Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Septembertilboð
Stafræn framköllun 10x15 kr. 40.
Miðað við að allar myndir á diski
eða korti séu valdar. Lágmark 30
stk.
Septembertilboð
Filma fylgir framköllun í septem-
ber - óbreytt verð. Yfirlitsmynd
fylgir.
Tilboðið gildir aðeins á staðnum.
Smiðjuvegi 11, gul gata,
Kópavogi, sími 544 4131,
heimsmyndir@heimsmyndir.is,
www.heimsmyndir.is
Verktakar - iðnaðarmenn
Laser-mælitæki í úrvali.
Grandagarði 5-9, sími 510 5100.
Malarvagnar Reish árg.'99. Stál
og ál. Loftfjöðrun, 2ja öxla á tvö-
földu. Mjög góður vagn. Nýir
Eurotrailerar, 2ja og 3ja öxla. Til
afhendingar strax.
Th. Adolfsson ehf., s. 898 3612.
Þessum bát var stolið fyrir
stuttu frá höfninni í Hafnarfirði.
Þetta er eini báturinn af þessari
gerð á landinu, þannig að ef þú
hefur séð þennan bát þætti okkur
vænt um að þú létir okkur vita í
síma 698 6604.
Netverslun. www.bataland.is,
Bátaland ehf., Óseyrarbraut 2,
Hafnarfirði, s. 565 2680.
Toyota Avensis árg. '98, ek. 96
þús. km. Sjálfskiptur, dráttar-
beisli, góður bíll. Nánari upplýs-
ingar í síma 862 6242.
Toyota 4runner. Toyota 4runner
til sölu. '91 árg., sk. '05, ekinn 128
þús. Hækkaður 33" á álfelgum.
Mjög gott eintak. Siggi 856 2756.
Nýir bílar til sölu. Mercedes
Benz Sprinter 311 CDI maxi 313
CDI millilengd, 316 CDI maxi, 416
CDI millilengd.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16b,
201 Kópavogur.
S. 544 4333 og 820 1070.
Mercedes S-Class 320. Til sölu
frábært eintak af S-320, árg. 1995,
ekinn 145.000 km, þjónustubækur,
hlaðinn aukabúnaði s.s. innb.
gsm-sími, tímastillt hitunarkerfi
o.m.fl. Ekkert áhvílandi. Verð kr.
2.600.000. Myndir og uppl. á
www.korter.is/benz. Uppl. í síma
896 6860.
Jeep Grand Cherokee Laredo
árg. '04. Fallegur og vel útbúinn
bíll. Ásett verð 3.990 þús. Tilboð
aðeins 3.450 þús. Upplýsingar í
síma 820 3712.
Isuzu Trooper árg. '98, ek. 160
þús. km. V6 3500 DOCH-Sjsk-
ABS-A/C-Rafmagn í rúðum og
speglum. CD-Cruise Contr. Verð
1550 eða 1450 stgr. Áhvílandi
1020 þ. Afb. 37 þ. S. 822 1122 eða
ijb@itn.is. Lúxusbíll.
Glæsileg ný kennslubifreið,
Subaru Impreza 2004, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
Blómasandalar
Tilboð 1 par 1.290 - 2 pör 2.000.
Stærðir 35-41, margir litir.
Ný sending af barnaskóm.
Póstsendum.
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
Barnaponcho komin - margar
gerðir og litir. Verð kr. 1.990.
Póstsendum.
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
Tilboð á þrí-víddar klippimyndum.
Gildir út september.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is.
Í kvöld kl. 20.00
Lofgjörðarsamkoma í umsjón
starfsfólks gistihússins.
Allir velkomnir.
Nýr söfnuður í Reykjavík!
Við bjóðum þér að vera með á
skemmtilegum samkomum sem
marka upphaf nýs safnaðar í
Reykjavík!
Oslo Kristne Senter er þekkt fyrir
að miðla fagnaðarerindinu í
frelsi og gleði í Noregi og ætlar
nú að stofna nýjan söfnuð í
Reykjavík.
Þú ert velkomin/n á allar sam-
komur sem haldnar verða í Ými
tónlistarhúsi Karlakórs Reykja-
víkur í Skógarhlíð 20 dagana
21.—24. september kl. 20:00 og
einnig helgina 25.—26. septem-
ber kl. 14:00.
Landsst. 6004092319 VII
I.O.O.F. 5 1859238
Fimmtudagur 23. sept.
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00.
Ræðum. G. Theodór Birgisson.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Þriðjudagur 28. sept.
Ungsam í Þríbðum, Hverfis-
götu 42, kl. 19:00.
Uppbyggilegt starf fyrir ungt
fólk í bata.
www.samhjalp.is
FASTEIGNIR
mbl.is
JÓHANNA Kristjónsdóttir heldur nú
í fimmta skiptið fimm kvölda nám-
skeiðið Menningarheimur araba á
vegum Mímis – símenntunar og hefst
námskeiðið fljótlega. Jóhanna hefur
verið búsett í ýmsum löndum araba.
Í fyrsta tímanum verður fjallað um
trúarbrögðin – íslam og inntak
þeirra. Í öðrum tíma verður fjallað
um það sem hvað mest leitar á hugi
manna á Vesturlöndum og hvað mest
fáfræði ríkir um, þ.e. stöðu kvenna
og almennt hinnar arabísku fjöl-
skyldu. Í þriðja tímanum eru rædd
menningarmál og stjórnarfar í þeim
löndum sem skv. skilgreiningu teljast
til arabaheimsins og sagt frá þeim
sem ferðamannastöðum. Í fjórða tím-
anum er rætt um viðhorfið til Vest-
urlanda og þau djúpstæðu áhrif sem
stofnun Ísraelsríkis hafði í þessum
heimshluta. Í þeim tíma er einnig
boðið upp á arabíska rétti og hlustað
á arabíska tónlist. Í lokatímanum
verður svo rætt um Íraksstríðin.
Um svipað leyti hefst einnig arab-
ískukennsla Jóhönnu hjá Mími og
verða í boði námskeið fyrir byrjendur
og aðeins lengra komna. Loks má
nefna að boðið verður upp á eins
kvölds námskeið um Sýrland og
Líbanon.
Námskeið um
menningarheim araba BORIST hefur eftirfarandi frétta-
tilkynning frá embætti yfir-
dýralæknis: Vegna fjölda fyr-
irspurna frá gæludýraeigendum
vill embætti yfirdýralæknis koma
eftirfarandi á framfæri: „Allir
hundar og kettir skulu bólusettir
gegn hundaæði áður en þeir fara
inn í aðildarlönd ESB. Þrátt fyrir
margra mánaða baráttu hefur
ekkert gengið að hrekja kröfur
ESB um að Ísland skuli bólusetja
alla hunda og ketti sem til ESB-
landa koma gegn hundaæði, en
þessi krafa tekur gildi 1. október
nk. Ítarlegar upplýsingar um nýj-
ar reglur ESB er að finna á
heimasíðu yfirdýralæknis, þar sem
fram koma hinar ýmsu sérreglur
einstakra aðildarríkja ESB. Sér-
staklega er bent á að það þurfa að
líða 30 dagar frá bólusetningu
gegn hundaæði og þangað til dýrið
má fara inn í ESB.“
Bólusetja þarf
gegn hundaæði
HAUSTMÓT Taflfélags Reykjavík-
ur hefst sunnudaginn 26. sept-
ember, en í ár eru liðin 70 ár frá því
að mótið var haldið í fyrsta sinn, ár-
ið 1934. Tefldar eru 9 umferðir á
haustmótinu, þrjár skákir á viku í
þrjár vikur. Mótinu lýkur föstudag-
inn 15. október.
Skráning fer nú fram á heima-
síðu Taflfélags Reykjavíkur,
www.skaknet.is, en einnig er hægt
að skrá sig á mótsstað á sunnudag-
inn og hefst skráningin kl. 13, en
mótið sjálft hefst kl. 14.
Haustmót
Taflfélags
Reykjavíkur
OPIÐ hús var nýlega hjá Félagi
eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni þar sem starf félagsins og
vetrardagskrá voru kynnt. Yfir 200
manns sóttu kynninguna og sam-
kvæmt upplýsingum Stefaníu
Björnsdóttur, framkvæmdastjóra
FEB, þótti hún takast vel. Meðal
dagskráratriða í vetur eru skemmt-
anir á hverjum miðvikudegi, dans-
leikir á hverju sunnudagskvöldi,
spilað verður mánudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga og ýmislegt
fleira. Þá ráðgerir félagið menn-
ingarhátíð í Borgarleikhúsinu 9.
október
Meðal skemmtiatriða á opnu húsi hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni var atriði hjá leikhópnum Snúði og Snældu.
Margt í boði hjá FEB
SJÖ skipbrotsmenn af kanadíska
tundurspillinum Skeena, sem
fórst við Viðey 25. október 1944,
heimsóttu Landhelgisgæsluna í
Íslandsferð sinni. Ættingjar
þeirra og látinna skipverja voru
með í för. Eins og kunnugt er var
198 manns bjargað í sjóslysinu og
átti Einar Sigurðsson, skipstjóri á
Aðalbjörginni, heiðurinn af því.
Einn af skipbrotsmönnunum,
Ted Maidman, hafði sérstaklega
orð á því hversu vel Landhelg-
isgæslan hefði staðið sig er ung-
um Kanadamanni var bjargað
þegar skútan Silver sökk 30.
ágúst sl. og hafði meðferðis
blaðaúrklippu úr kanadísku dag-
blaði þar sem sagt var frá björg-
uninni.
Skipbrotsmennirnir ásamt Hafsteini Hafsteinssyni forstjóra og sendiherra
Kanada á Íslandi, Richard Tetu. Frá vinstri Norm Perkins, Ed Parsons,
Jim Ross, Gord Calam, Norm Davidsson, Hafsteinn Hafsteinsson, Richard
Tetu og sitjandi Ted Maidman.
Skipbrotsmenn heim-
sóttu Landhelgisgæsluna FORELDRAFÉLAG Grunnskólans
í Hveragerði hefur sent frá sér eft-
irfarandi ályktun:
„Foreldrar lýsa yfir áhyggjum
sínum vegna fyrirhugaðs verkfalls
kennara. Af því tilefni beinir félag-
ið því til kennara og viðsemjenda
þeirra að| ljúka sínum málum sem
fyrst á farsælan hátt þannig að ekki
komi til verkfalls. Og sýni þar með
nemendum sínum og öðrum gott
fordæmi.“
Hvetja til
samninga
FRÉTTIR