Morgunblaðið - 06.06.2004, Page 34

Morgunblaðið - 06.06.2004, Page 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞANNIG hljómar verklýsing iðn- aðarráðherra frá 8. mars 1999 sem unnið var eftir við fyrsta áfanga rammaáætlunar um framtíðarnýt- ingu vatnsafls og jarðvarma og er þar stórhugur að baki. Verkefn- isstjórn skipuð16 mönnum hóf störf vorið 1999 og í nóv- ember 2003 var rekið smiðshögg á verkið með útgáfu ritsins; Niðurstöður 1. áfanga rammaáætlunar. Eru það 75 prentaðar síður ásamt diski með við- aukum með enn fleiri síðum. Rammaáætlun er að finna á sérstakri heimasíðu Land- verndar: landvernd.is/ natturuafl. Þar er auk þess að finna miklar heimildir og fróðlegar upplýsingar um fram- vindu rammaáætlunar, en Land- vernd var falið að kynna verkefnið og annast samráð. Verkefnisstjórn flokkar virkj- unarkosti á grundvelli mats sem unn- ið var af um 40 sérfræðingum. Störf- uðu þeir í fjórum faghópum, sem mátu virkjunarkosti með tilliti til áhrifa hugsanlegra virkjana á um- hverfið, efnahagslífið og samfélagið. Formenn hópanna sátu í verkefn- isstjórn. Svið faghópanna voru: Fag- hópur 1: Náttúrufar og minjar, Fag- hópur II : Útivist og hlunnindi, Faghópur III: Þjóðhagsmál, at- vinnulíf og byggðaþróun, Faghópur IV: Nýting orkulinda. Faghópar leit- uðu til og fengu á sinn fund ótal fræðimenn og vandað var til verka. Metnar voru 35 virkjunarhugmyndir í jökulám á hálendinu og háhitasvæð- um nærri byggð ásamt Torfajök- ulssvæðinu á Friðlandi að Fjallabaki. Gefnar voru einkunnir og reiknaðar út vísitölur fyrir umhverfisáhrif, heildarhagnað og arðsemi. Í viðauka a1 er lýsing á 19 hug- myndum um vatnsaflsvirkjanir. Fal- leg og vel merkt landakort eru til skýringar. Djúpá og Hverfisfljót fengu auk þess að fljóta með. Hverf- isfljót er lævísast allra fljóta, það vill ekki verða lón og hefur fundið hella í Eldhrauni til að fela sig í. Hinn ungi Lambhagafoss er sannarlega skoð- unarverður rétt eins og Gufufoss og stuðlabergið í gljúfrum Djúpár. Í við- auka a2 er fjallað á sama hátt um 16 háhitasvæði. Verkefnisstjórn flokkaði síðan virkjunarhugmyndir í fimm flokka (a–e) eftir umhverfisáhrifum og aðra fimm eftir heildarhagnaði og enn aðra eftir arðsemi. Mest hefur verið vísað til töflu 5.10 á bls. 61. Í flokk a með minnstum áhrifum á umhverfið falla hugmyndir um 15 virkjanir. Eru það þrjár vatnsaflsvirkjanir; Núps- virkjun a og b og Hólmsárvirkjun og 12 jarðvarmavirkjanir, fjórar á Hengilssvæðinu og þrjár í Krísuvík. Í flokki b eru 8 virkjanir þar á meðal Krafla-Leirhnjúkur, Skaftár-veita og virkjun og Brennisteinsfjöll. Í flokki c eru fjórar virkjanir, þar á meðal Grændalur. Í flokki d eru alls 5 hug- myndir um virkjanir á Friðlandi að Fjallabaki. Mest umhverfisáhrif hef- ur virkjun Jökulsár á Fjöllum sem skorar líka hæst í orkugetu og vísi- tölu heildarhagnaðar. Virkjun Mark- arfljóts er hins vegar óhagkvæm. Eru þær í e flokki. Kárahnjúkavirkj- un er líka í flokki e á annarri töflu. Verkefnisstjórn telur að virkjanir í flokki a og b hafi lítil áhrif á um- hverfið, þótt önnur sjónarmið komi fram í lesmáli. Metin orkugeta a-e er alls 27.834 GWh/ ár. Ef dregnar eru frá 8 jarðvarmavirkjanir sem telja má óæskileg- ar eru eftir 10.580 GWh/ár en í vatnsafli 4.385 GWh/ár að Jök- ulsá á Fjöllum, Mark- arfjótsvirkjun og Skaft- árveitu og virkjun frátöldum, en með Núpsvirkjunum, sem eru næstu framkvæmdir, báðar 2020 GWh/ár. Möguleikar á virkjun vatnsfalla eru því ekki miklir. Niðurstaðan vísar frekar á virkjun háhita sem hefur minni umhverfisáhrif. Ekki má þó vanmeta þau áhrif sem rannsókn- arborhola á mikilvægu háhitasvæði hefur á umhverfið. Talið er að aðeins um 5% af heildarorku nýtanlegs jarðhita séu virkjuð. Ekki fellur mér að farið sé nær Leirhnjúk en orðið er. Gönguleiðin hringinn í kringum hann hefur verið mjög vinsæl, þótt hann skori aðeins b, sem getur orðið við matið, þegar um einstakt nátt- úrufyrirbæri „stak“ er að ræða. Í áætluninni er þess getið að virkjun mundi hafi neikvæð áhrif á ferða- mennsku. Flókið ferli Það fer ekki milli mála að hér er um flókið og viðamikið ferli að ræða. Vitnað er í World Commision on Dams. Þar segir: „Fyrsta stigið í ákvörðunartökunni felst í því að stað- festa hvort meint þörf fyrir vatn og orku sé raunveruleg og æskileg.“ Virkjun ætti eftir þessu að dæma ekki að koma á undan þörfinni. En það var ekki á verksviði rammaáætl- unarinnar heldur að bera saman kosti fyrir stórvirkjanir. Þörf á raf- orku til almennar notkunar eykst að- eins um 50GWh á ári. Á sömu síðu (bls.70) segir einnig: „Stærstu vatnsföll á Íslandi eru jök- ulár og þess vegna fylgir sá böggull skammrifi að með tímanum fyllast miðlunarlón af auri…“ „Almennt er viðurkennt að fella megi nýtingu vatnsorkukosts í flokk endurnýj- anlegra (auðlinda) ef aurfylling og landnotkun eru óveruleg (neglect- able)“. Í áætluninni er ekki metið hvað er veruleg aurfylling. Eitt af þeim atriðum sem WCD leggur áherzlu á er að eðli aurfyllingar sé metið. ( Sedimentation/ reservoir caracteristics should be included in „Project-design-lifetime of reserv- oir“.) Allir vita að sérstaklega mikill aurburður er í íslenskum jökulám og hann margfaldast við jökulhlaup. Þarf ekki að gefa meiri gaum að bögglinum sem fylgir skammrifinu? Á fundi um skriðuföll hjá Nátt- úrufræðistofnun 28. apríl 2004, kom fram fyrirspurn um hvort hætta væri á skriðum úr gegnvættum setlögum á bökkum Hálslóns. Var það talið. Kannski yrðu viðbrögðin aðeins þau sömu og svar við spurningu um væntanlegt framhlaup Brúarjökuls; „Það yrði mikið skvamp.“ Getum við boðið komandi kyn- slóðum upp á sandauðnir með til- heyrandi hættu á áfoki þar sem áður voru grösugar sléttur (Arnardalur (70 km²) ) eða fjallavötn og lón? Skiptir máli hvort það verður á ævi barnabarna ykkar eða barnabarna þeirra? Verður sú eftirlætisvörn sem kallast mótvægisaðgerð ekki dálítið flókin? Einnig er á sömu síðu landinu okk- ar talið til tekna að ekki þurfi að flytja burt fólk sem vissulega hefur verið gríðarlegt vandamál úti í hinum stóra heimi. Stórar virkjanir þykja af ýmsum ástæðum óheppilegar og hafa fallið í ónáð. Þær standi sjaldn- ast undir væntingum, séu dýrari en gert var ráð fyrir og gefi minna af sér og skapi félagsleg vandamál. Smá- virkjanir nái frekar því markmiði að vera sjálfbærar. Mér finnst vafasöm rök að maðurinn megi breyta nátt- úrunni, af því að hún sé breytingum undirorpin. Það að landið er í stöð- ugri mótun gerir náttúru Íslands ein- mitt ögrandi og sérstaka. Að ganga t.d. kringum Leirhnjúk og sjá breyt- ingar á landinu milli ára er ævintýri. Að sýna gát Faghópur I gerði gátlista um um- hverfi virkjana með „sérstakt mik- ilvægi“. Einnig er í viðauka önnur tafla um virkjunar- og náttúruvernd tekin saman af Umhverfisstofnun og ríkir þar samræmi við gátlista fag- hóps I. Efst á blaði er Jökulsá á Fjöllum með þjóðgarði (sjá myndir á náttúruvernd.is), friðlöndum o.fl. Hún er hinsvegar einnig talin hag- kvæmur virkjunarkostur eins og áð- ur greinir, þrátt fyrir mikið jarðrask með Arnardalslóni, göngum og veitu í Jökulsá í Fljótsdal. Reyndar er sú hugmynd sem miðað er við talin „skást“, sem hlýtur að þýða að hug- myndin sé miður góð. Mæðir ekki nóg á Héraði að fá til sín Jöklu? Dettifoss er ekki einn að veði. Hafið þið hlustað á nið Réttarfoss endur- óma í Réttarbjargi eða séð fagurlega slípað bergið ofan við fossinn móts við Herðubreið? Það eru svo ótal leyndarmál í íslenskri náttúru. Nátt- úruminjaskrá virðist hins vegar ekki standa í vegi fyrir hugmyndum um virkjanir né framkvæmdir. Á Alþingi kom í vetur fram í annað sinn tillaga til þingsályktunar um friðun Jökuls- ár á Fjöllum og vatnasviðs hennar. Fellur hún vel að hugmyndum um Vatnajökulsþjóðgarð. Í viðauka b (bls.53) eru sérstakar ábendingar faghóps 1 um tiltekin svæði: Háu- hveri, Brennisteinsfjöll, Grændal, Skaftárveitu, Brennisteinsöldu og Landmannalaugar. Um Háuhveri segir: „Svæðið er innan friðlands og hluti af einni sérstæðustu og áhrifa- mestu landslagsheild landsins, hátt sjónrænt gildi landslags. Ósnert há- hitasvæði með vatns- og gufuhverum og fjölbreyttum jarðmyndunum, líp- aríti og basalti.“ „Torfajökulssvæðið er allt dýrmætt sökum landslags.“ (Sjá: www.os.is/jarðhiti/torfajokuls- sv.htm.). Í afstöðu faghóps IV er tek- ið fram að virkjanir á Torfajök- ulssvæði (Friðlandi að Fjallabaki) skeri sig úr með meiri umhverfis- áhrif en aðrar jarðvarmavirkjanir. Einnig er (bls.30) talað um fágæt- isgildi: „Jarðhitasvæði eru fágæt á heimsvísu og hafa verulega sérstöðu í jarðfræði, vatnafari, landslagi og líf- fræði (hitakærar örverur) og hátt vísindalegt gildi.“ Á næstu síðu segir að vinnuferli faghóps I hafi ekki leyft að sérstaða jarðhitans væri metin. Þar segir hins vegar að faghópurinn telji mikilvægt að vega og meta þessa sérstöðu jarðhitasvæðanna á heimsvísu. Alþjóðleg ábyrgð er að- eins metin fyrir lífríkið en þó ekki fyrir hinar dýrmætu hveraörverur? Friðland að Fjallabaki þyrfti að kom- ast á Heimsminjaskrá. Þær rann- sóknir sem gerðar hafa verið auka mikilvægi og sérstöðu svæðisins á heimsvísu. Þá væri komin vernd sem jafnvel ráðherrar yrðu að virða. Þar trufla hvorki lúpínur, furur, verk- smiðja né stíflur ferilinn. Um Brennisteinsfjöll segir: „Ósnert háhitasvæði með fjöl- breyttum jarðminjum frá nútíma. Einstakt svæði á heimsvísu.“ Annars staðar kemur fram að svæðið sé á sprungurein og jarðskjálftabelti og innan fólkvangs. Um hinn vinalega og nálæga Grændal segir: „Hæstur jarðvarmavirkjana í heild…Einangr- aður ósnortinn dalur með verðmætt náttúrufar…“ og um Skaftárveitu: „Ósnortið vatnasvið, óbyggð víðerni og sérstæð landslagsfegurð…návígi við Laka.“ Eldur geisar undir Mörgum hrýs hugur við að veita Skaftá í Langasjó, þótt hún hafi runnið svo áður. Segir það okkur ekki að hún sé til alls vís? Hvað yrði um vötn undan Eldhrauni? Nú er vaxandi hiti í Skaftárkötlum og hlaup í Skaftá tvisvar á ári. Ætlum við að breyta enn og aftur umhverfi Vatna- jökuls? Nýtur Langisjór sín ekki sem hluti af Vatnajökulsþjóðgarði? Erum við ekki að nálgast virkasta svæði eystra gosbeltisins? Hvað segir ná- lægð við Veiðivatnarein og Lakagígi? Hefur hætta á eldgosum alveg gleymst? Það er hvergi minnst á hættu af eldgosum. Var ekki eldgos- ahætta á sínum tíma talin ein af rök- unum fyrir Blöndu- og Fljótsdals- virkjun? Hins vegar er víða vikið að sér- stakri jarðfræði Íslands. „Gosvirkni og upphleðsla berggrunns er einstæð á Íslandi að því leyti að þar er virkur úthafshryggur á þurru landi í sam- verkan við heitan reit…“ Vísað er til rannsóknar- og fræðslugildis slíks lands. Á síðustu öld hefur gosið á landinu þriðja hvert ár. Ekki er víst að aukin gosvirkni fari um okkur jafnmjúkum höndum og gos á síð- ustu öld. Eyðilegging brúa á Skeið- arársandi jók hagvöxtinn, ekki ama- legt. Gosið í Vestmanneyjum var ógnvekjandi. Hins vegar voru þetta ekki stórgos (hamfaragos) eins og verið höfðu á nær hverri öld síðan land byggðist. Amma mín sagði mér frá því þegar hún barn á Héraði sá ekki hendur sínar í myrkrinu af öskufallinu frá Öskjugosinu 1875. „Meðan á gosinu stóð og næstu daga bar Jökulsá á Fjöllum fram óhemju- mikið af vikri, svo að hún var illferj- andi, og var því líkast, sem mikið krap væri í henni.“ (Ódáðahraun II bls.255 ). Eru það ekki öfugmæli að eitt virkasta eldfjallaland jarðar sé jafn- framt sérstaklega vel til fallið fyrir stórvirkjanir? Ísland mundi hljóta sóma af að friða gosbeltið sem nátt- úrufræðistofu í sköpun jarðar. Sam- kvæmt Náttúruverndaráætlun er unnið á vegum Evrópuráðsins að frumkvæði Íslands að skilgreina jarðmyndanir sem þarfnast verndar. Virkjunarkostir Faghópur II átti að meta áhrif ein- stakra virkjunarkosta á útivist, land- búnað, landgræðslu og skógrækt, lax- og silungsveiðar og skotveiðar. Hópurinn skipti viðfangsefni sínu í 3 meginviðföng: Útivist, veiðar og hlunnindi. Mat hann þrjú viðföng og 13 undirviðföng. Matið var að virkjun Markarfljóts væri mjög neikvæð vegna útivistar en Torfajökulssvæðið og Jökulsá á Fjöllum fylgdu fast á eftir. Markarfljótsvirkjun er ekki hag- kvæm. Hvorki gljúfrin né Emstrur eru innan Friðlands að Fjallabaki en á skrá sem náttúruminjar. Takmörk Friðlands að Fjallabaki að sunnan liggja um fjöllin norðan við Álfta- vatn. Reyndar stendur í Nátt- úruminjaskrá frá 1996 að æskilegt sé að tengja svæðið Friðlandi að Fjalla- baki, en það hefur ekki verið gert. Verkefni faghóps III snerist um þjóðhagsmál og var býsna flókið. Honum var falið að meta lang- tímaáhrif þess að nýta orkulindirnar, á efnahag, atvinnu og byggðaþróun. Hópurinn þróaði líkan til að meta áhrif virkjanaframkvæmda á efna- hag og atvinnumarkað og annað á ferðamennsku. Raðaði hann virkj- unum eftir heildarhagnaði. Gagnrýnt hefur verið að þar hafi ekki verið lögð nóg vinna í fjárhags- legt mat á umhverfisáhrifum og einn- ig að erfitt sé að meta hagnað á þessu stigi rannsókna. Hópurinn greindi þær virkjanir þar sem líklegast er talið að verulegir hagsmunir ferða- þjónustu séu í húfi. Hann taldi svæði Jökulsár á Fjöllum, Torfajök- ulssvæðið, Nesjavelli, Bjarnarflag, Markarfljót, Skaftársvæðið og Svartsengi mikilvægust fyrir ferða- þjónustu líkt og kom fram hjá hópi II um útivist. Hlutverk faghóps IV var að greina virkjunarkosti, meta orkugetu þeirra, stofn- og rekstrarkostnað, heildarhagnað og arðsemi. Sótti hann upplýsingar í virkjunar- skýrslur. Þar segir þó að stofnkostnaður virkjananna sé óviss og upplýsingar mismiklar. Útreikningar um hag- kvæmni eru sagðir byggjast á um- deilanlegum forsendum, en ættu ekki að riðla hagkvæmnisröð virkj- ana. Annar áfangi rammaáætlunar Orkumálastjóri undanskildi Jökulsá á Fjöllum á ársþingi orkustofnunar þegar hann ræddi um virkjanlega vatnsorku og virti með því nið- urstöður rammaáætlunar. Það eru hins vegar gönuhlaup ráðherra og draumur um sæstreng sem skelfa (Fréttablaðið 29.mars 2004). Er sannað að ekki sé hægt að lifa menn- ingarlífi á Íslandi með þeim stóriðju- áformum sem þegar eru samþykkt? Höfum við ekki brennt okkur á því að leggja of mörg egg í sömu körfu? Af hverju þarf strax að fara að hyggja að öðrum áfanga rammaáætlunar? Maður – nýting – náttúra Bergþóra Sigurðardóttir skrif- ar um nýtingu náttúruauðlinda ’Það fer ekki millimála að hér er um flókið og viðamikið ferli að ræða.‘ Bergþóra Sigurðardóttir OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15.00-17.00 MARARGRUND 2 - GARÐABÆ Sýnum í dag glæsilegt samtals 286 fm tvílyft ein- býli með tvöföldum bílskúr. Húsið, sem er byggt 1988, er afar vandað í alla staði. Falleg lóð, verönd með heitum pottti og skjólgirð- ingu. Stutt í skóla og aðra þjónustu. Húsið er laust. Verð 35 millj. Fasteignamiðlun Hafnarfjarðar ehf. Sími 517 9500 SUÐURGATA 78 - HAFNARFIRÐI OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ 14-16 Mjög góð 94,5 fm 3ja herbergja endaíbúð í litlu fjölbýli. Nýtt park- et, íbúðin nýmáluð og gler endur- nýjað að hluta. Stutt í leikskóla, sundlaug og aðra þjónustu. Íbúðin er nánast í hjarta Hafnar- fjarðar. Verð 12,5 millj. Uppl. veitir Eiður í s. 820 9515 Viggó Jörgensson Lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.