Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 15
ERLENT
SÖNGVARANUM sem eitt sinn kall-
aði sig Cat Stevens var meinað um
aðgang að Bandaríkjunum á þriðju-
dag á grundvelli
þjóðaröryggis en
Stevens, sem nú
heitir Yusuf Isl-
am, var á sérstök-
um lista banda-
rískra yfirvalda
yfir menn sem
hugsanlega mætti
telja varasama.
Var gert ráð fyrir
því að Stevens
yrði sendur með flugvél aftur heim til
Bretlands í gær, miðvikudag.
Flugi United Airlines frá London
til Washington á þriðjudag var snúið
til Maine þegar í ljós kom að Islam,
sem var um borð í vélinni, var á lista
bandarískra yfirvalda yfir þá menn
sem meinað er að koma til Bandaríkj-
anna af öryggisástæðum.
Þegar flugvélin lenti á vellinum í
Bangor í Maine tóku alríkislögreglu-
menn á móti söngvaranum og neituðu
honum um landvistarleyfi í Banda-
ríkjunum. Þeir gáfu engar skýringar
á því með hvaða hætti Islam teldist
vera ógn við bandarískt þjóðaröryggi
en fram kom í frétt The New York
Times að hann væri grunaður um að
hafa styrkt fjárhagslega samtök sem
talin eru tengjast alþjóðlegum
hryðjuverkahópum.
Fyrir fjórum árum var Islam vísað
frá Ísrael vegna gruns um að hann
hefði styrkt Hamas-samtökin, róttæk
samtök Palestínumanna, fjárhags-
lega. Bróðir Islams, David Gordon,
harðneitaði því hins vegar í gær að
söngvarinn hefði einhver tengsl við
hryðjuverkamenn.
Gerðist múslími 1977
Cat Stevens var geysivinsæll
söngvari á sjöunda áratugnum og átti
þá mörg vinsæl lög. Hann gerðist
hins vegar múslími árið 1977 og sagði
skilið við tónlistarheiminn um það
leyti. Hann hefur m.a. helgað sig út-
breiðslu Íslamstrúar í Bretlandi.
Söngvarinn fæddist í London og var
skírður Stephen Demetre Georgiou
en faðir hans var grískur Kýpverji og
móðir hans sænsk.
Meinað um landvistarleyfi
Cat Stevens
Washington. AFP.
NUR Malena Hassan frá Malasíu
velur sér undarlega meðleigjendur.
Hún hefur nú búið 32 daga í gler-
búri með 6.069 sporðdrekum og
þannig sett nýtt heimsmet en hún
lætur þó engan bilbug á sér finna,
hyggst búa í búrinu til laugardags.
Á myndinni sýnir Nur nokkra
sporðdrekanna en glerbúrið sem
hýsir hana er að finna í versl-
unarmiðstöð í Kuantan í Malasíu.
Stungur sporðdreka geta verið lífs-
hættulegar en Nur hefur byggt
með sér þol gagnvart stökum
stungum, það er aðeins ef hún er
stungin þrívegis á skömmum tíma
sem heilsu hennar er talið ógnað.
Til að gæta fyllstu varkárni hefur
þó jafnan verið læknir í nágrenni
glerbúrsins góða. Að sögn aðstoð-
armanna hennar hefur hún alls ver-
ið stungin sjö sinnum á þessum
rúma mánuði.
Þúsundir Malasíubúa hafa heim-
sótt verslunarmiðstöðina í Kuantan
til að fylgjast með Nur setja nýtt
heimsmet en hún sefur þar, borðar
og fer með bænirnar sínar. Hún
hefur þó passað sig að hreyfa sig
mjög hægt svo að hún reiti ekki
hina illskeyttu sambýlinga til reiði.
Reuters
Sporðdreka-
drottningin
setti met
ARIEL Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, ítrekaði í gær hótanir sínar
gagnvart helsta andstæðingi sínum,
Yasser Arafat, forseta sjálfsstjórnar
Palestínumanna. Sharon rifjaði upp
örlög tveggja leiðtoga róttækrar
hreyfingar, sem Ísraelar drápu, og
sagði að Arafat myndi í fyllingu tím-
ans „fá það sem hann á skilið“.
Sharon lét þessi ummæli falla í út-
varpsviðtali. „Ég hef þegar sagt að
við höfum gripið til aðgerða gegn
leiðtogum Hamas og gegn öðrum á
þann veg sem við höfum talið viðeig-
andi og á þeim tíma sem við höfum
talið hagkvæmastan,“ sagði Sharon
og vísaði þar með til þeirra Sheikh
Ahmed Yassin og Abdelaziz Rant-
issi, leiðtoga hinna róttæku Hamas-
samtaka, sem Ísraelar drápu í loft-
árásum í apríl og maí á þessu ári.
„Þegar að því kemur að taka þarf á
þessu máli [þ.e. Arafat] munum við
bregðast við með sama hætti,“ bætti
hann við og gat þess að sá dagur
myndi koma að ákvörðun yrði tekin
varðandi „hvað við gerum við hann“.
Er forsætisráðherrann var spurð-
ur hvort örlög Arfats yrðu hin sömu
og leiðtoga Hamas sagði Sharon:
„Hver og einn mun fá það sem hann
á skilið.“
Arafat hefur í raun verið lokaður
inni í höfuðstöðvum sínum í bænum
Ramallah á Vesturbakkanum frá því
í desembermánuði 2001. Þá lýsti
Sharon yfir því að Arafat væri „óyf-
irstíganleg hindrun á leiðinni til frið-
ar“.
Sharon hefur áður hótað Arafat
lífláti ásamt því að gefa til kynna að
hann kunni að verða rekinn í útlegð.
Bandaríkjamenn, nánustu stuðn-
ingsmenn Sharons, hafa látið þau
boð berast til ísraelskra stjórnvalda
að þeir séu andvígir því að Arafat
verði hrakinn í útlegð eða hann
myrtur.
18 ára stúlka gerir sjálfs-
morðsárás í Jerúsalem
Tveir menn týndu lífi í gær þegar
ung palestínsk kona sprengdi vítis-
vél sem hún bar innanklæða í fjöl-
mennu hverfi gyðinga í austurhluta
Jerúsalemborgar. 17 manns, hið
minnsta, særðust þar af eitt níu ára
gamalt barn. Al-Aqsa-herdeildirnar,
róttæk samtök Palestínumanna sem
gengist hafa fyrir fjölda sprengjutil-
ræða, lýstu yfir ábyrgð á verknaðin-
um. Að sögn heimildarmanna AFP
var stúlkan sem bar sprengjuna 18
ára gömul. Hún hét Zainab Ali Abu
Salem og kom frá flóttamannabúð-
um nærri Nablus.
„Arafat fær
það sem hann
á skilið“
Ariel Sharon ítrekar hótanir sínar
í garð leiðtoga Palestínumanna
Jerúsalem. AFP.
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, fór þess í gær
á leit við þjóðir heimsins að þær
kæmu íbúum Haítí til aðstoðar hið
fyrsta en mikil flóð undanfarna daga,
í kjölfar hitabeltisstormsins Jeanne,
hafa leikið landsmenn grátt. 250 þús-
und manns hafa orðið að flýja heimili
sín, 711 eru látnir og 1.000 til við-
bótar er saknað. Gerard Latortue,
forsætisráðherra Haítí, sagði mikla
hættu á að farsóttir breiddust út í
landinu en rotin lík liggja víða. „Við
verðum að fara fram á hjálp,“ sagði
Latortue að því er fréttasíða BBC
greindi frá. „Haítí getur ekki gert
þetta upp á eigin spýtur.“
Talsmenn SÞ segja að samtökin
hafi aukið aðstoð við Haítí, matvæla-
flutningar hafa færst í aukana og
hjálparstarfsfólk vinnur nú að því að
koma upp skýlum fyrir heimilislausa
og tryggja fólki aðgang að heilbrigð-
isþjónustu og hreinu vatni.
Fer fram á
aðstoð til
handa Haítí
Sameinuðu þjóðunum. AFP.
Kofi Annan