Morgunblaðið - 14.05.2004, Síða 52
ÍÞRÓTTIR
52 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
sunnudaginn 16. maí á Svarfhólsvelli við Selfoss
Keppt verður í flokkum karla 55 ára og eldri,
70 ára og eldri og kvenna 50 ára og eldri.
Mótið er jafnframt viðmiðunarmót til landsliða karla 70+ og kvenna 50+
Þeir sem greiða þátttökugjald með golfkorti fá afslátt.
SKRÁNING Á GOLF.IS OG Í SÍMA 482 3335
OPIÐ GOLFMÓT
ELDRI KYLFINGA
Höggleikur með og án forgjafar.
Hámarksforgjöf karlar 24, konur 28.
Veðlaun fyrir 1.-3. sæti með og án forgjafar.
Nándarverðlaun á par 3 brautum.
Mótið hefst kl. 9.00 laugardaginn 15. maí.
Skráning á www.golf.is og í síma 844 5756.
Keppnisgjald kr. 2.500.
Opna
Golfbúðarmótið
Golfklúbbur Þorlákshafnar
SIR BOBBY Robson, hinn litríki
knattspyrnustjóri enska úrvals-
deildarliðsins Newcastle, hefur
ekki lagt árar í bát þrátt fyrir að
vonir liðsins um sæti í forkeppni
Meistaradeildarinnar hafi runnið út
í sandinn gegn Southampton þar
sem liðin skildu jöfn, 3:3.
Robson sagði við blaðamenn í
gær að lið hans myndi gera allt til
þess að tryggja sér fimmta sætið
með því að leggja Liverpool að velli
í lokaumferð ensku deildarinnar á
laugardag – ekkert yrði gefið eftir.
„Úrslit leiksins skaða liðið fjárhags-
lega, ímynd okkar hefur einnig
skaðast en við munum ekki gefast
upp. Við getum leikið í Evr-
ópukeppni á næstu leiktíð ef við
vinnum á Anfield gegn Liverpool,“
sagði Robson sem er 71 árs gamall
en hann ætlar að halda áfram starfi
sínu hjá félaginu.
„Þetta eru ekki endalokin hjá fé-
laginu, það eru ekki öll lið sem
komast í UEFA-keppnina og við
gerðum ágæta hluti á þeim vett-
vangi í vetur.“
Slegið á létta strengi
Robson sagðist ekki vera viss um
hvort hann ætti 33 mínútur, 33
daga eða 33 ár eftir í starfi sínu.
„Alan Shearer og Gary Speed eiga
ár eftir af sínum ferli og ég á 33 ár
eftir af mínum, en það gætu einnig
verið 33 mínútur,“ sagði Robson í
léttum tón en hann er langelsti
knattspyrnustjórinn í ensku úrvals-
deildinni.
Bobby Robson gefst
ekki upp með Newcastle
Bobby Robson stjórnar sínum mönnum.
ÍRIS Edda Heimis-
dóttir og Kolbrún
Ýr Kristjánsdóttir
bættu sinn fyrri
árangur í 50 m
bringusundi og
100 m flugsundi í
undanrásum á
Evrópumeistara-
mótinu í sundi í 50
m laug í Madrid í
gær. Árangurinn
nægði þeim þó ekki til þess
að vinna sér sæti í undan-
úrslitum. Anja Ríkey Jak-
obsdóttir náði sér ekki á
strik í 100 m baksundi, var
þriðjungi úr sekúndu frá sín-
um besta árangri og hafnaði
í 23. sæti af 28 keppendum á
1.06,09 mínútum.
Íris Edda varð í
19. sæti af 28
sundkonum í 50 m
bringusundi á
33,78 og bætti
sinni fyrri árang-
ur í greininni um
21⁄100 úr sekúndu.
Til þess að komast
í undanúrslit
þeirra 16 bestu
þurfti að synda á 33,54.
Kolbrún Ýr hafnaði í 28.
sæti af 33 keppendum í 100
m flugsundi á 1.03,15. Áður
átti Kolbrún best í þessari
grein, 1.03,49 en til þess að
komast í úrslit þurfti að
synda á 1.00,95.
Íris Edda og Kolbrún
Ýr bættu sig
Íris Edda
ÞÓRARINN Kristjánsson skoraði
fjögur mörk fyrir Keflvíkinga sem
sigruðu Víði, 9:0, í síðasta leik sínum
fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu en
leikið var í Garði í fyrrakvöld.
SÆNSKI landsliðsvarnarmaður-
inn Olaf Mellberg hefur samið við
enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa
á ný til næstu fjögurra ára. Mellberg
hefur verið í röðum Villa frá árinu
2001 er hann var keyptur frá
spænska liðinu Racing Santander
fyrir rúmlega 700 milljónir króna.
Mellberg er 27 ára og segir hann að
félagið sé á réttri leið en hann hefur
verið fyrirliði liðsins að undanförnu
sem stefnir á fimmta sæti deildar-
innar og þar með rétt til þess að leika
í UEFA-bikarnum á næstu leiktíð.
FORRÁÐAMENN enska úrvals-
deildarfélagsins Bolton hafa komist
að samkomulagi við íþróttavöru-
framleiðandann Reebok þess efnis
að fyrirtækið verði auglýst á keppn-
isbúningum félagsins. Bolton fær
um 1,3 milljarða kr. á næstu fimm
árum vegna samningsins. Þetta er
stærsti samningur sem félagið hefur
gert frá upphafi en samstarf liðsins
við Reebok hefur staðið samfleytt í
14 ár og heimavöllur félagsins er
nefndur eftir fyrirtækinu.
KYLFINGURINN Vijay Singh frá
Fiji var í gær útnefndur kylfingur
aprílmánaðar í Evrópu en í þeim
mánuði sigraði Singh á tveimur mót-
um í röð á bandarísku mótaröðinni.
FÓLK
Sautján af leikmönnunum leikameð félagsliðum hér heima, þar
af eru níu leikmenn sem aldrei hafa
áður leikið með landsliðinu. Þeir
leikmenn sem spila í Frakklandi, á
Spáni og í Þýskalandi eru uppteknir
með félagsliðum sínum á þeim tíma
sem mótið fer fram og gátu því ekki
gefið kost á sér.
Á mótinu í Belgíu leikur íslenska
landsliðið við B-lið Dana, Serbíu/
Svartfjallaland og Túnis. „Túnis-
menn eru að búa sig undir heims-
meistaramótið sem verður á heima-
velli þeirra á næsta ári. Þeir mæta
því með sitt sterkasta lið. Serbarnir
voru með A-lið sitt á mótinu í fyrra
og í ár gæti það sama orðið uppi á
teningnum,“ sagði Guðmundur.
Markverðir: Birkir Ívar Guð-
mundsson, Haukum, Pálmar Péturs-
son, Val, (nýliði), Björgvin Páll Gúst-
avsson, HK, Ólafur H. Gíslason, ÍR,
(nýliði).
Aðrir leikmenn: Sturla Ásgeirs-
son, ÍR, (nýliði), Baldvin Þorsteins-
son, Val, (nýliði), Bjarni Fritzson,
ÍR, Þórir Ólafsson, Haukum, Róbert
Gunnarsson, Aarhus GF, Vignir
Svavarsson, Haukum, Arnór Atla-
son, KA, Ingimundur Ingimundar-
son, ÍR, Heimir Örn Árnason, Val,
(nýliði), Kristján Andrésson, GUIF,
Svíþjóð (nýliði), Ásgeir Örn Hall-
grímsson, Haukum, Einar Hólm-
geirsson, ÍR, Hrafn Ingvarsson, Aft-
ureldingu, (nýliði), Vilhjálmur
Halldórsson, Stjörnunni (nýliði),
Valdimar Þórsson, Fram (nýliði).
Svo kann að fara að Dagur Sig-
urðsson bætist í hópinn, það fer eftir
því hvernig liði hans, Bregenz, geng-
ur í úrslitakeppninni um austurríska
meistaratitilinn.
Eftir mótið í Belgíu hyggst Guð-
mundur velja annan landsliðshóp
sem býr sig undir leikina við Ítalíu í
undankeppni heimsmeistaramóts-
ins. Úrslit þeirra leikja skera úr um
hvor þjóðin tekur þátt í HM í Túnis í
byrjun næsta árs. Þá koma leikmenn
sem leika með þýsku, spænskum og
frönskum liðum inn í myndina. Áður
að fyrri leiknum við Ítali kemur, 29.
maí, verða spilaðir tveir æfingaleikir
í Grikklandi, við Austurríki 25. maí
og daginn eftir við heimamenn.
Sautján
af nítján
leika á
Íslandi
„VIÐ höfum farið á þetta mót í
Belgíu í þrjú skipti og á því hefur
gefist kærkomið tækifæri til
þess að gefa óreyndari og yngri
leikmönnum að spreyta sig þar
sem um sterkt mót er að ræða,“
sagði Guðmundur Þórður Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik karla, í gær en þá
valdi hann 19 leikmenn í lands-
lið sitt sem tekur þátt í Flanders
Cup í Belgíu um aðra helgi.
Bárður hefur gert frábæra hlutimeð þetta lið og við óskum hon-
um alls hins besta. Hann er með
stóra fjölskyldu og
vildi frekar leggja
áherslu á atvinnuör-
yggi í starfi sínu sem
sjómaður,“ sagði
Gissur en Bárður, sem var útnefndur
þjálfari ársins af leikmönnum og
þjálfurum deildarinnar á lokahófi
KKÍ, stundar nú rækjuveiðar frá
Sauðárkróki og náðist ekki í hann í
gær.
Tindastólsmenn
flýta sér hægt
Halldór Ingi Steinsson, formaður
körfuknattleiksdeildar Tindastóls,
sagði að þar væri verið að smala sam-
an í öfluga stjórn, aðalfundur væri á
dagskrá um næstu mánaðamót. „Við
erum ekki í viðræðum við einn né
neinn. Það verður eflaust farið í það
mál á næstunni en ný stjórn félagsins
mun fá það hlutverk að finna þjálfara
og ég hef ekki áhyggjur af því að
hann finnist ekki,“ sagði Halldór Ingi
en hann bætti því við að ekki væri bú-
ið að ræða við Bárð Eyþórsson sem
hefur róið frá Sauðárkróki að und-
anförnu.
Þeir stjórna
Staðan í þjálfaramálum úrvals-
deildarliðanna sem búin eru að ganga
frá ráðningu er því þessi:
Grindavík: Kristinn Friðriksson
tekur við af Friðriki Inga Rúnars-
syni.
Njarðvík: Einar Jóhannsson tekur
við af Friðriki Ragnarssyni.
Keflavík: Sigurður Ingimundar-
son tekur við af Guðjóni Skúlasyni og
Fali Harðarsyni.
KR: Herbert Arnarson tekur við
af Inga Þór Steinþórssyni sem er nú
yfirþjálfari yngri flokka félagsins.
Skallagrímur: Valur Ingimundar-
son endurráðinn.
Fjölnir: Benedikt Guðmundsson
endurráðinn.
Hamar: Pétur Ingvarsson endur-
ráðinn.
Haukar: Reynir Kristjánsson end-
urráðinn.
ÍR: Eggert Maríuson endurráðinn.
KFÍ: Baldur Ingi Jónasson tekur
við af Hrafni Kristjánssyni sem mun
þjálfa Þór frá Akureyri sem leikur í
1. deild.
Bárður hættir sem
þjálfari Snæfells
TINDASTÓLL frá Sauðárkróki
og deildarmeistaralið Snæfells
úr Stykkishólmi eru einu úrvals-
deildarliðin í körfuknattleik
karla sem eiga eftir að ganga frá
ráðningu þjálfara fyrir næstu
leiktíð. Bárður Eyþórsson hefur
ákveðið að þjálfa ekki lið Snæ-
fells á næstu leiktíð en hann
hefur verið þjálfari liðsins und-
anfarin fjögur ár. Gissur
Tryggvason, formaður körfu-
knattleiksdeildar Snæfells,
sagði í gær að mikil eftirsjá væri
að Bárði og leikmenn liðsins
hefðu allir sem einn viljað fá
hann til starfa á ný.
Morgunblaðið/Sverrir
Bárður Eyþórsson ætlar ekki að þjálfa deildarmeistaralið Snæ-
fells á næstu leiktíð eftir að hafa stýrt liðinu í fjögur ár.
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
Kings og Heat jöfnuðu metin
SACRAMENTO Kings lögðu Minnesota Timberwolves í fjórða leik
liðanna í undanúrslitum NBA-deildarinnar á vesturströndinni í
körfuknattleik í fyrrinótt, 87:81, og er staðan jöfn, 2:2. Chris Webb-
er, miðherji Kings, lék vörnina gegn Kevin Garnett af gríðarlegri
hörku og skoraði að auki 28 stig. Garnett skoraði þó 19 stig og tók
að auki 21 frákast.
Miami Heat kom skemmtilega á óvart gegn Indiana Pacers á
heimavelli sínum og jafnaði metin, 2:2, með 18. heimasigri sínum í
röð. Lokatölur 100:88. Nýliðinn Dwyane Wade var allt í öllu í liði
Heat. Lamar Odom, leikmaður Heat, sagði eftir leikinn að enginn
hefði trúað því að Heat gæti lagt Pacers, en leikmenn liðsins myndu
halda áfram að koma á óvart. Hins vegar hefur Heat tapað fimm
leikjum í röð á útivelli þar sem næsti leikur fer fram í Indiana.