Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
CHICAGO Á LAUGARDAGINN!
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00
Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA?
e. E. Albee
Aðalæfing lau 25/9 kl 13 - Kr 1.000
Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT
Fi 30/9 kl 20, Fö 1/10 kl 20
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Su 3/10 kl 20, Fi 7/10 kl 20, Su 17/10 kl 20
Fi 21/10 kl 20, Su 31/10 kl 20
PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert
í samstarfi við Á SENUNNI
Í kvöld kl 20, Fö 24/9 kl 20, Su 26/9 kl 20
Síðustu sýningar
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 26/9 kl 14, Su 3/10 kl 14,
Su 10/10 kl 14, Su 17/10 kl 14
CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse
Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin
og bestu búningarnir.
Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20
Lau 16/10 kl 20, Lau 23/10 kl 20
Aðeins örfáar sýningar í haust
ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR:
ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500)
TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER -
AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700)
VERTU MEÐ Í VETUR
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20
Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20
ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Rakarinn morðóði
Óperutryllir eftir Stephen Sondheim
Fös . 1 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI
Lau . 2 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI
Fös . 8 .10 20 .00 LAUS SÆTI
AKUREYRI Íþróttahöllin
Fös . 24 .09 20 .00 UPPSELT
„Sexý sýn ing og s júk legur söngur !
Bu l land i k ra f tu r f rá upphaf i t i l enda .
Hár ið er orkuspreng ja . “
-Brynh i ldur Guð jónsdót t i r le ikkona-
AUKAMIÐUM VERÐUR BÆTT V IÐ
MIÐASALAN er opin á fame.is,
á þjónustuborði Smáralindar
og í síma 528 8008
JÓNSI
SVEPPI
ALLRA SÍÐASTA
SÝNING Í KVÖLD
Söngleikurinn FAME þakkar fyrir sig
og kveður Smáralindina
Hollywood Rhapsody – kvikmyndatónlist
HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 23. SEPTEMBER KL. 19.30
FÖSTUDAGINN 24. SEPTEMBER KL. 19.30
Græn áskriftaröð #1
Hljómsveitarstjóri ::: John Wilson
Einsöngvari ::: Gary Williams
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Það besta af
hvíta tjaldinu
Sinfóníuhljómsveitin býður nú upp á spennandi efnisskrá: Hollywood
Rhapsody með breska söngvaranum Gary Willams, sem líkt hefur
verið við ekki ómerkari menn en Nat King Cole og Frank Sinatra.
Flutt verður m.a. tónlist úr Gone With The Wind, Star Wars,
Uppreisninni á Bounty, Singing in the rain, More than you know og
They can't take that away from me, svo fátt eitt sé talið. Komdu í
magnað ferðalag um hvíta tjaldið!
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
SVIK e. Harold Pinter
frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT
2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 UPPSELT
3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 UPPSELT
4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT
5. sýn. sun. 10/10 kl. 20 örfá sæti laus
4 sýningar
á aðeins 6.500 kr.
Áskriftarkort!
HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni
fös 24/9 kl. 20 - örfá sæti laus
Það er erfitt að ímynda sérhvernig íslensk menning litiút í dag, hefðu fornbók-
menntir okkar aldrei verið gefnar
út á prenti og gerðar aðgengilegar
almenningi; – ef þær hefðu ein-
ungis hímt í handritum sínum ein-
ungis örfáum
varðveislu-
mönnum fræð-
anna læsar.
Ættum við
Gerplu? Ættum við Gunnlaðar
sögu? Ættum við Sögusinfóníuna?
Ættum við Þrymskviðu? Ættum
við Jörfagleði? Ættum við Baldr?
Ættum við Bergþórugötu og Gunn-
arsbraut? Sennilega ekki, og líkast
til ekki heldur þau fjölmörgu önn-
ur listaverk okkar í öllum list-
greinum frá síðari tímum og fræði-
greinar fjölmargar, byggð á þeim
fjársjóði sem fornbókmenntir okk-
ar eru.
Annað stórvirki var unnið þegarfarið var að gefa út íslensk
þjóðlög, og þau gerð aðgengileg
almenningi. Útgáfan á Þjóðlaga-
safni sr. Bjarna Þorsteinssonar
markaði mikil tímamót í menning-
arlífi þjóðarinnar fyrir hartnær
öld. Þar gat að líta heimildir um
sönghefð okkar aldir aftur í tím-
ann, skráðar af presti norður á
Siglufirði, sem hafði þá ástríðu að
láta fólk syngja fyrir sig, skrá lög-
in niður og varðveita þau þannig
komandi kynslóðum til gagns og
gamans. Varla er til það íslenskt
tónskáld sem ekki hefur gluggað í
þetta safn í leit að upplýsingum,
hugmyndum, innspírasjón og fróð-
leik. Án þessa safns væri kórmenn-
ing okkar ekki svipur hjá sjón; án
þess hefðum við ekki eignast
Þursaflokk og Þjóðlagahátíð.
Nú hefur enn eitt gæfuspor ver-ið stigið í þá átt að auka vit-
und okkar um menningararfinn. Í
síðustu viku gaf Smekkleysa út
forkunnar fallega bók og fjóra
geisladiska með íslenskum rímna-
kveðskap í hljóðriti og á nótum.
Þetta er sá bálkur sem Kvæða-
mannafélagið Iðunn lét hljóðrita
og safna saman til varðveislu fyrir
tæpum sjötíu árum. Ef til vill hefur
rímnakveðskapurinn aldrei notið
fulls sannmælis á Íslandi. Hann var
hluti alþýðumenningar; – kveð-
skapur – ekki skáldskapur.
En tímarnir breyttust og þessi
almenningur, sem eitt sinn kvað
upp til fjalla og inn til dala, flutti á
mölina, þar sem annars konar
dægradvöl leysti rímurnar af
hólmi. Uppúr miðri síðustu öld var
fátt sem benti til annars en að rím-
urnar væru horfnar á vit feðra
sinna.
En viti menn. Fyrir nokkrum ár-
um var draugsi kveðinn upp og
blásið í hann lífi, og það var ungt
fólk sem það gerði. Það er nú eig-
inlega það dásamlega við nýtt líf
kveðskaparins. Eva María Jóns-
dóttir, sjónvarpskonan fína, tefldi
saman kvæðakónginum Steindóri
Andersen og hljómsveitinni Sigur
Rós í þætti sínum, og úr varð eitt-
hvað stórkostlega skemmtilegt og
glænýtt, en þó svo þjóðlegt og
gott. Í kjölfarið kom útgáfa á
rímnakveðskap úr gömlu upp-
tökusafni Þjóðarbókhlöðu á plöt-
unni Raddir, sem Andri Snær
Magnason rithöfundur sá um og
Smekkleysa gaf út. Rímnakveð-
skapurinn vakti athygli, forvitni
og áhuga. Þá var bara orðið tíma-
spursmál hvenær við fengjum
meira – stóra pakkann.
Útgáfa Smekkleysu og Iðunnar
nú er stór, yfirgripsmikil og afar
vönduð. Greinar um kveðskapinn
eftir fræðimenn og skáld gefa rit-
inu mikið gildi, ekki síður en fróð-
leikur um bragfræði og rímna-
hætti og kvæðamennina sem kveða
í upptökunum. Að hlusta á þessar
fornu raddir er eins og að fá
horfna tíð í æð; – poppkúltúr afa
og ömmu. Nóturnar eru líka góður
leiðarvísir og þarft hjálpartæki
Ég spái þessu riti – sem vonandi
er bara það fyrsta í áframhaldandi
rímnaútgáfu – miklu langlífi, og að
það eigi eftir að verða framtíð-
arkynslóðum uppspretta nýsköp-
unar og -túlkunar á sviði hvers
konar fræða og lista um ókomin
ár, ekki síður en útgáfa forn-
bókmenntanna og þjóðlaganna.
Snjalla ríma stuðla sterk
’Að hlusta á þessarfornu raddir er eins og
að fá horfna tíð í æð; –
poppkúltúr afa og
ömmu.‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
begga@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Torfason
Kristín Heiða Kristinsdóttir kveður
rímur á Listahátíð í vor.
ernatural, myndir af íslenskum sund-
laugum sem Jensen vann er hún
dvaldi í gestavinnustofu Hafnarfjarð-
arbæjar um tveggja mánaða skeið
síðasta haust. Hluta beggja mynd-
raða var þá einnig að finna, sumar í
smækkaðri mynd, á kaffistofu Hafn-
arborgar sem og verk úr myndröð-
inni Hidden places – af álfabyggðum
Erlu Stefánsdóttur.
Rökkrið, ljósaskiptin og nætur-
húmið er ríkjandi í öllum myndröðum
og ljóst að kvöldið er tími Jensen sem
finnur kyrrð og allt að því þrúgandi
þögn í yfirgefnum sundlaugum eftir
líflegan leik og annríki dagsins. Það
er þó í myndröðinni Imaginary Real-
ities sem dramatísk myndsköpun
Jensen nýtur sín hvað best í ljós-
myndum sem eru allt að því maníer-
ískar ásýndar. Þar segir Jensen sýn-
ingargestum hverja söguna á fætur
annarri á einfaldan en jafnframt lýs-
andi og úthugsaðan máta sem skilar
áhrifaríkum verkum. Kolniðamyrkur
sem umkringir upplýsta stoppustöð
þar sem stúlka situr ein á bekk kallar
fram mynd einsemdar ekki síður en
upplýsti Fish & Chip-staðurinn á
annarri. Þá er erfitt að bægja frá
þekktum klisjum hryllingssagna á
rökkvuðum skógarmyndum þar sem
glittir í einsamlar konur í gegnum
myrkrið og loks koma vísanir í
framhjáhald og stolnar stundir upp í
huga áhorfandans er hann virðir fyrir
sér andlitslausa, rauðklædda konu
sem ber við spegil í litlausu hótelher-
bergi í einfaldri en vel úthugsaðri
mynd sem nær að segja meira en
þúsund orð.
ÞAÐ er óneitanlega ákveðið drama
sem býr í ljósmyndum dönsku lista-
konunnar Astrid Kruse Jensen sem
nú sýnir verk sín í Galleríi Skugga.
Annars vegar er um að ræða mynd-
röðina Imaginary Realities þar sem
rökkvað umhverfi myndefnisins gef-
ur ímyndunarafli sýningargests byr
undir báða vængi og hins vegar Hyp-
MYNDLIST
Gallerí Skuggi / Hafnarborg
Sýningin í Galleríi Skugga er opin fimmtu-
dag til sunnudags frá kl. 13–17. Henni
lýkur 26. september. Sýningunni í Hafn-
arborg lauk 20. september.
IMAGINARY REALITIES – ASTRID KRUSE
JENSEN
Anna Sigríður Einarsdóttir
Eitt verka Astrid Kruse Jensen úr
myndröðinni Imaginary Realities.
Ímyndaður veruleiki