Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 33
Elsku Inga. Hér sitjum við systurnar saman og rifjum upp allar yndislegu stundirnar sem við áttum með þér. Margar eru góðu minningarnar af þér, elsku frænka, þó svo þær verði ekki fleiri munt þú alltaf vera hjá okkur, í hjarta okkar. Þær voru nú ekki fáar stundirnar sem áttum við saman í fallega bú- staðnum ykkar Sigga, Paradís. Hvort sem það var á heitum sumardegi eða kaldri vetrarnóttu var alltaf jafnynd- islegt að koma til ykkar í Paradís. Þar sem við smíðuðum kofann, böðuðum okkur í sólinni eða horfðum á regnið. Lágum í pottinum og pældum í tám eða horfðum á stjörnuhröp. Aldrei munum við gleyma þessum, sem og mörgum öðrum æðislegum stundum. Takk fyrir allt, elsku Inga frænka. Sjáumst seinna. Eins og engill af himnum, varst þú mér. Stjörnur í augun birtu og yl, styrk til að berjast við allt sem ég ei skil, það gafst þú mér. Nú í faðmi engla skaltu til himna hverfa og bíða þar mín. Ó, elsku Inga, ég mun ætíð minnast þín. Ó, elsku Inga, ég mun ávallt sakna þín. (Inga R. Ingjalds.) Elsku amma, Siggi, Ásta og Sonja. Megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Ykkar Þórunn Inga og Inga Ragna. Mér finnst mjög erfitt að þurfa að kveðja svona góða, skemmtilega, hæfileikaríka og yndislega frænku. Inga vann í skólanum mínum og var hún mér alltaf eins og amma mín. Hún skutlaði mér í skólann og gaf mér að borða ef ég gleymdi nesti. Ég á ábyggilega eftir að fara að gráta þegar ég er að skoða myndir af henni. Allir eiga einhvern tíma eftir að deyja en ég er ekki tilbúin að kveðja Ingu. Jesús mælti: ,,Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi …“ (Jóh. 11.25.) Inga hefur kennt mér margt og ég vona að það eigi eftir að hjálpa mér og öðrum í framtíðinni. Ég mun reyna að kenna mínum börnum þegar þau koma að mála á postulín, skreyta tert- ur, sauma kjóla og allt hitt sem hún hefur kennt mér. Elsku Inga frænka, ég sakna þín. Auður Eir. Elskuleg frænka mín hefur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi, langt um aldur fram. Okkur mun ekki birt- ast framar brosið hennar bjarta sem ávallt var svo stutt í fram á síðasta dag. Þær eru margar góðu minning- arnar sem ég á og mun varðveita um Ingu. Ég fylgdist með uppvexti hennar í stórum systkinahópi og seinna á lífs- leiðinni lágu leiðir okkar oft og víða saman. Við unnum báðar um tíma í Snælandsskóla þar sem listrænir hæfileikar hennar fengu að njóta sín, m.a. við kennslu í postulínsmálun. Inga starfaði einnig nokkur sumur á Hótel Eddu á Laugarvatni undir minni stjórn og reyndist þar einstak- lega góður og samviskusamur starfs- kraftur og hvers manns hugljúfi. Hún gat gengið í hvaða starf sem var og kunnu kokkarnir vel að meta smekk- vísi hennar og listrænt handbragð þegar kom að skreytingum ýmiss konar við matargerðina, t.d. þegar upp voru sett glæsileg hlaðborð. Eftir erfiðan vinnudag var oft glatt á hjalla þegar Inga bauð samstarfsfólkinu í heita pottinn í sumarbústað þeirra Sigga á Syðri-Reykjum. Hjálpsemi, heiðarleiki, vinnusemi og dugnaður eru þau orð sem lýsa Ingu best. Ég minnist hennar með söknuði og við Daníel sendum Sigga, Ástu, Sonju og Diddu okkar dýpstu samúð og biðjum guð að varðveita þau á erfiðum tímum. Í brosi duldist drauma þinna svið, sem dagsins erill snerti ekki við. Og hljóðlát varstu, hetja í böli og sorg, þér hentaði ei að bera slíkt á torg. (Höfundur ókunnur.) Erna Helga Þórarinsdóttir. Kæra Inga. Það er komið að kveðjustund, allt- of, alltof fljótt. Á svona stundum hvarflar hugurinn til baka, til þeirra stunda þegar þú varst hjá okkur og í amstri dagsins, glöddumst saman. Það var nefnilega ekki hægt annað en vera glaður í návist þinni, ég held að í þinni orðabók hafi orðið vandamál ekki verið til. Allt var leyst á fumlaus- an hátt með jákvæðni að leiðarljósi. Það er ekki alltaf auðvelt að vinna í stórum hópi, ekki síst með stórum hópi barna með mismunandi þarfir, en ég hef aldrei heyrt að það hafi ver- ið vandamál hjá þér. Góða, hlýja návistin þín, brosið þitt bjarta þar sem geislandi augun eru svo eftirminnileg, gerðu það að verk- um að öllum leið vel í návist þinni. Það er vandfyllt skarð í starfsmannahópi Snælandsskóla, þar sem þú hefur starfað í rúmlega 15 ár. Við getum lítið annað nú en hlýjað okkur við góðar minningar. Það var ótrúlegt að sjá hve vel þú tókst þeirri vitneskju að erfitt yrði að sigra mann- inn með ljáinn í þínum erfiðu veik- indum. Enda varstu aldrei tilbúin að gefast upp. Sárþjáð vannst þú þína vinnu í fyrravor, vildir ekki gefast upp, kvartaðir ekki og gleymdir ekki að brosa til okkar og vera vakandi yfir því sem vel mátti fara í skólanum. Fyrir hönd starfsfólksins þakka ég þér frábær kynni, megi almáttugur guð vaka yfir öllum ættingjum þínum og vinum og gefa þeim styrk í sorg- inni. Hanna Hjartardóttir. Þú áttir auð er aldrei brást, þú áttir eld í hjarta, sá auður þinn er heilög ást til alls hins góða og bjarta. Til meiri starfa guðs um geim þú gengur ljóssins vegi. Þitt hlutverk er að hjálpa þeim er heilsa nýjum degi. (Hrefna Tynes.) Kær vinkona er fallin frá í blóma lífsins. Við vinkonurnar í saumklúbbnum höfum þekkt Ingu frá barnæsku og unglingsárum. Flestar ólumst við upp í Kópavogi, sem þá var að byggjast upp og var á þeim árum hálfgerð sveit. Saumaklúbburinn okkar varð til, þegar við vorum 18–19 ára gamlar. Við höfum komið saman reglulega alla tíð síðan og notið margra sam- verustunda í gegnum árin, við stelp- urnar og eiginmenn okkar við stærri tækifæri. Við eigum eingöngu ljúfar og góðar minningar um Ingu. Það sem kemur sterkast upp í huga okkar í fari Ingu, er brosandi andlit augun svo hlý, góð- leg og gefandi. Hún var ætíð svo ljúf, fórnfús, alltaf tilbúin að hjálpa öðrum og hugsaði yfirleitt síðast um sjálfa sig. Listrænir og skapandi hæfileikar hennar nutu sín vel í postulínsmálun og skrautskrift. Ósjaldan var leitað til hennar, þegar stórveislur voru haldn- ar. Inga var mikil fjölskyldumann- eskja og var gaman að heyra hana tala um ljósgeislana sína, dæturnar og barnabörnin. Lífið hefur ekki alltaf farið mjúkum höndum um elsku Ingu, æðruleysi hennar og hetjulund komu best í ljós í erfiðum veikindum hennar og undr- uðumst við oft hve sterk hún var á því erfiða tímabili. Síðustu mánuðirnir hafa verið Ingu og fjölskyldunni mjög erfiðir. Siggi og dæturnar Ásta og Sonja hafa sýnt ótrúlegan styrk og umvafið hana ást og umhyggju. Elsku Siggi, Ásta og Sonja megi góður Guð veita ykkur styrk og kraft til að horfa fram á veginn. Minningin um Ingu mun lifa með okkur um alla framtíð. Blessuð sé minning Ingu og við vottum öllum ættingjum hennar okkar innilegustu samúð. Saumaklúbburinn Áslaug, Elísabet, Hjördís, Konný, Kristín, Sigríður og Þorgerður Ester. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Fyrir um það bil 15 árum hóf störf við Snælandsskóla ung og björt kona sem geislaði af hlýju og elskusemi við náungann. Þarna var á ferðinni hún Inga okkar sem ávallt var tilbúin að ganga í öll störf og létta undir með hverjum þeim sem á þurfti að halda. Inga gegndi ýmsum störfum við skól- ann og má þar nefna ræstingar, elda- mennsku og gangavörslu. Öll voru þessi störf unnin af sömu natninni og jákvæðninni. Inga var listræn og allt lék í höndum hennar hvort sem var kökubakstur eða postulínsmálun. Um tíma kenndi hún postulínsmálun á námskeiðum á vegum skólans og naut hún sín vel í því hlutverki. Inga hafði góð áhrif á alla í kring- um sig, bæði starfsfólk og nemendur með jafnlyndi sínu og glaðlyndi. Hún talaði fallega til nemendanna og lagði allt til betri vegar. Hún var afar ósérhlífin og vildi allt fyrir alla gera. Við ólíklegustu tæki- færi galdraði hún fram lystilega skreyttar tertur og brauð handa sam- starfsfólki sínu. Af sama örlæti bauð hún okkur starfsfélögunum í sum- arbústað sinn, þar sem vel sást hin haga hönd Ingu. Þar naut hún sín greinilega ekki síst þegar fjölskyldan var þar saman komin. Við söknum Ingu og hennar nota- legu nærveru. Minning hennar lifir. Elsku Jónína, Siggi, Ásta og Sonja, megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Vinnufélagar. Elsku Inga. Það snertir hug okkar og hjarta að þú hafir þurft að kveðja okkur svo fljótt. Minningarnar eru óteljandi allt frá því við vorum í 5. bekk í Snælands- skóla þar sem þú gafst okkur póló í kompunni, áður en við vissum af varstu farin að kenna okkur að mála á postulín. Þar sem tíminn leið og við færðumst upp í unglingadeildina hélst þú áfram að vera svona hress og skemmtileg, sama hvernig veðraði. Þú lést okkur finnast við vera sérstök og fundum við fyrir væntumþykju þinni, þú varst alltaf jafngóð við okkur og við vissum að við gætum leitað til þín. Þú þekktir sérþarfir okkar þegar kom að því að við urðum svöng, þá varst þú alltaf með eitthvað gott í há- degismat handa okkur. Ekki leið á löngu þar til að Helga Irma fór að passa fyrir yngstu dóttur þína, Sonju Ernu, þá stóðstu henni enn nær og var henni tekið með opn- um örmum. Takk kærlega fyrir allt það sem þú kenndir okkur og tímann sem þú eyddir með okkur í Snælands- skóla. Okkur langaði að minnast þín því minningarnar sem þú skildir eftir í huga okkar eru svo góðar og munu þær seint gleymast. Við vitum að nú líður þér vel og ert á betri stað þar sem þú vakir ávallt yfir okkur öllum. Við vonum að þeir sem standa næst þér sjái ljós í myrkrinu því ljósið er til staðar þótt við sjáum það ekki alltaf. Með samúðarkveðju til allra aðstand- enda, Helga Irma og Sunna Dögg. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Blessuð sé minning Ingu. Guðrún Arnfinnsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 33 MINNINGAR ✝ Jóhanna ÁrnýRunólfsdóttir fæddist í Borgarnesi 2. janúar 1921. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 16. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Runólf- ur Eyjólfsson, f. 24. júní 1889, d. 1947 og Sigríður Magný Ingj- aldsdóttir, f. 16. ágúst 1888, d. 1972. Systkini Jóhönnu eru Helgi, f. 1924 og Laufey Karítas, f. 1926. Árið 1948 giftist Jóhanna Þorbirni Ólafssyni, f. 5. júní 1909, d. 1956. Þau eignuðust tvo syni, þeir eru: a) Björn Ársæll, f. 17. mars 1941, kvæntur Sól- veigu Harðardóttur, f. 1946. Börn þeirra eru Jóhanna Þor- björg, f. 1964, Hörður, f. 1966 og Jökull Fannar, f. 1975. b) Ólafur Ágúst, f. 11. mars 1950, kvæntist Ingi- björgu Ásgeirsdótt- ur, f. 1951. Þau skildu. Dætur þeirra eru Sigrún, f. 1973, Ragnheiður, f. 1979 og Auður Árný, f. 1985. Jóhanna verður jarðsungin frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Nú þegar komið er að kveðjustund leita á huga okkar minningar um all- ar þær góðu stundir sem við áttum með ömmu. Við vorum svo lánsamar að amma Jóhanna var hluti af fjöl- skyldu okkar á annan hátt en gengur og gerist með ömmur. Hún bjó lengi hjá okkur, fylgdi okkur til Englands þegar við bjuggum þar, ferðaðist með okkur og tók þátt í öllu sem gerðist í fjölskyldunni. Hún tók á móti okkur þegar við komum úr skólanum, bak- aði handa okkur pönnukökur og spil- aði við okkur. Allra mikilvægast þyk- ir okkur þó að hafa kynnst hennar góða hjarta og það mun fylgja okkur alla ævi. Þegar við sitjum hér saman að reyna að koma hugsunum okkar á blað og deila minningum okkar er greinilegt að þær eru góðar. Við minnumst hennar með söknuði en jafnframt með hlýju og brosi á vör. Ofarlega í huga eru stundir þar sem fjölskyldan sat saman við matarborð- ið og sprellaði. Við munum alltaf minnast ömmu glaðlegri á svip því að þannig var hún. Undanfarin ár hefur amma glímt við erfið veikindi en aldrei kvartað. Í þau skipti sem hún hefur þurft að dveljast á Landspítalanum hefur starfsfólkið ítrekað haft orð á því hvað amma var sterk og yndislega hlý manneskja. Þau höfðu svo sann- arlega rétt fyrir sér með það. Nú hefur amma fengið hvíldina og vonandi er hún komin til afa Þor- björns eftir langan aðskilnað. Við kveðjum ömmu með sárum söknuði en trúum því og treystum að henni líði betur núna. Bless, elsku amma – Guð geymi þig. Sigrún, Ragnheiður og Auður Árný. Við hjónin kynntumst Jóhönnu Runólfsdóttur á Borgarnes-árum okkar. Það mun eins um okkur og aðra sem þekktu hana að hún var eft- irminnileg, heilsteypt og góðviljug. Hún fæddist í Borgarnesi og ólst að hluta til upp á Ferjubakka í Borg- arhreppi. Það er kunnara en frá þurfi að segja að efnahagur smábýlisbónd- ans á áratugunum eftir síðari heims- styrjöldina var einatt þröngur og urðu allir sem vettlingi gátu valdið að taka þátt í framfærslu heimilisins. Börnin gengu að slætti og öðrum heyskap langt innan fermingar og reyndar að öðrum störfum sem leysa þurfti af hendi við hirðingu bústofns og að sjálfsögðu heimilisstörfin. Við slíkar aðstæður ólst Jóhanna upp. Það kom sér vel fyrir heimilið að óvenjuleg verklagni fylgdi henni. Hún gat saumað fatnað og prjónað og var um það rætt hve þrautseigja hennar og hugulsemi væri mikil. Sjálf sagði hún frá því að hún var innan fermingar þegar hún tókst á hendur að hjálpa gömlum manni í grenndinni, sem var orðinn farinn að heilsu. Hann bjó í gömlum torfbæ, þar sem hvorki var rennandi vatn né nokkur upphitun. Hún stóð þarna frammi fyrir miklum vanda, ein með gamla manninn farinn að heilsu. En hún leysti þessa þraut af þeirri vand- virkni sem einkenndi allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún giftist Þorbirni Ólafssyni frá Hvítárvöllum og hófu þau hjón bú- skap í Borgarnesi. Þau eignuðust tvo syni en Þorbjörn missti heilsuna og dó á unga aldri. Stóð ekkjan þá uppi ein með börnin. En þá varð þraut- seigja hennar enn bjargvætturinn. Hún annaðist framfærslu fjölskyld- unnar. Vinnuveitendur hennar í Borgarnesi sáu fljótt verkfærni hennar og samviskusemi og mun hún í reynd hafa verið eftirsóttur starfs- maður, líka á tímum atvinnuleysis. Á unga aldri hafði Jóhanna löngun til að læra ljósmóðurstörf. En erfiður fjárhagur kom í veg fyrir það. En hún slakaði ekki á. Hún kom sonum sín- um til manns. Annar þeirra er nú toll- vörður og hinn verkfræðingur. Hún bjó síðari árin í Reykjavík og var þá börnum sínum og barnabörn- um þar hjálparhella. Hún vann mikið að hannyrðum og sögðu þeir sem þekkingu höfðu að verk hennar væru listilega vel af hendi leyst. Og nú er þessi hógværa og trausta kona kvödd af afkomendum sínum og vinum. Þrautseigju hennar, listfengi og vel- vilja verður lengi minnst. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Hannesdóttir og Ásgeir Pétursson. Við fráfall Jóhönnu Árnýjar Run- ólfsdóttur er mér öðru fremur þakk- læti í huga en hryggð. Hún var ekki rík í aurum talið. En hún átti annars konar auðævi sem fáum eru gefin jafnríkulega og henni. Það fólst í svo einlægu brosi og geislandi hlýju og manni hlaut að líða vel í návist henn- ar. Hún hafði líka sterka lífsreynslu að baki sem hún fjölyrti ekki um en gat miðlað af ef henni sýndist að gagni mætti verða. Hún kom hér með syni sínum, tengdadóttur og þremur dætrum, sem eignuðust hús hið næsta minni fjölskyldu. Þau hjón voru bæði í lyk- ilstörfum og ákvað hún að verða þeim til nokkurs gagns. Smátt og smátt þróaðist vinskapur milli okkar yfir garðvegginn. Sem aftur leiddi til þess að hún kom í heimsókn í bílskúrinn og fékk kaffitár en ég aftur til hennar í eldhúsið. Jóhanna var í eðli sínu hlé- dræg kona með sterkar tilfinningar og mótaðar skoðanir á flestu. Fátt var okkur óviðkomandi á þessum fundum og talað beint út. Eitt sinn hafði ég orð á því að mér fyndist hún fórna miklu fyrir börn sín og barnabörn. Og væri trúlega létt í vasa sem greiðsla fyrir vinnuframlag. Þá brosti hún þessu einlæga brosi sem enginn getur efast um og sagði: „Ert þú nú svona glær, vinur minn, þetta er uppbót á efri árin.“ Það var hugsandi maður sem þakkaði fyrir kaffið í það skiptið. Og efri árin gengu í garð með veikindum, spítala- ferðum og alls konar erfiðleikum. Þá varð ég vitni að því að orð hennar rættust. Þessar fjórar önnum köfnu mæðgur töldu ekki sporin sín til að aðstoða Jóhönnu og vaka með henni fram á síðustu dægur. Svona eru gæfusporin. Ég kveð Jóhönnu með söknuði með orðum Salómons konungs sem segir: „Glatt hjarta gefur góða heilsu- bót en dapurt geð skrælir beinin.“ Páll Sigurðarson nágranni. JÓHANNA ÁRNÝ RUNÓLFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.