Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 43 MENNING „MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR“ Áskriftarkort á 6 sýningar - 3 á Stóra sviði og 3 að eigin vali - aðeins kr. 10.700 ( Þú sparar 5.500) Afsláttarkort á 10 sýningar - frjáls notkun - aðeins kr. 18.300 ( Þú sparar 8.700) VE RTU M EÐ Í VETU R DÁNARDAGUR Snorra Sturluson- ar er í dag, en hann var veginn í Reykholti 23. september árið 1241. Af því tilefni kemur í dag út íslensk þýðing skáldsögunnar Undir svikulli sól sem rekur fimm síðustu dagana í lífi Snorra, frá 18. september til hins 23. Bókin, sem er söguleg spennu- skáldsaga eftir norska rithöfundinn Thorvald Steen, bregður upp mynd af Snorra sem stjórnmálamanni sem hrærist í alþjóðlegu samhengi ekki síður en íslensku, en einnig breysk- um manni, föður sem óttast son sinn og rithöfundi sem gerir tilraun til að horfast í augu við sjálfan sig og skrifa ævisögu sína. En hvers vegna varð Snorri fyrir valinu hjá Steen, sem áður hefur skrifað sögulegar skáldsögur byggðar á ævi Charles Darwins og Sigurðar Jórsalafara? „Ég hef alltaf verið heillaður af Snorra vegna þess hve miklu hann hefur skipt fyrir norska sögu og norska sjálfsvitund. Í Noregi er hann talinn mikil hetja, en við þekkjum lít- ið til persónulegrar sögu hans,“ segir Steen í samtali við Morgunblaðið. „Snorri þekkir íslenskt samfélag vel og ennfremur hið norska, og ritar Heimskringlu. Hins vegar þekkir hann son sinn, Órækju, ekki vel. Það er mjög dæmigert vandamál sem menntamenn standa frammi fyrir – við vitum mikið um heiminn, en vit- um kannski minna um maka okkar eða börn. Ég sjálfur skil ekki einu sinni margt í sjálfum mér!“ Að mati Steen er Snorri Sturluson frábær sagnfræðingur og rithöf- undur, en hann hefur einnig skoðað verk býsanskra og arabískra sagn- fræðinga. „Ég ber mikla virðingu fyrir Snorra og á þeim tveimur árum sem eru liðin síðan ég skrifaði bók- ina, hefur álit mitt á honum enn auk- ist. Hann er frábær sagnfræðingur, líka ef hann er skoðaður út frá evr- ópsku sjónarhorni og miðað er við aðra sagnfræðinga á þeim tíma.“ Drepinn með mafíu-aðferðum Hann bætir við að sú staðreynd að Snorri hafi verið atkvæðamikill í evr- ópskum stjórnmálum síns tíma vilji oft gleymast í Noregi. „Og mig grun- ar að því geti verið þannig farið á Ís- landi líka. Snorri var drepinn af norska konunginum, með mafíu- aðferðum myndi ég segja, vegna þess að hann neitaði að selja Ísland undir Noreg. Á sama tíma vildi páf- inn gera norska konunginn að hinum nýja germansk-rómanska keisara. Þessi alþjóðlega tenging vill oft gleymast í samhengi við hvers vegna Snorri var veginn.“ Steen segir nokkurn mun á við- horfi Íslendinga og Norðmanna til Snorra, skilningur Íslendinga á hon- um og lífi hans sé mun víðtækari en Norðmanna. Þar í landi sé hann tal- inn nokkurs konar spámaður. „Það er vegna þess að hann hefur haft svo mikla þýðingu í mótun sjálfsmyndar okkar, sérstaklega þegar við skildum okkur frá Svíum. Edward Grieg, Henrik Ibsen, Björnstjerne Björn- son, kóngar og forsætisráðherrar – allir hafa þeir þurft að læra hluta úr Heimskringlu, vegna mikilvægis hennar fyrir þjóðina. Ég myndi segja að í Noregi kæmist Heimskringla einna næst Biblíunni í textum sem eru álitnir heilagir, en það er nú þannig með ritara helgra texta, að þeir eru sjaldnast í forgrunni. Þess vegna þekkjum við Norðmenn Snorra lítið persónulega, fyrir utan að við vitum að hann er höfundur Heimskringlu.“ Eldfimt viðfangsefni Steen segist gera sér grein fyrir hversu eldfimt viðfangsefni líf Snorra Sturlusonar er, í það minnsta gagnvart íslenskum lesendum og segir að sumir íslenskra vina hans hafi varað hann við. „En ég vona að Íslendingum muni finnast sagan áhugaverð. Ég tel að ég hafi reynt að skoða heimildir eins vel og mögulegt var, meðal annars ræddi ég við bæði íslenska og norska sagnfræðinga og skoðaði heimildir á ýmsum stöðum í heiminum. Síðan hef ég auðvitað kynnt mér rækilega þá staði sem Snorri bjó og lifði á, og rætt málið við ýmsa kollega. Auðvitað tek ég mér skáldaleyfi þar sem heimildum sleppir, en ég legg áherslu á að draga upp mynd af Snorra sem alþjóð- legum einstaklingi og vona að Íslend- ingum eigi eftir að líka sú mynd. Það skilst mér að sé nokkuð ný sýn, sem ekki hefur verið hampað mikið áður.“ Steen mun kynna og árita bók sína í Norræna húsinu á morgun kl. 12 og tala um bakgrunn skáldsögunnar. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son, þýðandi bókarinnar, Örnólfur Thorsson, Torfi H. Tulinius og Vil- borg Davíðsdóttir munu taka til máls. Bókmenntir | Brugðið upp mynd af Snorra Sturlusyni í skáldsögu Thorvalds Steens Áhersla á Snorra í alþjóðlegu samhengi „Ég hef alltaf verið heillaður af Snorra vegna þess hve miklu hann hefur skipt fyrir norska sögu og norska sjálfsvitund,“ segir Thorvald Steen, höf- undur sagnfræðilegrar skáldsögu um síðustu fimm dagana í lífi Snorra. HIN ÁRLEGA bókastefna í Gauta- borg hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Nær öll íslensku bóka- forlögin taka þátt í stefnunni, þar á meðal þau forlög sem heyra undir Eddu útgáfu, JPV-forlag, Hið ís- lenska bókmenntafélag, Salka og Bjartur, og munu þau kynna nýjar bækur á sínum vegum. Sérstök áhersla verður í ár lögð á íslenskar landkynningarbækur, og verður ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökuls- dóttur, Íslendingar, þar í forgrunni. Einnig verður lögð áhersla á að kynna bækur sem tilnefndar voru til Íslensku bókmenntaverð- launanna, þar á meðal bók Guðjóns Friðrikssonar um Jón Sigurðsson. Þá kemur Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur fram á bókastefnunni. Að sögn Önnu Einarsdóttur sem stödd er á bókastefnunni fyrir Ís- lands hönd, fer hátíðin stækkandi ár frá ári, en þetta er í 20. sinn sem hún er haldin. „Finnarnir eru við hliðina okkur núna í ár og mik- ið líf hér allt í kring um okkur,“ segir hún. Bækur | Bókastefnan í Gautaborg Fer vaxandi ár frá ári www.bok-bibliotek.se Morgunblaðið/Ásdís Anna Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.