Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 19 MINNSTAÐUR Fjárfestingafélagið Vörður Boðað er til kjörfundar í Fjárfestingarfélaginu Verði, fimmtudaginn 30. september nk. á Hótel KEA á Akureyri, kl. 18.00. Dagskrá kjörfundar er kosning til fulltrúaráðs og önnur mál. Allir sameigendur hvattir til að mæta. Stjórnin. FASTEIGNASALA ÁTT ÞÚ 2JA, 3JA EÐA 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU? Okkur hefur verið falið að leita eftir fjölda íbúða til kaups, fyrir stórt leigufélag. Íbúðirnar mega vera hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði. Rúmur afhendingartími. Frekari upplýsingar eru hjá sölufulltrúum XHÚSS. Valdimar Tryggvason s. 897 9929 Bergur Þorkelsson s. 860 9906 Valdimar Jóhannesson s. 897 2514 Skeifan 19 • Sími 533 1060 VESTURBERG - 111 REYKJAVÍK Falleg og skemmtileg 2ja herbergja íbúð á 1. hæð með svölum. Park- et og flísar á gólfum. Mjög gott lyftuhús með myndavélakerfi. Stutt í alla þjónustu, skólar, sundlaug o.fl. VERÐ 8,9 millj. Lán frá bönkum eða sparisj. 7,1 millj. 4,2% vextir til 40 ára, grb. ca 32.000 á mán. Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir Vestmannaeyjar | Framhaldsskólinn í Vest- mannaeyjum (FÍV) hefur útskrifað 560 nem- endur með stúdentspróf á þeim 25 árum sem hann hefur starfað, auk þess sem fjöldi hefur lokið öðrum prófum. Ólafur Hreinn Sig- urjónsson skólameistari hefur starfað frá fyrsta degi við skólann og alls í tuttugu ár sem skólameistari. „Ég byrjaði sem kennari en fljótlega tók ég við sem aðstoðarskóla- meistari. Gísli Friðgeirsson, þáverandi skóla- meistari, ákvað síðan að taka sér frí eftir fyrstu útskrift stúdenta héðan, 1984, og ég var settur í starf hans. Hann ákvað eftir það að snúa sér að öðru og kom ekki aftur til starfa.“ Fyrsta starfsár skólans voru nemendur 85 og yfirmenn skólans þurftu að glíma við margt á þeim tíma. „Menn voru óvanir því hér í Eyjum að fólk væri að útskrifast úr framhaldsskólum, það var ákveðin tregða í hugsunarhættinum varðandi það að fara í framhaldsskóla. Þetta var eitt af mörgu sem skólinn þurfti að yfirvinna með bæjarbúum, að breyta þessum hugsunarhætti. Til að mynda þá voru margir sem kláruðu stúd- entspróf hér fyrstu árin fljótir að fara í ann- að nám, lærðu netagerð eða fóru í vélskóla. Tóku eitthvað sem þeim fannst praktískt,“ sagði Ólafur en nú eru hlutirnir gjörbreyttir og flestir fara í framhaldsnám. Hann segir miklar breytingar hafa átt sér stað á þeim tuttugu árum sem hann hefur verið skólameistari. „Þetta er langur tími, það er búið að skipta átta sinnum um menntamálaráðherra á þessum tíma. Breyt- ingarnar eru líka miklar í lögum og reglum og talsverðar í því opinbera umhverfi sem skólinn starfar í. Sumar breytingar hafa orð- ið nokkuð ört, oft er varla farið að vinna eft- ir nýjum reglum þegar þær breytast aftur, þannig að okkur skortir nú aldrei verk- efnin,“ sagði Ólafur. Ólafur segir FÍV fyllilega sambærilegan skóla við aðra á landinu. „Við erum bæði með bóknám til stúdentsprófs og verknám. Auðvitað getum við ekki boðið upp á allar brautir eins og stóru skólarnir. Við höfum líka einbeitt okkur að því sem við ráðum við en okkar mottó í gegnum tíðina er að gera vel það sem við erum að gera áður en við förum að gera eitthvað nýtt.“ Í kringum 1990 fór nemendafjöldi yfir 300 en nú eru 240 nemendur skráðir í skólann. Ólafur hefur engar sérstakar áhyggjur af þessari fækkun. „Það hefur alltaf verið til- hneiging að líta á það sem ókost hversu fáir nemendur eru en við lítum á það sem stóran kost. Við þekkjum nemendur vel, bakgrunn þeirra, foreldra og þeirra hugsunarhátt og væntingar. Það gerir okkur mun hæfari til að laða fram það besta í hverjum og einum nemanda.“ Ríkið rekur framhaldsskólana og er Ólaf- ur nokkuð sáttur við þátt þess. „Ég held að það sé ekki hægt að segja með góðri sam- visku annað en að ríkið standi sig vel gagn- vart framhaldsskólunum. Að minnsta kosti eru þeir að reyna.“ Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi verið endurskoðað hvernig peningum var úthlutað í skólana og líkan reiknar nú út hvað hver og einn skóli á að fá. „Ef það yrði farið algjörlega eftir því þá hefðum við nú úr of litlu að moða en það var tekin sjálfstæð ákvörðun um að styðja við þá skóla á landsbyggðinni sem eru að reyna að halda úti fjölbreyttu námsframboði. Það hefur bjargað miklu fyrir okkur. Við höfum á móti lagt mikið upp úr því að halda okkur innan þess fjárramma sem okkur er skipaður.“ Meira hugsað um innihaldið Ólafur tók sér ársfrí frá störfum fyrir ári og settist á skólabekk í Skotlandi. „Það var auðvitað kominn tími til að líta aðeins upp og horfa á þetta úr fjarlægð. Hlaða batteríin eins og sagt er. Ég fór í háskóla í Glasgow, hressti aðeins upp á og bætti við kunnáttu mína í skólastjórnun.“ Hann segir framhalds- skóla að mörgu leyti svipaða í Skotlandi og hér. „Kerfin sem notuð eru til að halda utan um skólamál eru svipuð en húsnæðið sem framhaldsskólarnir eru í er mjög misjafnt. Það er ekki eins mikið lagt upp úr því og hér á landi, þarna er kannski meira hugsað um það hvað er gert í húsunum. Vandamálin sem þeir glíma við eru aftur á móti mun stærri, þarna er mikill drykkjuskapur og eit- urlyfjaneysla. Skólarnir sjálfir eru misjafnir, margir mjög góðir en aðrir þar sem vanda- málin eru mikil.“ Að lokum sagði Ólafur að Skotar hefðu mikið að bjóða. „Það var tekið vel á móti mér, skoskur almenningur er mjög jákvæður og vill allt fyrir mann gera.“ Skólameistari Framhaldsskólans í Eyjum segir fámennan skóla hafa sína kosti Hæfari til að laða fram það besta Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Skólameistari Ólafur Hreinn Sigurjónsson LANDIÐ SUÐURNES Grindavík | Erfitt er að manna fisk- vinnslu í Grindavík nú í upphafi ver- tíðar. Þótt enn séu nokkrir einstak- lingar skráðir atvinnulausir þar og alls um 260 manns á Suðurnesjum í heild er útlit fyrir að flytja þurfi inn fleiri erlenda verkamenn til að vinna þessi störf. Vertíðin hefur farið vel af stað hjá Grindavíkurbátum og mikill afli bor- ist á land hjá Þorbirni-Fiskanesi hf. „Okkur sárvantar fólk í allar vinnslur,“ segir Páll Ingólfsson, starfsmannastjóri.. Hann segir að mikið hafi verið auglýst eftir starfs- fólki en enn vanti töluvert af fólki. Hann segir að fólk sem skráð er at- vinnulaust hafi verið boðin vinna en það hafi ekki allt þegið starf. Fyr- irtækið á aðild að rekstri hausaverk- unar á Reykjanesi og segir Páll að sömu sögu sé að segja þar, þótt tals- vert hafi verið um uppsagnir á svæð- inu og fjöldi fólks á atvinnuleysis- skrá í Reykjanesbæ, takist ekki að manna hausaverkunina. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að atvinnuástandið sé mjög gott og að allir geti fengið vinnu. Síðastliðið vor voru 30 til 40 manns á atvinnuleysisskrá en núna innan við tíu og fæstir þeirra hefðu tök á að þiggja atvinnutilboð fisk- vinnslunnar. Verulega hefur fækkað á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum í heild, frá því sem mest var. Í febrúar voru tæplega 500 manns án vinnu en nú eru 260 á skrá. Hjá Svæðisvinnumiðlun Suður- nesja fengust þær upplýsingar að talsverð eftirspurn væri nú eftir fólki í ýmis störf, meðal annars í fisk- vinnu, þrif og þjónustu. Ketill Jós- efsson forstöðumaður segir að tekist hefði að manna stóru fiskvinnslufyr- irtækin í Reykjanesbæ. Verr hefði gengið að útvega fiskvinnslufyrir- tækjum í Garði, Sandgerði og Grindavík starfsfólk. Þótt fólk væri á atvinnuleysisskrá gæti það hafnað atvinnutilboðum ef það hefði gild rök, til dæmis varðandi vinnutíma og samgöngur. Sum fyrirtækin byrjuðu klukkan sex eða sjö á morgnana og það hentaði fjölskyldufólki oft illa. Þá væru engar almenningssamgöng- ur milli byggðarlaganna á Suður- nesjum og það hamlaði fólki að sækja vinnu í önnur sveitarfélög. Loks væru dæmi um að fólk mætti ekki vinna í fiski að læknisráði. Breyting að verða Páll segir að það sé ný staða hjá fyrirtækinu að ekki sé hægt að manna fiskvinnsluna, sama góða starfsfólkið hefði sinnt þessu lengi. Einhver breyting væri að verða á þessu og hefði aðeins borið á þessari þróun á síðustu vertíð. Þorbjörn- Fiskanes hefur undanfarin ár verið með erlent verkafólk í vinnu og segir Páll nauðsynlegt að ráða fleira nú til að leysa málin. Hann segir að nýjar reglur geri það mun erfiðara en áður að flytja inn verkafólk og það taki lengri tíma að afla nauðsynlegra leyfa. Hann er hissa á því að íslenskt verkafólk líti ekki meira til starfa í fiskvinnslu. Vinnustaðirnir séu orðn- ir miklu betri en var fyrir fáeinum árum. „Það er bara eins og fólk vilji alls ekki vinna þessi störf,“ segir Páll og furðar sig um leið á því að fólkið geti á sama tíma skráð sig atvinnu- laust. Ketill Jósefsson segir að ef fólk hafni vinnu án gildra raka félli það út af atvinnuleysisskrá og missti bætur í fjörutíu daga, samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndar. Fólk fæst ekki í fiskvinnslu Morgunblaðið/Þorkell Löndun Mikill afli berst á land í Grindavík og fólk vantar til starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.