Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ YOGA •YOGA • YOGA YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, sími 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Nýtt í yogastöðinni Heilsubót - KRAFT YOGA Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur Beini © DARGAUD Grettir Smáfólk Smáfólk SÆLL JÓN! MATURINN ER BÚINN GÆTI ÉG NOKKUÐ FENGIÐ NÝJAN JÓN HINGAÐ INN? VILTU ÁKVEÐA ÞIG? SEGÐU MÉR AÐ ÞÚ ELSKIR MIG, KYSSTU MIG Á NEFIÐ OG TAKTU MIG Í FANGIÐ! VARÚÐ! ÉG ÆTLA AÐ VERA LEIÐINLEG Í ALLAN DAG!! ÉG ELSKA ÞIG KÖTTUR! ÞÚ ERT BESTI KÖTTUR Í HEIMI! VILTU GIFTAST MÉR? Á ÉG AÐ LÁNA ÞÉR PENING? ÞÚ ERT ELSKULEGUR OG ÞAÐ HEILLAR MIG HVAÐ ÞÚ TALAR ROSALEGA HEIMSKULEGA. ER ÞETTA EINHVER NÁÐARGÁFA SEM ÞÚ BÝRÐ YFIR? HRÍFANDI! ÉG SKAL SKO SÝNA HONUM HVAÐ KATTAMATUR ER! ÉG GET ÞAÐ EKKI! ÉG GET EKKI GERT ÞETTA Á AFMÆLISDAGINN MINN. KÖTTURINN ER ANDSTYGGILEGUR EN ÉG VERÐ AÐ HEMJA MIG Í DAG HVAÐ SEGIRÐU KÆRI NÁGRANNI? ÁTTU AFMÆLI Í DAG? RÉTT ER ÞAÐ! TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN KÆRI NÁGRANNI!! ÞAKKA ÞÉR FYRIR KÆRI AULI! EFTIR ÞETTA ATVIK VERÐUR ÞÚ ÁLITINN VERA VONDA TEIKNIMYNDA- PERSÓNAN. ÞAÐ TEKUR MÖRG ÁR AÐ HREINSA ÞAÐ AF SÉR! ÉG VÆRI TIL Í AÐ KYSSA ÞIG! ÞETTA ER EKKERT! KÖTTURINN VAR BARA AÐ ÓSKA MÉR TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDANFARNAR vikur hafa mál stúdenta við Háskóla Íslands verið í kastljósinu, enda ekki að furða reiði stúdenta og margra annarra gagn- vart því skrefi aftur á bak, að taka ‘hugsanlega’ upp skólagjöld við HÍ. Það er þó ekki tilefni þessara skrifa. Nú í mars barst okkur stúdentum hins vegar bréf frá nemendaskrá HÍ. Þar stóð, í stuttu máli, að nýtt fyrirkomulag yrði tekið upp við skráningu í skólann. Stúdentar sem hygðu á endurskráningu (ætluðu að halda áfram námi næsta vetur) yrðu nú að skrá sig 22.–26. mars og greiða skráingargjald, rúmar 32.000 kr. Ekki voru það aurarnir sem fóru fyrir brjóstið á mörgum, heldur greiðslutíminn. Jú, það á að stað- greiða hjá nemendaskrá, borga með kredidkorti ef stúdentar skrá sig gegnum Netið – eða fá sendan greiðsluseðil, með gjalddaga 2. maí. Tekið var sérstaklega fram að eng- ar undanþágur verði veittar frá þessu fyrirkomulagi. Þetta innritunargjald hefur lengi verið til staðar, en verið greitt á sumrin, í síðasta lagi í ágúst, þegar flestir stúdentar hafa orðið sér úti einhverjar tekjur og sjá fram á að hafa efni á að halda áfram námi næsta vetur. Af hverju skyldi þetta vera tekið fram? Kannski hefur háskólaráð haft einhverja óljósa hugmynd um það að stúdentar eiga ekki bót fyrir rassinn á sér yfir veturinn og berj- ast við að láta enda ná saman og fá flestir yfirdrátt hjá bönkum lands- ins til að brúa erfiðustu bilin. Já, stúdentar eru stór viðskiptahópur bankanna, en eiga þar ekki annað en skuldir. Stúdentar lifa á námslánum, sem greidd eru út eftir próf hverrar annar. Til að hafa eitthvað milli handanna á önninni taka þeir yf- irdrátt (á u.þ.b. 8% vöxtum, en venjulegir vextir eru um 15%), fyrir láninu hjá sínum viðskiptabanka, sem þeir svo greiða þegar þeir fá sitt lán frá LÍN greitt. Lánið er á mánuði um 77.000 kr, en þar er hængur á: Ef stúdent er duglegur yfir sumarið og vinnur sér inn meira en 300.000 kr. lækkar lánið niður í rúmar 60.000 kr. á mánuði, ef búið er í leiguhúsnæði. Leiga á stúdentagörðum er rúm- ar 30.000 kr. fyrir einstaklingsíbúð og þá eru eftir þessir vanalegu reikningar heimilanna, sjónvarp, sími o.s.frv. Nú sér glöggur lesandi að ekki er mikið eftir til að kaupa mat, hvað þá námsbækur. Hvað gera stúdentar þá? – Þeir taka aukayfirdrátt sem þeir berjast svo við að reyna að borga niður á sumrin. Þar með skerða þeir náms- lánin um leið og þeir vinna sér inn tekjur umfram 300.000 kr. og sitja svo fastir í þessum vítahring ár eftir ár. Ég gæti haft þessa upptalningu mun lengri og tekið dæmi af mér sjálfri, nú með tvær milljónir í námslán og fer hækkandi og auka- yfirdráttinn sem ég lemst við að halda niðri. En ég veit þess dæmi að nemar eru með allt að og yfir milljón í aukayfirdrátt. Af þeim 9.000 stúdentum sem stunda nám í HÍ, er gert ráð fyrir að u.þ.b. 7.500 þeirra haldi áfram á næsta ári. Þetta bréf frá nemenda- skrá fengu allir þessir stúdentar og hafa e.t.v. setið eins og ég, þrumu lostnir með ekkert í vasanum nema göt og gula miða. Sem betur fer eiga e.t.v. einhverj- ir fyrir þessari greiðslu, aðrir geta kannski fengið lán hjá mömmu og pabba, en meiri hluti þessara 7.500 stúdenta streymir nú í þessari viku og aftur í lok apríl í viðskiptabanka sinn, þar sem þeir biðja um enn einn aukayfirdráttinn til að brúa þetta bil með tilheyrandi vöxtum. Ég skora því eindregið á banka- stofnanir landsins að láta eitthvað af hendi rakna, af því sem þær auðgast af, af þeirri féþúfu sem stúdentar eru þeim. Eins og lána- kerfi stúdenta er í dag er nokkuð öruggt að þeir muni áfram taka yf- irdrátt og aukayfirdrátt og því vera eins og gangandi skuldabréf, sem bankarnir eiga hvert bein í. Þó að Guð sjái um sína, væri ekki út vegi að aðstoða hann við það og hverjum er þá málið skyldara en þeim sem ráða í musterum Mammons. HILDUR INGA RÚNARSDÓTTIR, Hólabraut 18, Skagaströnd. Er ekki kominn tími til að tengja? Frá Hildi Ingu Rúnarsdóttur stúdent í guðfræðideild HÍ: GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.