Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MAGNÚS Sigmundsson, framkvæmdastjóri Hestasports-Ævintýraferða, sem staðið hafa fyrir vinsælum flúðasiglingum í Vestari- og Austari- Jökulsá í Skagafirði, segir að verði af áformum um Skatastaðavirkjun þýði það „dauðadóm yfir okkar starfsemi“. Siglingarnar muni leggjast af þar sem úttak virkjunarinnar yrði það neðarlega í Austari- Jökulsá, eða á móts við mynni Merkigils miðað við frumhönnun virkjunarinnar. Magnús segir að Skatastaðavirkjun muni að óbreyttu eyðileggja eina „flottustu“ ána í Evrópu sem bjóði upp á flúðasiglingar, eða flúðafjör eins og hann vill nefna þessa ferðaþjónustu. Verði af virkjuninni verði aðeins hægt að sigla nokkrar vik- ur á haustin þegar flæðir yfir á stíflu virkjunar- innar. Magnús bendir á að þúsundir ferðamanna fari í þessar siglingar í skagfirsku jökulánum og þær séu ekki síður orðnar vinsælar hjá hinum efna- meiri ferðamönnum. „Hingað koma milljarða- mæringar í þyrlum til okkar, til að komast í sigl- ingu niður ána,“ segir Magnús. Hestasport-Ævintýraferðir hafa byrjað sínar dagssiglingar í Austari-Jökulsá við bæinn Skata- staði. Magnús segir úttakið koma enn neðar og þar með sé „draumurinn búinn“. Eftirsóttasti kafli leiðarinnar sé frá Skatastöðum og niður fyrir Merkigil, en siglingarnar enda niður undir bænum Stekkjarflötum í Austurdal. Vita ekki hvað þeir eru að gera Fram hefur komið í Morgunblaðinu að meiri- hluti sveitarstjórnar Skagafjarðar, sem áður var mótfallinn hugmyndum um Villinganesvirkjun, vill setja Skatastaðavirkjun inn á aðalskipulag, með þeim tilgangi að raforka frá virkjunni nýtist til stóriðju í Skagafirði. „Ætla okkar menn virki- lega að setja þetta af stað?“ spyr Magnús, „þá vona ég bara að guð hjálpi þeim því þeir vita ekki hvað þeir eru að gera.“ Áhrif fyrirhugaðrar Skatastaðavirkjunar á flúðasiglingar í Skagafirði Dauðadómur yfir starfsemi okkar Morgunblaðið/Jóhanna ÁSTRÁÐUR Haraldsson hæsta- réttarlögmaður spáir langvarandi og illskeyttum deilum vegna vænt- anlegrar stöðuveitingar í embætti dómara við Hæstarétt. Stríðið sé þegar hafið þótt nokkrar vikur séu enn þangað til fjármálaráðherra skipar í stöðuna. Fórnarlömb þess stríðs verða traust almennings á stjórnvöldum og dómskerfið. Ást- ráður leggur til að tekin verði upp sú aðferð að láta Alþingi velja hæstaréttardómara og halda dóm- stólnum utan við ráðningarmálin. Þetta kom fram í framsöguræðu Ástráðs á fundi málfundafélags Lögréttu í Háskólanum í Reykjavík í gær. Birgir Ármannsson alþing- ismaður lagði í sinni framsögu áherslu á að veitingavaldið væri hjá ráðherra lögum samkvæmt. Ástráður Haraldsson sagði að ekki virtist vera komin nein föst venja á það hvernig umsagnir Hæstaréttar um umsækjendur um dómarastöðu væru úr garði gerðar. „Þær eru settar fram með mjög mismunandi hætti og það verður að telja það mikinn galla á umsögnum Hæstaréttar,“ sagði hann. „Þær hafa enn ekki náð neinni „stöðlun“. Hlutverk réttarins í þessu embætt- isveitingaferli er alls ekki nægilega ljóst.“ Hann sagði það mjög um- deilanlegt að Hæstiréttur hefði þetta hlutverk og ekki væri einsýnt hvaða viðmiðanir rétturinn ætti að hafa við mat á hæfni umsækjenda. „Þetta hlutverk setur Hæstarétt í mikinn vanda. Það er mín skoðun að það eigi alls ekki að viðgangast að dómstólar, sérstaklega ekki Hæstiréttur, hafi með höndum stjórnsýslustörf. Dómstólar eiga einfaldlega ekki að koma nálægt stjórnsýslustörf- um, ekki heldur svona hæfnismati.“ Vandi skapast við frjálslega meðferð veitingavalds Hann sagði þá að vandi hefði skapast við það að stjórnvöld hefðu farið frjálslega með veitingavaldið og beittu sjónarmiðum sem ekki stæðust við val á mönnum til að gegna æðstu störfum í stjórnsýslu. „Það sem gerist við þessar aðstæð- ur, eins og nú virðist raunin, er það að hætta er á að það skapist víta- hringur og víxlverkun þegar – því menn gleyma þegar þeir neyta valds síns – annað fólk bregst við og það myndast vítahringur víxlverk- andi viðbragða, í þessu tilfelli á milli dómstólsins og stjórnarráðs- ins. Þannig sýnist mér að það geti gerst að umsögn Hæstaréttar, eins og núna, sé einum þræði ætlað að gegna því hlutverki að hamla gegn því að ráðherra komist að tiltekinni niðurstöðu.“ Hann gagnrýndi um- sagnir Hæstaréttar fyrir að ekki væri ljóst hvert væri innbyrðis vægi milli einstakra þátta og ekki væri heldur ljóst hvaða þætti ætti að velja yfirleitt. Þá væru það ekki ný tíðindi að gerðar væru að- finnslur við að lögmannsreynsla umsækjenda væri lítils metin. Ástráður mælti með þeirri aðferð við val á dómurum að í stað núver- andi fyrirkomulags myndi ráðherra tilnefna dómara og þyrfti það að hljóta samþykki aukins meirihluta Alþingis. Að mati Ástráðs myndi Alþing- isaðferðin leiða til þess að sjónar- miðum um að Hæstiréttur væri skipaður ólíkum einstaklingum með ólík viðhorf og reynslu, yrði gert hærra undir höfði. Hæstiréttur gekk of langt Birgir Ármannsson sagði ástæð- ur þess að ráðningarmál í Hæsta- rétti væru mikið í umræðunni ekki þær að ráðherrar hefðu farið frjáls- legar með veitingavaldið en áður, heldur væri skýringanna að leita í opnari þjóðfélagsumræðum. Einn- ig hefði opnari stjórnsýsla sín áhrif og ríkari skylda stjórnvalda til þess að gera grein fyrir ákvörðunum sínum. Birgir benti á að umsagnir Hæstaréttar um hæfni og hæfi um- sækjenda byndu ekki hendur dómsmálaráðherra nema að vissu leyti. Ráðherra væri ekki skyldug- ur að fara að tillögum Hæstaréttar í þessum efnum. „Menn þekkja það að Hæstiréttur hefur í umsögunum sínum ýmist bent á tiltekna um- sækjendur sem heppilegasta eða hæfasta og jafnvel eins og gerðist nú nýlega, raðað umsækjendum í einhvers konar röð eftir hæfni að mati réttarins. Ég verð að segja að þar finnst mér Hæstiréttur ganga ansi langt miðað við lagaákvæði, enda sitt hvað að leggja mat á hæfni og hæfi annars vegar og hins vegar að raða umsækjendum í ein- hverja röð. Mér finnst það vera allt annar hlutur.“ Hann taldi samt skipta máli að fá umfjöllun réttarins um umsækj- endur og að það skipti ráðherra sömuleiðis máli að hafa slík gögn í höndunum við ákvarðanatökuna. „Hins vegar er algerlega ljóst í mínum huga að löggjafinn hefur falið dómsmálaráðherra, en ekki Hæstarétti, endanlegt vald í þess- um efnum. Hvergi hér á landi, eða í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, hefur verið valin sú leið að láta hæstaréttardómara sjálfa velja nýja menn í réttinn.“ Morgunblaðið/RAX Birgir Ármannsson taldi alveg ljóst að löggjafinn hefði falið dómsmálaráðherra, en ekki Hæstarétti, endanlegt vald til að velja dómara. Umsagnir Hæstaréttar um umsækjendur gagnrýndar af lögmönnum Hæstiréttur ekki rétti stað- urinn fyrir hrossakaup Skipan hæstaréttardómara var rædd á fundi Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, í gær. Framsögumenn voru Ástráður Haraldsson og Birgir Ármannsson. ÁSTÞÓR Magnússon, forsvarsmaður Friðar 2000, hefur kært ljósmyndara DV til lögreglunnar í Reykjavík fyrir brot á friðhelgi einkalífsins vegna mynda sem tekn- ar voru af honum í bíl og birtar í blaðinu í síðustu viku. Kæran er í skoðun sam- kvæmt upplýs- ingum frá emb- ættinu. Ástþór hefur ekki látið þar við sitja því í fyrra- dag mætti hann með kranabíl fyr- ir framan húsa- kynni DV og tók myndir af starfs- mönnum blaðsins í gegnum glugga. Birti hann síðan myndirnar á Net- inu. Hann segir að með því sé hann að nota þeirra eigin meðul. Tilgangurinn sé þó fyrst og fremst sá, segir hann, að fá alþingismenn til að setja lög gegn slíkum myndatök- um. „Ég vil geta labbað um götur bæjarins og inn á kaffihús án þess að eiga von á því að sjá myndir af því í blöðunum næsta dag. Mér finnst þetta vera komið yfir strikið og er að reyna að bólusetja þjóðina gegn þessu,“ segir hann. „Ritstjórar og eig- endur DV mega eiga von á mér hvar og hvenær sem er með myndavélina meðan þetta „paparazzi“-veiðileyfi er í gildi hér á landi,“ bætir hann við. „Ég hef stofnað sérstaka síðu á Net- inu á slóðinni: paparazziland.com.“ Ástþór segir að upphaf þessa máls megi rekja til þess að DV birti myndir af honum í síðustu viku þar sem hann sat í bíl sínum. „Ég sat í bílnum mín- um, stutt frá Landakoti, þar sem ég hafði verið að heimsækja móður mína á líknardeildinni, þegar ljósmyndari kemur að rúðunni og byrjar að taka af mér myndir.“ Ástþór segist hafa brugðist ókvæða við enda hafi hann verið að sinna einkaerindum. Því hafi hann kallað á lögregluna og krafist þess að myndunum yrði eytt. Hún hafi á hinn bóginn hafnað því og sagt að þær væru fullkomlega löglegar. „Góðlegt sprell“ Mikael Torfason, annar ritstjóri DV, segir að í rauninni sé lítið um myndatökur Ástþórs að segja. Þetta sé „góðlegt sprell“ hjá Ástþóri og snerti starfsmenn blaðsins ekki. Með myndatökunum fyrir utan DV hafi hann framið gjörning og ekki sé ástæða fyrir ritstjórn blaðsins að tjá sig um hann frekar en aðra gjörninga. DV baðst afsökunar á birtingu fyrr- nefndra mynda af Ástþóri og segir Mikael að þar með hafi málinu lokið af hálfu blaðsins. Ástþór Magnússon Mótmælir myndbirt- ingum í DV Ástþór Magnússon Mikael Torfason AUSTURLAMB býður í haust eins og í fyrra upp á sölu lambakjöts í gegnum Netið. Auk upplýsinga um uppruna kjötsins er nú hægt að fá upplýsingar um tilhögun fóðrunar og beitar. Afgreiðsla fyrstu send- inga haustsins er að hefjast og eru kaupendur úr öllum landsfjórð- ungum. Með því að fara á heimasíðuna www.austurlamb.is geta kaupendur fengið upplýsingar um hvern fram- leiðanda fyrir sig. Þar kemur m.a. fram uppruni fjárstofns, hvernig vetrarfóðrun var hagað, sumarbeit, beit fyrir slátrun, meðalvigt á búinu árið 2003 og gæðaflokkun. Á heimasíðunni er að finna heild- aryfirlit sem gerir samanburð milli framleiðenda auðveldari. Hægt að fá upplýsingar um fóðrun og beit ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.