Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 23
UMRÆÐAN 50 ÁRA REYNSLA AF GAGNSEMI HEITRA LINDA OG UPPBYGGJANDI ÁHRIFA ÞEIRRA Á HÚÐINA.
Kynning í dag, föstudag og laugardag
CELLULI-CHOC má nota á öll vandamála-
svæ›i gegn appesínuhú›.
ABDO-CHOC er sérstaklega hanna› fyrir
magann og örvar losun fitu.
Njóttu fless a› grennast og styrkjast me›
a›sto› BIOTHERM – gjöf fylgir grennandi
kremum me›an á kynningu stendur.
CELLULI – CHOC
no comment !
me› virkum efnum úr kakóbaunum
til a› losna vi› ójafna hú›, á ánægjulegan hátt.
Sími: 568 5170
VERKFALL framundan! Hver
vill það? ekki ég, EN … ég er heldur
ekki tilbúin að vera áfram metin svo
lítils í launum og það að einhver vogi
sér að segja mig lata gerði útslagið
hjá mér. Ég eins og flestir kennarar
er ekki heima að hrópa húrra fyrir
verkfalli en ég lýsi hér með yfir
stuðningi við samninganefnd kenn-
ara sem þarf að vinna
undir miklu álagi þessa
dagana.
Þegar ég var yngri
varð ég fyrir slysi og í
kjölfarið var ekki um
annað að ræða en að
mennta sig ef hægt
ætti að vera áfram á
vinnumarkaði. Á sama
tíma voru börnin að
koma í heiminn svo
fyrstu árin varð kvöld-
skóli fyrir valinu. Eftir
nokkur slík ár gafst
kostur á að ljúka stúd-
entsprófi en þá tók við
barneignafrí. Næst lá leiðin í Há-
skóla Íslands en til þess að fært yrði
að halda áfram námi þurfti að taka
námslán sem ÞARF að borga til
baka og er gert. Útskrift frá háskól-
anum með BA í félagsfræði. Í mín-
um heimabæ var ekki mikið um
vinnu fyrir félagsfræðinga og erfitt
að ætla að rífa sig upp og flytja til
Reykjavíkur. Það varð úr að ráða sig
sem leiðbeinanda til kennslustarfa
þar sem ég hafði mikla reynslu af
starfi með börnum og unglingum.
Eftir eitt ár í starfi kennara ákvað
ég að sækja um í fjarnámi og ná mér
í kennararéttindi, það gekk eftir og
tveimur árum síðar voru þau í höfn.
Ég hef mikinn áhuga á þessu starfi,
sérstaklega að vinna að hag þeirra
sem höllum fæti standa í námi og
rekast illa í þessu skólakerfi. Ég er
sem betur fer mjög heilsuhraustur
kennari, hef verið frá tvo heila veik-
indadaga á þessum rúmu fimm ár-
um, tek sjaldan leyfi utan lögbund-
inna frídaga og sumarfría. Í dag,
eftir viðbótarnám og ríflega fimm
ára starfsreynslu, hef ég ekki enn
náð þeim byrjunarlaunum sem ég
hefði fengið sem félagsfræðingur.
Ég greiði fulla skatta og nýti mér lít-
ið meira en lágmarksþjónustu sveit-
arfélagsins. Ég fæ ekki barnabætur
eða húsnæðisbætur enda rétt komin
yfir lágmarksþakið, ekki niðurgreitt
barnagæslupláss enda finnst mér að
þeir sem lægstu kjörin
hafa eigi að njóta þessa
og er fullkomlega sátt
við að skattar mínir
renni að hluta til þessa
málaflokks. Ég er sem
betur fer ekki full-
komin frekar en aðrir
en eitt get ég fullyrt og
það er að ég er ekki
LÖT til vinnu og tek
helst aldrei neitt að
mér sem ég er ekki
100% viss um að geta
skilað vel af mér. Ég er
verulega ósátt við það
að eitthvert möppudýr
úti í bæ alhæfi slíkt um kennara í út-
varpi allra landsmanna. Það er ef-
laust í þessari STÓRU stétt eins og í
stéttum möppudýra hægt að finna
lata einstaklinga, a.m.k. finnst mér
stundum erfitt að ná í ýmsa sem
vinna í þjónustustofnunum sveitar-
félaga, á símatíma eru þeir oft ekki
við, eru á fundi eða á tali svo lengi að
ég, sem er bundin við klukkuna og
þarf að mæta á réttum tíma til
kennslu, hef ekki tíma í hangs yfir
símanum. Nú og ef maður þarf til
læknis þá reyni ég að fá tíma þannig
að það sé ekki á kennslutíma en þar
fyrir utan er nú varla hægt að fá
tíma hjá lækni í heimabyggðinni
nema eftir klukkan 17. Þessi sveit-
arstjórnarmaður sem leyfir sér að
tala svona um starfsmenn sveitarfé-
lagsins ætti ekki að vera hissa á að
kennarar á þeim stað sem og öðrum
verði fúlir, þetta sýnir í hnotskurn
hversu vel viðkomandi metur störf
starfsmanna sveitarfélagsins.
Hversu vel sinnir þessi sveit-
arstjórnarmaður störfum sínum?
Það rignir upp í nef hans og hann
kemur fram af miklum hroka. Sveit-
arstjórnarmenn verða að athuga að
þeir eru á launum hjá okkur og eiga
undir okkur að geta haldið áfram í
því starfi. Það eina sem er tryggt í
huga mér er að ég er í þessu starfi af
þvílíkri hugsjón því ekki eru launin
til að hrópa húrra yfir og ef þau
væru aðaldrifkrafturinn þá væri ég
löngu hætt og farin.
Hver vill verkfall?
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir
fjallar um kennaraverkfallið ’Ég er verulega ósáttvið það að eitthvert
möppudýr úti í bæ al-
hæfi slíkt um kennara í
útvarpi allra lands-
manna.‘
Ragnhildur L.
Guðmundsdóttir
Höfundur er BA í félagsfræði
og kennari.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn