Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elías Kárasonfæddist á Þverá í Öxnadal 8. nóvember 1942. Hann andaðist 7. maí síðastliðinn á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut. Foreldr- ar Elíasar voru hjón- in Kári Þorsteinsson, f. 7. maí 1908, d. 2 febrúar 1961, og Sig- rún Sigurjónsdóttir, f. 10. júlí 1918. Bróð- ir Elíasar er Þórður, f. 27. október 1940, kvæntur Guðrúnu Arngrímsdóttur, f. 1947. Börn þeirra eru, stjúpsonur Þórðar Jó- hannes, f. 1966, Sigrún, f. 1968, Anna Margrét, f. 1972 og Þórunn Elva, f. 1976. Fyrri eiginkona Elíasar er Rut Sigurrós Jóhannsdóttir, f. 9. ágúst 1948, þau skildu 1977. Börn þeirra eru, Kári Sævar, f. 19. júlí 1967, hann á tvær dætur, Hulda Hrönn, f. 26. október 1969, hún á tvö börn og Elmar Freyr, f. 29. janúar 1977. Árið 1988 hóf Elí- as sambúð með Ástu Björk Björnsdóttur, f. 8. nóvember 1961, þau gengu í hjóna- band 28. nóvember 2003. Ásta er dóttir hjónanna Björns Guðmundssonar, f. 1930, og Guðfríðar Guðjónsdóttur, f. 1935, frá Miðdals- gröf í Strandasýslu. Ásta og Elías eiga tvö börn, Arnar Smára, f. 5 júní 1992 og Hjördísi Þóru, f. 10. apríl 1996. Ásta átti einn son fyrir, Björn Finnbogason, f. 13. júní 1983. Elías var atvinnubílstjóri mest- an sinn starfsaldur, nú síðast hjá Strætó bs. Útför Elíasar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Okkur setur hljóð að heyra um frá- fall þitt, hvað stuttur tími leið frá því þú veiktist og þar til þetta var búið. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Það er sárt að kveðja góðan vin sem hrifinn er burt á besta aldri. Þegar hugsað er til baka kemur margt upp í hugann, og þá fyrst hvað þú hafðir góða nærveru hvar sem þú varst. Það var alveg einstakt að vinna með þér, þú varst alltaf hress og já- kvæður, til í að bjarga málunum og sjá björtu hliðarnar á lífinu. Það ger- ist margt í vinnu á fjöllum, sprungin dekk, bilaðir bílar og margt fleira og ljúka svo deginum með góðu kakói og söng allt þar á milli. Það er alltaf gaman að sjá þegar par fellur svona saman eins og þegar þið Ásta tókuð saman. Þar fóru sam- an tvær heilsteyptar mannverur og betri vini er ekki hægt að eignast. Við viljum þakka alla þá aðstoð og hjálp sem við fengum í okkar erfið- leikum, einnig allar þær gleðistundir sem við fengum að njóta. Þær eru ómetanlegar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Ásta, Arnar Smári, Hjördís, Bjössi, Kári, Hulda, Elmar, Sigrún og aðrir aðstandendur, megi góður Guð veita ykkur styrk á þessum erf- uðu tímum. Elín, Hallur og Fjóla Birna. Það er alltaf sárt að þurfa að kveðja góðan starfsfélaga. Elías Kárason hóf störf hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur, síðar Strætó bs., sem sumarafleysari 1997. Hann sótti um starf aftur 1998 og var í framhaldi af því ráðinn vagnstjóri 1. maí 1998 og gegndi hann því starfi óslitið þar til hann veiktist um miðjan febrúar sl. Þegar hann kom til mín til að segja mér að hann ætti að fara í „smáað- gerð“, eins og hann orðaði það, óraði mig ekki fyrir því, að veikindi hans væru svo alvarleg að hann ætti ekki afturkvæmt til starfa. Elías leit af og til inn á skrifstofuna hjá mér til að ræða um daginn og veginn og var alltaf ánægjulegt að fá hann í heimsókn. Elías var traustur og góður starfsmaður og vel liðinn bæði af farþegum og samstarfsfólki sínu. Við hjá Strætó bs. þökkum honum vel unnin störf og sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðmundur Sigurjónsson. Sorgin, þegar einhver sem okkur þykir vænt um er tekinn frá okkur, er ólýsanleg. Þetta höfum við því miður þurft að lifa núna. Að þú, elsku Elli, hafir þurft að fara frá okkur allt of fljótt. Þú sem varst svo hress og með ákaflega jákvætt lífsviðhorf. Þú varst tilbúinn að hjálpa öllum. Þín verður sárt saknað. Elsku Ásta, Bjössi, Arnar Smári, Hjördís Þóra, Kári, Hulda, Elmar, Sigrún og barnabörn. Missir ykkar er mestur en öll höfum við misst mik- ið. Við tengdaforeldrar, Anna, Hildur, Reynir og fjölskyldur okkar biðjum algóðan Guð að vaka yfir ykkur í sorg ykkar. Nú legg ég aftur augun, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Guð blessi minningu Elíasar Kára- sonar. Anna Guðný. Nú ertu farinn, Elli minn, og ósk- um við þér alls hins besta á nýjum stað. Það er ég viss um að vel hefur verið tekið á móti þér þarna hinum megin. Leiðir okkar hafa legið saman um langan veg og þið hafið verið mik- ilvægur hluti af okkar lífi, því er höggvið mjög stórt skarð við brott- hvarf þitt. Við munum ævinlega muna stundirnar okkar saman, kæri vinur, bæði erlendis og innanlands. Þú og þín fjölskylda voruð okkar bestu félagar og vinir. Þær eru orðnar nokkuð margar sumarbústaðaferðirnar okkar og tjaldútilegurnar að ógleymdum utan- landsferðunum. Þótt litla parið hafi reynt stundum fullmikið á þolinmæð- ina voru þessar ferðir hin besta skemmtun. Þó var það nokkuð ein- kennilegt að þær helgar sem við fór- um saman í bústaði voru einu helg- arnar með frosti og snjó. En þá var bara að fara með prjónahúfuna í heita pottinn. Eina ferð sem við tveir ætluðum saman áttum við þó eftir en vonandi get ég með þinni hjálp klár- að hana í sumar. Sjaldan hef ég þekkt greiðviknari mann en þig, það var sama hvað ég betlaði af þér, ef þú hafðir minnsta möguleika á að gera mér greiða þá var stokkið til. Og þú skalt ekki halda að ég sé hættur að betla, ég finn ein- hverja leið til að hafa not af þér áfram. Þið hjónakornin hafið ósjaldan komið með upplyftingu inn á heimili okkar þegar drungi hefur sótt að og verður svo vonandi áfram. Mér finnst það vera svo margt sem ég þarf að þakka þér fyrir. Það var okkur sönn ánægja að vera viðstödd þegar þið loksins genguð í það heilaga í vetur. Ég vona að við höfum getað end- urgoldið þér og Ástu eitthvað af greiðunum á þessum síðustu dögum þínum á spítalanum. Þótt sárt hafi verið að sjá á eftir þér veit ég að þú hefur ekki farið langt og munt veita ástvinum þínum allan þann stuðning sem í þínu valdi er. Megi allar góðar vættir vaka yfir þér, Elli minn, og Ástu þinni svo og ungunum ykkar á þessum erfiðu tím- um. Okkar heimili og hjarta er alltaf opið, nótt sem dag, fyrir fjölskyldu þinni. Góður vinur er fjársjóður sem þú sækir styrk í þegar á bjátar. Ragnar. ELÍAS KÁRASON Ástkæra unnusta mín, dóttir, systir og dóttur- dóttir okkar, RAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR myndlistarmaður, Barmahlíð 36, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 11. maí. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. maí kl. 13:30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Bent er á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Gunnar Gunnarsson, Barbara M. Geirsdóttir, Magnús Garðarsson, Hildigunnur Magnúsdóttir, Kjartan S. Höskuldsson, Geir Magnússon, Aníta Magnúsdóttir, Aníta Björnsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR VALGEIR GUÐMUNDS- SON, Stórholti 47, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 11. maí. Útförin fer fram frá Garðakirkju miðviku- daginn 19. maí kl. 13.30. Soffía Sandra Cox, Fríða Kristín Elísabet Guðjónsd., Hans Hafsteinsson, Sonja Guðbjörg Guðjónsdóttir, Halla Sjöfn Hallgrímsdóttir, Jóhann Sigurður Víglundsson, Anna Lydia Hallgrímsdóttir, Sigríður Hallgrímsdóttir, Guðjón Steinarsson, Sveinn Hallgrímsson, Elsa Halldís Hallgrímsdóttir, Hans Erik Strandberg, Hallgrímur Valgeir Yoakum, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN SVERRIR SVEINSSON, Reynigrund 71, Kópavogi, áður Stafholti, Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudag- inn 13. maí. Sigríður R. Júlíusdóttir, Júlíus Sveinsson, Freydís Fannbergsdóttir, Sveinn S. Sveinsson, Margrét J. Bragadóttir, Ragnar Sveinsson, Gunnhildur M. Sæmundsdóttir, Birgir Sveinsson, Steinunn Ingibjörg Gísladóttir, Finnbogi Jónsson, barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, PÉTUR STEFÁNSSON, Kjarrhólma 30, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt miðvikudagsins 12. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. maí kl. 10.30. Ólafía Guðrún Ásgeirsdóttir. Elsku Odda systir. Ljúfsárar minningar líða um huga okkar þegar við setjumst nið- ur til að skrifa nokkur orð í tilefni þess að hinn 13. maí hefðir þú orðið 55 ára gömul. Í hugum okkar allra varstu elst af systkinahópnum á Háeyri, þó svo við værum í rauninni systrabörn. Þú varst svo mikið hjá okkur og foreldr- ar okkar voru líka þínir foreldrar. Börnin þín áttu Árna afa og Ástu HRAFNHILDUR ODDNÝ STURLUDÓTTIR ✝ HrafnhildurOddný (Odda) Sturludóttir fæddist í Reykjavík 13. maí 1949. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 28. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ 5. nóvember. ömmu á Háeyri eins og börn okkar hinna. Þú varst alltaf boðin og búin að aðstoða okk- ur á alla lund. Hjá þér áttum við öruggan samastað þegar byrjað var að basla í vinnu og námi á höfuðborgar- svæðinu. Í fyrstu íbúð- inni þinni í Barmahlíð- inni og síðar í Auðbrekkunni áttum við samastað hjá þér, hvenær sem á þurfti að halda, um lengri eða skemmri tíma. Þó að fjölgaði kringum þig, þú eignaðist maka, uppeldisson og börn, þá var alltaf nóg pláss og meira en velkomið að dvelja hjá þér. Það var alltaf líf og fjör í kringum þig, þó svo að hjá þér skiptust á skin og skúrir. Stundum voru hlutirnir unnir meira af kappi en forsjá, og þar kom til glaðværð þín og dugnaður sem dreif alla með þér. Þegar þið Sigga Dóra unnuð hjá Tryggingastofnun ríkisins keyptuð þið ykkur bíl saman til að geta skroppið í Víkina þegar ykkur hent- aði. Það gat verið bæði að nóttu sem degi, og ekki alltaf í lagi með bílinn. En þið skiluðuð ykkur alltaf á áfanga- stað að lokum, þótt ýmsir skemmtu sér yfir viðgerðum ykkar og redding- um. Þegar Steini var við nám í Vél- skólanum dvaldist hann vetrarlangt hjá þér og fjölskyldunni í Goðatún- inu. Þessi ár okkar saman verða aldr- ei fullþökkuð. Þar sem er nóg hjarta- pláss, þar er alltaf nóg húspláss. Þú varst mikið náttúrubarn og naust þess að ferðast og þar fengu skátarnir í Garðabæ að njóta hæfi- leika þinna og barnanna, því öll börn- in fjögur voru með í skátastarfinu. Þú hafðir sérstakt dálæti á að hóa fjölskyldu þinni saman, því fleiri því betra. Þar lékst þú á als oddi og naust þín sem ættmóðir. Þú hafðir einstakt lag á að ná fólki með þér og það var gaman að fylgjast með því að ef einhver í fjölskyldunni fór að vinna á nýjum stað leið ekki á löngu þar til þið voruð orðin fleiri. Þar kom til dugnaður þinn og ósér- hlífni og eins var með öll börnin þín, þau eru öll miklir dugnaðarforkar og vel metin í vinnu. Það var sérstakt að fylgjast með hversu nánir vinir þið voruð, alltaf tilbúin að aðstoða hvert annað. Okkur fannst það mikil gæfa fyrir þig að kynnast honum Gunnari þín- um. Þið studduð vel hvort annað. Börnin þín og börnin hans urðu börn- in ykkar beggja. Fjölskyldan stækk- aði talsvert og þú naust þín enn betur sem ættmóðir. Einn af draumum þín- um, sem því miður rættist ekki, var að boða til ættarmóts í Aðalvíkinni, þar sem afi okkar, Hermann Hjálm- arsson, var fæddur og uppalinn. Við erum alltof fá sem höfum komið þangað. Vonandi látum við drauminn þinn rætast, elsku Odda, þó svo þú hafir yfirgefið okkur um stundarsak- ir. Það er mikið sem hefur verið lagt á fjölskyldur okkar, alltof mörg hafið þið horfið frá okkur. Elsku Odda, við trúum því að þú njótir þess nú að hafa hitt Kidda þinn, mömmu, Ellu systur, Sigga og Örn í Pétursey og aðra elskaða ættingja og vini þína aftur. Við treystum því að við hittum ykkur öll aftur þegar okk- ar tíma lýkur á þessari jörð. Sigríður Dóróthea og Þorsteinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.