Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 17 MINNSTAÐUR ÁLFHEIMAR - 104 REYKJAVÍK Mjög snyrtileg og skemmtileg 4ra herbergja íbúð á þessum vin- sæla stað. Nýlegt parket og dúkur á gólfum. Í dag eru 2 svefnh., auðvelt að breyta aftur í 3 svefnh. Frábær aðstaða fyrir börn og stutt í Laugardalinn, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sund o.fl., við hliðina á Glæsibæ og stutt í alla þjónustu. Möguleiki á bygginga- rétti fyrir bílskúr. VERÐ 14,8 millj. Lán frá bönkum eða sparisj. 11,0 millj. 4,2% vextir til 40 ára, grb. ca 50.000 á mán. Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir Reykjavík | Borgarfulltrúar R-list- ans vísuðu frá tillögu sjálfstæðis- manna og fulltrúa F-lista í borgar- stjórn að hefja undirbúning gerð mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar, sagði að samþykkt hefði verið tillaga í samgöngunefnd að fela umhverfis- og tæknisviði Reykjavík- urborgar að undirbúa breytingar á gatnamótunum með þrjár akreinar fyrir beina strauma og tvær akreinar á öllum vinstri beygjur. Þetta ætti að fara fram samhliða undirbúningi að gerð Sundabrautar. Var jafnframt samþykkt að fela skipulags- og byggingasviði að vinna að framgangi þessa máls með Vegagerðinni Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins, sagði að sú tíu ára töf sem hefði orðið á hönn- unar- og skipulagsvinnu borgaryfir- valda vegna umræddra gatnamóta væri stórlega ámælisverð. Nauðsyn- legt væri að um þessa mikilvægu samgöngubót myndaðist samstaða í borgarstjórn. Þetta væru slysa- mestu gatnamót landsins samkvæmt útreikningum sérfræðinga. Margrét Sverrisdóttir, varaborg- arfulltrúi F-listans, sagði að greiðari umferð á þessum gatnamótum og um borgina alla myndi minnka loft- mengun stórlega og stuðla að sjálf- bærri þróun. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi R-listans, sagði minnihlut- ann í borgarstjórn vera á harða- hlaupum frá því að takast á við þá valkosti sem væru uppi á borðinu. Það ætti bæði við valkosti á ein- stökum gatnamótum og varðandi gatnakerfið í heild. Framtíð gatnamóta Kringlumýrar- og Miklubrautar rædd á borgarstjórnarfundi R-listinn vísaði frá tillögu um mislæg gatnamót Morgunblaðið/Kristinn Hafnarfjörður | Geymslusvæðið í Hafnarfirði, sem er með 14 hektara lands á móti álverinu í Straumsvík, hefur gert samning við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli um kaup og út- boð á bifreiðum, vinnuvélum og öðru sem til fellur hjá varnarliðinu. Sölu- nefnd varnarliðseigna hafði þetta hlutverk með höndum þar til fyrir tæpum tveimur árum, en síðan hafa hlutirnir verið boðnir út á Netinu þar til nú. Fyrsta útboðið fer fram á laugardaginn kemur og verða þá um tuttugu bifreiðar frá varnarliðinu boðnar upp. Ástvaldur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri geymslusvæðisins, segir að samningurinn við varnarlið- ið hafi verið gerður í framhaldi af út- boði sem það hafi efnt til. Þeir muni kaupa bíla, vinnuvélar og annað sem til falli hjá varnarliðinu samkvæmt ákveðnum forsendum og bjóða þá síðan upp með sama hætti og gert hafi verið hjá Sölu varnarliðseigna hér áður fyrr. Bílasalan Hraun, sem sé á geymslusvæðinu, muni hafa veg og vanda af uppboðinu. Fyrsta upp- boðið sé á laugardaginn kemur. Ástvaldur sagði að gera mætti ráð fyrir að uppboð yrðu haldin einu sinni í mánuði og að um eitt hundrað bílar frá varnarliðinu yrðu boðnir upp árlega. Hann sagði að samningurinn við varnarliðið væri til nokkurra ára, en báðir aðilar hefðu möguleika til að endurskoða samninginn eftir eitt ár. Semja um sölu á varnarliðseignum HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Vilja tíðari ferðir | Bæjarstjórn Álftaness ætlar að fara þess á leit við Strætó bs að áður en tillaga að nýju leiðarkerfi verið tekin í notkun verði sú breyting gerð að ferðir Álftanes- vagnsins verði á hálftíma fresti, en hann hefur hingað til ekið á klukku- stundar fresti. Jafnframt fer bæjarstjórn þess á leit við stjórn Strætó að hún endur- skoði hugmyndir um akstur að Blikastíg og Lambhaga, þar sem fjarlægð í næstu stoppistöð sé yfir viðmiðum Strætó, eða um 1 km. Morgunblaðið/Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.