Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 39
með nokkuð nýjum hætti á lendum framboðs og eftirspurnar. Vissulega geta menn staðið uppi eins og hanar á haug og galað út skoðun sína á verðlagningu Bjarna en það eru ekki þeir heldur markaðurinn sem ræður verðinu. Bjarni gerir tillögu sem markaðurinn annaðhvort samþykkir eða hafnar, svo einfalt er það. Það liggur hins vegar í augum uppi að áhættan á að kaupa hlut í Þóroddi nú samanborið við hlut í Orra fyrir fimm árum síðan er mun meiri. Hann á eftir að sanna sig sem ekki bara góður kynbótahestur held- ur þarf hann að verða framúrskar- andi góður til að standa undir verð- hugmyndum Bjarna. Þar fyrir utan þarf hann að komast af, það er að lifa yfir höfuð og einnig að halda ásætt- anlegri frjósemi fram undir tvítugs- aldurinn. Eitt af því sem oftsinnis hefur ver- ið haldið fram varðandi velgengni Orra frá Þúfu er að vel hafi verið staðið að markaðssetningu hans og jafnvel svo langt gengið að fullyrða að það hafi öðru fremur tryggt vin- sældir hans. Þótt vel sé þekkt úr heimi markaðsfræðinnar að mönn- um hafi tekist að búa til „verðmæt fyrirtæki“, sem ekkert hafa haft á bak við sig, hafa slík fyrirbæri staðið mjög stutt og oftar en ekki örfáir skúrkar hagnast á slíku en sumir þeirra lent í slæmum málum fyrir að búa til slíkar loftbólur. Óheppileg samsæriskenning? Árangur Orra frá Þúfu hefur byggst á góðri frammistöðu af- kvæma hans í kynbótadómum öðru fremur. Einnig hafa afkvæmi hans mörg hver staðið sig frábærlega vel á öðrum vettvangi og á þessu hefur vel heppnuð markaðssetning hests- ins byggst. Í viðtali í tímaritinu Hestar nýlega ber Bjarni Þorkelsson reyndar brigður á að gæði hestsins ein og sér liggi að baki velgengninni og full- yrðir að kynbótadómarar hafi mark- visst ofdæmt afkvæmi Orra og með því haft áhrif á ræktunar- og mark- aðsvirði hestsins. Hann tekur reynd- ar fram í viðtalinu að hann telji að þessu samsæri sé lokið. Ágúst Sigurðsson hrossarækt- arráðunautur tekur engan veginn undir þessa fullyrðingu Bjarna og segir hana tóma vitleysu og að sínu mati sé um að ræða furðulegar að- dróttanir sem séu alls ekki réttar. „Ég get sagt það hiklaust að Orri frá Þúfu er einfaldlega mjög góður kyn- bótahestur og búinn að sanna sig rækilega sem slíkur. Afkvæmi hans hafa komið inn í kynbótadóm og hlotið sinn dóm á jafnréttisgrund- velli við önnur hross,“ sagði Ágúst, „svo einfalt er það nú.“ Ósagt skal látið hvort þessi um- mæli Bjarna hafi einhver áhrif á áhuga manna á kaupum á hlutum í Þóroddi. Víst er að margt getur haft áhrif á gengi bréfa í hlutafélögum til lengri og skemmri tíma og er það vel þekkt fyrirbæri. Spennandi ferð fram undan Bjarni leggur nú upp í mjög spennandi ferð með stóðhest sinn Þórodd sem víst er að margur hesta- maðurinn muni fylgjast spenntur með. Bjarni metur hann greinilega sem jafnoka Orra frá Þúfu og ef hann reynist sannspár mun innan fárra ára verða kominn nýr for- ystuhestur í íslenskri hrossarækt. Ætla má að því muni margir fagna því kyrrstaða í ræktun er að sjálf- sögðu ekki góður kostur. Það sem hins vegar skyggir örlítið á, ef Þór- oddur tekur við af Orra, er hversu mikið hestarnir eru skyldir. Báðir eru þeir afsprengi Hrafns frá Holts- múla og Sauðárkróksræktunarinnar en báðar þessar línur eru orðnar mjög ríkjandi í íslenskri hrossarækt. Laugarvatnshrossin hafa lengi staðið í framvarðarsveit í íslenskri hrossarækt án þess þó að fá full- nægjandi góðkenningu brekkunnar á eigin ágæti. Því má spyrja á þess- um tímamótum hvort nú fari tími Laugarvatnshrossanna að ganga í garð, með Þórodd í broddi fylk- ingar? Spyr sá sem ekki veit. vakri@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 39 HESTAR FRÉTTIR um 100 metra og höfðumst þar við næturlangt undir beru lofti. Það var kalt, líklega 50 stiga frost og við vorum ekki í svefnpokum og höfð- um ekki viðbótarsúrefni.“ Þrátt fyrir hinn gífurlega kalda og súr- efnissnauða næturstað þeirra í 8.750 metra hæð, sluppu klifr- ararnir án kals. „Við sátum á bak- pokunum okkar í níu klukkutíma og gættum þess vel að sofna ekki, held- ur nudduðum tær og fingur. Við vissum nefnilega af Bandaríkja- mönnum sem höfðu sofið aðeins neðar á fjallinu og lifað af nóttina, en þeir misstu fingur og tær.“ Uppgangan á Kanchenjunga árið 1979 var mikill tímamótaáfangi á klifurferli Scotts því það var í fyrsta skipti sem svo hátt fjall var klifið með aðferð alpaklifrara, þ.e. með léttum búnaði og án viðbótarsúr- efnis. „Aðalerfiðleikarnir fólust í að komast upp 900 metra háan vegg og þetta var langt klifur auk þess sem grimmur kuldinn gerði okkur erfitt fyrir. Við vorum tvo og hálfan mánuð á fjallinu og við vorum fjári heppnir að komast á tindinn.“ Árið 1981 fór Scott á tind Shivl- ing og var það talið erfiðasta klifur sem nokkur hafði farið í á þeim tíma. Eftir áratuga klifur í Himalaja- fjöllunum veit Scott mætavel hversu mikilvægt það er að reiða sig á aðstoð Sérpanna, sem eru ann- álaðir fjallagarpar og trúræknir búddatrúarmenn. Bera þeir djúpa virðingu fyrir fjöllunum og sem dæmi má taka að þeir gjalda mikinn varhug við að misbjóða Gyðju snæv- arins, en svo nefnist Everest á máli Sérpa. Scott segir að hlúa þurfi betur að velferð Sérpanna þegar erlendir leiðangrar nýta sér aðstoð þeirra. Lág laun eru meðal þess helsta sem þurfi að bæta með því að tryggja þeim lágmarkslaun upp á 5 dollara á dag.. „Sennilega hafa margir þeirra ekki meira en 2 dollara á dag nú um stundir,“ segir Scott. „Þeir ættu einnig að eiga kost á sama búnaði og gæðum eins og hver ann- ar leiðangursmaður, aðgangi að læknisþjónustu, þyrluhjálp og slíku. Við sem förum í leiðangra með að- stoð þeirra verðum að muna að við fáum meira frá þeim, en þeir frá okkur. Þess vegna eigum að fara að þeim með virðingu.“ Fyrirlestur Scotts er á vegum Ís- lenska Alpaklúbbsins, Ferðafélags Íslands og Útiveru. Hefst dagskráin sunnudaginn 26. september kl. 19.30 í sal FÍ í Mörkinni 6 og kostar 900 kr. inn. BRESKI háfjallaklifrarinn Doug Scott heldur fyrirlestur og mynda- sýningu um klifur í Himalajafjöll- unum á sunnudaginn undir yfir- skriftinni „Sacred Summits“ eða helgir tindar. Þar er sjónum m.a. beint að hlutverki Everest og fleiri fjallarisa í trúarlífi fólks sem bygg- ir fjallahéruð í Himalajafjöllunum. Doug Scott kom fyrst til Íslands árið 1984 og er þetta sjöunda heim- sókn hans. Hann er því vel þekktur innan íslenska fjallgöngu- samfélagsins og ekki síður út um heim allan. Hann varð ásamt fé- lögum sínum fyrstur til að klífa Everest eftir suðvesturhlíð fjallsins árið 1975 og var það jafnframt í fyrsta sinn sem Bretar komust á tind Everest. Mun Scott sýna mynd- ir frá leiðangrinum og myndir frá fyrstu uppgöngu á norðvesturhlíð þriðja hæsta fjalls heims, Kanchenj- unga (8.586 m), Shivling (6.543 m) og Carzstenz (5.029 m) í Nýju- Gíneu. Doug er í fersku minni upp- gangan á Everest 1975. „Við kom- um á tindinn klukkan 18 og hófum niðurferðina klukkutíma síðar,“ segir hann. „Við lækkuðum okkur Einn þekktasti háfjallaklifrari heims á Íslandi „Heppnir að komast á tindinn“ Doug Scott á tindi Everest 1975. BORIST hefur eftirfarandi ályktun frá foreldraráði Grunnskóla Húna- þings vestra: „Foreldraráð Grunnskóla Húna- þings vestra mótmælir harðlega því verkfalli sem skollið er á meðal grunnskólakennara. Foreldraráð krefst þess að deiluaðilar nái sáttum og verkfalli verði aflýst án tafar. Það er ólíðandi í nútímasamfélagi að 45.000 börn, sem eiga lögbundinn rétt á grunnskólanámi, skuli vera þolendur í þessum vinnudeilum. Dragist verkfall á langinn er hætta á að það tjón sem börnin verða fyrir spanni yfir miklu lengri tíma en verkfallið sjálft. Ábyrgð deiluaðila er mikil og börnin okkar eiga ekki að þurfa að vera vopn í slíkri deilu.“ Skora á deil- endur að semja fg wilson Sími 594 6000 Rafstöðvar Veitum ráðgjöf og þjónustu fyrir allar stærðir og gerðir rafstöðva FGWILSONmase VISA Ísland og Íþróttasamband fatlaðra undirrituðu á dögunum samning um samstarf vegna und- irbúnings og þátttöku íslensks íþróttafólks fyrir Ólympíumót fatl- aðra í Aþenu. Myndin er frá undirritun samn- ingsins: Leifur Steinn Elísson, að- stoðarframkvæmdastjóri VISA, Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, Kristín Rós Hákonardóttir og Jóhann Kristjánsson. Styrkja Íþrótta- samband fatlaðra RÁÐSTEFNAN Loft 2004 sem haldin var í Hveragerði nýverið sam- þykkti eftirfarandi ályktun: „Ráðstefnan lýsir yfir eindregnum stuðningi við heilbrigðisráðherra í að breyta tóbaksvarnarlögum til sam- ræmis við anda vinnuverndarlaga og með lögum verði lagt bann við reyk- ingum í öllum fyrirtækjum, stofnun- um og á opinberum stöðum, þ.m.t. hótelum, veitingahúsum, börum og öðrum skemmtistöðum til þess að tryggja öllum vinnandi mönnum reyklaust vinnurými – alltaf alls staðar. Skorað er á alþingismenn að setja lög í þessum anda hið fyrsta. Einnig eru stjórnvöld hvött til að eyrnamerkja mun meira fé til tób- aksvarna og tóbaksmeðferðar.“ Allt vinnu- rými verði reyklaust LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eftir bifreiðinni ZL-654, sem er af gerð- inni Audi 100, dökkgræn, árgerð 1991. Bifreiðinni var stolið á bif- reiðastæði fyrir utan Stíflusel 5 í Reykjavík laugardaginn 18. sept- ember sl. Þeir sem geta veitt upp- lýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir að hringja í rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík í síma 420 2400. Lýst eftir stolinni bifreið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.