Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Það efast enginn um trúverðugleika Baugspressunnar með þessu lúkki, Gunnar minn.
Ef heimilum verðurboðið að tengjastljósleiðaraneti
Orkuveitu Reykjavíkur,
eins og fyrirtækið undir-
býr nú, margfaldast
möguleikar fólks á gagn-
virku sambandi við Netið,
stafrænar sjónvarpsrásir,
síma, tölvuleiki, öryggis-
kerfi og í raun hvað eina
sem þjónustuaðilar á
þessu sviði hafa upp á að
bjóða í gegnum kerfið.
Orkuveitan lítur á það
sem hlutverk sitt að
leggja „þjóðbrautina“, eða
dreifikerfið og síðan er
það á hendi hinna ýmsu
fyrirtækja að selja marg-
víslega þjónustu sína í gegnum
kerfið, hvort sem það er mynd-
bandaleiga, símafyrirtæki eða
annað.
Þessi „þjóðbraut“ er sjálft ljós-
leiðaranetið sem lagt hefur verið
undanfarin fjögur ár með upp-
setningu svokallaðra svissa í þær
700 dreifistöðvar sem Orkuveitan
starfrækir um alla borg og víðar
fyrir rafmagnsdreifingu. Áhrifa-
svæði hennar nær til 65 þúsund
heimila og samþykki stjórn fyr-
irtækisins fyrirliggjandi vinnu-
plan, sem felst í að tengja 5 þús-
und heimili í fyrsta áfanga er
starfsmönnum ekkert að vanbún-
aði að byrja strax að tengja.
Dreifistöðvanetið er það þéttriðið
að úr hverri stöð eru að meðaltali
200–230 metrar inn í hvaða íbúð
sem vera skal.
Undirrituð hefur verið viljayf-
irlýsing um netstjórnunarkerfi
við fyrirtækið Sensa hf. og bíður
hún ákvörðunar stjórnarfundar
OR 20. október.
Ekki er hægt að segja neitt um
það á þessari stundu hvaða heim-
ili það eru sem myndu fá ljósleið-
aratengingu í fyrsta áfanga eins
og að framan greinir, það er
stjórnarinnar að ákveða hvar
verði byrjað, en Páll Erland, að-
stoðarframkvæmdastjóri fram-
kvæmdasviðs OR, segir fyrirtæk-
ið geta byrjað í hvaða borgar-
hluta sem er. Þess vegna á
Seltjarnarnesi eða Kópavogi. Og
bætir við að það tæki fáein ár að
tengja öll 65 þúsund heimilin.
Tengjum heimilin
þegar kallið kemur
Af hálfu OR er litið þannig á að
ljósleiðaranetið verði lífsgæði á
borð við rafmagn, hita og vatn.
Ljósleiðaranetið er nú þegar
tengt um alla borg inn í fyrirtæki
og stofnanir eins og fyrr segir og
stendur það undir rekstrarkostn-
aði sem slíkt.
Það sé því í raun engin ástæða
til að bíða með ljósleiðaravæðingu
heimilanna þar sem tæknin sé
mun lengra komin en menn gerðu
ráð fyrir þegar farið var af stað
með uppbyggingu kerfisins fyrir
fjórum árum. „Það er ekkert ann-
að eftir en að tengja heimilin þeg-
ar og ef kallið kemur. Ef ekki, þá
stendur kerfið samt sem áður
fullkomlega undir sér fyrir
menntastofnanir og atvinnulífið,“
segir hann. „Það er sjálfsagt að
nýta þá fjárfestingu sem þegar
hefur verið farið út í og nýta
grunnburðarnetið í þágu heimil-
anna.
Það er líka athyglisvert hve
mikil gróska er í þessum málum
hjá hinum ýmsu sveitarfélögum,
m.a. eru Hveragerði, Akranes og
fleiri farin að huga að þessu fyrir
íbúana. Það er eingöngu tíma-
spursmál hvenær ljósleiðaravæð-
ing heimilanna hefst og það sem
vakir fyrir Orkuveitunni er að
vera tilbúin þegar kallið kemur.
Kosturinn sem við nýtum okkur
er sá gríðarlegi fjöldi jarðlagna
sem fyrirtækið á í dag. Ástæðan
fyrir því að hægt er að tengja
heimilin við ljósleiðaranetið á til-
tölulega skömmum tíma á hag-
kvæmu verði felst í nýtingu
þeirra lagna sem eru til staðar.“
5 þúsund heimili á
nokkrum mánuðum
Það tæki fáeina mánuði að
tengja inn á 5 þúsund heimili sem
þýðir að samþykki stjórn OR að
taka þennan fyrsta áfanga, gætu
5 þúsund heimili verið komin með
tengingu fyrir næsta vor. Fjár-
festingarkostnaður OR í dreifi-
kerfi fyrir tengingu á hvert heim-
ili er 100 þúsund krónur, eða
hálfur milljarður króna fyrir 5
þúsund heimili, að sögn Guð-
mundar Þóroddssonar, forstjóra
OR. Til samanburðar væri stofn-
kostnaður vatnsveitukerfis OR 16
milljarðar, rafmagnsveitu 22
milljarðar og hitaveitu 38 millj-
arðar. Dreifikostnaður vegna
ljósleiðara sé því lítill.
Leggja af stað af krafti
Að sögn Þorleifs Finnssonar,
framkvæmdastjóra Nýsköpunar
og þróunar hjá Orkuveitunni,
felst nýjasta tæknin í lagningu
ljósleiðara í því að leggja 50 mm
svert rör ofan í götu, en innan í
því eru mörg smærri rör, þar af
eitt sem tekið er út úr múffu og
leitt inn á heimilið.
„Síðan „blásum“ við ljósleiðar-
anum frá næstu spennistöð óslitið
inn í húsið. Innandyra er hann
tengdur við sérstakt box,“ segir
hann. „Hugsunin er sú að taka
fyrir ákveðin hverfi og tengja
eina götu af annarri, enda er mik-
ilvægt að leggja af stað af krafti
vegna hagkvæmnissjónarmiða.“
Fréttaskýring | Ljósleiðaravæðing heimila
Hægt að byrja
hvar sem er
230 metrar að meðaltali út í næstu ljós-
leiðarastöð frá hverju heimili
Ljósleiðaravæðingin stendur fyrir dyrum.
500 milljónir króna fyrir
5 þúsund heimili
5 þúsund heimili gætu verið
komin með ljósleiðaratengingu
fyrir næsta vor ef stjórn Orku-
veitu Reykjavíkur tekur ákvörð-
un um að hefja ljósleiðaravæð-
ingu heimilanna á fundi sínum
20. október. Geta starfsmenn
Orkuveitunnar byrjað að tengja
hvaða heimili sem er í borginni
og víðar vegna þéttriðins ljós-
leiðaranets sem skólar og at-
vinnulífið eru þegar komin inn á.
Dreifikostnaður OR er 500
milljónir.
orsi@mbl.is