Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ínæsta mánuði kemurbreski blaðamaðurinn TimJudah hingað til lands ogflytur fyrirlestur á vegum Blaðamannafélags Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Judah tilheyrir stétt svokall- aðra stríðsfréttaritara, hann starfaði lengi á Balkanskaganum en eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 varð honum ljóst að hann yrði að víkka út veiðilendur sínar, ef svo má að orði komast (frá þessu segir Åsne Seierstad í bók sinni 101 dagur í Bagdad, sem nýkomin er út í ís- lenskri þýðingu, en Judah er þar meðal sögupersóna). Tim Judah kemur til með að víkja að hlutskipti erlendra blaða- manna í Írak í fyrirlestri sínum í Reykjavík en sem kunnugt er hafa nokkrir slíkir verið hnepptir í gíslingu að und- anförnu og að minnsta kosti einn verið drepinn (alls er þó talið að 30 blaðamenn hafi dáið í Írak frá því að eiginlegu stríði lauk, þá er- um við líka að tala um blaðamenn frá löndunum í nágrenni Íraks). Sagði Judah við mig í síðustu viku að hann myndi sjálfur ekki vilja fara til Íraks eins og nú stendur, hann væri breskur gyð- ingur (semsé ekki sérstaklega lík- legur til að hljóta mikla samúð hjá íslömskum mannræningjum, ef hann félli í þeirra hendur) og vinnuskilyrðin væru slæm, blaða- menn gætu ekki farið um eins og þá lysti og gætu þar af leiðandi illa sinnt blaðamennsku eins og þeirri sem hann sérhæfði sig í; að skrifa lengri baksviðsgreinar. Blaðamaðurinn Paul Wood seg- ir einmitt frá því í pistli á frétta- síðu BBC nú á þriðjudag að hann finni mikinn mun á því að koma til Basra í Suður-Írak nú og fyrir ári. Þá hafi hann og samstarfs- menn hans hjá BBC getað bjarg- að sér sjálfir í bænum, hvað gist- ingu varðar og annað þess háttar. Nú detti mönnum slíkt ekki einu sinni í hug. Hættan á því að vera rænt sé of mikil. Blaðamenn þurfa ekki einu sinni að vera frá löndum sem studdu innrásina í Írak, Frakkar voru á móti henni en engu að síð- ur eru tveir franskir blaðamenn nú í klóm mannræningja. (At- hygli vekur hins vegar að lítið hefur til þeirra spurst: leiða má líkur að því að þeim hafi verið rænt af venjulegum bófum sem hugðust selja þá áfram í hendur samtaka Abu Mussabs al- Zarqawis, sem í þessari viku hafa tekið tvo bandarískra gísla af lífi á grimmdarlegan hátt og höfðu hótað að drepa þann þriðja, Breta, í gærkvöldi. Zarqawi hefur hins vegar ekkert pólitískt gagn af frönskum gíslum, Frakkar voru ekki á stuðningslista innrás- arinnar í Írak og því í raun erfitt að setja fram kröfur á hendur þeim, líkt og gert var vegna mannanna þriggja í þessari viku. En hvort þetta þýðir að Frakk- arnir séu enn á lífi og muni verða bjargað úr klóm mannræningja er því miður ómögulegt að vita.) Og það eru ekki aðeins blaða- menn sem eru skotmörk, það gildir nú orðið um svo að segja allt alþjóðlegt starfslið í Írak – ítölsku konurnar tvær, sem var rænt fyrir tveim vikum, unnu meira að segja fyrir hjálp- arsamtök sem gagnrýnt hafa framgöngu Breta og Bandaríkja- manna í Írak. Hér hlýtur maður síðan að minna á að það eru ekki bara er- lendir gestir í Írak sem eru í hættu. Óbreyttir íraskir borgarar eru auðvitað í mestri hættu – þeir falla ekki aðeins í hernaðar- aðgerðum Bandaríkjamanna í borgum eins og Fallujah og Sadr City-hverfinu í Bagdad heldur virðast arabískir hryðjuverka- menn ekkert veigra sér við að drepa þessa trúbræður sína. Athygli vakti fyrir skemmstu þegar íslömsku samtökin Ansar al-Zawahiri, sem halda ítölsku konunum tveimur í gíslingu, lýstu því yfir að Danir væru meðal þeirra næstu skotmarka. Kom fram í fréttum að danska leyni- þjónustan teldi að hótunin beind- ist fyrst og fremst gegn Dönum sem séu í Írak. Þar er vænt- anlega verið að vísa til um það bil fimm hundruð danskra hermanna sem hafast við í búðum, Camp Eden, í suðurhluta Íraks en ég heimsótti einmitt þessar búðir í upphafi þessa árs. Þar voru þá við störf tveir íslenskir sprengju- leitarfræðingar, liðsmenn Ís- lensku friðargæslunnar svo- nefndu. Eðlilegt er að spyrja sig hvort liðsmenn Ansar al-Zawahiri myndu gera nokkurn greinarmun á Íslendingum og Dönum þarna niður frá. Hvers vegna skyldu þeir svo sem gera það; Ísland er á lista yfir stuðningsríki innrás- arinnar í Írak, rétt eins og Danir. Nú má spyrja sem svo: Veit nokkur af því að Ísland er hluti af „bandalagi hinna viljugu þjóða“? Svarið er já. Þeir sem á annað borð hafa þennan lista við hönd- ina vita af veru okkar þar og sjálfsagt fylgjast arabar einmitt sérstaklega með því hvaða þjóðir eru á þessum lista (nú vilja Costa Rica-menn af listanum, hafa sent bandarískum stjórnvöldum skila- boð þess efnis nýverið). Þessu til stuðnings get ég nefnt að ég veit til þess að sendimenn arabaríkja hafa spurt fulltrúa Ís- lands á fundum um aðild Íslands að bandalagi hinna viljugu þjóða í Írak. Vildu þeir heyra skýring- arnar fyrir þátttöku okkar. Í framhaldi af þessu vakna auð- vitað spurningar um það hvort það dugi hjá ráðamönnum þess- arar þjóðar, sem tóku þá ákvörð- un að Ísland yrði meðal stuðn- ingsríkja Bandaríkjamanna í þessum hernaðaraðgerðum, að segjast einfaldlega vilja horfa til framtíðar, ekki ræða frekar ákvörðunina um stuðning við inn- rásina í Írak. Spurningin er nefnilega auðvitað ennþá aktúel: ef Íslendingur myndi lenda í klóm mannræningja í Írak mætti jafn- vel hugsa sér að vegabréfið réði úrslitum um það hvort viðkom- andi kæmist lífs af eður ei. Þá kæmi væntanlega til með að skipta máli hvort Ísland er á þessum lista eður ei. Gíslatökur í Írak Tim Judah kemur til með að víkja að hlutskipti erlendra blaðamanna í Írak í fyrirlestri sínum í Reykjavík en sem kunnugt er hafa nokkrir slíkir verið hnepptir í gíslingu að undanförnu […]. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum …“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipulagstillögu bæjaryfir- valda …“ Gunnar Finnsson: „Hins veg- ar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallarbreytinga er þörf …“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlits- ins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar HVER er pólitísk afstaða núver- andi hæstaréttardómara? Hver veit? Hvaða máli skiptir hún við uppkvaðningu dóma? Á Hæstarétt er gjarnan deilt fyrir að hafa ekki TENGSL við almenning í landinu og því séu dómar hans oft á skjön við réttarvitund almennings. Hver er líklegasta ástæðan til þessa? Að mínu mati er það örugglega núver- andi samsetning Hæstaréttar. Þar eru gagnmerkir fræðimenn á sviði laga og réttarfars, en fáir, ef nokk- ur, sem starfað hefir ævilangt „úti á meðal almennings í landinu“ eins og oft er sagt. Slíkt starf færir mönnum ómetanlega reynslu, bæði lögfræðilega og ekki síst víðtæka þekkingu á því hvað „dæmist rétt vera“. Núverandi lagaskipan gerir ráð fyrir því að Hæstiréttur sjálfur gefi umsögn um umsækjendur um starf dómara við réttinn. Ætla má að Hæstiréttur byggi umsögn sína fyrst og fremst á „fræðilegum grunni“. Varla byggist umsögnin á pólitík! Þetta fyrirkomulag sem „forspil“ að vali dómara er löngu gengið sér til húðar. Á Hæstiréttur að hafa sjálfur áhrif á hver megi koma inn í „klúbbinn“? Greinar- korn þetta er ritað til að skora á handhafa veitingarvaldsins, Geir Haarde, settan dómsmálaráðherra við veitinguna, að skipa Jón Stein- ar Gunnlaugsson hrl. dómara við Hæstarétt. Jón yrði sannarlega ferskur andblær inn í réttinn með sína áratuga reynslu af lög- mennsku og miklu afskipti af þjóð- málum á öllum stigum þess, jafnt þeirra sem minnst mega sín og þeirra annarra, sem óhjákvæmi- lega eru órétti beittir í okkar ann- ars ágæta samfélagi. Jón hefir ekki leynt sínum skoð- unum á nánast öllu, sem hann telur betur mega fara. Þvert á móti. Honum er ekkert mannlegt óvið- komandi og lætur til sín heyra hversu umdeild, sem mál eru. Ég tel á engan núverandi um- sækjanda hallað þótt ég setji fram þessa hvatningu mína til veiting- arvaldshafa. Þetta mál er EKKI PÓLITÍSKT. Hefja þarf nauðsyn- legar breytingar á skipun Hæsta- réttar með skipun eins hæfasta lögmanns landsins í réttinn. Ég efast ekki um að Geir Haarde hafi það hugrekki, að láta hótanir andstæðinga sinna í pólitík sem vind um eyru þjóta. Bergur Guðnason Hæstiréttur – pólitísk skipan? Höfundur er lögmaður. UMRÆÐA um skólamál hefur verið lífleg undanfarið og er það vel. Ýmsar hliðar á þessu veigamikla máli viðraðar. Nú vita landsmenn til dæmis að grunnskólanemar eru 45.000 á landinu og kennarar í kringum 4.500. Og þeir eru í kjarabar- áttu. Lengra skólaár Allir vita að skólaárið hefur verið lengt. Menntamálaráðherra upplýsti að grunn- skólinn hefði af þeim sökum lengst um 2 ár á undanförnum fáum árum. Um það sýnist fólki sitt hvað. For- eldrar kvarta gjarnan yfir lengingu skóla- ársins þegar kemur að því að kippa krökkunum inn úr sum- arblíðunni og þegar fjölskyldan er á leið í frí. En nú á að bæta námið og nota tímann betur. Styttri námstími Nú er lag, eða var það svigrúm, til að stytta framhaldsskólann. Enda löngu kominn tími til, miðað við útlönd! Þar ganga hlutirnir hraðar fyrir sig. Gott eitt um það að segja ef vel er staðið að undirbún- ingi. Ekki bara ákveðið eins og gert var varðandi lengingu skóla- ársins án þess að nokkuð væri vit- að hvað nákvæmlega átti að gera við tímann. Allavega gleymdist að setja meiri pening í lengra skóla- ár, t.d. vettvangsferðir og aðra kostnaðarliði tengda lengingu. Jafnhliða lesum við um grunn- skóla fyrir alla sem er hið besta mál. Búið að leggja niður sérskóla og einnig sérdeildir við marga skóla. Einstaklingsnámsskrár skulu vera fyrir alla hina 45.000 nemendur grunnskólans. Sveigj- anleiki skal það vera. Kennarar reyna sitt besta meðan bekkirnir þyngjast sífellt og skólaárið leng- ist og skipulagsdögum fækkar! Aukið foreldra- samstarf. Einu sinni þótti gott að kennari og foreldri hittust einu sinni á vetri. Nú eru það helst dagleg tölvusamskipti sem eru ásættanleg sam- skipti. Þau gerast ekki án þess að tími sé tekinn til þeirra og það á að gerast á dag- vinnutíma kennara. Lengra kenn- aranám Til að mæta öllum þessum breytingum skal lengja kenn- aranámið úr þrem árum í fimm. Ekki mun af veita að bæta þekk- ingu og færni kennara sem nú eiga að kenna hraðar og í fjöl- breyttari hópum, síst hafa þeir sjálfir á móti því. Yfirfull endur- menntunarnámskeið sýna það. Þessi tilkynning frá KHÍ kemur í kjölfar könnunar frá Háskóla Ís- lands um að kennaranám sé óarð- bært! Það er að segja þriggja ára námið skilar sér ekki til kenn- aranna. Hvað þá fimm ára nám. Og skilaboðin sem kennarar fá frá viðsemjendum sínum eru þessi: Þið vinnið ekki vinnuna ykkar! Er nema von að seint gangi að semja þegar þetta er um- ræðuefnið. Á meðan aðrar stéttir semja um sveigjanlegri vinnutíma er krafan sú að kennarar gefi eftir þann sveigjanleika sem þeir hafa haft. Kennari kemst ekkert hjá því að koma undirbúinn í skólann og hann kemst heldur ekki hjá því að skila nemendum sínum verkefnum yfirförnum og unnum. Kennarinn kemst ekkert hjá því að vinna í hópi með samkennurum sínum að skipulagsvinnu innan skólanna. En kennarinn hefur haft sveigjanleika til að ráða hvenær sú vinna sem ekki er bundin á stundatöflu er unnin. En að vinnan sé ekki unnin það eru ómaklegar ásakanir. Í tengslum við þá gerjun sem er í skóla- og menntamálum, og í tengslum við þær kröfur sem gerðar eru til kennara ætti ekki vera goðgá að gera vel við þá og þora að hafa kjör þeirra góð. Þarna má gjarna líta til útlanda líka, bæði varðandi vinnutíma og laun ef það á á annað borð að vera að bera sig saman við útlönd. Kjaramál kennara Ása Björk Snorradóttir skrifar um kjaramál ’Á meðan aðrar stéttireru að semja um sveigj- anlegri vinnutíma er krafan sú að kennarar gefi eftir þann sveigj- anleika sem þeir hafa haft.‘ Ása Björk Snorradóttir Höfundur er kennari. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.