikar.  Söluturninn Hagamel. Auðveld kaup.  Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalið til sameiningar. Meðeign kemur til greina.  Arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði með góða verkefnastöðu. Ársvelta 60 m. kr. Tilvalið til sameiningar við fyrirtæki tengd bygging- ariðnaði.  Söluturn í tengslum við bensínstöð í Grafarvogi. Mikil grillsala.  Rekstrarleiga með kauprétti. Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 30 m. kr. Gott tækifæri fyrir fagmenn.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.  Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyr- ir „saumakonur“ með góðar hugmyndir.  Gallery bón. Lítil bónstöð í Skeifunni. Gott byrjendafyrirtæki. Auðveld kaup.  Lítið landflutningafyrirtæki með föst viðskipti um fiskflutninga. Heppileg viðbót við annað álíka.  Lítil rótgróin prentsmiðja með góð tæki og föst verkefni. Tilvalið til sam- einingar eða fyrir duglega menn sem vilja vinna sjálfstætt. Auðveld kaup. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658. Færeyjarferð 26. maí – 4. júní 10 daga ferð til Færeyja. Siglt með Norrænu. Jóhanna Traustadóttir leiðsögumaður tekur á móti hópnum í Færeyjum. Skoðunarferðir til Kirkjubæjar, Austureyjar og Vogeyjar, siglt til Klakksvíkur. Skráning og innborgun á skrifstofu FEB eigi síðar en 5. apríl nk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 588 2111. Háteigskirkja, eldri borgarar Eldri borg- arar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 511 5405. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélagið kl. 20–22 (fyrir 8.–10. bekk). Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æskulýðs- félag Árbæjarsafnaðar, með fundi í safnaðarheimilinu. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk kl. 20. Mánudagur: Æskulýðs- félag fyrir 8. bekk kl. 20. Bessastaðasókn. Sunnudagaskólinn er í sal Álftanesskóla kl. 11. umsjón með sunnudagaskólanum hafa Kristjana og Ásgeir Páll. Allir velkomnir. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu- dag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í dag er samkoma kl. 14. Sigrún Ein- arsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–6 ára og 7– 12 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir velkomn- ir. Nánari upplýsingar á www.kefas.is Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Gospelkór Fíladelfíu leiðir í söng. Fyr- irbæn í lok samkomu. Barnakirkja á sama tíma. Miðvikudaginn 31. mars kl. 18–20 er fjölskyldusamvera með léttri máltíð. Allir velkomnir. Fimmtudaginn 1. apríl kl. 15 er samvera eldri borgara. Allir eldri borgarar velkomnir. Bæna- stundir alla virka morgna kl. 06. www.gospel.is KFUM & KFUK, Holtavegi. Samkoma kl. 17. Hann fann mig. Vitnisburðarsam- koma. Undraland fyrir börnin meðan á samkomu stendur. Matur á fjölskyldu- vænu verði eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til sjöttu messunnar á þessum vetri í Breiðholtskirkju í Mjódd í kvöld, sunnudaginn 28. mars, kl. 20. Tómasarmessan hefur vakið mikla ánægju þeirra sem þátt hafa tekið og virðist hafa unnið sér fastan sess í kirkjulífi borg- arinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu sex árin. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Heiti Tómasarmessunnar er dregið af postulanum Tómasi, sem ekki vildi trúa upprisu Drott- ins nema hann fengi sjálfur að sjá hann upprisinn og þreifa á sárum hans. Markmið messunnar er öðru fremur að leitast við að gera nútímamanninum auðveld- ara að skynja návist Drottins, einkum í máltíðinni sem hann stofnaði og í bænaþjónustu og sálgæslu, en mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu. Þá ein- kennist messan af fjölbreytilegum söng og tónlist og sömuleiðis af virkri þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar bæði leik- menn, djáknar og prestar. Það er von okkar, sem að messunni stöndum, að þær góðu móttökur sem Tómasarmessan hefur hlotið hingað til gefi tóninn um fram- haldið og að hún megi áfram verða mörgum til blessunar og starfi íslensku kirkjunnar til efl- ingar. Alfa-námskeið og námskeið um náðargjafirnar BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg efnir til Alfa-námskeiðs nú á vor- dögum. Hefst það með kynning- arkvöldi þriðjudaginn 30. mars kl. 20 í húsi KFUM og KFUK á horni Holtavegar og Sunnuvegar í Reykjavík. Verður síðan kennt alla þriðjudaga í apríl og maí. Þátttaka á kynningarkvöldinu er án allra skuldbindinga. Um leið verður kynnt námskeið um náð- argjafirnar sem Willow Creek kirkjan í Bandaríkjunum hefur þróað og er kennt víða um heim. Miðar það að virkari þátttöku safnaðarfólks í starfi kirkjunnar. Kennt verður á sama stað og tíma og Alfa-námskeiðið, en nám- skeiðin hefjast hvert kvöld með léttri máltíð kl. 19. Kynning- arkvöldið er öllum opið og stend- ur yfir í um klukkustund. Morgunblaðið/Arnaldur GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.