Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 48
SKOÐUN
48 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er grátbroslegt að sjá
hvernig embættismenn geta gert
óskapnað úr þeim tiltölulega fáu
góðu hugmyndum sem stjórn-
málamenn samþykkja til einföld-
unar eða einkavæð-
ingar hjá ríkinu.
Þannig virðist ætla
að fara með fyr-
irhugaða einkavæð-
ingu skipaskoðunar
hérlendis. Það stefn-
ir í að hér verði um
að ræða einkavæð-
ingu í orði en ekki á
borði og skal nú búið
til opinbert eftirlit
með einkavæddu eft-
irliti. Það er þeim
mun sérkennilegra
að umrædda einka-
væðingu má rekja til nefndar sem
forsætisráðherra skipaði en sá
hinn sami hefur, eins og alþjóð
veit, varað við og gert grín að til-
hneigingum hins opinbera til sí-
aukins eftirlits. Sá grunur læðist
að undirrituðum að embætt-
ismennirnir séu að storka ráðherr-
anum, því samskonar „einkavæð-
ingarkerfi“ og nú hefur verið
hannað fyrir skipaskoðun hér-
lendis, var lagt af í Noregi og þá
einmitt vegna flókinnar fram-
kvæmdar og skrifræð-
is. Lesendum eru von-
andi í fersku minni orð
forsætisráðherrans um
vítið til varnaðar, Nor-
eg, þar sem „allt er
bannað sem ekki er
sérstaklega leyft“.
Undirritaður telur
að flestir sem að út-
gerð koma í landinu
séu heilshugar fylgj-
andi einkavæðingu á
opinberri starfsemi,
þar sem henni verður
við komið. Slíkt á
sannarlega við um skipaskoðun,
enda áratuga alþjóðleg reynsla
fyrir einkarekstri á þessu sviði og
gildir jafnt um flokkunar- og bún-
aðarskoðanir. Nær 80% flutn-
ingaskipa heimsins gangast undir
skoðanir sem einungis einkaaðilar
framkvæma í umboði viðkomandi
stjórnvalda og er skoðun skipa
háð vottuðum gæðakerfum. Al-
þjóðleg flokkunarfélög (American
Bureau of Shipping, Bureau Veri-
tas, Det Norske Veritas, German-
ischer Lloyds, Loyds Register
o.fl.), sem eru aldagamlar sjálfs-
eignarstofnanir, og hver með 3.000
til 8.000 manna sérhæft starfslið,
sjá um að skoða skip nær allra
þjóða heims (þ.m.t. Norðurlanda)
og hafa umboð til flokkunar og
skoðunar og til að gefa út öll við-
eigandi skírteini. Slíkar stofnanir
starfa samkvæmt afar ítarlegum
gæðakerfum sem vottuð eru af
þriðja aðila og viðkomandi stjórn-
völdum. Stjórnvöld í EB- og EES-
ríkjum hafa einnig vottað að ofan-
greind flokkunarfélög hafi faggild-
ingu vegna evrópskra skipa skv.
Evrópustaðli EN 45 004, sem er
þó ekki eins ítarlegur og umfangs-
mikill og sá staðall sem félögin
sjálf hafa kosið að starfa undir.
Ástæða þess að ég flæki mál
mitt með tilvísunum í ofangreinda
staðla, er að tæknistjóri mat-
vælasviðs Frumherja hf., fann hjá
sér þörf að tjá sig um einkavæð-
ingu skipaskoðunar í Mbl. nýlega.
Hann taldi ofangreindan Evrópu-
staðal lausn á framkvæmd alls eft-
irlits, en sá alla meinbugi á því að
alþjóðlegu flokkunarfélögin gætu
hlotið faggildingu skv. umræddum
staðli, sem þau þó hafa hlotið frá
EB. Þótt margt gott hafi komið
fram almenns eðlis um einkavæð-
ingu opinbers eftirlits í blaðagrein
tæknistjórans, þá opinberar hann
með þessu þekkingarleysi sitt á
eftirliti og skoðun. Ég mælist því
til þess að hann haldi sig við sitt
sérfræðisvið í blaðagreinum og ég
skal ekki tjá mig um mat-
vælasviðið umfram það sem ég
ræði við eiginkonuna.
Það virðist stefna í það að fyr-
irhuguð einkavæðing skipaskoð-
unar hérlendis verði ekki byggð á
áðurnefndu alþjóðlegu fordæmi,
heldur stuðst nær alfarið við fyr-
irkomulag íslenskrar bifreiðaskoð-
unar, sem komið var á í kjölfar
einhverrar misheppnuðustu einka-
væðingar sem átt hefur sér stað í
þessu landi. Í fyrirhugaðri einka-
væðingu íslenskrar skipaskoðunar
er skrefið einungis tekið til hálfs
og búið til nýtt skrifræðiskerfi,
sem ekkert sparar og verður að
eftirliti með eftirliti. Þannig er
umboðið til faggiltra skoð-
unarstofa einungis veitt til skoð-
unar skipa, en stofurnar skulu
senda Siglingastofnun skýrslur
sínar og stofnunin verður síðan
samþykkja niður-stöðurnar og
annast útgáfu skírteinanna sjálfra.
Svo lesendur átti sig á þessari
,,séríslensku leið“ skal tekið lítið
dæmi. Næsta sumar kemur hingað
eitt af stóru skemmtiferðaskip-
unum sem flytja allt að 3.000 far-
þega. Íslenskur skoðunarmaður
(t.d. frá Det Norske Veritas) get-
ur farið um borð í skipið og fram-
kvæmt allar lögboðnar skoðanir á
skipinu og gefið út öll lögboðin
skírteini. Næsta dag getur hann
svo farið um borð í íslenskan
Sómabát, sem er heilir 8 m á
lengd og u.þ.b. 8 tonn, og fram-
kvæmt sömu lögboðnu skoðanir og
á risaskipinu daginn áður. En
hann þarf fyrst að fá löggildingu
til starfsins hjá íslenskum aðilum
(þrátt fyrir fyrirliggjandi faggild-
ingu EB) og ekki má hann gefa út
nein skírteini fyrir Sómabátinn
heldur verður hann að senda skoð-
unarskýrslur sínar til Siglinga-
málastofnunar til frekari ákvörð-
unar!!! Þessari vitleysu til
viðbótar má nefna, að ekki eru til
heildstæðar íslenskar reglur um
smíði, byggingu og eftirlit skipa
yfir 15 m að lengd og er í fyr-
irhugaðri íslenskri einkavæðingu
vísað til að stuðst skuli við reglur
fyrrnefndra flokkunarfélaga fyrir
skip yfir 15 m að lengd, að þeim
forspurðum. Þess skal þó getið að
fyrir skip allt að 15 m á lengd
gilda s.n. Norðurlandareglur sem
Siglingastofnun hlotnuðust með
því mæta á fundi í norrænu sam-
starfi.
Það er ljóst að þeir sem ætlað
er að hrinda í framkvæmd þessum
breytingum, hafa mjög takmark-
aða reynslu eða þekkingu á skipa-
málum, en það virðist ekki há
þeim, að framkvæmdin er í trássi
við öll erlend fordæmi og allir þeir
sem þessi framkvæmd snertir, s.s.
stéttarfélög sjómanna, útgerð-
armenn, þorri starfsmanna Sigl-
ingamálastofnunar, Siglingaráð
o.fl. hafa lagst gegn þessari fram-
kvæmd óbreyttri. Enda þótt mót-
mæli hagsmunaaðila beri að taka
með fyrirvara, þá hljóta að vera
hnökrar á framkvæmdinni þegar
ólíkir hagmunaaðilar sameinast í
einum mótmælahópi. Það er auk
þess sárgrætilegt að í framtíðinni
líður framkvæmdin óbreytt fyrir
það, að farin verði þung skrifræð-
isleið þegar aðrar útfærslur eru
vænlegri til árangurs, flestum
þóknanlegri, pólitískt vænlegri og
samræmast betur yfirlýstri stefnu
forsætisráðherrans.
Á íslenskri skipaskrá eru nær
2.500 för, en þar af eru nær 2.000
undir 15 m að lengd, eða u.þ.b.
80%. Þessi 2.000 för eru aug-
ljóslega stærsta viðfangsefni skoð-
unarsviðs Siglingastofnunar og til
eru íslenskar reglur um smíði,
byggingu og viðhald þessara skipa
(s.n. Norðurlandareglur). Skip
undir 15 m að lengd eru miklu
einfaldari í smíði og búnaði en
stærri skipin og hlutfallslega eins-
leitari sbr. mikinn fjölda Sóma-
báta og samsvarandi raðs-
míðaskipa. Því er ekkert því til
fyrirstöðu að framselja slíkar
skoðanir til vottaðra skoð-
unarstofa s.s. Frumherja og fleiri
og geta áður nefnd flokkunarfélög
sjálf ákveðið hvort þau vilja sinna
slíkum skoðunum eða ekki. Því
fleiri aðilar, því betra. Hins vegar
er fráleitt að veita skoðunar-
stofum og flokkunarfélögum ein-
ungis takmarkað umboð til skoð-
unar og ekkert umboð til
afleiddrar útgáfu skírteina og er
það á skjön við öll erlend for-
dæmi. Umræddar skoðunarstofur
verða hvort sem er að uppfylla
ákveðnar lágmarkskröfur og afla
sér faggildingar og ómögulegt að
sjá af hverju ekki sé hægt að veita
þeim umboð til útgáfu skírteina
eins og gert er í öllum nágranna-
löndum. Nokkuð öruggt verður að
teljast að skoðunarstofur, s.s.
Frumherji o.s.frv., hafa, þegar á
hólminn er komið, lítinn áhuga á
því að takast á við skoðanir skipa
yfir 15 m að lengd, þar sem slíkt
krefst miklu meiri sérhæfingar og
kunnáttu skoðunarmanna og fjöldi
skipa er takmarkaður.
Hvað varðar þau u.þ.b. 500 ís-
lensku skip sem eru yfir 15 m að
lengd, þá eru nær öll stærri skipin
flokkuð og undir eftirliti áð-
urnefndra alþjóðlegra flokk-
unarfélaga og liggur því beint við
að framselja til þeirra umboð til
að skoða og gefa út öll skírteini.
Hins vegar hafa umrædd flokk-
unarfélög hafnað því að ganga
undir séríslenska vottun eða fag-
gildingu skv. staðli sem þau þegar
hafa þegar hlotið vottun og fag-
gildingu á í öllum EB-ríkjum og
þar með í reynd í EES-ríkjum.
Einnig hafna þau að þiggja tak-
markað umboð sem ekki heimilar
útgáfu afleiddra skírteina, því
slíkt er andstætt þeim umboðum
sem þau hafa hlotið frá stjórnvöld-
um allra annarra siglingaþjóða. Ef
þeir aðilar sem starfa að fram-
kvæmd máls þessa hefðu meiri
þekkingu á skipamálum og eftirliti
með skipum, ætti þeim að vera
ljóst að vottun hvers einstaks ríkis
á alþjóðlegum flokkunarfélögum
er óframkvæmanleg og þess vegna
er til komin sameiginleg vottun
allra EB-ríkja á umræddum fé-
lögum. Eðlilega eru flokk-
unarfélögin ekki reiðubúin til
gangast undir slíkar kröfur sigl-
ingaþjóðar, sem býr yfir flota sem
er „brotabrotabrot“ af heimsflot-
anum.
Í ofangreindri umfjöllun standa
eftir skip sem eru meira en 15 m
að lengd og eru í flokki hjá Sigl-
ingastofnun. Siglingastofnun hefur
stundað flokkunarstarfsemi um
áratugi, þótt stofnunin uppfylli
engan veginn þau lágmarks-
skilyrði sem t.d. EB gerir í
reglum til áðurnefndra alþjóðlegra
flokkunarfélaga og hefur í þeirri
starfsemi ,,tekið að láni“ reglur
umræddra flokkunarfélaga, þar
sem takmarkaðar lágmarkskröfur
er að finna í íslenskum reglum til
skipa sem eru lengri en 15 m.
Umrædd flokkunarfélög eru
vafalítið til umræðu um að taka að
sér að skoða ofangreind skip og
þá á eigin forsendum og ef ósk um
það kemur frá íslenskum
stjórnvöldum. Ekki er hægt að
líða einhliða „lán“ á höfundarétti
og rannsóknastörfum flokkunar-
félaganna að þeim forspurðum,
sem reyndin hefur verið hingað
til. Flokkunarfélögin munu þó ein-
ungis reiðubúin til slíks til
bráðabirgða, þannig að í
framtíðinni verði íslensk skip
lengri en 15 m í flokki hjá við-
urkenndum alþjóðlegum flokk-
unarfélögum.
Eins og hér kemur fram, má
einkavæða skoðun íslenskra skipa
á einfaldan og skilvirkan hátt, sem
flestir geta verið sáttir við.
Óbreytt einkavæðing, sem nú er
stefnt að í óþökk allra, er engin
einkavæðing og býr til nýtt skrif-
ræði öllum til kostnaðarauka,
a.m.t. stjórnvöldum. Umrædd ein-
föld leið til einkavæðingar er hins
vegar í fullu samræmi við alþjóð-
legar venjur og í allra hag.
Óhjákvæmilega kemur upp í
hugann önnur starfsemi Sigl-
ingastofnunar, þegar einkavæðing
skipaskoðana er á dagskrá. Hér
má nefna hafnastarfsemi sem er
einn af fáum draugum sem eftir
eru í ríkiskerfinu frá miðstjórn-
artímanum og þar er virkilega
þörf á því að taka til hendinni.
Siglingastofnun er allt í senn,
hönnunaraðili, útboðsaðili og jafn-
vel framkvæmdaaðili eða eftirlits-
aðili með byggingu hafnarmann-
virkja hérlendis og sér um rekstur
þess úrelta skömmtunarkerfis sem
íslenskar hafnarframkvæmdir hafa
verið til skamms tíma. Í styrk sér-
stöðu sinnar tekur Siglingastofnun
að sér hönnun hafnarmannvirkja
(sbr. Grundartanga, Reyðarfjörð,
Seyðisfjörð o.s.frv.) án þess efnt
sé til útboða á meðal verk-
fræðistofa um slík verkefni sem þó
eru skýr ákvæði í lögum og EB-
reglum að beri að gera. Stofnunin
sem er að verulegu leyti rekin fyr-
ir almannafé og án sundurliðaðs
fjárhags a.m.k. gagnvart almenn-
ingi, lætur ekki einungis þar stað-
ar numið, heldur tekur að sér
hönnunar- og eftirlitsverkefni er-
lendis og státar sig af því í frétta-
bréfum stofnunarinnar. Það að ís-
lenskar verkfræðistofur hafa ekki
kvartað yfir eða kært þessa
starfshætti stofnunarinnar í ríkara
mæli en raun er, er torskiljanlegt,
því slíkir starfshættir svipta þær
möguleikum á því að afla sér
verkefna sem þeim ber að eiga
kost á að bjóða í. Því má með
sanni segja, að forgangsröðun
Siglingastofnunar í einkavæðingu
starfsemi stofnunarinnar er meira
en lítið brengluð.
Eftirlit með eftirlitinu
Eftir Einar Hermannsson ’Flestir sem að útgerðkoma í landinu séu
heilshugar fylgjandi
einkavæðingu á opin-
berri starfsemi, þar sem
henni verður við
komið.‘
Einar Hermannsson
Höfundur er
skipaverkfræðingur.
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/662 0984
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 690 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123
Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222
Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591
Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Jakop Antonsson 486 8983
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936
Tálknafjörður Rakel Guðbjörnsdóttir 456 2595 696 2663
Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649
Vestmannaeyjar Sigurgeir Jónasson 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475
Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni