Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 4

Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 FORYSTA stjórnarandstöðunnar telur það of hátt hlutfall að miða við að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar verði ekki bindandi nema 75% atkvæðabærra manna taki þátt í henni. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Birni Bjarnasyni dómsmálaráð- herra að hann telji þetta hlutfall heppilegt, en miðað var við þetta hlutfall í kosningu meðal borgarbúa árið 2001 um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. „Mér finnst það orka svolítið tví- mælis að bera þetta tvennt saman, vegna þess að flugvallarkosningin var haldin áður en borgarstjórn tók ákvörðun í málinu og til þess hugsuð að vera borginni til ráðgjafar,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi borgarstjóri og varaformað- ur Samfylkingarinnar. „Í þessu til- viki sem við stöndum núna andspænis er það spurningin um það hvort lög, sem þingið er þegar búið að samþykkja, öðlast gildi eða ekki. Þá getur það orkað tvímælis að þing- ið ákveði núna að hvaða skilyrðum uppfylltum það ætli að taka mark á þeirri niðurstöðu eða ekki. Þetta þarf að skoða mjög gaumgæfilega,“ segir Ingibjörg Sólrún. Aðspurð segist hún ekki hafa mót- að sér skoðun á þessum tímapunkti um hvort og þá hver lágmarksþátt- taka eigi að vera í þjóðaratkvæða- greiðslunni svo hún verði bindandi. „Mín fyrstu viðbrögð voru þau að þetta færi til þjóðarinnar og það væri annaðhvort af eða á,“ segir hún. „Það er hæpið að þingið fari að skil- yrða þetta eftir á, fyrst það voru ekki til reglur um þetta fyrirfram,“ segir hún. Ótímabært og fljótræðislegt „Mér finnst þetta nú ótímabært, fljótræðislegt og ekki hafa góðan svip,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs, sem telur mjög varhugavert að gera svo strangar kröfur. „Það bæri þann svip að menn væru að reyna að komast hjá því að fá niðurstöðu út úr kosningunni,“ segir Steingrímur. „Það þarf nú fyrst að ræða hvort það eigi að setja nokkrar reglur um þetta og ég minni á að það eru engar slíkar reglur settar í kosningum til Alþingis eða þegar forseti Íslands er kosinn og í mörgum öðrum tilvikum. Þá ræður einfaldlega meirihluti þeirra sem þátt taka,“ segir hann. Fljótt á litið segist Steingrímur ekki telja ástæðu til að setja sérstak- ar reglur um kosninguna. „Ég hef ekki leitt hugann að því að það væri nein sérstök ástæða til að setja inn slíka þröskulda í þessu tilviki, auk þess sem ég myndi vilja skoða slíkt mjög vandlega. Það á að gera það á sameiginlegum grunni. Eða ætlar ríkisstjórnin að bíta höfuðið af skömminni með því að ákveða ein- hliða, án samráðs við kóng eða prest, einhverjar reglur sem gera það lík- legt að kosningin mistakist og ræna þessum rétti af þjóðinni þannig?“ spyr Steingrímur. Má setja kröfu um lágmarksþátttöku Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, telur að það megi setja kröfu um lágmaks- þátttöku en að það sé ekki hægt að binda hana við svona hátt hlutfall. Stjórnarandstaðan telur 75% lágmarksþátttöku of hátt hlutfall Orkar tvímælis að setja skilyrði um þátttöku nú Hann vill ekki gefa upp ákveðið hlut- fall, en telur þó að það þyrfti að vera að minnsta kosti 25% þátttaka í kosningunni svo hún verði bindandi. „Ég held að það geti enginn tekið þessa ákvörðun nema Alþingi. Ef menn ætla að fara í svona vinnu verða þeir að gera það í sem mestu samkomulagi. Mér finnst að okkur sé enginn sómi af því að framkvæma atkvæða- greiðslu með lítilli þátttöku og ætlast til að það ráði. Við erum að nýta ákvæði sem er nú ekki oft nýtt, og verður sjálfsagt ekki oft nýtt í fram- tíðinni, þótt það verði vonandi ein- hver frekari þróun á lýðræðinu hér en hefur verið. Mér finnst æskilegt fyrir framtíð- ina að oftar séu mikil ágreiningsmál borin undir þjóðina. Þetta er iðulega gert hjá öðrum þjóðum og ég sé ekki annað en að við getum þróað okkar lýðræði á sama veg, en mér finnst eðlilegt að þegar þjóðin á að ákveða af eða á með lög að þá verði að vera einhver lágmarksþátttaka í slíkri at- kvæðagreiðslu svo niðurstaðan sé bindandi,“ segir hann. er að breytingum á hraðbankakerf- inu,“ segir Logi Ragnarsson hjá Fjölgreiðslumiðlun sem sér um að samræma posakerfið við nýju kort- in. Hann segir að fyrst um sinn verði nýju kortin áfram með segulrönd, sem notast megi við ef móttökubún- aður er ekki tilbúinn eða korthafi hefur gleymt leyninúmeri sínu. „Nýju kortin verða afhent frá og með haustinu. Korthafar eiga þó ekki að verða varir við neinar útlits- breytingar á kortinu aðrar en þær að lítil örflaga verður greypt ofan í plastið en leyninúmerið verður það sama og áður,“ segir Logi. Logi segir örgjörvavæðinguna al- þjóðlegt verkefni VISA Internatio- nal og Mastercard International til að sporna gegn kortasvindli, sem færst hefur gríðarlega í aukana und- anfarin ár. Kort með örgjörva eru t.a.m orðin útbreidd í Bretlandi og rúmlega 40% korthafa þar í landi eru með slík kort. Logi segir að reynsla þeirra þjóða sem lengra séu komnar í þessu ferli sé sú að breytt verklag við frágang greiðslunnar hraði afgreiðslu. „Að sama skapi opnast möguleikar á að minnka hringingar í kerfinu, sem eykur hraða og minnkar kostnað verslun- UNDIRSKRIFTIR á kortakvittanir munu brátt heyra sögunni til. Í stað undirskriftarinnar verða korthafar beðnir um að slá inn PIN-númer kortsins á kortalesara í verslunum til að staðfesta greiðslu. Lesarinn nemur leyninúmerið frá örgjörva sem verður í nýrri gerð greiðslu- korta en útgáfa kortanna hefst í haust. Að mati kortafyrirtækja og hagsmunasamtaka í verslun og þjón- ustu mun þessi breyting auka bæði öryggi og hraða í kortaviðskiptum. „Nú þegar hefur miklu af posum, sem geta lesið örgjörvakort, verið dreift í verslanir auk þess sem unnið areigenda,“ segir Logi en með til- komu nýju kortanna þarf kortales- arinn ekki að hringja inn til að lesa leyninúmer kortsins. Ábyrgðin færist yfir á korthafa Sigurður Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að samtökin hafi beð- ið eftir þessari breytingu lengi. „Ör- yggið eykst mikið með þessu. Það skiptir líka miklu máli fyrir söluaðil- ann að ábyrgðin á kortanotkuninni flyst alfarið yfir á korthafann. Það er ekki lengur ábyrgð seljandans að korthafinn sé með rétt kort,“ segir Sigurður en í dag bera seljendur ábyrgð á fölsuðum undirskriftum og því þegar rangur aðili notar kortið. Sigurður segir að í örgjörvanum fel- ist ýmsir möguleikar fyrir seljand- ann, t.d að nota kortið sem eins kon- ar tryggðarkerfi. Þannig geti verslanir umbunað tryggum við- skiptavinum t.d með endurgreiðslu eða punktum, en örgjörvi kortsins getur geymt slíkar upplýsingar og því yrði ekki lengur nauðsynlegt að hafa sérkort fyrir slíkt tryggðar- kerfi. „Það eina sem við eigum eftir að skoða betur er kostnaðarþáttur- inn og einkum hvort leiguverð fyrir posana haldist óbreytt,“ segir Sig- urður. Greiðslukortafyrirtækin stefna að því að hefja útgáfu nýju kortanna í haust og að hún standi fram yfir ára- mót. Þórður Jónsson hjá VISA segir slíka breytingu horfa til aukins ör- yggis í kortanotkun. „Þetta er þróun sem á sér stað í löndunum í kringum okkur og svona hlutir hafa tilhneig- ingu til að vera samræmdir milli landa. Þannig er tryggt að fólk vinni við sömu aðstæður,“ segir Þórður. Hann segir að hingað til hafi kortaviðskipti gengið mjög greið- lega fyrir sig hér á landi. „Breyt- ingin yfir í notkun leyninúmera er ákveðin umhverfisbreyting sem er óhjákvæmileg,“ segir Þórður. Kerfisbreytingar á notkun greiðslukorta eru væntanlegar í haust Númer í stað undirskriftar Morgunblaðið/Kristinn FIMM sinnum var boðað til þjóð- aratkvæðagreiðslu á síðustu öld og gilti meirihlutakosning í öllum þeirra að undanskilinni þjóð- aratkvæðagreiðslu um stofnun lýð- veldis og um lýðveldisstjórn- arskrána árið 1944 þar sem krafist var 75% þátttöku. Fyrst var lagt í dóm þjóðarinnar hvort banna ætti aðflutning áfengis árið 1908. Kosið var um þetta sam- hliða þingkosningum, sem jafnframt voru fyrstu leynilegu kosningarnar til Alþingis. 4.900 voru fylgjandi banninu en 3.218 á móti. Ári síðar samþykkti Alþingi lög um áfeng- isbann. Þjóðin vildi ekki moka skít fyrir ekki neitt Árið 1916 var samhliða alþing- iskosningum kosið um hvort stjórn- völdum væri heimilt að koma á þegn- skylduvinnu. Mikill meirihluti var á móti, eða 80,2% og voru 7,2% fylgj- andi. 7,7% seðla voru auðir og 4,8% ógildir. Þátttaka í alþingiskosning- unum þetta ár var 52,6% og má gera ráð fyrir að þátttaka í þjóð- aratkvæðagreiðslu um þegnskyldu hafi verið svipuð þeirri tölu. Um þetta orti Páll J. Árdal svona: Ó, hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt, mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. Tveimur árum síðar, árið 1918, var kosið um sambandslagafrumvarpið, þar sem sagði að Ísland og Danmörk væru fullvalda ríki í sambandi um einn og sama konung. Kosningaþátt- taka olli vonbrigðum því aðeins 43,8% kjósenda kusu. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eða 92,5%, var samþykkur sambandslögunum eða 12.411 manns. Nei sögðu 999 kjós- endur. Árið 1933 var lagt í dóm þjóð- arinnar hvort afnema ætti áfeng- isbannið sem komið var á með þjóð- aratkvæðagreiðslu árið 1908. Hinn 29. maí 1933 var þingsályktun- artillaga um þjóðaratkvæðið sam- þykkt á Alþingi og fóru kosning- arnar fram hinn 21. október. Afnámið var samþykkt með 15.884 atkvæðum gegn 11.624. Samkvæmt niðurstöðunni samþykkti aukaþing þá um haustið þingsályktunartillögu um að skora á ríkisstjórn að afnema áfengisbannið, sem var og gert. 98,61% kusu um lýðveldisstofnun Loks árið 1944 var blásið til þjóð- aratkvæðagreiðslu um stofnun lýð- veldis, sem Alþingi hafði áður sam- þykkt. Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 20.–23. maí, en áhersla var lögð á að kosningaþátttaka yrði sem mest. Með ályktun hinn 25. febrúar hafði Alþingi lýst því yfir að sam- bandslagasamningurinn, sem hafði verið í gildi frá árinu 1918, væri fall- inn úr gildi, en að bera skyldi þá samþykkt undir þjóðaratkvæði. Þar var þess krafist að kosningaþátttaka yrði að vera a.m.k. 75% og að ¾ þyrftu að greiða atkvæði með sam- bandsslitunum svo þau yrðu lögmæt. Kjörsókn var 98,61% og voru 71.122 fylgjandi sambandsslitunum og 377 á móti. Auðir seðlar voru 805 og ógildir 754. Fimm þjóð- aratkvæða- greiðslur á síðustu öld EKKI er algengt að þríburar séu fermdir, hvað þá íslenskir þríbur- ar búsettir í Lúxemborg. Þetta gerðist þó um á hvítasunnudag, en þá voru bræður Daði, Ari og Ottó Russel fermdir í messu í kirkju mótmælenda. Það var séra Sigurður Arn- arson, sendiráðsprestur í London sem fermdi. Þríburarnir eru synir Þóru Karlsdóttur og Rúnars Rus- sels. Fermingar á þessu vori eru nú almennt afstaðnar, en þær eru til- efni mannfagnaðar þar sem ætt- ingjar og vinir fermingarbarnsins fagna tímamótum í lífi þess. Það átti við um ferminguna í Lúx- emborg.Ljósmynd/Sverrir Karlsson Þríbura- ferming í Lúxemborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.