Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.sveit.is s: 570 2790 ævintýraheimur ...allt innifalið! Fararstjóri Magnús Björnsson Verð 258.000 kr. á mann í tvíbýli Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.sveit.is K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A 3.-17. september K Ö -H Ö N N U N /P M C Þ að má heita undarlegt að það heyrist fuglasöngur og jarm í rollum þegar blaðamaður er að festa svefn. Engu líkara en fuglar og kindur séu í svefnherberginu. En það eru dýrin sem deila svefnherbergi með blaðamanni, því hann sefur í tjaldi; herbergið náttúran með öllum sínum furðuhljóðum. Samt er kyrrð og ró eftir amstur dagsins; dýrahljóðin tilheyra ekki að- eins kyrrðinni heldur auka við hana. Kyrrðin aðeins rofin þegar einstaka bíll brunar hjá. Fjölskyldan er að gista á Gröf á Snæfellsnesi. Það er hlýtt úti og alltaf sama furðulega mystíkin yfir tjaldhimninum. Í æsku er enginn himinn blárri eða fegurri. En það fer samt alltaf jafn mikið í taugarnar á for- eldrunum þegar hið óhjákvæmilega gerist – það byrjar að rigna. Tifið í dropunum sem bylja á tjaldinu byrjar eins og náladofi og ágerist smám saman. Regnið þéttist og þegar litla stúlkan vaknar klukkan fimm um morguninn er komin hellidemba, orðið blautt og kalt í tjaldinu og varla hundi út sigandi. Hún vekur pabba sinn: – Pabbi, ég þarf að pissa. Það er kominn morgunn. Það fer aldrei á milli mála ef sofið er í tjaldi, því þá myndast steikjandi hiti við sól- arupprásina. Það væri ekki heitara þótt sólin skini inni í tjaldinu. Og engin leið að verjast hitanum. Eina úrræðið að fara á kreik eins og hin dýrin. Sauðburðinum er að mestu lokið. Bústýran á Litla-Kambi er svo gest- risin að gefa ókunnugum borgarbúum sem banka upp á brauð til að gefa kindunum og hleypa þeim í heimahagann. Litla borgarstúlkan hleypur í áttina til kindanna skríkjandi af kátínu. Þar til þær verða hennar varar og snúa sér til hennar. Þá snarsnýr hún sér við og hleypur í fangið á pabba sínum. Þar sem pabbi heldur á brauðinu, þá elta kindurnar. Og litla stúlkan fer að skæla. Um kvöldið skiptir engu máli hvar blaðamaður sest við grillið; hann lendir alltaf í reyknum. Í raun verðugt rannsóknarverkefni fyrir vís- indamenn. Á sama tíma er litla stúlkan að elta sápukúlur í garðinum og dettur og dettur aftur. Það rifjast upp fyrir foreldrunum að það er fynd- ið þegar börn detta – ef það er ekki á gangstétt. Jafnframt rifjast upp að fólk er ekkert alltaf að læsa bílunum sínum í sveitinni. Þó að við borgarbörnin læsum fáum við samviskubit yfir því. Við erum að taka bita af eplinu og steypa ósnortnu samfélagi – lýsa van- trausti á sveitungann. Taka þátt í óttavæðingunni, sem Michael Moore hefur gagnrýnt svo mjög. – En læsum samt. Það líður að miðnætti og litla stúlkan er ennþá vakandi. Það leyfist svo margt í sveitinni. Hún horfir yfir á túnið á næsta bæ og sér kindurnar sofa hjá lömbunum sínum. Nú er óhætt. Hún hnippir í pabba og segir: – Mig langar til að klappa lömbunum. Bíllinn er fullur af farangri, þótt ekki sé viðdvölin löng. Fullorðnir þurfa að huga að svo mörgu. Og það rifjast upp fyrir blaðamanni ferð á þjóðhátíð. Þá var farangurinn mikill, jafnvel pottar til sósugerðar og ljóðabækur, og tveir hálfþrítugir menn hálfkvíðnir í rútunni innan um ærslafulla framhaldsskólakrakka. Þeir settust aftast í rútuna og létu fara lítið fyrir sér. En einhverra hluta vegna vöktu þeir athygli ungrar stúlku sem sat framarlega og hún kallaði yfir rútuna: – Oj, hvað þið eruð gamlir! Blaðamaður og vinur hans sigu niður í sætin. Og stúlkan gleymdi þeim um stund, þangað til henni varð litið aftur í rútuna og hrópaði: – Oj, hvað þið eruð fúlir! Þá er betra að kaupa bara skutbíl fyrir allan farangurinn og ferðast á eigin vegum. Á leiðinni aftur í borgina er komið við á Hótel Búðum, þar er sólskinsreitur. Lítil stúlka stendur við bryggjuna, lítur spennt á pabba sinn og segir: – Eigum við að henda steinum? Borgarbörn í sveitaferð SKISSA Pétur Blöndal tjaldaði á Snæfellsnesi AÐ lokinni athöfn á Kabúl-flugvelli á þriðjudag, þar sem Íslendingum var formlega afhent stjórn alþjóða- flugvallarins fyrir hönd Atlants- hafsbandalagsins, átti Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra fund með Hamid Karzai, forseta Afgan- istans, í forsetahöllinni í Kabúl. Karzai sagðist í samtali við fréttamenn vera viss um að undir íslenskri stjórn myndi alþjóðaflug- völlurinn í Kabúl blómgast enn frekar. Völlurinn myndi færa fleiri ferðir og aukin viðskipti til Afgan- istans. „Flugleiðum er velkomið að fljúga til Afganistans og taka far- þega frá okkur yfir Atlantshafið, til Bandaríkjanna. Fyrir okkur er það jákvæð þróun að sjá að land sem er svona langt frá Afganistan hafi áhuga á að hjálpa til við að koma á stöðugleika í Afganistan og að sjá betri og friðsælli daga. Þakka ykk- ur kærlega fyrir,“ sagði forsetinn. Mikilvægur maður fyrir það sem koma skal Karzai hefur komið til Íslands og líkaði vel. „Það er gott land sem er gott að sækja heim og dvelja á um stund til að halda sig frá skarkala heimsins. Friðsælt og gott,“ sagði hann. Í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn sagði Halldór að Karzai væri skemmtilegur maður. „Ég hef hitt hann áður, hann er ákveðinn, en léttur og alveg ljóst að þarna er þjóðarleiðtogi á ferð. Hann skiptir þessa þjóð gífurlegu máli, hann er sameiningartákn afgönsku þjóðar- innar og ég hef trú á því að kosn- ingarnar í haust muni snúast um að sameinast um hann og hans stefnu. Hann er greinilega mjög mikilvæg- ur maður fyrir það sem koma skal,“ sagði Halldór. Karzai, sem er 46 ára Pastúni, var skipaður forseti bráðabirgða- stjórnar Afganistan í desember ár- ið 2001, eftir að Talibönum var komið frá völdum. Afganska þjóð- arráðið, eða Loya Jirga, fól honum ári síðar að mynda bráðabirgða- stjórn og eru kosningar á dagskrá í september næstkomandi. Karzai er vel menntaður, talar reiprennandi ensku og hefur þótt glæsilegur fulltrúi þjóðar sinnar. Hönnuður hjá Gucci-hátískufyrirtækinu hefur reyndar kallað Karzai „best klædda mann veraldar“ og hafa vestrænir leiðtogar tekið honum fagnandi; El- ísabet Bretadrottning sló hann t.d. til riddara í heimsókn hans til Bret- lands á síðasta ári. Öryggis Karzais er vandlega gætt af bandarískum öryggis- gæslumönnum. Árið 2002 slapp hann naumlega þegar gerð var til- raun til að myrða hann í heimabæ hans Kandahar þar sem Talibanar eiga mikil ítök. Fyrir fundinn var leitað á íslensku fréttamönnunum sem voru staddir í Kabúl og farið nákvæmlega yfir farangur þeirra og kveikt á öllum myndavélum og upptökutækjum, en árið 2001 var Ahmad Shah Masood, helsti leið- togi stjórnarandstöðunnar sem barðist gegn Talibönum, drepinn af mönnum sem sögðust vera blaða- menn. „Við fórum í gegnum mörg stig öryggisgæslu. Það var ekkert leitað á okkur en það var ljóst að það átti enginn að sleppa í gegn, enda hafa þeir slæma reynslu af slíkum hlutum,“ segir Halldór. Útiloka ekki aðstoð varðandi nýtingu vatnsafls Utanríkisráðherra átti einnig fund með fjármála-, uppbygging- ar-, flugmála- og aðstoðarutanrík- isráðherrum Afganistans. Hann segir að á fundunum tveimur hafi fyrst og fremst verið rætt um þau málefni sem eru efst á baugi í land- inu um þessar mundir, eins og kosningarnar sem ætlaðar eru í september á næsta ári, öryggis- ástandið í landinu, eiturlyfjavand- ann og uppbygginguna í Afganist- an. „Það er ljóst að þeir eiga marga möguleika, t.d. má nefna að þeir telja að virkjanlegt vatnsafl í land- inu sé 25 þúsund megawött, en þeir eiga enga virkjun í dag og mjög lít- ill hluti þjóðarinnar hefur raf- magn,“ segir Halldór. Aðspurður segir hann að ekki hafi beinlínis verið leitað eftir aðstoð Íslendinga í þessum málum „en það er alveg ljóst að þetta er eitt af því sem við kunnum. Síðan er jarðhiti í landinu, þannig að það eru gífurleg verkefni þarna framundan og ekkert útilok- að að við getum komið að þeim í framtíðinni.“ Halldór segir að þeir ráðamenn sem hann fundaði með séu greini- lega hæfir einstaklingar með mikla reynslu. „En þarna eru gífurleg vandamál, löggæslu er mjög ábóta- vant í landinu og dómstólakerfi nánast ekki fyrir hendi. Baráttan gegn eiturlyfjum hefur ekki skilað miklum árangri enn sem komið er. Þannig að mikið verkefni bíður þessarar þjóðar, en maður hefur það á tilfinningunni að það sé mikil vinnusemi og áhugi hjá fólkinu. Það virðast allir vera eitthvað að gera, þegar maður fer um þótt að við höf- um ekki haft tækifæri til að sjá mikið. [...] Landið er ein rjúkandi rúst og það mun taka langan tíma að byggja það upp, en möguleik- arnir eru til staðar ef það tekst að varðveita friðinn. Það er að sjálf- sögðu forsenda alls,“ segir Halldór. Utanríkisráðherra átti fund með forseta Afganistans Viss um að völlurinn mun blómstra undir okkar stjórn Morgunblaðið/Nína Björk Jónsdóttir Vel virtist fara á með Halldóri Ásgrímssyni og Hamid Karzai á fundi þeirra í forsetahöllinni. Karzai sagði að það væri ánægjulegt að land svo fjarri Afganistan beitti sér fyrir uppbyggingu friðar og stöðugleika í landinu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra átti fund með Hamid Karzai, forseta Afgan- istans, á þriðjudag. Karzai sagði að það væri honum mikið gleðiefni að taka á móti Halldóri og að Ísland skyldi hafa tekið við stjórn Kabúl- flugvallar. Nína Björk Jónsdóttir var í forseta- höllinni í Kabúl. nina@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.