Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 45 ÉG BER mjög blendnar tilfinningar í garð þessarar myndar. Ég lifði mig mikið inn í hana og var mjög slegin í lokin og smástund á eftir. Þannig virkaði hún á mig um leið og mér fannst kvikmyndagerðin bæði gróf og alls ekki gallalaus. Myndin gerist í Mexíkó og byrjar á mannránsatriði, sem er algerlega kvikmyndað í „Traffic“-stíl, eins og það sé eina leiðin til að kvikmynda Mexíkó. Til sögunnar mætir Creasy (Washington), málaliði og morðingi, sem er að drekka sig í hel. Hann fær starf sem lífvörður litlu Pitu (Fann- ing). Hann vill ekki vingast við hana, er þögull á daginn og blindfullur á kvöldin. En stelpuskottið bræðir hjarta hans og þau verða bestu vinir. Creasy er fullklisjukennd týpa, lesandi Biblíuna á milli Jack Dan- iels-flaskna. Washington er þó fínn að vanda, þunglyndið skín úr andlit- inu á honum í byrjun, en það breyt- ist fljótt. Samband þeirra Creasys og Pitu er allvæmið og þróunin full- snögg, en skyndilega er tappinn kominn í flöskuna og karlinn farinn að þjálfa stelpuna í sundi. Dakota Fanning er eiginlega ótrú- legt fyrirbæri. Hún er stórkostleg leikkona, en er um leið meira eins og fullorðin manneskja í líkama barns, sem er stundum hálfóhugnanlegt. En hvað með það, hún bræddi líka mitt hjarta. En þegar henni er rænt og hún hverfur úr myndinni verður hálftómlegt þar. Washington ekki nema hálfur maður og sama má segja um myndina. Hún breytist í of- beldisópus hinn mesta, þar sem allt er gert og reynt til að ná fram hefnd- um. Í kvikmyndatökunni er einnig far- ið yfir strikið. Vissulega er þessi grófleiki fallegur þegar við á, blái tónninn og dýptin líka, en öllu má of- gera. Hopp, skopp, klipp ofan í klipp, inn og út úr fókus verða þreytandi stílbrögð til lengdar, og mann langar að fá að lifa sig inn í söguna í friði. Það verður seint sagt að smekk- legheitin fái að ráða ferð í tónlistinni. Eina mínútu væla fiðlur, en snögg- lega er klippt yfir í pönklag, bara svona til fá fram réttu áhrifin. Það hefði mátt fara mun fínna í notk- unina á tónlist. Brian Helgeland er handritshöf- undur, en hann á enn aðdáun mína fyrir LA Confidential hér um árið, þótt ferill hans hafi reynst mjög brokkgengur eftir það. Hér hefði hann mátt stytta handritið til muna, „meira er minna“ eins og sagt er í útlöndum. Tony Scott er hvorki að gera neitt nýtt né frumlegt, fer offari á flestum sviðum, en tókst þó að koma all- verulega við mig. Ekki frábær – en virkar KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri Leikstjórn: Tony Scott. Handrit: Brian Helgeland eftir skáldsögu A.J. Quinnell. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Dak- ota Fanning, Marc Anthony, Radha Mitchell, Christopher Walken, Giancarlo Giannini, Rachel Ticotin, Jesús Ochoa og Mickey Rourke. BNA/Mexíkó 146 mín. 20th Century Fox 2004. Í vígamóð (Man on Fire)  Man on Fire snerti Hildi Lofts- dóttur en myndin fer þó offari að hennar mati. Hildur Loftsdóttir „UMBOÐSMAÐURINN botnaði ekkert í mér þegar ég sagðist ætla að halda tónleika, nú þegar ég á að vera í fríi. Þá útskýrði ég fyrir honum að fyrir mér þá er það einfaldlega hluti af fríinu að spila á Íslandi,“ segir írski tónlistarmaðurinn Damien Rice í samtali við blaðamann. Rice treður upp í kvöld á Nasa, í annað sinn á þessu ári, nú með söngkonunni Lisu Hannigan. Þótt Rice sé einungis búinn að gefa út eina stóra plötu á ferlinum á hann orðið miklu fylgi að fagna hérlendis en til marks um það seldist upp á tón- leika kvöldsins á innan við 20 mín- útum. Skyndihugmynd Það var skyndihugmynd að koma til Íslands. Rice og Hannigan sátu saman yfir vínglasi síðla kvölds fyrir nokkrum vikum og Ísland barst í tal. Áður en Rice vissi var hann búinn að senda Kára Sturlusyni tónleikahald- ara (sem stendur fyrir tónleikunum ásamt Birni Steinbekk) sms- símskilaboð og ákveða að halda aðra tónleika sína á árinu á Íslandi. – Hvað er það við Ísland sem lokk- ar svona og laðar – er það griða- staður? „Já, ég þurfti sannarlega á smá hvíld og endurnæringu að halda. Ég fór til Búrma og Taílands snemma sumars og heimsótti þar flótta- mannabúðir. Það var erfið ferð bæði líkamlega og andlega. Svo var mein- ingin að vera í fríi það sem eftirlifði sumars en það var bara alltaf eitthvað að koma upp. Mér fannst ég endilega þurfa að byrja að vinna að nýrri plötu og fór að djöflast í því. En áður en ég vissi af var allt komið í hönk og ég orðinn ein taugahrúga. Þá sagði ég stopp. Reyndar langaði mig þá einna helst að hætta öllu saman. Segja skil- ið við tónlistina, var búinn að fá ógeð. En svo náði ég áttum. Fór í nála- stungu, hvíldi mig. Og nú er ég að koma til Íslands – í fríinu – að tappa svolítið af, upplifa á ný hversu dásam- legt það er að halda góða tónleika.“ Andlit áhorfenda Troðfullt verður útúr dyrum á tón- leikunum í Nasa í kvöld og þannig segist Rice líka vilja hafa það. „Ég vil miklu heldur leika á litlum stöðum troðfullum af fólki heldur en stórum hálffullum stöðum. Ég vil geta séð framan í áhorfendur, það er raunverulegra. Um leið og maður fer að spila á stöðum þar sem maður sér ekki áhorfendur hefur maður um tvennt að velja; leiða áhorfendur al- veg hjá sér og týna sér í tónlistinni eða beita öllum sínum lífs og sál- arkröftum í að öskra sem mest á lýð- inn. Ég kann því illa, hef ekki orku í það. Reyndar gegnir öðru þegar mað- ur spilar utandyra á stórri tónlist- arhátíð.“ Eftir að hafa hætt í miðju kafi við plötugerðina í sumar segist Rice hafa ákveðið að honum lægi ekki svo mikið á að koma út næstu plötu. Hafði feng- ið þá flugu í höfuðið að gefa út nýja plötu í febrúar, nákvæmlega þremur árum eftir að O kom út á Írlandi. „Ég gaf öllum slíkum áformum langt nef. Áttaði mig á því að miklu mikilvæg- ara væri að gera plötu sem ég kynni að meta heldur en að gefa plötu út í febrúar.“ Þyngri lög og myrkari – Hvernig eru lögin sem þú varst búinn að taka upp? „Þau eru þyngri, rafmagnaðri, hrárri og hraðari. En síðan þá hef ég verið að semja lög sem eru ekki endi- lega hröð en þau eru full af orku og tilfinningu. Næsta plata verður örugglega myrkari og þyngri þótt sögurnar verði svipaðar. Eitt laganna heitir meira að segja „Blower’s Daughter pt. 2“.“ Rice segist ekki halda að lagasmíð- ar hans hafi breyst eftir að hann öðl- aðist frægð. „Ég þarf ekki annað en að lenda í einhverri bölvaðri tilfinn- ingakrísu og lögin flæða út.“ Rice segir að tónleikarnir í kvöld verði töluvert frábrugðnir tónleik- unum í mars. Ráði þar mestu nær- vera Lisu sem komi til með að syngja, leika á píanó, hljómborð og gítar. Raddirnar fái að njóta sín betur. „Með Lisu á sviðinu þá verða tón- leikar mínir mun litríkari.“ Rice segist hafa upplifað Reykjavík sem einhvern afslappaðasta og róleg- asta stað sem hann hefur heimsótt og hann segist hafa viljað sýna Lisu og fleiri vinum sínum hann. Hann kom til landsins í gær og ætlar að dveljast hér í góðra vina hópi fram á sunnu- dag – nákvæmlega eins og á að gera í fríinu sínu. Tónleikar Damien Rice og Lisu Hannigan eru í kvöld á Nasa. Lára hitar upp. Húsið opnað kl. 20. skarpi@mbl.is Tónleikar | Damien Rice, Lisa Hannigan og Lára á Nasa í kvöld Hluti af fríinu að spila á Íslandi Morgunblaðið/Sverrir Damien Rice segist fullviss um að hann eigi eftir að koma oftar til Ís- lands, næst með alla hljómsveitina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.