Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 47
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 47 Andspænis sjálfum sér - samkynhneigð ungmenni, ábyrgð og innsæi fagstétta Þegar ungt fólk finnur að kynhneigð þess víkur frá hefðbundnum háttum skapar slík tilfinning mikið rót og veldur oft angist. Ábyrgð þeirra sem vinna með ungu fólki er mikil og ríður á að fagfólk hafi gott innsæi og átti sig á aðstæðum. Markmið málþingsins er að skerpa vitund fagstétta um tilfinningar og tilveru ungs, samkynhneigðs fólks. Málþing föstudaginn 23. apríl kl. 10.00-17.00 Innritun: .................... Sími 480 5020 eða á netfang: fraedslunet@sudurland.is fyrir 20. apríl. Umsjón: ..................... Fræðslunet Suðurlands. Fagleg umsjón: ......... Dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir. Ráðstefnustjóri: ....... Dr. Ólafur Páll Jónsson. Samstarfsaðilar: ....... Háskólinn á Akureyri, embætti landlæknis og félagsmálaráðuneytið. Staður: ...................... Fjölbrautaskóli Suðurlands. Ráðstefnugjald: ........ 5.000 (námsfólk kr. 2.000 gegn framvísun skólaskírteinis). Innifalið: ................... Ráðstefnugögn og léttur hádegisverður. 9.45-10.00 Tónlist í sal meðan fólk kemur sér fyrir. 10.00-10.10 Ráðstefnan sett. Dr. Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur. 10.10-10.30 Maður með mönnum; að lifa í sátt við sína. Dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sálfræðingur. 10.30-10.50 Viðhorf samkynhneigðra ungmenna og umsjónarkennara úr efstu bekkjum grunnskóla. Rannsóknarniðurstöður. Hrönn Bessadóttir, Ingibjörg Ósk Pétursdóttir og Kristrún Sigurgeirsdóttir, grunnskólakennarar. 10.50-11.20 Samkynhneigð og sálmeinafræði. Dr. Rúnar Helgi Andrason, sálfræðingur. 11.20-11.35 Kaffihlé. 11.35-12.00 Með hnút í maganum. Guðmundur Páll Ásgeirsson, framhaldsskólakennari. 12.00-12.30 Náms- og starfsval. Ásta Kr. Ragnarsdóttir, námsráðgjafi. 12.30-12.50 Samkynhneigð og grunnskólinn. Sara Dögg Jónsdóttir, grunnskólakennari. 12.50-13.30 Hádegisverður. 13.30-14.00 Umræður í sal. 14.00-14.30 „Ég er alveg með hnút í maganum“ - Ráðgjöf Samtakanna 78. Anni Haugen, félagsráðgjafi. 14.30-15.00 Samkynhneigð og kristin siðfræði. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og siðfræðingur. 15.00-15.30 Heilsugæslulæknirinn. Valur Helgi Kristinsson, heilsugæslulæknir. 15.30-16.00 Sjálfsvígsáhætta samkynhneigðs, ungs fólks. Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur. 16.00-16.15 Kaffihlé. 16.15-16.45 Umræður í sal. 16.45-17.00 Lokaorð. Dr. Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur. 17.00 Ráðstefnuslit. Jón Hjartarson, framkvæmdastjóri FnS. VERKFRÆÐI – TÆKNIFRÆÐI • Vél- og rafeindatæknifræði (mekatronik) • Veikstraumstæknifræði • Upplýsingatæknifræði (IT-dipl.ing) • Tölvutæknifræði (data dipl.ing) • Hönnunartæknifræði (interaktiv design dipl. ing) • Véla- og rafeindaverkfræði (mekatronik) • Aðfararnám KYNNING Á NÁMI VIÐ SYDDANSK UNIVERSITET SÖNDERBORG (ÁÐUR SÖNDERBORG TEKNIKUM) VERÐUR Í VERKFRÆÐINGAHÚSINU ENGJATEIGI 9 ÞRIÐJUDAGINN 30. MARS NK. KL. 19.00 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Páskarnir eru einn fegursti tími ársins á Spáni og þú getur tryggt þér síðustu sætin til Benidorm, þessa vinsæla áfangastaðar Íslendinga í sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför tilkynnum við þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Páskar á Benidorm 7. apríl - 14 nætur frá kr. 39.995 Verð kr. 39.995 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Flug, gisting, skattar, 7. apríl - 14 nætur. Netverð. Almennt verð kr. 41.960. Verð kr. 49.990 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, 7. apríl, 14 nætur, netverð. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Almennt verð kr. 52.500. Síðustu sætin einkaaðila og einstakra ríkja. Brot á samkeppnislögum getur varðað allt að þriggja ára fangelsi auk himinhárra sekta og skaðabóta. Þróun amerísks samkeppn- isréttar hefur byggst á dómafram- kvæmd á hverjum tíma en ekkert réttarsvið í Bandaríkjunum er eins pólitískt. Má hér nefna strangt samkeppniseftirlit á sjöunda ára- tug síðustu aldar, t.d. til að koma í veg fyrir samþjöppun á innan- landsmarkaði en bandarískur iðn- aður gnæfði þá yfir heimsmörk- uðum. Á níunda áratugnum hafði Chicago-skólinn í hagfræði áhrif á samkeppniseftirlit stjórnvalda, en á þeim tíunda jókst eftirlitið aftur, t.d. með málferlum gegn Microsoft. Í dag eru mikilvægustu áhrifin ekki póltísk heldur frá gífurlegri aukningu í inn- og útflutningi sem færir fyrirtæki á heimsmarkað. Það er viðurkennd skoðun að am- erísk samkeppnislöggjöf hafi hjálp- að til við að ná efnahagslegri hag- kvæmni. Önnur markmið eru framþróun, í formi nýjunga og framleiðniaukningar, stöðugleiki og (sanngjörn) skipting tekna. Frjáls samkeppni vestan hafs er, eins og John Kenneth Galbraith sagði, fremur pólitískt en efna- hagslegt hugtak. Hún er nátengd lýðræði, valddreifingu og takmörk- un valds, bæði stjórnvalda og einkaaðila. Frjáls samkeppni er grundvöllur og forsenda markaðs- hagkerfis. Aðrir valkostir við skipulag hagkerfis eru hefða- eða lénsskipulag og áætlunarbúskapur. Undirliggjandi markmið sam- keppnislaga eru að auka efnahags- lega hagkvæmni og dreifa efna- hagslegu valdi til að efla lýðræðislegt stjórnkerfi og sam- félag. Trúin er sú að samfélag með öflugum smærri framleiðendum (hér er miðað við milljóna sam- félag) hafi jákvæð áhrif á lýðræði, þar sem þeir hafi hagsmuni af því að efla og þróa staðbundnar stofn- anir á þann hátt sem stærri fram- leiðendur hafa ekki. (Í frumvarpi með nýsamþykktum lögum sem varða sparisjóðina kemur fram að þeir þjóni að meginstefnu til þörf- um staðbundins markaðar og í ljósi þessa séu lögin sett fram.) Í sam- keppnislögum felst því hvatning til smærri sjálfstæðra aðila á mark- aði. Í Bandaríkjunum hefur þetta markmið verið talið eiga rætur sín- ar í Jeffersonian-hugmyndafræði. Skortur á samkeppni leiðir til stöðnunar og kemur í veg fyrir að frumkvæði einstaklinga fái að njóta sín. Viðbótarmarkið sam- keppnislaga Evrópuréttarins er að stuðla að myndun hins sameig- inlega innri markaðar Evrópusam- bandsins. Allt eru þetta markmið sem falla mjög vel að íslensku samfélagi, og það í víðara sam- hengi en samkeppnislaga. Aðalatriðið er að amerískur sam- keppnisréttur er fyrirmynd sam- keppnislaga Evrópuréttarins, það- an sem okkar samkeppnislög eru upprunnin. Það er jafnframt til Evrópuréttarins og til smærri Evr- ópuríkja sem við eigum að sækja okkur fyrirmyndir í umræðu um löggjöf gegn auðhringum og þá hert samkeppnislög. Nánast allt mælir með því; Evrópska efna- hagssvæðið, stærð margra Evr- ópuríkja, söguleg og menningarleg tengsl. Ekki er hægt annað en að minn- ast aðeins á mesta deilumál í ís- lensku samfélagi á síðustu árum út frá umfjöllunarefni þessarar grein- ar, en segja má að Morgunblaðið hafi með umræðu sinni um auð- hringi sótt aftur í hugmyndafræði þess tíma er blaðið hélt uppi mál- efnalegri baráttu gegn kvótakerf- inu. Einokunarhringur (cartel) er þegar nokkur fjöldi fyrirtækja er með verðsamráð sín á milli eða skiptir á milli sín markaði. Góð skilyrði fyrir einokunarhring eru þegar markaður er hættur að stækka, er í stöðnun eða hnignun, einnig þegar góð tengsl geta myndast á milli stjórnenda fyr- irtækja (klúbbvæðing). Þegar ein- okun verður til t.d. við markaðs- skiptingu þá skipta fyrirtæki markaðnum hlutfallslega á milli sín; eitt fyrirtækið fær kannski 5%, annað 7% o.s.frv. Til dæmis mætti setja þá reglu að ekkert fyr- irtæki fengi meira en 12%. Með tímanum geta aðilar að hringnum selt eða leigt markaðshlutdeild sína og verður markaðshlutdeildin þannig að verðmæti í sjálfu sér. Vandamálið við einokunarhringi er stjórn þeirra því freistingar til aukinnar markaðshlutdeildar geta verið miklar. Varla er hægt annað en að bera svona stöðu saman við núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þarf ekki annað en að skipta orðinu mark- aður fyrir orðið mið eða aflaheim- ildir til að fá samlíkinguna. Í stað þess að skipta upp markaði er að- gangi að fiskimiðunum í formi afla- heimilda skipt upp á milli kvótaeig- enda. Vandamálið með stjórnun leysir ríkisvaldið og til verður hin fullkomna einokun. Líta má á veiðigjaldið sem þóknun fyrir stjórn og eftirlit ríkisins á kvóta- kerfinu. Markaðskerfi var hafnað með veiðileyfagjaldsleiðinni og með því var sjávarútvegnum sem atvinnu- grein lokað fyrir samkeppni frá nýjum aðilum utan greinarinnar. Landsmenn hafa í dag ekki jöfn tækifæri til atvinnuþátttöku í sjáv- arútvegi á samkeppnismarkaði þar sem kvótanum er úthlutað til ákveðinna kvótaeigenda. Valkost- irnir eru að gerast leiguliði hjá kvótaeiganda eða kaupa af honum kvóta á uppsprengdu jaðarverði. Útgerðarmaðurinn, kvótaeigand- inn, þarf ekki að veiða fiskinn sjálfur, hann er ekki nauðsynlega íbúi og máttarstólpi þeirrar byggð- ar sem veiðir fiskinn hverju sinni. Hægt er að flytja kvóta milli byggðarlaga með einu pennastriki. Frjálst framsal kvóta hefur leitt til þess að byggð í sjávarbyggðum landsins er nú ekki undir íbúunum sjálfum komin. Sér einhver fyrir sér kvótalausar Vestmannaeyjar eða Ísafjörð sem öflugar byggðir? Það er vonandi rétt sem komið hefur fram hjá Morgunblaðinu (31.12.) að Íslendingar séu ekki þeirrar gerðar að þjóðin hafi áhuga á að gerast húskarlar hjá örfáum einstaklingum. Vonandi er að það eigi við um öll svið íslensks at- vinnulífs, sem og önnur svið sam- félagsins. Höfundur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og LL.M. frá University of Pennsylvania. Laugavegi 32 sími 561 0075 DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.