Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 58
Morgunblaðið/Ásdís
Meðlimir Face & Lungs og Snacktruck eru galgopar miklir.
1997 og hafa þeir verið í sambandi síðan. Þaðan kemur enda
sveitin en Snacktruck hafa bækistöðvar í Fíladelfíu. Hljómsveit-
in Face & Lungs er fjögurra mánaða gömul en Snacktruck, sem
er dúett, hefur verið starfandi í fjögur ár. Að sögn Face &
Lungs-manna er ekki heiglum hent að reka hljómsveit í New
HLJÓMSVEITIRNAR Face & Lungs og Snacktruck eru
staddar hérlendis og munu troða upp á Grand Rokk í kvöld (þær
léku reyndar á Sirkus í gær).
Talsmaður Face & Lungs segir blaðamanni að fjárhagsleg út-
koma ferðarinnar verði ekki sérstaklega góð – sveitirnar, sem
eru vinasveitir, líti á þetta sem tónleikaferð plús frí og ætli sann-
arlega að njóta verunnar hérna. Hljómsveitirnar fara svo af
landi brott á sunnudaginn. Ástæða komunnar er sú að Gylfi
Blöndal, gítarleikari í Kimono, var með strákunum sem eru í
Face & Lungs í dag í hljómsveit er hann bjó í New York árið
York. „Það eru milljónir af hljómsveitum þarna!“ segja þeir og
dæsa. Því miður er ekki mikið um að New York-sveitir standi
saman, bæta þeir við, heldur sé samkeppnin gríðarleg.
„Þetta er mjög svæðisbundið,“ segir Ari Russo, gítarleikari
Face & Lungs. „Hljómsveitir í ákveðnum geira og frá ákveðnum
svæðum reyna að vinna saman. En þetta er bara svo víðfeðmt
allt saman.“ Allir vinna þeir 9 til 5 vinnu með hljómsveitunum og
segja brosandi að það sé „nördaleg“ tölvuvinna. En það er auð-
sætt að tónlistin á hjarta þeirra, og hefur líklegast alltaf átt.
Meðlimir beggja sveita hlæja við þegar þeir eru beðnir um að
lýsa tónlistinni, segja hana vera óskilgreinanlegt rokk. Heyrn –
og vonandi líka sjón – er því sögu ríkari.
Tvær bandarískar sveitir á Grand Rokk í kvöld
Lungna-
trukkurinn
Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 23 í kvöld. Einnig
leika Jan Mayen og Kimono. Aðgangseyrir er 500 krónur.
58 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 10. B.i. 16.Sýnd kl. 8 og10.
HP
Kvikmyndir.com
„Gargandi snilld“
ÞÞ FBL
„Öllum líkindum besta
skemmtun ársins“
HL MBL
„Algjört Kill Brill“
ÓÖH DV
Skonrokk
Blóðbaðið nær hámarki.
FRÁ HANDRITSHÖFUNDI PANIC ROOM
BYGGÐ Á SÖGU STEPHEN KING
Magnaður spennutryllir
sem fær hárin til að rísa!
Sýnd kl. 6. Með íslensku tali
„Frábær
skemmtun
fyrir alla
fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 8. B.i. 16.
Sýnd kl. 5.40. B.i. 14.
Eftir metsölubók John Grisham
Með stórleikurunum John Cusack,
Gene Hackman, Dustin Hoffman
og Rachel Weisz
Kvikmyndir.is
SV MBL
FRUMSÝNING
Ó.H.T Rás2
Frá meistara spennunnar
Luc Besson kemur
Taxi 3.
Meiri hraði. Meiri spenna.
Bílahasarinn nær hámarki.
Sú æsilegasta til þessa.
i i i. i i .
íl i i.
il il .
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00
„Frábær
skemmtun
fyrir alla
fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16.
kl. 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16.
Sýnd kl. 3.40 og 5.50. Með íslensku tali
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
FRUMSÝNING
Þvílíka eins djöflasnilld hef ég
sjaldan séð!
Tvímælalaust fyndnasta mynd
ársins.
Ó.Ö.H. DV
Fór beint á toppinn í USA!
R&B tónlist og
ótrúleg dansatriði!
Blóðbaðið nær hámarki.
„Gargandi snilld“
ÞÞ FBL
„Öllum líkindum besta
skemmtun ársins“
HL MBL
„Algjört Kill Brill“
ÓÖH DV
HP
Kvikmyndir.com
Skonrokk
Frá meistara spennunnar Luc Besson
kemur Taxi 3.
Meiri hraði. Meiri spenna.
Bílahasarinn nær hámarki.
Sú æsilegasta til þessa.
i i i. i i .
íl i i.
il il .
Þeir sýndu eina ítalska í fyrradag, fínastasálfræðikrimma, Afleiðingar ástarinnar.En hátíðargestir voru langflestir með
hugann við annað – létu hann meira að segja
reika 3.200 ár aftur í tímann. Það stóð nefnilega
til að frumsýna stærstu mynd hátíðarinnar og
þá lang, langdýrustu, Tróju eftir Þjóðverjann
Wolfgang Petersen.
Tortryggnir blaðamenn brugðust býsna vel
við myndinni á morgunsýningunni, klöppuðu
meira að segja sumir, sem verður að teljast all-
gott hér í Cannes þar sem flestir hafa illan bifur
á svona stórvirkjum, eru tilbúnir að sveifla
sverðinu áður en tjaldið er svo mikið sem dregið
frá.
En myndin er stór í sniðum, epísk eins og
þær eru kallaðar á bíómáli, kannski sú epískasta
síðan Arabíu-Lawrence, Kleópatra og Ben Húr,
svo stór er hún í sniðum. Og efnið og skemmt-
unin stendur svo gott sem alveg uppi í hárinu á
þessari risavöxnu umgjörð, en leikstjórinn Pet-
ersen hefur fullyrt að ekki hafi verið smíðaðar
stærri sviðsmyndir síðan á gullaldartíma epísku
myndanna um miðbik síðustu aldar. Og stjörn-
urnar skína skært í myndinni; Brad Pitt sem
bronsbrúnn Akkilles með gyllta lokka, Orlando
Bloom sem ástmögurinn París er ógnar frið-
inum milli Spartverja og Trójubúa er hann
vinnur hug og hjarta Helenu hinnar fögru, eig-
inkonu Menelásar konungs Spartverja og bróð-
ur Agamemnons ríkir gerræðislega yfir
gervöllu gríska heimsveldinu.
Geðshræring
Ætla má að langt sé síðan önnur eins geðs-
hræring hafi ríkt í kringum nærveru kvik-
myndastjarna í Cannes og þegar stríðs-
hetjurnar Pitt, Bloom, Eric Bana og Sean Bean
mættu á svæðið. Þeir stikuðu eftir rauða dregl-
inum fyrir hátíðarsýningu á myndinni í fyrra-
dag í fylgd með öðrum leikurum í stjörnum
prýddri myndinni og leikstjóra hennar Pet-
ersen.
Lokkarnir gylltu voru farnir. Enn og aftur
var Pitt í takt við Beckham, kominn með sum-
arlega snoðklippingu. Á blaðamannafundinum
beindust, eins og við mátti búast, flestar spurn-
ingar að honum og svaraði stjarnan flestum af
áhuga og myndarskap. Sagðist hafa áhuga á
sögu, vildi – eða eigum við að segja þorði – ekki
að viðurkenna fyrir grískum blaðamanni að
grískar konur bæru af öðrum og ljóstraði upp
því leyndarmáli að kona hans Jennifer Aniston
hefði fundist hann svo eggjandi í herklæðunum
að hann nappaði þeim að tökum loknum. Ef ein-
hver virtist fanga viðlíka athygli ljósmyndara og
þeir Pitt og Bloom þá var það Helena sjálf, sem
leikin var af þýska nýstirninu Díönu Kruger, en
ljóst var að dagskipunin hafði verið að ná að
fanga þessa seiðandi fegurð sem leiddi til blóð-
ugrar og sögufrægrar orrustu milli tveggja
mikilla stríðsþjóða.
Kvikmyndin Trója verður frumsýnd nú um
helgina vestra og í næstu viku á Íslandi.
Stórmyndin Trója frumsýnd í Cannes
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins.
Brad Pitt leikur Akkilles í Tróju. Hér er hann
ásamt eiginkonu sinni, Jennifer Aniston.
Orlando Bloom (leikur París í Tróju) ásamt
Diane Kruger (sem leikur Helenu hina fögru).
Trójuhesturinn læð-
ist inn í Cannes-borg
Cannes. Morgunblaðið.
skarpi@mbl.is