Morgunblaðið - 06.06.2004, Page 50

Morgunblaðið - 06.06.2004, Page 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss og Halifax koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Stella Pollux kemur í dag. Fréttir Fjölskylduhjálp Ís- lands Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun mat- væla og fatnaðar, þriðjudaga kl. 14–17. Sími skrifstofu er 551 3360, netfang dal- ros@islandia.is, gsm hjá formanni 897 1016 Mannamót Aflagrandi 40. Dags- ferð til Eiríksstaða í Haukadal í Dölum leiðsögumaður Hólm- fríður Gísladóttir súpa og kaffi í Dala- kjöri Búðardal. Brott- för kl. 9.30 frá Afla- granda skráning er hafin. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí- tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Nú er hver að verða síðastur til að skrá sig í dagsferð- ina á fimmtudaginn, nánari upplýsingar í síma 525 8590 eða 820 8553. Vesturgata 7. Ferð í Skagafjörð fimmtu- daginn 10. júní kl.8. Ekið að Brú í Hrúta- firði. Hallbjörn kántrýkóngur á Skagaströnd tekur á móti hópnum og skenkir súpu, brauð og kaffi. Ekið Þver- árfjall til Sauð- árkróks, stansað í eina klukkustund. Minja- safnið í Glaumbæ skoðað. Ekið til baka Vatnsskarð og Langa- dal um Blönduós til Borgarness þar sem snæddur verður kvöldmatur á Kaffi Kiljan. Leið- sögumaður Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Skráning í síma 535 2740, allir vel- komnir. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum mánudagskvöldið 7. júní kl. 20. Benedikt Jasonarson, kristni- boði sér um fundar efnið, allir velkomnir. Hrafnista Reykjavík og Hafnarfirði. Basar og kaffisala verður á sjómannadaginn 6. júní á Hrafnistu í Reykjavík og Hafn- arfirði kl. 14–17. Handavinnusýning og sala er kl. 13–17 og mánudaginn 2. júní kl: 10–17. Einnig verður til sýnis ný hjúkr- unarálma við Hrafn- istu í Reykjavík. Ferðanefnd FEBK. Kópavogi verður með ferð miðvikudaginn 9. júní. Farið verður um Fljótshlíð – Landeyjar og Þykkvabæ – einnig komið við í Odda. Matarhlaðborð á Hvolsvelli í eftirmið- daginn. Góður leið- sögumaður. Lagt af stað frá félagsmið- stöðinni Gjábakka kl. 9 og frá félagsmið- stöðinni Gullsmára kl. 9.15 Skráningarlistar í félagsmiðstöðvunum verða teknir niður þriðjudaginn 8. júní kl 15. Einnig er hægt að skrá sig í síma hjá Félagsmiðst. Gjá- bakka s: 554 3400 / Félagsmiðst. Gull- smára s: 564 5260/ 5261 og hjá ferða- nefndinni: Bogi Þórir s: 554 0233 og Þráinn s: 554 0999. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM&K, Austurstræti. Norræna félagið í Garðabæ. Aðalfund- urinn verður haldinn í kennarastofu Hofs- staðaskóla mánudag- inn 7. júní kl. 18. Venjuleg aðalfund- arstörf Brúðubíllinn Brúðubíllinn, verður á morgun mánudaginn 7. júní kl. 10 við Arn- arbakka og kl. 14 við Brekkuhús. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga á Suðurlandi: Skóverslun Axels Ó. Lárussonar, Vest- mannabraut 23, Vest- mannaeyjum, s. 481 1826 Mosfell sf., Þrúðvangi 6, Hellu, s. 487 5828 Sólveig Ólafsdóttir, Verslunin Grund, Flúðum, s. 486 6633 Sjúkrahús Suðurlands og Heilsu- gæslustöð, Árvegi, Selfossi, s. 482 1300 Verslunin Íris, Aust- urvegi 4, Selfossi, s. 482 1468 Blómabúðin hjá Jóhönnu, Una- bakka 4, 815 Þorláks- höfn, s. 483 3794 Í dag er sunnudagur 6. júní, 158. dagur ársins 2004, sjómannadag- urinn, Þrenningarhátíð, Trínitais. Orð dagsins: Því að speki þessa heims er heimska hjá Guði. Ritað er: Hann er sá, sem grípur hina vitru í slægð þeirra. Og aftur: Drottinn þekkir hugsanir vitring- anna, að þær eru hégómlegar. (I. Kor. 3, 19.)     Ég skil ekki hvernig þaðgat komið Halldóri Ásgrímssyni utanrík- isráðherra á óvart að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi neita að staðfesta lögin um eignarhald á fjöl- miðlum, segir Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, á vefsíðunni heimur.is. „Þekkja menn forsetann ekki betur en þetta? Þetta var of freistandi fyrir egó hans. Núna hefur hann komið sér á spjöld sög- unnar sem fyrsti forset- inn í 60 ára sögu lýðveld- isins til að staðfesta ekki lög frá Alþingi.     Forsetinn var aug-ljóslega mjög hrærð- ur þegar hann las upp yf- irlýsingu sína á Bessastöðum um að skort hefði á samhljóminn sem þyrfti að vera á milli þjóð- ar og þings „í svo mik- ilvægu máli“. Kom fram hjá háttvirtum forseta lýðveldisins að þjóð- aratkvæðagreiðslan færi fram eins fljótt og unnt væri, eins og kveðið er á um í stjórnarskrá. Engum duldist að þau slógu víða litlu kommahjörtun í gær og víða var kyrjað: „Bravó fyrir forsetanum, hann náði að sparka í Davíð.“ Ekki var annað séð en að forsetinn hefði fylgi þjóðarinnar við þessa ákvörðun sína.     En hvenær er best aðþjóðaratkvæða- greiðslan fari fram? Best færi á því að forsetakosn- ingarnar laugardaginn 26. júní fengju að fara fram í friði – og að þjóðin kjósi ekki um fjölmiðla- frumvarpið fyrr en í fyrsta lagi í byrjun nóv- ember nk. og í síðasta lagi næsta vor. Í svona mik- ilvægu máli verður al- menningur að geta kynnt sér frumvarpið í þaula.     Þetta væri líka í takt viðóskir stjórnarand- stöðunnar sem klifaði á því að frumvarpið þyrfti miklu lengri tíma á Al- þingi og óeðlilegt væri hvað Davíð keyrði það í gegn af miklu offorsi. Þeir þríburar; Össur, Steingrímur J. og Guðjón A. voru að vísu fljótir að skipta um skoðun í gær. Núna geta þeir vart beðið eftir að kosið verði um frumvarpið og auðvitað á stjórnin að segja af sér að þeirra mati ef þjóðin fell- ir frumvarpið. Þá langar svo. Er þetta ekki of dap- urt hjá þessum herrum?“ spyr Jón í pistli sínum.     Hann segist vera harð-ur andstæðingur fjöl- miðlalaganna og ekki sé þörf á aukinni miðstýr- ingu í viðskiptalífinu. Lögin séu óþörf. „Ég er hins vegar algerlega á móti því að forseti Íslands sé gert að pólitísku emb- ætti, eins og forsetinn gerði í gær. Hér á að ríkja þingræði. Sameining- artáknið á Bessastöðum fauk í gær. Það verður ekki aftur snúið,“ segir Jón G. Hauksson. STAKSTEINAR Sameiningartáknið á Bessastöðum fokið Víkverji hefur verið í ströngumpróflestri undanfarna daga, lesið um kuml og haugfé, Úlfljóts- lögin og Lögberg auk þess sem hann hefur rifjað upp andheiti og samheiti ýmissa orða. Víkverji er þó ekki sjálfur á skólabekk heldur 11 ára sonur hans sem tekur próf- lesturinn mjög alvarlega og hefur varla stigið út í sólskinið á meðan próftörninni hefur staðið. Víkverji man þá daga er júní var tileinkaður leikjum og útveru en ekki yfirlegu bóka. Hann er hundfúll yfir því að í góðvirði und- anfarinna daga hafi sonurinn þurft, náfölur og þreytulegur, að kúldrast inni með blýant í hönd. Síðasta prófið er ekki fyrr en á morgun, mánudag og finnst Vík- verja sannast sagna nóg komið af hinu góða! x x x Í skóla sonarins er sá hátturinnhafður á líkt og víðar að taka vetrarfrí og starfsdaga annað veif- ið yfir veturinn. Víkverja reiknast til að fyrir utan hefðbundin jóla- og páskafrí og frí á dögum eins og Í Hvassaleitisskóla er sá hátt-urinn hafður á að öllum vetr- arfríum er sleppt og nemendur fara fyrr út í vorið en í öðrum skólum. Þetta er gert í samráði við foreldra barnanna og hefur að sögn kunnugra mælst vel fyrir. Víkverji er mjög hlynntur slíkum tilfærslum og vonar að á meðan vetrarfrí foreldra eru ekki al- mennari en þau eru, að fleiri skólar bjóði þennan möguleika. x x x Víkverji datt af hestbaki umdaginn. Stuttu síðar birtist frétt í Morgunblaðinu um að konum sé hættara við að slasast við reiðmennsku en körlum. Þar sem Víkverji dagsins er kona þótti honum þetta hin merkileg- asta frétt og hefur rætt þetta við aðra hestamenn. Flestir virðast á því að konur séu óör- uggari innan um hestana en karlar. Víkverji hefur ekki myndað sér skoðun á þessu máli en hefur á tilfinningunni að lík- amlegur styrkur gæti hér eitt- hvað haft með málið að gera. Í stað þess að vera úti í góða veðr- inu eru sumir grunnskólanem- endur enn í prófum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti sumardeginum fyrsta og uppstign- ingardegi séu sjö dagar helgaðir starfsdögum og vetrarfríum í skól- anum ár hvert. x x x Víkverji bjó í Noregi um hríð ogþar tíðkast, líkt og hér, að tek- in séu vetrarfrí í skólum. Reyndar eiga vetrarfríin í Noregi sér lengri hefð og því mjög algengt að fjöl- skyldan bregði sér til útlanda eða á skíði á meðan þessu stendur. Hér virðist atvinnulífið alls ekki gera ráð fyrir þessum vetrarfríum og því lenda foreldrar oft í stök- ustu vandræðum á þessum dögum. Víkverji skrifar... Húrra Leifur Runólfsson og Framsókn MIKIÐ eru framsóknar- menn heppnir að eiga jafn stórfenglegan siðapostula og Leif Runólfsson. Hann er ritari Framsóknar- félagsins Bifrastar, og hlýtur að vera einn af framtíðarleiðtogum Framsóknarflokksins. Enginn stjórnmálaflokkur getur leitt hjá sér jafngríð- arlegan, jafnvel guðdóm- legan, siðameistara. Heið- arleiki hans er slíkur að menn hljóta að tárast. Sið- ferðisstyrkur hans er slík- ur að menn hljóta að hág- renja. Húmanismi Leifs er að minnsta kosti tveggja vasaklúta dæmi. Hann seg- ir frá því sjálfur að sem barni hafi honum verið kennt að: „gjöra rétt og ei órétt“ (sic). Hann segir einnig að hann hafi aldrei þolað óréttlæti eða sið- blindu. Þegar sér hafi fund- ist of langt gengið láti hann í sér heyra, það geti sam- ferðamenn hans staðfest. Ó, þér hinir heppnu, sem hafið notið þess að vera samferðamenn Leifs Run- ólfssonar. Ástæðan fyrir því að Leifur kveður sér hljóðs að þessu sinni (Mbl. 29. maí bls. 31 Heiðarleiki vs. siðblinda) er sú að Árni Johnsen var skipaður í stjórn RARIK. Það þykir Leifi siðblinda. Leifur reif- ar ástæður niðurstöðu sinn- ar í Mogganum, en ég er svo tárvotur af aðdáun á skrifum hans, að ég treysti mér ekki til þess að rekja þau frekar. Ég bendi fólki þess í stað á að lesa fyrr- nefnda grein hans í Morg- unblaðinu. Þar getur það lært að meta Leif Runólfs- son að verðleikum. Óli Tynes. 5 fallegir kettlingar leita að heimili FIMM 9 vikna, kassavanir og vel upp aldir kettlingar fást gefins á góð heimili. S. 860 2270. Læða óskar eftir heimili FALLEG eins árs brönd- ótt læða óskar eftir góðu heimili, vegna ofnæmis. Um er að ræða innikisu sem er mjög blíð. Upplýs- ingar í síma: 557 6310 eða 699 2569. Kettlingar fást gefins VIÐ leitum að góðu fólki sem óskar að taka að sér kettling(a). Þeir eru ljúfir og kassavanir. Frekari upplýsingar veitir Sigurjón í síma 844 4212. Saknar þú læðunnar þinnar? UNDANFARNA viku höf- um við á Grettisgötu 28b haft læðu í fæði. Hún er þrílit, að mestu hvít, með svarta skellu í framan. Ef einhver kannast við þessa lýsingu er hann beðinn um að hringja í síma 551 6366 eða 847 4759. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 heillavænlegur, 8 slæmt hey, 9 tarfs, 10 ferski, 11 stúlkan, 13 blundar, 15 púkann, 18 vinningur, 21 kyn, 22 formað, 23 óskar eftir, 24 taumlausa. LÓÐRÉTT 2 gubbaðir, 3 klaufdýrið, 4 kirtil, 5 furða, 6 guð- hrædd, 7 at, 12 greinir, 14 utanhúss, 15 kvísl, 16 hindra, 17 kyrrðar, 18 þrátta, 19 bógs á byssu, 20 magra. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 göfgi, 4 mágur, 7 loðna, 8 nafns, 9 rit, 11 nóar, 13 enda, 14 eljan, 15 gróf, 17 nögl, 20 áni, 22 geims, 23 líður, 24 arnar, 25 tagli. Lóðrétt: 1 gulan, 2 fiðla, 3 iðar, 4 mont, 5 gefin, 6 rassa, 10 iðjan, 12 ref, 13 enn, 15 gegna, 16 ósinn, 18 örðug, 19 lærði, 20 ásar, 21 illt. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.