Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skoðaðu ferðatilboðin okkar! www.nordur.is KOMDU NORÐUR um páskana og skemmtu þér! Útivist! Skíðaparadís! Sundlaugarfjör! Huggulegheit! Rómantík!Vélsleðaferðir! A th yg li A ku re yr i jarðböðin við mývatn VÁ! Það er eiginlega ólýs-anlegt hvernig það er aðvera staddur á úrslita-kvöldi Músíktilrauna.Klisjan segir að það sé rafmagn í lofti. En það furðulega er samt að það er rafmagn í loftinu þetta kvöld. Gleði, spenna, stuð – jafnvel ör- vænting og eldheitar vonir. Hver verður hlutskarpastur? Ef einhver vill upplifa þessar tilfinningar þá ætti sá hinn sami að mæta á úrslitakvöld Músíktilrauna því þar er allt þetta og meira í gangi. En keppnin sem slík skiptir samt sístu máli þegar allt kemur til alls. Yf- irlýst markmið er reyndar að tónlist- armenn keppi sín á milli. Hver sé „bestur“. En aðalatriðið er að sjálf- sögðu það sem þessi árlega uppá- koma gerir fyrir íslenskt tónlistarlíf. Að veita ungum og upprennandi tón- listarmönnum færi á að spila í a) góðu kerfi, b) fyrir framan áhorfendur og c) fyrir framan dómnefnd sem rýnir al- varlega og af ástríðu í tilteknar sveit- ir. Verðlaunasæti og ekki verðlauna- sæti – þetta er það sem skiptir máli fyrst og síðast. Sjáið 200.000 naglbíta. Þeir lentu í þriðja sæti á sínum tíma (1995). Að grufla hressilega í grasrót- inni og hvetja hana áfram, það er mál- ið númer eitt, tvö og þrjú. Músíktilraunirnar í ár voru um margt merkilegar. Svo virðist sem ægivald Kurt Cobain og félaga sé að minnka. Þriggja gripa grugg er ekki það sem er endilega málið í dag. Hljómsveitir eru nú greinilega farnar að reyna sig meira við raddanir og melódískari, um margt flóknari stef. Tilraunirnar í ár voru engu að síður undirlagðar af rokki og meira rokki en engu að síður var sýnin víð og breið innan þess blessaða geira. En tölvu- menn, rapparar og lúðurþeytarar – mætið á næsta ári í unnvörpum! Mús- íktilraunir hafa nefnilega og eiga fyrst og síðast að snúast um fjöl- breytni. Hverjir hafa líka sigrað? Dúkkulísur (kvennapönk), Greifarnir (gleðipopp) og Infusoria/Sororicide (dauðarokk). Og núna melódískt og fallegt furðupopp. Þrjú efstu böndin í ár voru sann- arlega að viðurkenningunni komnar. Tony the Pony frá rokkbænum Húsa- vík landaði þriðja sæti. Hreint ótrú- lega fullbúin sveit og söngvarinn/gít- arleikarinn fædd stjarna. Lada Sport úr Hafnarfirði hafnaði þá í öðru sæti. Afskaplega skapandi rokksveit þar sem vinnukonugripin, G, C og D áttu einfaldlega ekki upp á pallborðið. Fyrsta flokks skapandi rokktónlist. Mammút sigraði svo og það réttilega. Lagasmíðar fyrsta flokks, frumlegar mjög, samspil gott og öll ára í kring- um sveitina heil. En ef það var ein- hvern tíma vafi þá jarðaði söngkona sveitarinnar, Katrína Mogensen, hann á staðnum. Einstaklega sjarm- erandi framvörður sem vafði salnum létt um fingur sér. Blaðamaður settist niður með sveitarmeðlimum korteri eftir að úr- slit lágu fyrir og eðlilega voru krakk- arnir ringlaðir. Allt að gerast og með- Mammút sigraði í Músíktilraunum Loðfíllinn lifir! Rokksveitin Mammút úr Reykjavík sigraði á úr- slitakvöldi Músíktilrauna sem fram fór á föstudags- kvöldið í Austurbæ. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við meðlimi stuttu eftir að úrslit voru ljós. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sigurinn kom Mammút óneitanlega nokkuð á óvart. Katrína Mogensen, söngkona Mammúts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.