Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þ
að er algjörlega ljóst að á sínum
tíma þegar grunnskólinn færðist
yfir til sveitarfélaganna þá var
samið um það milli ríkis og sveitar-
félaga. Síðan komu upp raddir um
það að það væri ekki nóg sem um var samið og
þá var settur í þetta milljarður í viðbót.
Menn geta ekki verið að skáskjóta sér á bak-
við þá röksemd að það sé ekki nægt fjármagn af
hálfu ríkisins til sveitarfélaganna vegna grunn-
skólans vegna þess að það hafi ekki verið gefið
rétt í byrjun. Það er búið að lagfæra það allt
þannig að sveitarfélögin verða einfaldlega að
axla þá ábyrgð sem fylgir því að reka grunn-
skólann. Það verður ekki bæði sleppt og hald-
ið.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra við Morgunblaðið í
gær spurð að því hvort sveitarfélögin þyrftu
aukið fé frá ríki til að standa undir rekstri
grunnskóla.
Fulltrúar Heimilis og skóla og nokkurra for-
eldrasamtaka í landinu gengu á fund mennta-
málaráðherra í gær þar sem þeir lýstu áhyggj-
um foreldra vegna kennaraverkfalls. Að sögn
Elínar Thorarensen, sem situr í stjórn Heimilis
og skóla, vildu fulltrúar foreldrasamtakanna
ræða hugsanlega aðkomu ráðherra að verkfall-
inu en þeim hefði verið tjáð að hendur hennar
væru að nokkru leyti bundnar.
„Það fjármagn fylgdi sem þurfti“
Menntamálaráðherra kveðst hafa áhyggjur
af verkfallinu en telur ótímabært að ræða að-
komu ríkisins. Ráðherrann segir nægt fé hafa
fylgt grunnskólunum þegar þeir voru færðir
frá ríki til sveitarfélaga fyrir átta árum. „Hins
vegar eru önnur mál sem við erum að fara yfir í
mikilli sátt við sveitarfélögin um hvað þurfi að
laga og hvað þurfi að bæta. En varðandi grunn-
skólann einan og sér fylgdi það fjármagn sem
þurfti,“ sagði Þorgerður Katrín í gær um leið
og hún hvatti samningsaðila til að ná endum
saman.
Foreldrar hafa fullan
skilning á stöðu kennara
Elín sagði samtök foreldra hafa skilning á
kröfum kennara. „Fyrst og fremst þurfa sveit-
arfélögin að sjá hversu langt þau geta gengið til
að koma til móts við þessar kröfur. Báðir deilu-
aðilar hafa nokkuð til síns máls. Við höfum full-
an
skil
þar
fólk
ist e
að a
stra
A
ver
efni
Það
hún
nefn
Á
tak
því
að l
are
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
Sveitarfélögin axli á
sem fylgir rekstri gru
Foreldrar á fund ráðherra: F. v. sitja Kristjana Gestsd
Bryndís Elva Valdimarsdóttir frá Samkóp, Sóley Birg
nesbæ, Halldór Leví Björnsson og Elín Thorarensen s
þóra Valsdóttir, frkvstj. Samfoks, og Þorgerður Katr
Fulltrúar foreldrasamtaka sem
ræddu við menntamálaráð-
herra vilja að kennaraverk-
fallið verði það síðasta og finna
verði aðra leið til að ákvarða
kjör kennara.
FORSVARSMENN sveitarfélaga
sem Morgunblaðið ræddi við í gær
eru varkárir í yfirlýsingum um
kennaradeiluna en eru áhyggjufull-
ir vegna stöðu hennar. Hvorki Þór-
ólfur Árnason borgarstjóri né Árni
Þór Sigurðsson, forseti borgar-
stjórnar, töldu rétt að tjá sig um
stöðuna er rætt var við þá í gær.
Enginn viðmælenda blaðsins í
hópi sveitarstjóra vildi taka undir
þá hugmynd að taka upp sérstakt
skólaútsvar, sem standi undir
kostnaði við grunnskólann og
tryggi kennurum betri laun.
Lítil hreyfing
Jónmundur Guðmarsson, bæjar-
stjóri á Seltjarnarnesi, segir að
staðan sé alvarleg. „Mér sýnist lítil
hreyfing á þessu máli eins og rík-
issáttasemjari hefur bent á. Af því
höfum við áhyggjur eins og aðrir og
finnum á foreldrum hér í bænum,
að fólk tekur þessu þunglega eins
og von er,“ segir hann.
Spurður hvort komi til greina að
taka upp skólaútsvar í sveitarfélög-
um sem verði eyrnamerkt rekstri
skólanna segist Jónmundur ekki
vera þeirrar skoðunar. „Með sömu
rökum gæti maður sagt að það væri
jafn réttlætanlegt að taka upp til-
tekna tekjustofna til þess að gera
ýmislegt annað sem sveitarfélögin
þurfa að standa straum af, t.d. öldr-
unarþjónustu og fleiri þörfum verk-
um. Útsvarið okkar á að nýtast í
þau þjónustuverkefni sem við sinn-
um og er rétt að benda á, þó það eigi
ekki við um okkur á Seltjarnarnesi,
að mörg sveitarfélög eru að nýta
sínar tekjuheimildir til hins ýtrasta
lega lög í
inu og
gerðir
ráðuneytið
ur m.a.
sérkennslu
sérfræðiþj
ustu og þa
ur grei
kallað á
legan ko
arauka.
ætlum við að sinna vel og því
ástæða til að taka upp viðræð
ríkið um frekari endurskoð
framlögum til sveitarfélaga
þessa málaflokks,“ segir Árni
Erfitt að horfa upp á þe
„Staðan er mjög erfið. Þ
ljóst að það ber mjög mikið á
aðila hvort tveggja í kröfum o
horfum til skólastarfs. Það er
að horfa upp á þetta svona,“
Kristján Þór Júlíusson, bæjar
á Akureyri.
Kristjánn Þór getur ekki a
huguðu máli tekið undir hugm
um að taka upp sérstakt sk
svar. Ef taka ætti upp það
komulag að merkja ákveðinn
skatttekna sveitarfélaga rekst
starfsemi í tilteknum málaflo
þyrfti a.m.k. að skoða það van
áður en hægt væri að fallast á
Ávísun á 5–7% verðbólg
Sigurður Geirdal, bæjarst
Kópavogi, vill að athygli stjórn
og annarra verði beint að áh
þessa máls í stærra samhen
afleiðingar mikilla launahæ
geti gengið yfir allt þjóðfé
og gengur illa að ná endum saman.
Ég sé því ekki að slík lausn væri
endilega hentug fyrir sveitarfélög-
in,“ segir Jónmundur.
Kostnaður aukist verulega
Spurður hvort til greina kæmi að
taka upp sérstakt skólaútsvar til að
standa undir launum grunnskóla-
kennara segir Árni Sigfússon, bæj-
arstjóri í Reykjanesbæ, alveg ljóst
að tekjur sveitarfélaga til reksturs
grunnskóla séu af mjög skornum
skammti. „Það þarf ekki að vera við
ríkið að sakast en það er alveg ljóst
að kostnaður vegna þjónustu og
reksturs grunnskólanna hefur auk-
ist verulega við þá nærþjónustu
sem við búum við. Við tökum alvar-
Sveitarstjórar eru áhyggjufullir vegna stöðu ke
„Full ástæða til a
upp viðræður við
Albert
Eymundsson
Jónmundur
Guðmarsson
Sigurður
Geirdal
Kristján Þór
Júlíusson
Árni
Sigfússon
KJÖR GRUNNSKÓLAKENNARA
Verkfall grunnskólakennarahefur nú staðið síðan ámánudag og er það fyrst í
dag að gert er ráð fyrir að deil-
endur setjist niður á ný eftir að
upp úr viðræðum slitnaði á
sunnudagskvöld. Mikið ber á milli
í viðræðum launanefndar sveitar-
félaga og Félags grunnskóla-
kennara, en það er hins vegar al-
veg ljóst að kennarar eru ekki
ofhaldnir af launum sínum.
Viðtöl við grunnskólakennara í
Morgunblaðinu í gær bera því
vitni hvernig ástandið er í stétt-
inni um þessar mundir. Kennarar
lýsa miklu álagi. Einn viðmæl-
enda blaðsins, Birna Arnþórs-
dóttir, sem hefur kennt við Lund-
arskóla frá því hún lauk námi við
Kennaraháskóla Íslands fyrir 14
árum, segir að hún kenni 157
nemendum í 8. til 10. bekk eitt
fag og ráð sé gert fyrir því að
samtals hafi hún 10 klukkustund-
ir til námsmats og undirbúnings,
sem eigi að felast í því að allir
nemendur fái nám við sitt hæfi,
miðað við stöðu sína, þroska, getu
og áhuga. Guðrún Lára Skarp-
héðinsdóttir, kennari í Seljaskóla,
sem útskrifaðist úr Kennarahá-
skóla Íslands 1998, segir að
margir skólafélaga sinna hafi
snúið sér að öðru en kennslu:
„Við sem vorum saman í bekk í
Kennó hittumst árlega. Þeim
fækkar á hverju ári í þessum hópi
sem eru að kenna. Bara eftir
fyrsta árið voru þónokkuð margir
farnir, annaðhvort í nám eða í
aðra vinnu.“
Fyrirsögn á viðtali við Elías
Gunnar Þorbjörnsson er: „Stend
ekki í þessu nema einn vetur.“
Þar kveðst hann hafa unnið í
verslun í sumar og fengið 220
þúsund krónur í heildarlaun, en
nú fái hann 170 þúsund. Elías
kennir við Glerárskóla á Akureyri
og er á sínu fyrsta ári þar í
kennslu. Hann hefur umsjón með
10. bekk, þar á meðal fé-
lagsstarfi, samskiptum við for-
eldra og ferðalögum. Elías vitnar
í nýlega launakönnun Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur þar
sem komið hafi fram að meðal-
laun verslunarfólks á kassa í
verslunum væru 155 þúsund
krónur og bætir við: „það eru
krakkarnir sem við erum að
kenna. Það er til í dæminu að
krakkar í 10. bekk vinni með
skóla í verslunum og hafi jafnhá
laun og ég,“ segir Elías. „Eftir
þriggja ára háskólanám og B.Ed
gráðu er þetta alveg fáránlegt.
Að mínu mati á fólk með þriggja
ára háskólanám að baki alls ekki
að hafa lægri laun en 200 þúsund
krónur á mánuði.“
Eins og komið hefur fram í
Morgunblaðinu hefur munurinn á
launum grunnskólakennara og
framhaldsskólakennara aukist
mikið á undanförnum árum. Í lok
ársins 2001 voru meðalheildar-
laun grunnskólakennara 212 þús-
und krónur, en framhaldsskóla-
kennara 221 þúsund krónur.
Munurinn var aðeins níu þúsund
krónur. Í lok síðasta árs voru
meðalheildarlaun grunnskóla-
kennara 253 þúsund krónur, en
framhaldsskólakennara 335 þús-
und krónur. Munurinn var orðinn
83 þúsund krónur.
Skólar eru ekki verksmiðjur
sem nemendur fara í gegnum eins
og á færibandi. Það er greinilega
eitthvað að þegar fólk hrökklast
úr starfi, sem það hefur lagt á sig
nokkurra ára skólagöngu til að
gegna. Það er greinilega eitthvað
að þegar nemandinn vinnur með-
fram námi í sjoppu og fær hærri
laun en kennarinn. Erfitt er að
rökstyðja þann mikla mun, sem
er á meðalheildarlaunum kennara
í grunnskólum og framhaldsskól-
um. Það er þörf á góðum kenn-
urum á öllum stigum skólakerf-
isins og gildir þar einu hvort um
er að ræða leikskóla, grunnskóla
eða framhaldsskóla.
Viðræður í kennaradeilunni eru
í blindgötu. Verkfall hefur vofað
yfir svo mánuðum skiptir, en deil-
endur virðast varla færast úr
stað. Kennarar segjast ekki hafa
efni á því að halda áfram að
starfa við kennslu. Sveitarfélögin
segjast ekki hafa efni á að ganga
jafnlangt og kennarar vilja. Eng-
um dylst hins vegar að á Íslandi
eru gerðar kröfur um gott skóla-
kerfi og allir vilja leggja áherslu
á mikilvægi góðrar menntunar.
Hins vegar er ekki hægt að ætl-
ast til þess að meira komi út úr
menntakerfinu en í það er látið.
Almenningur gerir sér fyllilega
grein fyrir því hver staðan er og
ljóst að flestir skynja stöðu kenn-
ara og hafa samúð með þeim, þótt
verkfallið nú komi illa við marga.
Þetta eiga ráðamenn að nýta sér.
Umræðan um grunnskóla
landsins hefur ekki aðeins staðið
um kjör kennara, heldur umbæt-
ur almennt. Spurningin er aðeins
hvernig fara eigi að því, hvernig
höggva eigi á hnútinn. Ein leið
væri að hluti útsvars yrði beinlín-
is ætlaður til rekstrar skóla.
Þessari hugmynd um skólaútsvar
hefur áður verið varpað fram í
Morgunblaðinu. Í henni felst að
sveitarfélög geti lagt það undir
íbúana þegar þörf er á auknu fé í
skólareksturinn. Frænkur og
frændur, afar og ömmur, mæður
og feður geta þá gert það upp við
sig hvort þau vilja verða við eigin
kröfum um góða menntun handa
börnunum sínum með auknum
fjárframlögum. Með þessari nálg-
un yrði fundin leið út úr þeim
ógöngum, sem málefni kennara
og grunnskóla eru nú komin í.
Þegar mikið liggur við getur
verið nauðsynlegt að fara nýjar
leiðir. Nú er sú staða uppi að 45
þúsund börn njóta ekki kennslu,
4.300 kennarar hafa lagt niður
störf. Dragist verkfallið á langinn
getur það haft alvarleg áhrif á
framtíð þeirra nemenda, sem
þegar standa höllum fæti. Það er
óhætt að segja að mikið liggi við.
Hver ætlar að taka af skarið?