Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Dubli n 37.810kr. Dublin bíður þín á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Netverð 4., 11., og 25. nóvember „ALLT frá árinu 1999 hef ég bent á nauð- syn þess að hér á landi verði gerð rannsókn á umfangi og eðli heimilisofbeldis gagnvart börnum, kannað hvaða úrræði standi þess- um börnum til boða og hvort einhverjar réttarúrbætur séu nauðsynlegar þeim til verndar, í samræmi við 19. grein Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, um tilurð bók- arinnar Heimilisofbeldi gegn börnum á Ís- landi sem nýlega er komin út, en höfundar hennar eru dr. Jónína Einarsdóttir mann- fræðingur, Sesselja Theodórs Ólafsdóttir, MA í mannfræði, og Geir Gunnlaugsson, yf- irlæknir á Miðstöð heilsuverndar barna í Reykjavík. Fjárstyrkur fékkst til verksins Að sögn Þórhildar fékk þessi ábending hennar ekki þann hljómgrunn sem hún vænti hjá stjórnvöldum og því ákvað hún í framhaldinu að boða til funda með fulltrúum hinna ýmsu starfsstétta heilbrigðisþjónust- unnar með það að markmiði að fá mat þeirra á stöðu mála hérlendis og hvort og þá hvaða aðgerða væri þörf til að bæta ástand- ið. Í framhaldinu tókst samvinna milli um- boðsmanns barna og Miðstöðvar heilsu- verndar barna í Reykjavík um að hefja forkönnun til undirbúnings á málefninu og lögðu fimm ráðuneyti fram fjárstyrk til verkefnisins. Aðspurðir segja höfundar bókarinnar markmið hennar vera að skoða líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum á Íslandi, að kynferðislegu ofbeldi undanskildu, og gera samantekt á þeim heimildum sem til eru um heimilisofbeldi. Að sögn höfunda er ljóst að hugmyndir um ofbeldi eru menningarbundn- ar, hins vegar sýni rannsóknir að hægt er að vinna gegn ofbeldinu. „En til þess er nauð- synlegt að við þekkjum sögu okkar, hug- myndir okkar um börn og uppeldi og hvaða uppeldisaðferðum er beitt,“ segir Geir. Þór- hildur segir næsta skref í baráttunni við heimilisofbeldi og ofbeldi gagnvart börnum að vinna rannsókn til þess að reyna að átta sig á mögulegu umfangi vandans og er slík rannsókn þegar komin af stað. Hún bendir á að hérlendis séu hlutfallslegar fáar tilkynn- ingar sem berast frá heilbrigðisstarfsfólki vegna gruns um ofbeldi gegn börnum, en hins vegar sé engin ástæða til þess að ætla að vandinn sé minni hérlendis en annars staðar, þó vissulega sé alltaf varasamt að yf- irfæra niðurstöður milli landa. Að sögn Geirs er einnig brýnt að efla for- varnarstarf á öllum stigum þess, en í því felst í fyrsta lagi að fræða foreldra um aga og uppeldi og efla starfsfólk innan heilsu- gæslunnar svo það geti veitt fjölskyldum sem bestan stuðning, í öðru lagi að hraða úrlausn ef grunur um ofbeldi vaknar og í þriðja lagi að styðja börn þannig að þau bíði ekki skaða af foreldrum sínum. Hvað neyð- arúrræði barna sem orðið hafa fyrir heim- ilisofbeldis varðar gagnrýnir Þórhildur að Rauða kross húsinu skyldi hafa verið lokað á sínum tíma þar sem það hafi í raun verið eina úrræðið sem börnum hafi staðið til boða. GAUKUR Jörundsson, dómari við Mannrétt- indadómstól Evrópu, er látinn, tæplega sjötugur að aldri. Gaukur var fæddur í Reykjavík 24. september 1934. For- eldrar hans voru Jör- undur Brynjólfsson, bóndi og alþingismaður, og Guðrún Helga Dal- mannsdóttir, húsfreyja. Gaukur varð stúdent frá MR 1954 og lauk lögfræðiprófi frá Há- skóla Íslands 1959. Hann stundaði nám í Osló, Kaupmannahöfn og Berlín 1959–62 og lauk doktorsprófi frá Há- skóla Íslands 1970, en doktorsritgerð hans fjallaði um eignarnám. Gaukur var fulltrúi hjá yfirborgar- dómaranum í Reykjavík 1962–1968. Hann varð lektor við Háskólann 1967 og var skipaður pró- fessor við skólann 1969. Hann var tvívegis sett- ur hæstaréttardómari. Árið 1988 var hann kjörinn Umboðsmaður Alþingis og var fyrstur til að gegna því emb- ætti. Hann var endur- kjörinn umboðsmaður 1992 og 1996. Gaukur sat í mannréttinda- nefnd Evrópuráðsins frá 1974–1998 þegar hann var skipaður dóm- ari við Mannréttinda- dómstól Evrópu. Eftir Gauk liggja fjölmargar rit- gerðir um lögfræði. Gaukur var bóndi í Kaldaðarnesi í Flóa og formaður Veiðifélags Árnesinga frá 1985. Eftirlifandi eiginkona Gauks er Ingibjörg Eyþórsdóttir og eignuðust þau tvö börn. Andlát GAUKUR JÖRUNDSSON ATVINNU- og ferðamálanefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar hef- ur samþykkt að hefja viðræður um samstarf við Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) um rannsóknir á nýtingu jarðhita til raforkuframleiðslu og fleiri nota í Skagafirði. Var for- manni nefndarinnar og stjórnar- formanni Skagafjarðarveitna falið að vinna áfram að málinu, en óformlegar viðræður við OR hafa farið fram. Frá þessu greinir á vef sveitar- félagsins. Í fundargerð nefndar- innar segir að gríðarlegir mögu- leikar séu í því fólgnir fyrir Skagfirðinga að taka þátt í þróun- arstarfi við margvíslega nýtingu jarðhita, þ.m.t. til raforkufram- leiðslu. Samstarf við OR sé leið að því markmiði. Í fundargerðinni er haft eftir formanni veitustjórnar Skagafjarðarveitna, Sigrúnu Öldu Sighvats, að hún líti jákvæðum augum á viðræður við Orkuveit- una. Það sé fagnaðarefni ef mögu- leikar séu á því að nýta jarðhita til atvinnusköpunar í auknum mæli. Á fundi nefndarinnar ræddi Páll Pálsson veitustjóri um þær rann- sóknir sem hafa farið fram á svæð- inu og þá möguleika sem liggja í jarðhita í Skagafirði. Í greinargerð með tillögu um samstarfið við OR segir m.a. að víða í Skagafirði megi finna heitt vatn í jörðu. Um lághitasvæði er að ræða en þar er hægt að beita aðferðum eins og varmaskiptum, þar sem heita vatnið er notað til að hita upp millivökva sem sýður við mun lægra hitastig en vatn. Skagfirðingar ræða við OR um orkurannsóknir „HÓPUR þess fólks sem er að draga sig út af vinnumarkaði á Norður- löndunum fer sífellt stækkandi og þeim sem standa undir lífeyrissjóða- kerfinu fækkandi að sama skapi,“ segir Árni Magnússon félagsmála- ráðherra. Telur hann að þetta verði eitt af stærri pólitískum umfjöllun- arefnum á næstu árum og áratugum. Norræna ráðherranefndin í vinnumarkaðs- og vinnuumhverfis- málum hélt fund á Egilsstöðum í gær. Meginviðfangsefni fundarins voru vinnumarkaðsmál og vinnumarkaðs- aðgerðir. „Það kemur í ljós að und- antekningarlítið eru Norðurlöndin að horfa til breytinga á skipulagi sínu og það er margt athyglisvert í því sambandi,“ sagði Árni. „Við Íslendingar erum sömuleiðis að gera þetta. Ég skipaði í sumar hóp sem er að fara yfir okkar lög um atvinnuleysistryggingar og vinnu- markaðsaðgerðir. Það er margt sem við tökum með okkur af þessum fundi og getum unnið úr. Meðal þess er samspil þeirra tryggingakerfa sem við erum með, svo sem at- vinnuleysistryggingakerfisins og al- mannatryggingakerfisins.“ Árni segir sérstaklega hafa verið athygl- isverða umfjöllun um breytta ald- urssamsetningu þjóðanna, en það sé mál sem Danir og Finnar eru tals- vert farnir að vinna í. „Það kom m.a. fram í máli finnska fulltrúans að allt að helmingur opinberra starfs- manna í Finnlandi fer á eftirlaun á næstu átta árum. Þetta er nokkuð sem verður stórt viðfangsefni stjórnmálanna á næstu árum.“ Hvað vinnumarkaðsmálin varðar segir Árni menn leita leiða til að auka endurmenntun og gera ungt fólk virkara á vinnumarkaði. „Það er ekki einangrað íslenskt fyrirbæri að ungu fólki á atvinnuleysisskrá sé að fjölga. Helstu úrræði þar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi að reyna að örva atvinnulífið til að ráða til sín ungt fólk, en að hinu leytinu að hvetja ungt fólk til að halda áfram námi eða auka við sig í námi. Það virðist vera ákveðin fylgni milli menntunar og atvinnuleysis.“ Árni segir að vegna frumkvæðis Íslendinga þar að lútandi, muni mál- efni erlendra starfsmannaleiga verða meðal stærri umfjöllunarefna í ráðherranefndinni árin 2005–2008. Norrænir vinnumálaráðherrar funda á Egilsstöðum Áhyggjur af vaxandi fjölda eftirlaunafólks Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Norrænu vinnumálaráðherrarnir funduðu í gær á Egilsstöðum. „FORELDRUM ber að straffa börnum með alvarlegum orðum (þó fyrir utan blót og ósæmileg illyrði) ellegar so með hendi og vendi eftir ásigkomulagi yfirsjónarinnar. Mögli börnin eður láti sjá á sér fúlt, reiðu- glegt andlit, þá tyrftist þau með því meiri al- vörugefni, þangað til þau læra að sýna sig ástúðleg og auðmjúk.“ Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í lögum frá árinu 1746 sem nefnast „Tilskipan um húsagann á Ís- landi“, en lög þessi voru í gildi til ársins 1930 er fyrstu barnaverndarlögin voru sett hér- lendis. Líkamlegt ofbeldi gegn börnum er einvörðungu bannað með lögum í tíu löndum heims og er Ísland þeirra á meðal eftir setn- ingu nýrra barnalaga frá 1. nóvember 2003. Börnum straffað með hendi og vendi Efla þarf for- varnir gegn heimilisofbeldi Morgunblaðið/Árni Torfason Sesselja Theodórs Ólafsdóttir, Jónína Einarsdóttir, Þórhildur Líndal og Geir Gunnlaugsson kynntu, á blaðamannafundi í gær, bókina Heimilisofbeldi gegn börnum á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.