Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 259. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is BYGGIR MEÐ ÞÉR Komdu við í sýningarsal BYKO Breidd Glæsilegur bæklingur er kominn út! Treður upp í fríinu Damien Rice leikur á NASA í annað skipti á þessu ári Menning Viðskipti | Liðkað fyrir lyfjakaupum  Áhrif evru að mestu jákvæð Úr verinu | Lífið um borð í línubát  Lífrænt sækir á Íþróttir | Willum hættir með KR  Njáll hættur hjá Val HÆTTAN á að hryðjuverkamenn komist yfir kjarnorkusprengju er raunveruleg, að sögn Lauru Hol- gate, bandarísks sérfræðings í mál- um varðandi útbreiðslu gereyðingar- vopna. Hún ræddi við fréttamenn á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar í Vín í gær. Holgate segir að reyndur kjarnorkuverkfræðingur geti notað kjarnakleyft efni á stærð við appelsínu til að smíða sprengju sem komist fyrir í sendibíl. Holgate sagði að hryðjuverka- menn myndu ekki endilega þurfa að- stoð mjög hæfra vísindamanna til að smíða sprengju er gæti valdið dauða milljóna manna. Búnað og efni til smíðinnar væri að finna í tugum landa. Holgate sagði að á sl. átta ár- um hefði stofnun í Rússlandi vitað um 23 tilraunir til að stela þar búnaði sem nota mætti í kjarnorkuvopn. „Við vitum að þær mistókust. Við vit- um ekki hve margar heppnuðust án þess að nokkur tæki eftir því.“ Holgate minnti á að árið 1993 hefðu hermdarverkamenn komist með sendibíl, hlaðinn dýnamíti, inn í kjallara World Trade Center í New York og sprengt hann. Bandaríkin og Sovétríkin gáfu á sjötta og sjöunda áratugnum mörg- um þjóðum alls um 20 tonn af auðg- uðu úrani sem nota átti til friðsam- legrar hagnýtingar kjarnorku en hægt er að nota í sprengjur. „Mjög erfitt er að kanna hvað varð um hvert einasta kílógramm af þessu úrani,“ sagði Holgate. Gætu smíðað sprengju Vín. AFP. ÍRANSKIR bloggarar, sem taldir eru vera allt að 15.000, hafa nú fundið aðferð til að gera klerkastjórninni gramt í geði, að sögn fréttavefjar BBC. Þeir mótmæla ritskoðun stjórnvalda með því að gefa bloggsíðum sín- um sömu heiti og blöð og vefsíður sem hafa verið bönnuð. Hossein Derakhshan, íranskur háskóla- nemi í Toronto í Kanada, fékk hugmyndina. Hann segir að um táknræna aðgerð sé að ræða en hann hafi viljað sýna stjórninni í Teheran fram á að hún geti ekki jafnauð- veldlega ritskoðað Netið og fjölmiðlana. Og viðbrögðin hafi verið stórkostleg. Fjöl- miðlar harðlínumanna í Íran hafi ráðist harkalega á sig „sem sannar að yfirvöld hafa áhyggjur af mótmælum bloggara“. Talið er að stjórnvöld íhugi nú að koma upp sérírönsku neti sem þau geti stýrt bet- ur og yrði ekki tengt alþjóðlega kerfinu. En Derakhshan segir að hann og fleiri blogg- arar séu að vinna að mótleik og ætli að nota þjónustufyrirtæki á sviði tölvupósts. Bloggað gegn rit- skoðun SNORRI Sturluson er aðalsöguhetja sögu- legrar skáldsögu eftir norska rithöfundinn Thorvald Steen, sem kemur út í íslenskri þýðingu í dag, en í dag eru liðin 763 ár frá því að Snorri var veginn í Reykholti. Í bók- inni er dregin upp nýstárleg mynd af höfðingjanum, meðal annars sem stjórnmálamanni sem hrærðist í al- þjóðlegu sam- hengi. „Snorri var drepinn af norska konunginum, með mafíuaðferðum myndi ég segja, vegna þess að hann neitaði að selja Ísland undir Noreg. Á sama tíma vildi páfinn gera norska kon- unginn að hinum nýja germansk-rómanska keisara. Þessi alþjóðlega tenging vill oft gleymast í samhengi við hvers vegna Snorri var veginn,“ segir Steen meðal annars í við- tali við Morgunblaðið. Snorri höggvinn að hætti mafíósa  Áhersla á Snorra/43 ♦♦♦ Gull og silfur á Ólympíumótinu Jón Oddur Halldórsson, t.v., með silfurverðlaunapeninginn um hálsinn og þjálfarann, Kára Jónsson, sér við hlið.  Erum í sjöunda himni/B1Kristín Rós Hákonardóttir sundkona með gullið í Aþenu í gær. ÍSLENSKIR íþróttamenn unnu til tvennra verðlauna á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu í gær. Kristín Rós Hákonardóttir sigraði í 100 metra baksundi í fötlunarflokki S7 og setti um leið heimsmet og Jón Oddur Halldórsson hreppti silfurverðlaun í 100 m hlaupi í fötlunarflokki T35. Kristín Rós bætti eigið heimsmet um nærri því þriðjung úr sekúndu, synti á 1.25,56 mínútum og var tæp- um fjórum sekúndum á undan næsta keppanda. Hún vann silfurverðlaun í 100 metra skriðsundi í fyrradag. „Ég var vonsvikin með að hafa ekki unnið 100 metra skriðsundið og því var ég staðráðin í að kýla af alvöru á þetta núna,“ sagði Kristín Rós sigri hrós- andi í samtali við Morgunblaðið í gær en hún á nú 12 verðlaunapeninga frá fjórum Ólympíumótum, þar af eru sex úr gulli. Jón Oddur, sem verður 22 ára á morgun og keppir í fyrsta sinn á Ólympíumóti, var 31/100 úr sekúndu á eftir Tehobo Mokgalagadi frá Suð- ur-Afríku sem kom fyrstur í mark á heimsmeti, 13,05. „Með þessum ár- angri hef ég farið fram úr eigin von- um fyrir mótið,“ sagði Jón Oddur. BRESK stjórnvöld sögðust í gær gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að reyna að fá Breta, sem er í haldi mannræningja í Írak, leystan úr haldi. Birt var myndband á íslamskri vefsíðu í gærkvöldi og sagt vera frá hryðjuverkahópi Jórdanans Abu Musab al-Zarqawis í Írak. Þar sést maður er gæti verið breski gíslinn, Kenneth Bigley, sárbæna Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, um að bjarga lífi sínu. „Ég vil ekki deyja...Ég bið þig, ég bið þig að sleppa kvenföng- unum sem haldið er í íröskum fangelsum,“ segir röddin og síðan brestur maðurinn í grát. Talsmaður George W. Bush Bandaríkjafor- seta, Scott McClellan, fordæmdi í gær „villi- mannlegar“ aðgerðir uppreisnarmanna í Írak. „Hryðjuverkamenn vilja brjóta niður viljastyrk slík áform. Colin Powell utanríkisráðherra sagði að ekki kæmi til mála að semja við hryðjuverka- mennina. Tók talsmaður breskra stjórnvalda í sama streng í gærkvöldi. Ræningjarnir tóku Bigley og tvo Bandaríkja- menn, Eugene Armstrong og Jack Hensley, höndum í Bagdad í síðustu viku. Bandaríkja- mennirnir voru teknir af lífi með sveðju og birti hópurinn myndbönd af aftökunum. Það seinna, sem var af Hensley, var sýnt á vefsíðu íslamista í gær. Sendiráð Bandaríkjamanna í Bagdad fékk í gær afhent lík Hensleys. Hann var tölvufræð- ingur og starfaði fyrir byggingafyrirtæki í eigu manna í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. okkar en þeim mun ekki tak- ast það,“ sagði McClellan. Ræningjarnir krefjast þess að konur í fangelsum Banda- ríkjamanna í Írak verði látnar lausar. Bandaríkjamenn segja að um sé að ræða tvær konur, Rihab Rashid Taha og Huda Salih Mahdi Ammash en báðar munu þær hafa unn- ið að smíði efna- og sýkla- vopna fyrir stjórn Saddams Husseins. Taha gekk undir auknefninu dr. Sýkill. Íraskir ráðherrar sögðu í gærmorgun að til greina kæmi að konurnar yrðu látnar lausar en Bandaríkjamenn sögðust ekki kannast við nein Grátbiður Blair um hjálp Bagdad, London, Washington. AFP, AP.  Mannfall/14 Kenneth Bigley á myndbandinu. Viðskipti, Ver og Íþróttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.