Morgunblaðið - 14.05.2004, Page 32

Morgunblaðið - 14.05.2004, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LISTAHÁTÍÐ SKRÁIR SÖGUNA Listahátíð í Reykjavík verður settsíðdegis í dag í Listasafni Ís-lands. Hátíðin stendur nú á nokkrum tímamótum, því héðan í frá verður efnt til hennar á hverju ári í stað annars hvers árs, sem eykur til muna vægi hennar í menningarlífi þjóðarinn- ar. Í ávarpi sínu í kynningarriti Listahátíðar í ár, segir Þórunn Sigurð- ardóttir, listrænn stjórnandi hennar, að um leið og hátíðin verði haldin á hverju ári gefist svigrúm til að sinna hlutverki hennar betur, „og samfella í starfi mun skila árangursríkara samstarfi bæði á milli ríkis og borgar og einnig við aðra aðila í atvinnulífi og ferðaþjónustu“. Í kjölfar þessarar breytingar hefur verið ráðist í ýmsar nýjungar í starf- seminni. Skrifað hefur verið undir sam- starfssamning til þriggja ára á milli Listahátíðar og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, en hann felur m.a. í sér að listamenn á hátíðinni munu vinna ýmis verkefni með skólabörnum, auk þess sem erlend verkefni verða tengd við skóla. Einnig hefur verið efnt til sam- starfs við sveitarfélög um eflingu menn- ingarstarfs um land allt. Listahátíð mun því héðan í frá hafa alla burði til að gegna enn veigameira hlutverki en áður sem afl til menntunar þjóðarinnar á sviði menningar. Þórólfur Árnason, borgarstjóri, vísar í ávarpi sínu í kynningarritinu til arf- leifðar Vladimirs Ashkenazys með tilliti til upphafs hátíðarinnar. Hann segir framtak hans einstakt, „og trúlega fá- títt að einn maður valdi þvílíkum vatna- skilum í menningarlífi einnar þjóðar“. Þetta eru orð að sönnu og kemur það berlega í ljós þegar litið er til þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í menn- ingarlífi landsmanna, á þeim tíma sem Listahátíð hefur verið fremst í flokki afla er lagt hafa hönd á plóginn við að færa heimslist hingað. Sú viðleitni hef- ur einnig orðið til þess að innviðir ís- lenskrar listsköpunar hafa að sama skapi eflst og afraksturinn ratað út í heim, sem ekki er lítils virði fyrir þjóð sem löngum hefur verið skilgreind á jaðrinum – ekki síst nú þegar jaðarinn mjakast óðum inn að miðju í menning- arlegum skilningi og sóknarfærin eru í sjónmáli. Listræn sýn stjórnenda Listahátíðar hefur á stundum verið umdeild og menn greint á um ágæti einstakra viðburða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, bendir á það í sínu ávarpi að slíkt sé ekki nema eðli- legt. Segir hún að „í listum [megi] aldrei róa eingöngu á örugg mið; listræn kyrr- staða [megi] ekki verða einkenni slíkrar hátíðar“. Orð Þorgerðar Katrínar eru eftirtektarverð, ekki síst ef hægt er að túlka þau þannig að þau séu til marks um vilja stjórnvalda til að láta listir og þann skapandi kraft sem í þeim býr knýja menningu þjóðarinnar áfram með þeim hætti að hér á landi eigi frumsköp- un, nýjar og ögrandi hugmyndir vísan griðastað, auk hefðarinnar. Því það eru fyrst og fremst slíkar hugmyndir, slík listaverk sem þegar upp er staðið „skrá söguna öðru betur“, eins og Þórunn Sigurðardóttir orðar það – og saga Listahátíðar í Reykjavík sannar. HVENÆR HEFJAST UMRÆÐUR UM EFNI FRUMVARPSINS? Um þessar mundir standa yfir mara-þonumræður á Alþingi um fjöl- miðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Við því er ekkert að segja og sjálfsagt að þingmenn ræði þetta stóra mál í botn. Þeir, sem fylgzt hafa með umræðunum taka hins vegar eftir því, að þær snúast að mjög litlu leyti um efni frumvarps- ins. Þær snúast fyrst og fremst um formsatriði, vinnubrögð, fundarstjórn forseta, fundarsköp, hvort fresta eigi umræðum þangað til einstakar nefndir hafi lokið störfum o.s.frv. Hvað eftir annað gerist það, að um- ræður hefjast innan umræðnanna um óskyld mál, þ.e. hvernig vinnubrögðum þingsins sé háttað, hvort þetta eða hitt, sem gerzt hefur, sé þekkt eða óþekkt í þingsögunni o.s.frv. Eftir þessi milli- spil hefjast umræður um dagskrármál- ið á nýjan leik. Þetta fundarform, sem er tiltölulega nýtt af nálinni á Alþingi er þinginu ekki endilega til framdrátt- ar. Það er hins vegar fullt tilefni til að spyrja hvenær raunverulegar efnisleg- ar umræður hefjast um fjölmiðlafrum- varpið sjálft. Að svo miklu leyti, sem hægt hefur verið að greina málefnalega afstöðu til þess á þeim tíma, sem liðinn er frá því að það var lagt fram er nokk- uð ljóst, að allir þingflokkar á Alþingi eru orðnir sammála um að rétt sé að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Blaðamannafélagið er sammála því. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, en það fyrirtæki er aðaleigandi Norðurljósa, er sammála því. Hann tel- ur eðlilegt að settar séu reglur en vill miða þær við að hlutur markaðsráðandi fyrirtækis á öðru sviði í ljósvakamiðli megi vera 25%. Stjórnarflokkarnir telja að hámarkið eigi að vera 5%. Stjórnarflokkarnir og talsmaður Baugs eru sammála um það grundvall- aratriði að setja eigi reglur en 20 pró- sentustig skilja á milli varðandi leyfi- legan eignarhlut. Þeir sem nú segja, að ekki eigi að setja neinar reglur eru fyrst og fremst ungir frjálshyggju- menn á hægri kanti stjórnmálanna. Úr því að svo víðtæk samstaða er orðin um að setja eigi löggjöf um eign- arhald á fjölmiðlum virðist vera orðið tímabært að stjórnarandstöðuflokk- arnir á þingi upplýsi hvers konar regl- ur þeir vilja setja. Að hluta til má segja, að Samfylkingin hafi lýst sínum sjón- armiðum. Talsmenn flokksins hafa lagt áherzlu á löggjöf, sem tryggi sjálfstæði ritstjóra gagnvart eigendum og sjálf- stæði blaðamanna gagnvart ritstjór- um. Það er tímabært að talsmenn Sam- fylkingingarinnar upplýsi með hvaða hætti þeir vilja gera þetta með laga- setningu því að efni málsins er vissu- lega þess virði að það sé rætt. Fram að þessu hafa umræður innan þings og utan einkennzt af miklum til- finningahita og stórum orðum. Það er vel hægt að skilja að þetta mál valdi til- finningalegu umróti. En nú hafa menn fengið útrás fyrir þær tilfinningar og nú er kominn tími til efnislegra um- ræðna. Í þeim efnum verður fyrst og fremst horft til Alþingis. Þar eiga þær efnislegu umræður að fara fram. Þar eiga þau skoðanaskipti að fara fram, sem tryggja viðunandi löggjöf á þessu sviði. Hvenær hefjast þær umræður? Þór Vilhjálmsson, fyrrver-andi prófessor, hæsta-réttardómari og dómari við Mannréttindadómstól Evr- ópu, kemst að þeirri niðurstöðu í grein sem birt var í Afmæl- isriti til heiðurs Gauki Jörunds- syni sextugum, árið 1994, að forseti Íslands hafi ekki per- sónulegt vald til að synja laga- frumvarpi staðfestingar. Undirskrift forseta við stað- festingu laga sé formsatriði og forsetinn yrði því að hafa at- beina ráðherra til synjunar samkvæmt 26. grein stjórn- arskrárinnar (stjskr.), ef sú lagagrein væri skýrð með sama hætti og önnur ákvæði stjórn- arskrárinnar um vald forset- ans. Vísar Þór til samanburðar til 1. málsgreinar 13. greinar stjórnarskrárinnar, þar sem segir: „Forsetinn lætur ráð- herra framkvæma vald sitt.“ Skylda að fallast á tillögu ráðherra um staðfestingu Þór segir m.a. í niðurstöðum sínum: „Gagnstætt því, sem ýmsir fræðimenn telja, álítur [greinarhöfundur], að forsetinn hafi ekki persónulegt synj- unarvald. Forseta ber því skylda til þess eftir stjórn- arskránni að fallast á tillögu ráðherra um staðfestingu (und- irritun) lagafrumvarps sem Al- þingi hefur samþykkt. Ef svo ólíklega færi, að forsetinn und- irritaði ekki, væri sú neitun þýðingarlaus og lögin tækju gildi sem staðfest væru og án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram.“ Þór bendir á að ef forseti gæti einn og án atbeina ráðherra synjað lagafrumvarpi staðfestingar samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, gildi ekki um synjunina áðurnefnd 1. málsgrein 13. greinar stjskr. um að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt. „Eftir orðanna hljóðan í 26. gr. er það forsetinn, sem getur synjað um lagastaðfestingu. Það er þó ljóst af orðum 13. gr. og áratuga framkvæmd, að for- setanum er ekki sjálfum ætlað að fara með það vald, sem hon- um er falið í fjölmörgum ákvæðum stjórnarskrárinnar, öðrum en 26. gr.,“ segir í grein Þórs. Vitnar hann m.a. til 11. greinar stjskr. þar sem kveðið er á um að forseti lýðveldisins sé ábyrgðarlaus á stjórn- arathöfnum. „Óskýrleikasvipur er á ákvæðum stjórnarskrárinnar um forseta Íslands. Þar eru mörg ákvæði, sem lesin ein sér fá honum vald, en í öðrum ákvæðum segir, að hann láti ráðherra framkvæma vald sitt, að hann sé ábyrgðarlaus og undirritun hans fái ekki gildi nema ráðherra undirriti ásamt honum. Sum ákvæðin um vald for- seta verður að skilja þannig, að sjálf stjórnarskráin sé að mæla fyrir um að forseti skuli setja nafn sitt undir ákvarðanir ann- arra. Sumum kann að sýnast þetta heldur lítilvægt hlutverk en varla fæst merking í ákvæð- in með öðrum hætti,“ segir Þór. Hann segir einnig að ef for- seti hefði persónulegt synj- unarvald gæti án efa beiting þess byggst á alls kyns ástæð- um. „Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa farið fram um þegnskyldu- vinnu og áfengismál og fyr- irmæli eru í lögum um at- kvæðagreiðslur í héruðum um áfengisútsölur og sameiningu sveitarfélaga. Höfundur þess- arar greinar hefur þá pólitísku skoðun, að almenningur ætti að greiða atkvæði um svipuð, sér- stök mál, t.d. ef tekin yrði upp ný stefna í fíkniefnamálum, en ekki um mál, sem eru hluti hins daglega stjórnmálaamsturs. Þessi skoðun greinarhöfundar hefur enga þýðingu sem rök- semd varðandi spurningu þá, er þessi grein fjallar um. En ljóst er, að um slíkar atkvæða- greiðslur má setja lög þar sem stjórnmálaöflin í landinu leikast á með venjulegum hætti. Engin laganauðsyn er að ríkisforsetinn efni til þeirra,“ segir í grein Þórs Vilhjálms- sonar. Þór Vilhjálmsson, fyrrv. prófessor og hæstaréttardómari Forseti hefur ekki per- sónulegt synjunarvald f s i s n s s a á u s s s i þ u s l u s h þ á d þ u h i r f e a a f á v Andstæðar sko forseti hefur s Skiptar skoðanir eru meðal lögfræðinga á hvort skýra beri 26. grein stjórn- arskrárinnar svo, að forseti Íslands hafi raunverulegt vald til að neita staðfest- ingu laga. Ómar Friðriksson kynnti sér þrjár fræðigreinar sem lögfræðingar hafa ritað á síðari árum um stjórnskipu- lega stöðu forsetans við lagasetningu og yfirlýsingar um þetta álitaefni. Forseta ber að sýna ýtrustu varkárni Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, gaf yfirlýsingu í ríkisráði 13. janúar árið 1993, þar sem forseti staðfesti með undirritun sinni laga- frumvarp um samninginn um Evrópska efnahags- svæðið. Höfðu forseta borist áskoranir frá fjölda Ís- lendinga um að undirrita ekki frumvarpið. Í yfirlýsingu sinni vék forseti að þessum áskorunum og sagði m.a.: „Það má öllum ljóst vera að við þær aðstæður er forseta mikill vandi á höndum og ber að sýna ýtrustu varkárni og kynna sér allar hliðar mála til þrautar. Það hef ég gert og til þess að geta greint ríkisstjórn skýrt og grannt frá aðstöðu minni og afstöðu hef ég boðað til þessa fundar. Árið 1946, í forsetatíð Sveins Björnssonar, bárust forseta tilmæli af þessu tagi, og nú eins og þá er boðað til ríkisráðsfundar. Frá stofnun lýðveldis á Íslandi hefur embætti for- seta Íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkst sá meginþáttur embættisins að vera óháð og hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti, en um leið samnefnari fyrir íslenska þjóðmenningu, menn menningarstefnu Íslendinga, tákn sameiningar ekki sundrungar. Glöggt vitni um það eðli emb ins er að enginn forseti hefur gripið fram fyrir á lýðræðislega kjörnu Alþingi sem tekið hefur anir sínar með lögmætum hætti. Sá forseti sem nú gegnir því embætti hefur í um sínum alla tíð lagt áherslu á sáttmála sinn v ina, við fólk úr öllum flokkum sem aðhyllist ólík skoðanir. Með því hef ég viljað rækja sameining arhlutverk forsetaembættisins og sett það öðru því felst að virða þær hefðir og venjur sem skap hafa og efna þannig drengskaparheit forseta v ina.“ Forseti hefur ekki úrskurðarvald um hvort lög brjóta stjórnarskrá Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gaf irlýsingu 24. janúar árið 2001 í kjölfar staðfesti hans á lögum um breytingu á almannatrygging unum, sem sett voru í kjölfar dóms Hæstarétta yrkjamálinu. Komið höfðu fram áskoranir á for Yfirlýsingar forseta Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.