Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 16
Ársfundur Vinnumálastofnunar 2004 verður haldinn í Kiwanishúsinu 2. hæð, Engjateigi 11, Reykjavík, föstudaginn 24. september nk. Fundurinn stendur frá kl. 14.00-16.00 Dagskrá: Tónlistaratriði - Tónskóli Eddu Borg Ávarp formanns stjórnar Vinnumálastofnunar - Hrólfur Ölvisson Ársskýrsla Vinnumálastofnunar - Gissur Pétursson forstjóri Aðstæður/ástæður atvinnuleitenda á skrá - Sigurður Jónsson forstöðumaður Svæðisvinnu- miðlunar Suðurlands Átak vegna langtímaatvinnuleysis og atvinnuleysis ungs fólks á Suðurnesjum, tilraunaverkefni - Johan D. Jónsson verkefnisstjóri Gestaerindi: Stórframkvæmdir og vinnumarkaðurinn - Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar Fundarstjóri: Sjöfn Ingólfsdóttir, varaformaður BSRB Fundurinn er öllum opinn Ársfundur Vinnumálastofnunar 2004 Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Fyrsta stjórnin | Björn Ásgeir Sum- arliðason var kjörinn forseti fyrstu stjórnar Nemendafélags Framhaldsskóla Snæfell- inga í Grundarfirði. Niðurstöður kosning- anna liggja nú fyrir, að því er fram kemur á vef skólans. Guðmundur Karl Magnússon er gjald- keri stjórnarinnar, Friðrik Páll Friðriksson ritari, Gísli Sveinn Gretarsson meðstjórn- andi og Vilborg Hrefna Sæmundardóttir meðstjórnandi. Hafþór Ingi Þorgrímsson er formaður skemmtinefndar nemenda- félagsins og Andri Freyr Ríkarðsson for- maður íþróttaráðs. Einnig hefur verið skip- að í embætti vegna listafélags, skólablaðs, árshátíðarnefndar og tölvu- og tækni- nefndar.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Skipta eign í höfninni | Borgarfjarð- arsveit fær í sinn hlut 4% eignarhlut í Grundartangahöfn, verði tillaga um skipt- ingu hlutar Héraðsnefndar Borgarfjarðar á hlut nefndarinnar staðfest. Héraðsnefndin tók við 7% hlut Borgarfjarðarsýslu í höfn- inni og er nú verið að skipta honum milli sveitarfélaganna. Hreppsnefnd Borgarfjarðarsveitar sam- þykkti tillögu um skiptinguna, „þrátt fyrir að ýmislegt bendi til að hlutur sveitarfé- lagsins ætti að vera hærri“, að því er bókað er í fundargerð. Tillagan er að öðru leyti þannig að Skorradalshreppur fái 1% og Leirár- og Melahreppur, Hvalfjarðarstrandar- hreppur, Skilmannahreppur og Innri- Akraneshreppur fái hálft prósent hver.    LjósmyndasafnAkraness opnaðinýlega sýningu á myndum Árna Böðv- arssonar ljósmyndara í Listasetrinu Kirkjuhvoli. Af því tilefni var gefin út bók með úrvali mynda hans. Árni fæddist 1888. Hann var að mestu sjálf- menntaður ljósmyndari en naut tilsagnar hjá Magnúsi Ólafssyni. Hann rak ljósmyndastofu í Georgshúsi frá 1916 til 1944 og tók þar andlits- og fjölskyldumyndir. Á árunum 1944 til 1950 rak hann ljósmyndastofu í húsnæði við Vesturgötu 80 ásamt Ólafi syni sín- um. Ljósmyndastofa þeirra feðga brann að 1950 og með henni stór hluti af ævistarfi Árna. Ljósmyndir Víðidalur | Þótt fjár- réttum sé lokið standa bændur landsins áfram í fjárragi enda lengi von á einni. Enn er talsvert um að farið sé með börn í réttir og virðast þessir drengir, sem hjálpuðu til í Víðidalstungurétt í Húna- þingi vestra, nokkuð efni- legir og taka fullan þátt í hasarnum í fjárréttinni. Morgunblaðið/Eggert Skemmtilegt í réttum Á Heimskringla.netmá lesa nokkurljóð úr bókinni Atkvæði eftir Jón Ingvar Jónsson. Íslenskt morg- unljóð er þar á meðal: Nú þegar sól er runnin upp í austri og inn um lokuð rimlatjöldin skín við gluggann syngur lítill fugl í flaustri með fölskum rómi morgunljóðin sín. Úr næstu götu heyrist hávært geltið frá hundi sem þar æðstan telur sig. Ég klæði mig og bumban yfir beltið þá bylgjast svo það hverfur inn í mig. En við því getur ekki nokkur amast þótt iði líf og vaknað sé nú flest. Í næstu íbúð heyrist karlinn hamast á henni sem hann fyrirlítur mest. Og hægt en öruggt skapast borgarbragur því bensíngufur menga loftið tært. Já, upp er runninn unaðslegur dagur og eiginkonan sefur djúpt og vært. Atkvæði á Netinu pebl@mbl.is Reykjahverfi | Sviðakjammar eru uppáhaldsmatur margra, en þeir sem vel þekkja til segja að ekta sviðabragð fáist ekki af þeim sviðum sem nú eru á boð- stólum. Guðný J. Buch á Einars- stöðum í Reykjahverfi, sem býr með nokkrar kindur, kann ráð við þessu því hún svíður sjálf hausa til heimilisins og kann það frá fornu fari. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins leit inn hjá Guðnýju var hún önnum kafin við að svíða, en henni til aðstoðar var Anna Valgeirsdóttir frá Húsavík sem klippti og snyrti hausana með sauðaklippum og kunni auðsjáanlega handtökin. Vinnan við haustmatinn tekur alltaf sinn tíma, en það skilar sér í bragðgóðu fæði sem ef til vill fæst ekki í stórmörkuðum og margir kunna vel að meta. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Svíða hausa til heimilisins Heimasvið Hornafjörður | Tvær nýjar tegundir fugla hafa nýlega sést hér á landi, báðar í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Eru það dverggoði sem sást við Baulutjörn á Mýrum og dval- söngvari sem sást í trjálundi við Brekku í Lóni. Myndin er af þeim síðarnefnda. Dverggoðar eru náskyldir flórgoðanum en mun minni. Þeir eru algengir um alla Mið- og Suður-Evrópu, á Bretlandseyjum, í Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar. Þeg- ar fréttir bárust af fuglinum fyrir austan fóru nokkrir fuglaskoðarar úr Reykjavík af stað, til þess að freista þess að berja hann augum. Hann fannst ekki aftur þrátt fyrir ítarlega leit. En ferðalangarnir fóru ekki vonsviknir heim, samkvæmt upplýsingum Daníels Bergmann fuglaáhugamanns, því þeir fundu dvalsöngvara í trjálundi við bæ- inn Brekku í Lóni. Sú tegund var einnig að sjást í fyrsta sinn á Íslandi. Dvalsöngvari er lítill brúnleitur söngvari af ættinni Acrocephalus og svipar mjög til nokkurra annarra söngvara af þeirri ætt, samkvæmt upplýsingum Daníels. Heim- kynni hans eru austast í Evrópu og Asíu og hefur þennan litla fugl því hrakið langt af leið. Goði og söngvari Ljósmynd/Daníel Bergmann Rangárvellir | Nokkurt tjón varð á skjól- beltum hjá Landgræðslu ríkisins í Gunn- arsholti í austanrokinu í síðustu viku. Tré á 200 metra kafla í skjólbelti rifnuðu upp með rótum. Skjólbeltið er þrefalt og liggur norður- suður, þ.e. þvert á vindáttina. Athygli vakti að röðin sem var skjólmegin gaf sig í rok- inu. Þetta er í fyrsta sinn sem skjólbelti skemmast í Gunnarsholti, en fyrst var plantað beltum árið 1959. Skjólbeltin fuku í Gunnarsholti ♦♦♦ Samþykkja gróðursetningu | Bæj- arstjórn Grundarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að þátttöku í gróð- ursetningarverkefni Vesturlandsskóga. Verkefnið hefur það að markmiði að mynda skjólbelti og útivistarsvæði fyrir ofan þétt- býli Grundarfjarðar. Tillagan var samþykkt samhljóða eftir nokkrar umræður í bæjarstjórn. Fram kemur í fundargerð að Dóra Haraldsdóttir telur aspir óæskilegar og áríðandi að menn fari sér hægt í skógræktinni. Fram kemur á vef Grundarfjarðarbæjar að stefnt er að því að Grundarfjarðarbær geti orðið þátttakandi í slíku verkefni og verði umsókn um það send Vesturlands- skógum. Einnig verði leitað eftir samstarfi við Skógræktarfélag Eyrarsveitar. Einnig kemur fram að með því að rækta upp skóg eða skjólbelti fyrir ofan byggðina sé verið að freista þess að „temja vindinn“, eins og það er orðað, að mynda skjól fyrir ánauð vinds og um leið að byggja upp úti- vistarsvæði í nágrenni byggðarinnar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.