Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 27
V
aldabaráttan milli áhrifa-
mesta stjórnmála-
mannsins í Frakklandi,
sjálfs forsetans Jacques
Chirac, og þess vinsæl-
asta, fjármálaráðherrans Nicolas
Sarkozy, hefur verið helsta umræðu-
efni áhugamanna um stjórnmál þar í
landi síðustu vikur og mánuði. Tekist
hefur verið á um formannsembættið í
Lýðfylkingunni (UMP), flokki Chir-
acs Frakklandsforseta, en miklu
meira er þó hugsanlega í húfi, jafnvel
forsetaembættið sjálft.
Engum í Frakklandi hefur dulist
sú spenna sem verið hefur í sam-
skiptum Chiracs og Sarkozy. Sark-
ozy hefur fyrir sitt leyti ekki farið
leynt með þann áhuga sinn að verða
forseti Frakklands þegar næst verð-
ur kosið, vorið 2007, en að sama skapi
er ekkert leyndarmál, að fátt væri
Chirac meira á móti skapi.
Chirac hefur ekki útilokað að
sækjast eftir endurkjöri 2007. Ólík-
legt er þó talið að til þess komi –
Chirac verður orðinn 74 ára gamall
og búinn að sitja á forsetastóli í tólf ár
– og víst er í öllu falli að hann sá fyrir
sér allt annan mann sem arftaka sinn
en hinn vinsæla Sarkozy; nefnilega
Alain Juppe, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Frakklands.
Juppe neyddist hins vegar til að
segja af sér sem formaður UMP í síð-
asta mánuði eftir að hafa verið fund-
inn sekur um að hafa tekið við ólög-
legum framlögum í flokkssjóðinn. Og
Sarkozy sá sér leik á borði og lýsti yf-
ir framboði til formannsembættisins
í flokknum.
Samið um frið – í bili
Margir líta á formannsembættið í
UMP sem stökkpall fyrir næstu for-
setakosningar og það er auðvitað
þess vegna sem Sarkozy sækist eftir
embættinu í kosningum sem fara
fram í nóvember. Sem formaður
UMP myndi hann hafa alla flokks-
maskínuna á bak við sig, gæti jafnvel
sett þær reglur sem farið verður eftir
þegar forsetaframbjóðandi flokksins
er valinn 2007.
Chirac var aftur á móti búinn að
gera það lýðum ljóst, að hann myndi
reka Sarkozy úr ríkisstjórninni
reyndi hann að gegna báðum emb-
ættunum samtímis, formannsemb-
ættinu í flokknum og fjármálaráð-
herraembættinu. „Það er best fyrir
stjórnskipulag okkar og persónuleg
samskipti ráða auðvitað ekki þeirri
afstöðu minni,“ sagði Chirac í júlí.
Sagði hann ekki ganga að hafa rík-
isstjórn þar sem forsætisráðherrann,
í þessu tilfelli Jean-Pierre Raffarin,
þyrfti að una því að einn undirmanna
hans, þ.e. fjármálaráðherrann Sark-
ozy, væri flokksformaður. Við slíkar
aðstæður væri forsætisráðherrann
ekki lengur forsætisráðherra í reynd.
Ekki var ljóst hvernig þessari lotu
í reiptogi Chiracs og Sarkozys myndi
lykta fyrr en fyrir nokkrum dögum,
en þá hittust þeir á fundi í París.
Sömdu þeir þá frið – ef frið má kalla:
samkomulag þeirra felur í sér að
Chirac muni ekki leggja stein í götu
Sarkozys á leið hans í formannsstól-
inn en Sarkozy gekk að því á móti að
víkja úr ríkisstjórn um leið og hann
hefur verið kjörinn formaður UMP í
nóvember.
Talsmenn forsetans sögðu fund
þeirra hafa verið á vinsamlegum nót-
um og Chirac lýsti yfir stuðningi við
framboð Sarkozys til flokksfor-
mennskunnar. Þykir enginn vafi á
því nú að Sarkozy verði næsti for-
maður UMP, þó að svo geti farið að
fleiri verði í kjöri. Fáum blandast aft-
ur á móti hugur um að valdabaráttan
milli Chiracs og Sarkozys heldur
áfram. „Vopnahlé hefur verið samið
en menn halda enn fast um vopn sín,“
sagði dagblaðið Le Monde um tíðind-
in.
Var áður ráðgjafi Chiracs
Það er ekki aðeins metnaður
Sarkozys og einbeittur vilji hans að
verða næsti forseti Frakklands sem
veldur spennunni í samskiptum hans
og Chiracs. Þar koma einnig til fyrri
samskipti þeirra tveggja. Sarkozy
var nefnilega einn helsti ráðgjafi
Chiracs hér áður fyrr. Sarkozy sveik
hins vegar lit í forsetakosningunum
1995, studdi keppinaut Chiracs,
íhaldsmanninn Edouard Balladur, og
þau svik hefur Chirac átt erfitt með
að fyrirgefa.
Chirac bar sigur úr býtum í for-
setakosningunum 1995 og var Sark-
ozy skiljanlega gerður brottrækur úr
fylgdarliði hins nýja forseta, raunar
neitaði Chirac að tala við fyrrverandi
skjólstæðing sinn í þrjú ár.
Endurhæfing Sarkozys, sem nú er
49 ára gamall, hófst hins vegar 2002
þegar hann var gerður að innanrík-
isráðherra að frumkvæði Dominique
de Villepin, þáverandi utanríkisráð-
herra og núverandi innanríkisráð-
herra. Frami Sarkozys síðan þá hef-
ur verið hraður, hann þótti standa sig
afar vel í innanríkisráðuneytinu;
glæpum fækkaði, vændiskonur voru
hraktar af götum borga landsins,
stórmarkaðir samþykktu að lækka
matvöruverð og risafyrirtækinu
Alstom var bjargað frá gjaldþroti.
Hann hefur ef til vill ekki hrist eins
rækilega upp í hlutunum í fjármála-
ráðuneytinu síðan hann kom þangað í
sumar en hann þykir enn frambæri-
legasti ráðherrann; hefur 54% stuðn-
ing meðal kjósenda í skoðanakönn-
unum á meðan de Villepin hefur 36%
og Raffarin forsætisráðherra aðeins
25%. Þykir mörgum liðsmanni UMP
mikill happafengur að fá Sarkozy í
formannsembættið, hann sé réttur
maður til að blása lífi í flokksstarfið í
kjölfar auðmýkjandi ósigra UMP í
héraðs- og Evrópuþingskosningum í
sumar.
„Óvinveitt yfirtaka“
í víghreiðri Chiracs
The Economist segir í fréttaskýr-
ingu í síðustu viku að Sarkozy hafi
óumdeilanlega haft betur í þessari
lotu valdabaráttu þeirra Chiracs.
Hann sé búinn að tryggja sér hús-
bóndavald í flokksmaskínu, sem
Chirac stofnaði sjálfur og hefur haft
það markmið fyrst og fremst að vera
hans eigið víghreiður, og nú síðast
skjólstæðings hans, Alains Juppes.
Kaldhæðnislegt sé að málin skuli
hafa þróast þannig að næsti formað-
ur flokksins verði maður sem hugs-
anlega muni beita þessari sömu
maskínu gegn Chirac eða hverjum
þeim sem forsetinn kann að gera að
skjólstæðingum sínum.
Notar tímaritið Newsweek hug-
takið „óvinveitt yfirtaka“ um þessa
óvæntu þróun mála.
Newsweek bendir hins vegar á að
tvö og hálft ár séu langur tími í
stjórnmálum (en forsetakosningar
fara sem fyrr segir fram 2007). Get-
gátur eru uppi um að Chirac muni á
þessu tímabili skipta hinum óvinsæla
forsætisráðherra, Raffarin, út og
gera de Villepin að forsætisráðherra í
hans stað. Slíkt myndi gefa de Ville-
pin, sem Chirac er nú sagður vilja sjá
sem arftaka sinn, tækifæri til að
styrkja stöðu sína vegna forvals
UMP vegna forsetakosninganna.
Á það ber þá einnig að líta að vin-
sældir Sarkozys meðal almennings
skýrast einkum af afrekum hans á
ráðherrastóli og þau verða auðvitað
ekki fleiri eftir að hann er horfinn úr
ríkisstjórn. Eru uppi getgátur um að
Chirac treysti á að Sarkozy fatist
flugið, hverfi nokkuð af sjónarsviðinu
sem veiki pólitíska stöðu hans.
The Economist bendir að vísu á að
Sarkozy hafi notið aðdáunar fyrir það
hversu óragur hann hefur verið að
ganga gegn Chirac og það muni hann
geta gert áfram upp að vissu marki
sem flokksformaður UMP. Hann
þurfi þó að feta slíkt einstigi varlega,
hann megi ekki hætta á að illdeilur á
hægri væng stjórnmálanna verði til
þess að styrkja stöðu vinstri manna
og auka þannig líkurnar á því að ein-
hver úr þeirra röðum verði kjörinn
forseti í kosningunum 2007.
Vopnahlé í valdabaráttu
Chiracs og Sarkozys
Nicolas Sarkozy kynnti í gær fyrstu fjárlög sín sem
fjármálaráðherra Frakklands og sennilega þau
einu. Hann mun nefnilega að öllum líkindum hverfa
úr ríkisstjórn í nóvember í samræmi við sam-
komulag sem hann hefur gert við Jacques Chirac
Frakklandsforseta. Davíð Logi Sigurðsson gerir
hér grein fyrir þeirri togstreitu sem verið hefur í
sambandi þeirra Chiracs og Sarkozys.
david@mbl.is
Reuters
Jacques Chirac hefur verið forseti Frakklands frá 1995. Hann hefur ekki
gefið upp hvort hann hyggist sækjast eftir endurkjöri til fimm ára 2007.
Reuters
Nicolas Sarkozy þykir líflegur stjórnmálamaður og nýtur hann mikilla
vinsælda í Frakklandi.
NICOLAS Sarkozy, eða Sarko eins
og hann er oftast kallaður af löndum
sínum, er ekki steyptur í sama mót
og margir kollega hans í frönskum
stjórnmálum. Hann hefur ekki sótt
menntun sína til þekktustu háskóla
Frakklands og frami hans byggist
ekki á afrekum forfeðranna. Faðir
hans, Pal Nagy Bocsa y Sarkozy, var
ungverskur, en flýði heimaland sitt
undir lok fimmta áratugarins og
skráði sig í frönsku útlendinga-
herdeildina. Síðar settist hann að í
París og kvæntist þar alls fjórum
sinnum. Fyrsta eiginkona hans var
dóttir fransks skurðlæknis og sonur
þeirra er Nicolas fjármálaráðherra.
Nicolas Sarkozy ólst upp í rík-
mannlegum borgarhluta Parísar,
Neuilly-sur-Seine. Hann nam lög-
fræði og fékk snemma áhuga á
stjórnmálum. Hann segist ekki
kreddufastur hvað varðar pólitíska
hugmyndafræði, það eina sem máli
skipti sé að sú stefna, sem stjórnvöld
fylgi, skili tilætluðum árangri. Sum-
um í Frakklandi finnst hann helst til
mikill aðdáandi Bandaríkjanna og
bandarískrar menningar, sjálfur
segist hann vera frjálslyndur um-
bótasinni sem telji að draga þurfi úr
umfangi ríkisvaldsins.
Sarkozy virðist eiga einstaklega
létt með að ná til almennings, lætur
andstæðinga sína aldrei æsa sig upp
eða slá sig út af laginu og talar ein-
falt, auðskiljanlegt mál. Hann er
ekki mikill á velli, raunar með
lægstu mönnum, en Frakkar settu
það ekki fyrir sig þegar Napóleón
var við völd og virðast ekki gera það
nú. Sarkozy er kvæntur Céciliu Cig-
aner-Albeniz og eiga þau þrjú börn.
Þau hjón þykja afar glæsileg og eru
gjarnan til umfjöllunar á síðum slúð-
urblaða í Frakklandi.
Sonur ungversks
innflytjanda
skilning á stöðu kennara. Við höfum líka
lning á afstöðu sveitarfélaganna. En það
rf að finna lausn. Það er það sem fullorðið
k gerir. Það sest niður, ræðir saman og mæt-
einhvers staðar á miðri leið. Deilendur verða
axla þessa ábyrgð og þeir verða að gera það
ax.“
Að sögn Elínar vilja samtök foreldra að þetta
rði síðasta verkfall kennara. „Við höfum ekki
i á því sem samfélag að fara aftur í verkfall.
ð þarf að finna lausn til framtíðar, hvort sem
n verður að kennarar setji laun sín í kjara-
fnd eða hvað.“
Á fundinum beindu fulltrúar foreldrasam-
anna því einnig til ráðherra að hún beiti sér í
að bæta námsgögn grunnskólanna til þess
létta á vinnuálagi kennara við að búa til ít-
fni og námsgögn fyrir nemendur sína.
á fundi með foreldrum
ábyrgð
unnskóla
Morgunblaðið/RAX
dóttir, Foreldrasamtökum á Suðurlandi,
gisdóttir, Foreldrasamtökum í Reykja-
sem eru í stjórn Heimilis og skóla, Berg-
rín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.
„Meira að segja er það sem launa-
nefndin hefur boðið kennurum ávís-
un upp á 5–7% verðbólgu. Það er
verið að dæla milljörðum út til al-
mennings í ódýru lánsfé, sem er allt
verðtryggt,“ segir Sigurður. „Sjálf-
sagt myndi hagkerfið þola þessa
kennarasamninga eina og sér en þá
koma bara aðrir opinberir starfs-
menn á eftir. Þessi staða er mjög
hættuleg,“ segir Sigurður.
Spurður hvort til greina kæmi að
taka upp skólaútsvar í sveitarfélög-
um til að tryggja kennurum betri
laun og standa undir skólastarfinu
segir Sigurður að ekkert sveitarfé-
lag á Íslandi þyldi þær launahækk-
anir sem kennarar gera kröfu um,
jafnvel þó þau öll nýttu útsvars-
heimildirnar að að fullu. „Ef á að
fara að búa til sérstakan skatt fyrir
eina stétt, hvað á þá að gera fyrir
hinar stéttirnar sem kæmu í kjöl-
farið?“ segir Sigurður og kveðst
vera þeirrar skoðunar að aðrir
landsmenn myndu ekki sætta sig
við ef búinn yrði til sérstakur skatt-
ur með lögum frá Alþingi til að
standa undir launahækkunum einn-
ar starfsstéttar.
Menn verða að ná saman
„Það er alvarlegt þegar svona
rask verður í samfélaginu. Maður
verður að leggja allt sitt traust á að
þeir, sem hefur verið falin sú
ábyrgð að semja, nái samningum.
Við getum lítið aðhafst og hér hafa
menn ekki verið að ræða neinar
neyðaraðgerðir og ekki hafa borist
neinar óskir um slíkt,“ segir Albert
Eymundsson, bæjarstjóri sveitarfé-
lagsins Hornafjarðar.
í land-
reglu-
sem
ð set-
vegna
u og
jón-
að hef-
inilega
veru-
ostnað-
Þessu
er full
ður við
ðun á
vegna
.
etta
Það er
á milli
og við-
r erfitt
“ segir
rstjóri
að óat-
myndir
kólaút-
fyrir-
n hluta
tri eða
okkum
ndlega
á það.
gu
tjóri í
nvalda
hrifum
ngi því
ækkana
élagið.
ennaradeilunnar
að taka
ð ríkið“