Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 60

Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 60
60 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i.12 ára KRINGLAN Sýnd kl. 10. „Frábærar reiðsenur, slagsmálatrið i, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur“ Fréttablaðið ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6. Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn. Fyrsta stórmyndsumarsins. SV. MBLVE. DV  Tær snilld. Skonrokk. Stranglega bönnuð innan 16 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8, 9.15 og 10.30. (POWERSÝNING kl. 10.30.) Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn.  Tvíhöfði  DV  Roger Ebert Chicago Sun Tribune VINSÆL ASTA MYNDIN Á ÍSLAN DI! POWERSÝNING kl. 10.30. FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ Útlit myndarinnar er frábært. Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks. Van Helsing er alvöru sumarpoppkornssmellur sem stendur fyllilega undir væntingum. Þ.Þ. Fréttablaðið.  Tvíhöfði  DV Fyrsta stórmyndsumarsins.  Roger Ebert Chicago Sun Tribune VINSÆL ASTA MYNDIN Á ÍSLAN DI! Valin besta breska myndin á BAFTA verÐlaunahátíÐinni SKONROKK HJ MBL J.H.H Kvikmyndir.com Það er óralangt síðan ég sá jafn skelfilega grípandi mynd. Án efa ein besta myndin í bíó í dag. KD, Fréttablaðið „Þetta er stórkostlegt meistaraverk“ ÓÖH, DV tt r t r tl t i t r r , Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ . . i ir. Með Íslandsvininum, Jason Biggs úr „American Pie“ ofl. frábærum leikurum eins og Woody Allen, Danny DeVito, Christina Ricci (Sleepy Hollow) og Stockhard Channing (West Wing). Ný rómantísk gamanmynd frá háðfuglinum Woody Allen FRUMSÝNING Hljómsveitin Mínus er í stuttriheimsókn á Íslandi eftirtónleikaferðalag um Eng- land, Skotland, Wales, N-Írland og Írland. Íslendingum gefst færi á að sjá strákana á tónleikum í kvöld á Gauki á Stöng ásamt Manhattan og Hoffman. Af því tilefni ræddi Morg- unblaðið við Frosta Logason, annan gítarleikara sveitarinnar. – Hvernig gekk í Bretlandi? „Þetta gekk rosalega vel og var mjög skemmtilegt. Þetta var þrí- skiptur túr, við vorum að túra með skemmtilegri hljómsveit sem heitir Amen. Það er túr sem við munum aldrei gleyma og meðlimirnir í Amen eru orðnir okkar bestu vinir. Við hefðum ekki viljað skipta þessu út fyrir neitt. Síðan var túr með skoskri sveit sem heitir Biffy Clyro en ég missti alveg af honum. Ég sá ekki einu sinni þessa hljómsveit því ég lá með lungnabólgu,“ segir Frosti. „Ég var ansi slappur, ég get ekki sagt annað. Var búinn að vera á hita- stillandi verkjalyfjum í nokkra daga þegar ég ákvað að kíkja á spítala og þá kom í ljós að ég var með lungna- bólgu. Þá ákváðum við að ég mundi reyna að liggja þetta úr mér eins lengi og ég gæti. Ég lá alveg í tíu daga,“ segir Frosti. En strákarnir björguðu sér og túrinn hélt áfram. „Sem betur fer var þetta gítarleikari sem varð veikur en ekki trommarinn eða eitthvað því að við erum með tvo gítarleikara. Þá gátu strákarnir haldið áfram,“ segir Frosti með við- horfi sæmandi Pollýönnu. Hann er orðinn hress núna, segist „betri en nýr“ og er búinn að raka af sér veikindaskeggið sem hann safn- aði úti. Mínus hélt síðan nokkra tónleika upp á eigin spýtur. „Síðasta legginn vorum við með okkar eigin túr. Þetta voru nokkrir dagar þar sem við skemmtum okkur konunglega,“ segir hann. – Og hvað stendur upp úr eftir ferðalagið? „Það stóð upp úr þessi Amen-túr allur og svo tónleikarnir sem við spiluðum á 100 Club á Oxford Street í lokin. Það var mjög gaman. Þetta er sögufrægur staður þar sem Roll- ing Stones og Who og fleiri hafa spil- að.“ Strákarnir í Mínus eru ekki búnir á tónleikaferðalaginu því eftir helgi fara þeir til Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu og spila á fjölmörgum tón- leikum. Þeir verða því áfram á tölu- verðu flakki næstu vikurnar, mest á nýjum slóðum því að Þýskaland er eina landið af þessum þar sem þeir hafa spilað áður. Ferðalagið leggst bara vel í þá og Frosti segir þá spennta að fara út í evrópsku sólina og sumarið. – Hvernig leggjast tónleikarnir á Gauknum í þig? „Við erum mjög ánægðir að geta tekið eina tónleika heima í millitíð- inni. Við ætlum bara aðeins að minna á okkur fyrst við erum svona mikið að heiman.“ – Hvernig líst þér á að hita upp fyrir Metallica? „Það er alveg frábært. Þetta er hljómsveit sem við allir höfum alist upp með. Það verður ekki síst gam- an að spila fyrir framan svona mikið af Íslendingum. Ég reikna alveg fastlega með því að það verði upp- selt. Þetta verða tónleikar ald- arinnar.“ Mínus, Manhattan og Hoffman á Gauknum í kvöld í Jack Live-tónleikaröð X-ins Lungnabólga og heimkomutónleikar Ljósmyndari/John Mack „Þetta er hljómsveit sem við allir erum búnir að alast upp með. Það verður ekki síst gaman að spila fyrir framan svona mikið af Íslendingum,“ segir Frosti m.a. um að hita upp fyrir Metallica í Egilshöll. Hljómsveitin Mínus tekur sér hlé frá tón- leikaferð um Evrópu og spilar á Gauknum í kvöld. Sveitin er líka að fara að hita upp fyrir Metallica á stór- tónleikum í Egilshöll. ingarun@mbl.is EINHVERJUM sem fylgdust með lokaþætti Vina sem sýndur var í Bandaríkjunum í síðustu viku, mun hafa brugðið í brún er þeir heyrðu lagabút með hljómsveitinni Pearl Jam í þættinum. Sveitin sú hefur hingað til verið þekkt fyrir að forðast samneyti við stórfyrirtæki og markaðsöfl og var þetta í fyrsta sinn sem lag hennar heyrist í sjónvarpsþætti. Yellow Ledbetter heitir lagið en aðstandendur þáttarins þurftu ein- ungis að fá leyfi hljómsveitarinnar til að nota það og var það fúslega veitt. Ákvörðunin kemur á óvart en hvort um gagngera stefnubreyt- ingu hjá hljómsveitinni er að ræða er ekki vitað. Kannski eru meðlimir Perl Jam bara svona miklir Vina- aðdáendur, hver veit? Pearl Jam- lag í Vinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.