Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Heilsukoddar Heilsunnar vegna MARGRA mánaða rannsókn lögreglunnar í Reykjavík á umfangsmiklu fíkniefnamáli hef- ur leitt til þess að sex manns eru nú í haldi lögreglu, þar af tveir í Rotterdam. Málið snýst um smygl á verulegu magni af amfeta- míni, kókaíni og LSD til landsins. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeild- ar lögreglunnar í Reykjavík, segir að þetta sé með stærri fíkniefnamálum sem komið hafi upp síðustu ár. Málið hafi verið rannsakað með góðri samvinnu við tollgæsluna í Reykja- vík. Rannsókn málsins hefur staðið óslitið frá því í mars á þessu ári þegar lagt var hald á um þrjú kíló af amfetamíni sem flutt voru til landsins með Dettifossi. Greint var frá þessu í Morgunblaðinu í ágúst en Ásgeir vildi þá, vegna rannsóknarhagsmuna, ekki greina frá því hvenær fíkniefnin komu til landsins. Einnig var lagt hald á verulegt magn af kókaíni sem kom með sömu sendingu. Fíkni- efnin voru falin í gámi um borð í skipinu. verið greint í Morgunblaðinu. Nánast á sama tíma var maður handtekinn í Rotterdam. Síð- ar sama dag voru þrír aðrir menn handteknir í Reykjavík en einum var síðar sleppt. Í fyrradag var maður handtekinn hér á landi og situr hann í gæsluvarðhaldi. Á mánudaginn var gerð húsleit á dvalar- stað mannsins í Rotterdam og fannst þá um eitt kíló af kókaíni auk kannabisplantna. Ís- lendingur sem var þar staddur var einnig handtekinn. Báðir mennirnir eru í haldi hol- lensku lögreglunnar. Að öllum líkindum verð- ur farið fram á framsal. Lögreglumaður úr fíkniefnadeildinni var sendur utan til að aðstoða lögregluna í Rotterdam í tengslum við rannsókn málsins og var hann viðstaddur handtökurnar og hús- leitina. Ásgeir vill lítið meira segja um rannsókn málsins að svo komnu. Hún hafi bæði verið tímafrek og kostnaðarsöm og verulega hafi reynt á alþjóðlega samvinnu lögreglunnar. Lögregla og tollgæsla héldu áfram rann- sókn og skömmu fyrir verslunarmannahelg- ina tókst að haldleggja aðra sendingu af am- fetamíni sem einnig kom með vörusendingu með Dettifossi. Umtalsvert meira magn fannst að þessu sinni, meira en tvöfalt meira samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en Ásgeir vildi ekki staðfesta það. Eitt kíló af kókaíni í Rotterdam Lagt var hald á þriðju fíkniefnasendinguna í Póstmiðstöðinni við Stórhöfða mánudaginn 13. september sl., alls 2.000 skammta af LSD. Í kjölfarið dró til verulegra tíðinda við rann- sókn málsins. Á föstudaginn var maður hand- tekinn í Vestmannaeyjum, en frá því hefur Sex manns í haldi í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál Tveir í Rotterdam og fjórir á Litla-Hrauni Mörg kíló af amfeta- míni, kókaín og 2.000 skammtar af LSD BÍLLAUSI dagurinn sem haldinn var í gær í tilefni af lokadegi Evrópskrar sam- gönguviku virðist hafa farið fram hjá íbúum höfuðborgar- svæðisins, ef marka má um- mæli lögreglu og borgaryfir- valda. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var umferð einkabíla engu minni en vanalega auk þess sem tíu umferðaróhöpp urðu milli kl. 15 og 19.15 sem er óvenjuhátt hlutfall miðað við aðstæður, að sögn lögreglu. Að sögn Bjargar Helgadóttur hjá umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkurborgar var umferð um Ártúnsbrekku, Sæbraut, Miklubraut og Kringlumýrar- braut litlu minni en á hefð- bundnum degi samkvæmt um- ferðartalningu. Frítt var í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í gær og fjölmargar uppákomur á skipti- stöðvum auk þess sem Hverfis- gatan var lokuð fyrir umferð nema almenningsvögnum. / 6Morgunblaðið/RAX Bíllausi dagurinn? ÚTFLUTNINGUR hugbúnaðar og tölvuþjónustu var á síðasta ári skv. meðalgengi þess árs 3.732 milljónir og hefur aldrei verið meiri. Hefur útflutningur- inn fjórtánfaldast á tíu árum, en árið 1993 nam útflutningurinn 268 milljónum króna. Á síðustu fjórum árum hefur orðið tölu- verð samþjöppun eignarhalds í upplýsingatækni- og fjarskipta- iðnaði, sem sjá má á þeirri fækk- un starfsmanna sem orðið hefur. Árið 2000 voru þeir 5.357 en voru í fyrra 4.649 talsins. Velta ir stofnun útibús í Austur-Evr- ópu. Þar er gott starfsfólk og laun eru einnig lægri en hér á landi. Við hyggjumst ekki fækka starfsmönnum hér á landi, en fjölgunin verður væntanlega meiri úti,“ segir Friðrik. Á miðopnu Viðskiptablaðs Morgunblaðsins er fjallað ítar- lega um eignarhald á íslenska upplýsingatækni- og fjarskipta- markaðnum. Friðrik Skúlason, stofnandi og annar aðaleigandi tölvufyrir- tækisins Friðriks Skúlasonar ehf., segir að fyrirtækið geti ekki vaxið frekar á Íslandi á meðan íslenska krónan er jafn- sterk og raun ber vitni. Fyrir- tækið er með allar tekjur sínar í erlendum gjaldmiðli en allan kostnað í íslenskum krónum. Friðrik hefur vegna þessa í hyggju að opna starfsstöðvar í Austur-Evrópu. „Við erum að senda tvo starfs- menn til að kanna aðstæður fyr- upplýsingatækni á árinu 2003 á verðlagi 2002 var 64,6 milljarðar króna og hefur haldist svipuð frá árinu 2000. Veltan hefur hins vegar næstum því tvöfaldast frá árinu 1995 þegar hún var 33,1 milljarður króna. Vill flytja út Það vekur athygli að nokkur stærstu fyrirtækin í geiranum eru með stærstan hluta tekna sinna í erlendri mynt, og má þar nefna fyrirtæki eins og CCP og Friðrik Skúlason ehf. Gjaldeyristekjur af upp- lýsingatækni aldrei meiri  Vöxtur/C1 Hverjir eiga/C6 ÚRSKURÐARNEFND almannatrygginga bárust alls 324 kærur á síðasta ári, sem er fjórðungsaukning frá árinu 2002. Frá því að úrskurðarnefndin tók til starfa fyrir fimm ár- um hafa flestar kærur verið vegna slysamála. En nú varð breyting á árið 2003 og kæru- málum vegna tannlækninga fjölgaði gríð- arlega. Alls voru afgreiddar 72 slíkar kærur, samanborið við 28 árið 2002. Friðjón Örn Friðjónsson, hrl. og formaður úrskurðarnefndarinnar, segir að þetta megi að mestu rekja til endajaxlatöku. Mikill fjöldi slíkra mála hafi borist á borð nefndarinnar, þar sem tannlæknar og sjúklingar þeirra hafi látið reyna á kostnaðarþátttöku Trygginga- stofnunar. Nefndin hafi í flestum tilvikum hafnað kröfum um bætur, nema um af- brigðileg tilfelli hafi verið að ræða. Fjöldi endajaxla fyrir úrskurðarnefnd ÁLVERÐ hefur rokið upp síðustu dagana á málmamarkaðnum í Lundúnum og var rétt tæpir 1.800 Bandaríkjadalir tonnið við lokun markaðarins í gær. Verðið hefur rokið upp um nær eitt hundrað dali tonnið í þessari viku, en ál- verð það sem af er þessu ári hefur verið óvenjuhátt í sögulegu samhengi. Við lokun markaðarins í gær var álverðið 1.797 dal- ir tonnið og hafði hækkað úr um 1.720 dölum síðustu tvo dagana eða frá því á mánudaginn í þessari viku. Einu sinni áður á árinu Aukin eftirspurn, ekki síst frá Kína, hefur gert það að verkum að álverð hefur verið óvenjuhátt það sem af er þessu ári. Verðið hefur einu sinni áður á árinu farið í 1.800 dali tonnið. Það var um skamman tíma seinnipartinn í apríl í vor, en eftir það féll verðið skyndilega og var komið niður fyrir 1.600 dali um mánuði síðar. Síðan hefur verðið sveiflast mikið en verið í kringum 1.700 dalina lengst af. Álverðið í nærri 1.800 dali tonnið      /)%/ %448 /72 /472 %472  7 @?#  FG F HG ♦♦♦ ♦♦♦ „SKILABOÐIN frá þessum fundi voru mjög skýr. Við förum ekki frá samningaborðinu fyrr en við höfum náð markmiðum okkar varðandi kennsluskyldu og verkstjórnarþáttinn, ásamt því að svokallaður launapottur verði færður inn í grunnlaun. Þetta voru ófrávíkjanlegar kröfur sem ég fékk frá yfirfullum sal,“ sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, eftir fund sem hann átti með grunnskólakenn- urum í verkfallsmiðstöð kennara í gær. Eiríkur sagði í samtali við Morgunblaðið fyr- ir rúmum mánuði að hann óttaðist að ef kæmi til verkfalls yrði það lengra en önnur verkföll kennara. Félag grunnskólakennara og Skólastjóra- félags Íslands beina þeim tilmælum til íþrótta- félaga að virða verksvið og vinnutíma fé- lagsmanna þeirra meðan á verkfalli stendur. Mælast þau til þess að stundaskrá skólanna verði virt og húsnæði íþróttafélaganna ekki nýtt undir aðra starfsemi á þeim tíma sem skólarnir hafa þau til umráða. Með því að halda þar skipu- lögð námskeið s.s. heilsuskóla eða íþróttanám- skeið sé klárlega gengið inn á verksvið og vinnutíma íþrótta- verkgreinakennara sem hafa lögvernduð starfsréttindi og telja félögin það vera verkfallsbrot. Þrjár ófrávíkj- anlegar kröfur kennara  Kennardeilan/Miðopna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.