Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss og Halifax koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Stella Pollux kemur í dag. Fréttir Fjölskylduhjálp Ís- lands Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun mat- væla og fatnaðar, þriðjudaga kl. 14–17. Sími skrifstofu er 551 3360, netfang dal- ros@islandia.is, gsm hjá formanni 897 1016 Mannamót Aflagrandi 40. Dags- ferð til Eiríksstaða í Haukadal í Dölum leiðsögumaður Hólm- fríður Gísladóttir súpa og kaffi í Dala- kjöri Búðardal. Brott- för kl. 9.30 frá Afla- granda skráning er hafin. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí- tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Nú er hver að verða síðastur til að skrá sig í dagsferð- ina á fimmtudaginn, nánari upplýsingar í síma 525 8590 eða 820 8553. Vesturgata 7. Ferð í Skagafjörð fimmtu- daginn 10. júní kl.8. Ekið að Brú í Hrúta- firði. Hallbjörn kántrýkóngur á Skagaströnd tekur á móti hópnum og skenkir súpu, brauð og kaffi. Ekið Þver- árfjall til Sauð- árkróks, stansað í eina klukkustund. Minja- safnið í Glaumbæ skoðað. Ekið til baka Vatnsskarð og Langa- dal um Blönduós til Borgarness þar sem snæddur verður kvöldmatur á Kaffi Kiljan. Leið- sögumaður Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Skráning í síma 535 2740, allir vel- komnir. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum mánudagskvöldið 7. júní kl. 20. Benedikt Jasonarson, kristni- boði sér um fundar efnið, allir velkomnir. Hrafnista Reykjavík og Hafnarfirði. Basar og kaffisala verður á sjómannadaginn 6. júní á Hrafnistu í Reykjavík og Hafn- arfirði kl. 14–17. Handavinnusýning og sala er kl. 13–17 og mánudaginn 2. júní kl: 10–17. Einnig verður til sýnis ný hjúkr- unarálma við Hrafn- istu í Reykjavík. Ferðanefnd FEBK. Kópavogi verður með ferð miðvikudaginn 9. júní. Farið verður um Fljótshlíð – Landeyjar og Þykkvabæ – einnig komið við í Odda. Matarhlaðborð á Hvolsvelli í eftirmið- daginn. Góður leið- sögumaður. Lagt af stað frá félagsmið- stöðinni Gjábakka kl. 9 og frá félagsmið- stöðinni Gullsmára kl. 9.15 Skráningarlistar í félagsmiðstöðvunum verða teknir niður þriðjudaginn 8. júní kl 15. Einnig er hægt að skrá sig í síma hjá Félagsmiðst. Gjá- bakka s: 554 3400 / Félagsmiðst. Gull- smára s: 564 5260/ 5261 og hjá ferða- nefndinni: Bogi Þórir s: 554 0233 og Þráinn s: 554 0999. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM&K, Austurstræti. Norræna félagið í Garðabæ. Aðalfund- urinn verður haldinn í kennarastofu Hofs- staðaskóla mánudag- inn 7. júní kl. 18. Venjuleg aðalfund- arstörf Brúðubíllinn Brúðubíllinn, verður á morgun mánudaginn 7. júní kl. 10 við Arn- arbakka og kl. 14 við Brekkuhús. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga á Suðurlandi: Skóverslun Axels Ó. Lárussonar, Vest- mannabraut 23, Vest- mannaeyjum, s. 481 1826 Mosfell sf., Þrúðvangi 6, Hellu, s. 487 5828 Sólveig Ólafsdóttir, Verslunin Grund, Flúðum, s. 486 6633 Sjúkrahús Suðurlands og Heilsu- gæslustöð, Árvegi, Selfossi, s. 482 1300 Verslunin Íris, Aust- urvegi 4, Selfossi, s. 482 1468 Blómabúðin hjá Jóhönnu, Una- bakka 4, 815 Þorláks- höfn, s. 483 3794 Í dag er sunnudagur 6. júní, 158. dagur ársins 2004, sjómannadag- urinn, Þrenningarhátíð, Trínitais. Orð dagsins: Því að speki þessa heims er heimska hjá Guði. Ritað er: Hann er sá, sem grípur hina vitru í slægð þeirra. Og aftur: Drottinn þekkir hugsanir vitring- anna, að þær eru hégómlegar. (I. Kor. 3, 19.)     Ég skil ekki hvernig þaðgat komið Halldóri Ásgrímssyni utanrík- isráðherra á óvart að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi neita að staðfesta lögin um eignarhald á fjöl- miðlum, segir Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, á vefsíðunni heimur.is. „Þekkja menn forsetann ekki betur en þetta? Þetta var of freistandi fyrir egó hans. Núna hefur hann komið sér á spjöld sög- unnar sem fyrsti forset- inn í 60 ára sögu lýðveld- isins til að staðfesta ekki lög frá Alþingi.     Forsetinn var aug-ljóslega mjög hrærð- ur þegar hann las upp yf- irlýsingu sína á Bessastöðum um að skort hefði á samhljóminn sem þyrfti að vera á milli þjóð- ar og þings „í svo mik- ilvægu máli“. Kom fram hjá háttvirtum forseta lýðveldisins að þjóð- aratkvæðagreiðslan færi fram eins fljótt og unnt væri, eins og kveðið er á um í stjórnarskrá. Engum duldist að þau slógu víða litlu kommahjörtun í gær og víða var kyrjað: „Bravó fyrir forsetanum, hann náði að sparka í Davíð.“ Ekki var annað séð en að forsetinn hefði fylgi þjóðarinnar við þessa ákvörðun sína.     En hvenær er best aðþjóðaratkvæða- greiðslan fari fram? Best færi á því að forsetakosn- ingarnar laugardaginn 26. júní fengju að fara fram í friði – og að þjóðin kjósi ekki um fjölmiðla- frumvarpið fyrr en í fyrsta lagi í byrjun nóv- ember nk. og í síðasta lagi næsta vor. Í svona mik- ilvægu máli verður al- menningur að geta kynnt sér frumvarpið í þaula.     Þetta væri líka í takt viðóskir stjórnarand- stöðunnar sem klifaði á því að frumvarpið þyrfti miklu lengri tíma á Al- þingi og óeðlilegt væri hvað Davíð keyrði það í gegn af miklu offorsi. Þeir þríburar; Össur, Steingrímur J. og Guðjón A. voru að vísu fljótir að skipta um skoðun í gær. Núna geta þeir vart beðið eftir að kosið verði um frumvarpið og auðvitað á stjórnin að segja af sér að þeirra mati ef þjóðin fell- ir frumvarpið. Þá langar svo. Er þetta ekki of dap- urt hjá þessum herrum?“ spyr Jón í pistli sínum.     Hann segist vera harð-ur andstæðingur fjöl- miðlalaganna og ekki sé þörf á aukinni miðstýr- ingu í viðskiptalífinu. Lögin séu óþörf. „Ég er hins vegar algerlega á móti því að forseti Íslands sé gert að pólitísku emb- ætti, eins og forsetinn gerði í gær. Hér á að ríkja þingræði. Sameining- artáknið á Bessastöðum fauk í gær. Það verður ekki aftur snúið,“ segir Jón G. Hauksson. STAKSTEINAR Sameiningartáknið á Bessastöðum fokið Víkverji hefur verið í ströngumpróflestri undanfarna daga, lesið um kuml og haugfé, Úlfljóts- lögin og Lögberg auk þess sem hann hefur rifjað upp andheiti og samheiti ýmissa orða. Víkverji er þó ekki sjálfur á skólabekk heldur 11 ára sonur hans sem tekur próf- lesturinn mjög alvarlega og hefur varla stigið út í sólskinið á meðan próftörninni hefur staðið. Víkverji man þá daga er júní var tileinkaður leikjum og útveru en ekki yfirlegu bóka. Hann er hundfúll yfir því að í góðvirði und- anfarinna daga hafi sonurinn þurft, náfölur og þreytulegur, að kúldrast inni með blýant í hönd. Síðasta prófið er ekki fyrr en á morgun, mánudag og finnst Vík- verja sannast sagna nóg komið af hinu góða! x x x Í skóla sonarins er sá hátturinnhafður á líkt og víðar að taka vetrarfrí og starfsdaga annað veif- ið yfir veturinn. Víkverja reiknast til að fyrir utan hefðbundin jóla- og páskafrí og frí á dögum eins og Í Hvassaleitisskóla er sá hátt-urinn hafður á að öllum vetr- arfríum er sleppt og nemendur fara fyrr út í vorið en í öðrum skólum. Þetta er gert í samráði við foreldra barnanna og hefur að sögn kunnugra mælst vel fyrir. Víkverji er mjög hlynntur slíkum tilfærslum og vonar að á meðan vetrarfrí foreldra eru ekki al- mennari en þau eru, að fleiri skólar bjóði þennan möguleika. x x x Víkverji datt af hestbaki umdaginn. Stuttu síðar birtist frétt í Morgunblaðinu um að konum sé hættara við að slasast við reiðmennsku en körlum. Þar sem Víkverji dagsins er kona þótti honum þetta hin merkileg- asta frétt og hefur rætt þetta við aðra hestamenn. Flestir virðast á því að konur séu óör- uggari innan um hestana en karlar. Víkverji hefur ekki myndað sér skoðun á þessu máli en hefur á tilfinningunni að lík- amlegur styrkur gæti hér eitt- hvað haft með málið að gera. Í stað þess að vera úti í góða veðr- inu eru sumir grunnskólanem- endur enn í prófum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti sumardeginum fyrsta og uppstign- ingardegi séu sjö dagar helgaðir starfsdögum og vetrarfríum í skól- anum ár hvert. x x x Víkverji bjó í Noregi um hríð ogþar tíðkast, líkt og hér, að tek- in séu vetrarfrí í skólum. Reyndar eiga vetrarfríin í Noregi sér lengri hefð og því mjög algengt að fjöl- skyldan bregði sér til útlanda eða á skíði á meðan þessu stendur. Hér virðist atvinnulífið alls ekki gera ráð fyrir þessum vetrarfríum og því lenda foreldrar oft í stök- ustu vandræðum á þessum dögum. Víkverji skrifar... Húrra Leifur Runólfsson og Framsókn MIKIÐ eru framsóknar- menn heppnir að eiga jafn stórfenglegan siðapostula og Leif Runólfsson. Hann er ritari Framsóknar- félagsins Bifrastar, og hlýtur að vera einn af framtíðarleiðtogum Framsóknarflokksins. Enginn stjórnmálaflokkur getur leitt hjá sér jafngríð- arlegan, jafnvel guðdóm- legan, siðameistara. Heið- arleiki hans er slíkur að menn hljóta að tárast. Sið- ferðisstyrkur hans er slík- ur að menn hljóta að hág- renja. Húmanismi Leifs er að minnsta kosti tveggja vasaklúta dæmi. Hann seg- ir frá því sjálfur að sem barni hafi honum verið kennt að: „gjöra rétt og ei órétt“ (sic). Hann segir einnig að hann hafi aldrei þolað óréttlæti eða sið- blindu. Þegar sér hafi fund- ist of langt gengið láti hann í sér heyra, það geti sam- ferðamenn hans staðfest. Ó, þér hinir heppnu, sem hafið notið þess að vera samferðamenn Leifs Run- ólfssonar. Ástæðan fyrir því að Leifur kveður sér hljóðs að þessu sinni (Mbl. 29. maí bls. 31 Heiðarleiki vs. siðblinda) er sú að Árni Johnsen var skipaður í stjórn RARIK. Það þykir Leifi siðblinda. Leifur reif- ar ástæður niðurstöðu sinn- ar í Mogganum, en ég er svo tárvotur af aðdáun á skrifum hans, að ég treysti mér ekki til þess að rekja þau frekar. Ég bendi fólki þess í stað á að lesa fyrr- nefnda grein hans í Morg- unblaðinu. Þar getur það lært að meta Leif Runólfs- son að verðleikum. Óli Tynes. 5 fallegir kettlingar leita að heimili FIMM 9 vikna, kassavanir og vel upp aldir kettlingar fást gefins á góð heimili. S. 860 2270. Læða óskar eftir heimili FALLEG eins árs brönd- ótt læða óskar eftir góðu heimili, vegna ofnæmis. Um er að ræða innikisu sem er mjög blíð. Upplýs- ingar í síma: 557 6310 eða 699 2569. Kettlingar fást gefins VIÐ leitum að góðu fólki sem óskar að taka að sér kettling(a). Þeir eru ljúfir og kassavanir. Frekari upplýsingar veitir Sigurjón í síma 844 4212. Saknar þú læðunnar þinnar? UNDANFARNA viku höf- um við á Grettisgötu 28b haft læðu í fæði. Hún er þrílit, að mestu hvít, með svarta skellu í framan. Ef einhver kannast við þessa lýsingu er hann beðinn um að hringja í síma 551 6366 eða 847 4759. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 heillavænlegur, 8 slæmt hey, 9 tarfs, 10 ferski, 11 stúlkan, 13 blundar, 15 púkann, 18 vinningur, 21 kyn, 22 formað, 23 óskar eftir, 24 taumlausa. LÓÐRÉTT 2 gubbaðir, 3 klaufdýrið, 4 kirtil, 5 furða, 6 guð- hrædd, 7 at, 12 greinir, 14 utanhúss, 15 kvísl, 16 hindra, 17 kyrrðar, 18 þrátta, 19 bógs á byssu, 20 magra. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 göfgi, 4 mágur, 7 loðna, 8 nafns, 9 rit, 11 nóar, 13 enda, 14 eljan, 15 gróf, 17 nögl, 20 áni, 22 geims, 23 líður, 24 arnar, 25 tagli. Lóðrétt: 1 gulan, 2 fiðla, 3 iðar, 4 mont, 5 gefin, 6 rassa, 10 iðjan, 12 ref, 13 enn, 15 gegna, 16 ósinn, 18 örðug, 19 lærði, 20 ásar, 21 illt. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.