Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GÍSL BIÐST GRIÐA
Breskur gísl mannræningja í Írak
sárbændi í gær Tony Blair forsætis-
ráðherra um að verða við kröfum
ræningjanna um að tvær konur í
haldi bandamanna yrðu látnar laus-
ar. Ræningjarnir hóta að myrða gísl-
inn. Þeir hafa þegar myrt tvo
Bandaríkjamenn sem þeir höfðu
rænt. Jafnt Bretar sem Bandaríkja-
menn sögðu útilokað að semja við
hryðjuverkamenn. Konurnar tvær
unnu að gerð gereyðingarvopna fyr-
ir Saddam Hussein.
Sex manns í haldi
Margra mánaða rannsókn lög-
reglunnar í Reykjavík á umfangs-
miklu fíkniefnamáli hefur leitt til
þess að sex manns eru nú í haldi lög-
reglu, þar af tveir í Rotterdam. Mál-
ið snýst um smygl á verulegu magni
af amfetamíni, kókaíni og LSD til
landsins.
Gull og silfur
Íslenskir íþróttamenn unnu til
tvennra verðlauna á Ólympíumóti
fatlaðra í Aþenu í gær. Kristín Rós
Hákonardóttir sigraði í 100 metra
baksundi í fötlunarflokki S7 og Jón
Oddur Halldórsson hreppti silf-
urverðlaun í 100 m hlaupi í fötl-
unarflokki T35.
Meinuð landvist
Söngvaranum breska, Cat
Stevens, öðru nafni Yusuf Islam, var
á þriðjudag meinað að koma til
Bandaríkjanna vegna gruns stjórn-
valda þar um að hann hafi stutt ísl-
ömsk hryðjuverkasamtök. Stevens
gerðist múslími 1977.
Hótar Arafat
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísrsaels, sagði í gær að Yasser Ara-
fat, leiðtogi Palestínumanna, myndi
fá „það sem hann á skilið“. Minnti
Sharon á að Ísraelar hefðu þegar
drepið tvo æðstu leiðtoga Hamas-
hryðjuverkasamtakannna.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
Í dag
Sigmund 8 Bréf 25
Erlent 15 Forystugrein 26
Höfuðborgin 17 Viðhorf 28
Akureyri 18 Minningar 28/34
Austurland 18 Dagbók 40/42
Landið 19 Listur 40/42
Suðurnes 19 Fólk 45/49
Neytendur 20/21 Bíó 46/49
Daglegt líf 22 Ljósvakamiðlar 50
Umræðan 23/25 Veður 51
* * *
!
"
#
$
%&' (
)***
ENDURSKIPULAGNING á starf-
semi Sameinuðu þjóðanna var ofar-
lega á baugi á hefðbundnum samráðs-
fundi utanríkisráðherra Norðurland-
anna í New York í gær í upphafi
allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, er
staðgengill Davíðs Oddssonar, utan-
ríkisráðherra, þar og mun ávarpa
allsherjarþingið á morgun, föstudag.
George Bush, forseti Bandaríkjanna,
hélt móttöku fyrir formenn
sendinefnda til allsherjarþingsins í
fyrrakvöld og var Geir þar á meðal
gesta.
Geir sagði að þessi fundur utanrík-
isráðherra Norðurlandanna væri
hefðbundinn í upphafi hvers allsherj-
arþings. Þar væri farið yfir þau mál
sem efst væru á baugi hverju sinni og
hvað eina annað sem menn teldu þörf
á að taka upp.
Hann sagði að á fundinum nú hefði
mikið verið fjallað um endurskipu-
lagningu á starfsemi Sameinuðu þjóð-
anna meðal annars á öryggisráðinu,
en þess er vænst að tillögur sérstaks
starfshóps þar að lútandi komi fram
fyrir áramót. Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri SÞ, skipaði starfshóp-
inn og eru í honum valinkunnir ein-
staklingar frá ýmsum löndum sem
njóta mikils trausts, en eru ekki í
hópnum sem fulltrúar sinna landa.
Gro Harlem Brundtland, fyrrum for-
sætisráðherra Noregs, er ein Norð-
urlandabúa í starfshópnum.
Geir sagði að ýmis álitaefni væru
uppi varðandi það hvernig breyta ætti
skipulagi samtakanna. Ætti til dæmis
að fjölga fastafulltrúum í öryggis-
ráðinu eða ætti að taka upp annan hóp
þar sem lönd ættu sæti nokkur ár í
senn? Síðan væri það spurningin um
meðferð neitunarvaldsins og margt
margt fleira þessu tengt.
„Allt er þetta náttúrlega til komið
vegna þess að það liggur alveg í aug-
um uppi að skipulag sem komið var á
árið 1945 við allt aðrar aðstæður í
heiminum er ekki endilega það sem
hentar best í dag. Þetta hafa menn
auðvitað rætt í mörg ár, en það virðist
vera núna sem í vændum sé ágætis
tækifæri til þess að gera breytingar ef
það næst samstaða um eitthvað sem
þessi hópur gæti komið með,“ sagði
Geir.
Hann sagði að einnig hefði verið
rætt um toppfund ríkja Sameinuðu
þjóðanna sem fyrirhugaður væri á
næsta ári í tilefni af sextíu ára afmæli
samtakanna.
Framboð Íslands
til öryggisráðsins
Hann sagði að einnig hefði verið
farið yfir svæðisbundin vandamál
eins og í Darfur í Súdan og ýmislegt
fleira, en það sem skipti okkur
kannski mestu máli á þessum utan-
ríkisráðherrafundi væri að farið hefði
verið yfir framboð okkar til öryggis-
ráðsins, en við værum að sækjast eftir
kjöri haustið 2008 til að sitja í ráðinu
2009 og 2010. Undirbúningur fram-
boðsins væri hafinn og farið hefði ver-
ið yfir hvernig það hefði gengið.
Norðurlöndin ættu hlut að framboð-
inu á vissan hátt þar sem þau hefðu
komið sér saman um með hvaða hætti
stillt yrði upp næstu árin. Danir
tækju vonandi við núna 2005 og 2006.
Kosið yrði í haust, en síðan væri ekk-
ert norrænt ríki í framboði 2007 og
2008.
Samráðsfundur utanríkisráðherra Norðurlandanna vegna þings SÞ
Endurskipulagning á
starfi SÞ ofarlega á baugi
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna á fundinum í New York í gær. Taldir
frá vinstri Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, Leila Freivalds, utan-
ríkisráðherra Svíþjóðar, Geir H. Haarde, Per Stig Möller, utanríkisráð-
herra Danmerkur, og Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur staðfesti í gær
lögbann við því að Tæknival hf. selji eða dreifi
vörum frá tölvufyrirtækinu Apple sem fluttar eru
inn frá Bandaríkjunum.
Tæknival dreifði áður Apple-tölvubúnaði hér á
landi en í mars í fyrra sagði Apple-fyrirtækið upp
þeim samningi. Í kjölfarið gerðist fyrirtæki, sem
stýrt er af fyrrum framkvæmdastjóra Aco-Tækni-
vals, dreifingaraðili fyrir Apple. Deilur hafa staðið
milli þessara aðila og hafa þær í nokkrum tilfellum
komið til kasta dómstóla.
Tæknival hefur síðan flutt inn Apple-vörur frá
bandarísku fyrirtæki. Þessu vildi Apple Computer
International ekki una og krafðist umboðsfyrir-
tæki Apple á Evrópska efnahagssvæðinu lög-
banns og höfðaði síðan mál til að fá það staðfest.
Í málinu reyndi á túlkun á lögum um vörumerki,
nánar tiltekið á svonefnda tæmingarreglu, þ.e.
hvenær rétthafi vörumerkis hefur tæmt rétt sinn
til að hafa áhrif á meðferð vöru sinnar, þ.m.t. hvar
hún er seld.
Lögmaður Tæknivals benti m.a. á að þó að lögin
um vörumerki væru óskýr um þetta efni væri í
greinargerð fjallað um „alheimstæmingu“ og því
yrði að túlka lögin þannig að flytja mætti inn
Apple-vörur til landsins hvaðan sem væri úr heim-
inum án þess að rétthafi gæti haft þar áhrif á.
Benti hann á að tilskipun Evrópubandalagsins um
að rétthafi hefði rétt yfir vörumerkinu innan Evr-
ópubandalagsins og þar með innan Evrópska
efnahagssvæðisins hefði ekki verið lögfest hér á
landi og hún gæti því ekki staðið framar íslenskum
lögum. Því hefðu ekki verið lagaskilyrði fyrir lög-
banninu.
Héraðsdómur féllst ekki á þetta. Segir í nið-
urstöðum dómsins að fyrir liggi að til hafi staðið að
lögfesta efni tilskipunar ESB. Í lögunum væri
ekki fjallað með skýrum hætti um alheimstæm-
ingu og var því fallist á að Apple hefði rétt yfir
vörumerki sínu innan Evrópska efnahagssvæðis-
ins.
Hervör Þorvaldsdóttir kvað upp dóminn.
Sala Tæknivals á vörum frá tölvufyrirtækinu Apple í Bandaríkjunum
Héraðsdómur staðfestir lögbann
ÞETTA er í fyrsta skipti sem reynir á tæming-
arregluna fyrir íslenskum dómstólum og hefur
dómurinn því fordæmisgildi. Ekki er enn ljóst
hvort honum verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Hróbjartur Jónatansson hrl. sem flutti málið
f.h. Apple segir að dómurinn staðfesti að á Ís-
landi gildi sömu reglur og á EES um tæmingu
vörumerkjaréttinda. Hér gildi því svokölluð
„svæðisbundin tæming“ þ.e.a.s. vörumerkisrétt-
hafi ráði því með hvaða hætti varan sé flutt inn á
EES. Þegar varan sé komin inn á svæðið sé flutn-
ingur á henni frjáls innan þess.
Lögmaður Tæknivals í málinu, Einar Þór
Sverrisson hdl., segir að reyna hefði þurft á
þetta atriði fyrir dómstólum. Málið sé for-
vitnilegt og að dómurinn geti haft veruleg áhrif
á innflutning á ýmsum vörum sem fluttar eru
hingað til lands frá löndum utan EES.
Gefur fordæmi
EKKI kemur deigur dropi af vatni
um vatnsleiðslurnar til Vestmanna-
eyja þessa stundina en báðar leiðsl-
urnar annaðhvort stórskemmdust
eða fóru í sundur síðdegis í gær.
Kanna á skemmdirnar nánar
snemma í dag og ef vel gengur gæti
viðgerðum lokið seinnipartinn.
„Við fáum ekki dropa af vatni, al-
veg sama hvað við dælum miklu inn á
leiðslurnar uppi á landi,“ segir Ívar
Atlason, tæknifræðingur hjá Hita-
veitu Suðurnesja. Að öllum líkindum
hafi grafa á dýpkunarpramma sem
var við vinnu í höfninni rofið báðar
vatnsleiðslurnar. Gat er á leiðslunum
innan hafnarinnar, um 100 metra
vestur af syðri hafnarbakkanum.
Vestmannaeyingar eru þó ekki
vatnslausir því miðlunartankur með
um 5.000 lítrum ætti að tryggja
neysluvatni í 3–4 daga hið minnsta.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Báðar vatnsleiðslurnar voru grafnar í sundur í innsiglingunni í Vest-
mannaeyjahöfn í gær. Dýpkunarskip hefur verið að störfum í höfninni.
Ekkert vatn til Eyja