Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG SKRIFAÐI grein í Mbl. sl. fimmtudag 16. september; ,,Stolt og skömm“ – um þá skömm sem ég og aðrir hafa á stuðningi Dav- íðs & Halldórs (í nafni Íslands) við Bush & félaga og ólöglegu innrásina í Írak. Staksteinar svara mér daginn eftir og halda því fram við les- endur Mbl. að við skuldum Bandaríkja- mönnum margan greiðann og því geti þeir gert kröfu til þess ,,að við stöndum með þeim þegar þeir þurfa á að halda“. Rök sem standast ekki Síðan teflir höfundur Staksteina fram nokkrum punktum máli sínu til stuðn- ings. Hann nefnir fyrst viðurkenningu Bandaríkj- anna á lýðveldisstofnuninni 1944. En hið rétta er að það skilyrði settu íslensk stjórnvöld fram við Bandaríkin og Bretland, þegar Bretar vildu losa hernámslið sitt frá Íslandi og sömdu við Amerík- ana um að taka við herstjórn Ís- lands. Rétt er einnig að benda höf- undi Staksteina á að þrátt fyrir að vinir okkar bandamenn skor- uðu á Íslendinga að lýsa yfir stríði á hendur Þjóðverjum og Japönum í lok seinni heimsstyrj- aldarinnar – til að við mættum verða stofnaðilar að Sameinuðu þjóðunum – þá dugði sá vin- skapur ekki því Íslendingar neit- uðu þessari beiðni algerlega, enda varð Ísland ekki aðili að SÞ fyrr en ári síðar. Þar réð sjálf- stæð utanríkisstefna Íslendinga þótt vinir bæðu okkur að vera með. Þá nefnir höfundur Staksteina ,,Varn- arsamninginn við Bandaríkin, sem veitti okkur öryggi“. Áttu Íslendingar frumkvæðið að þeim samningi? Nei, því var öfugt farið, enda höfðu Bandaríkja- menn áður óskað eft- ir herstöðvum hér til 99 ára. Þeirri ósk var hafnað af íslenskum stjórnvöldum. Næst nefnir höf- undur Staksteina öll þorskastríð- in við Breta.Stuðningur Banda- ríkjanna við málstað Íslendinga fékkst m.a. vegna þess að Banda- ríkin höfðu sjálf hagsmuna að gæta enda höfðu þau slegið eign sinni á 200 mílna landgrunnið við strendur Bandaríkjanna.Í rimm- unni við Breta beittu íslensk stjórnvöld Atlantshafsbandalag- inu fyrir sig og hótuðu að draga landið úr NATO ef Bretar hættu ekki ofbeldi sínu. Höfundur Stak- steina segir síðan; „Í hvert ein- asta sinn, sem slíkt hefur komið upp á síðustu 60 árum hafa Bandaríkjamenn staðið með okk- ur Íslendingum.“ Þetta eru rök höfundar Stak- steina fyrir stuðningi Íslands við ólöglega innrás Bush & félaga í Írak. Hann klykkir út með því að segja: ,,Getur verið að það sé m.a. í því fólgið að ætlast ekki til alls af vinaþjóðum okkar án þess að eitthvað komi í staðinn?“ Ólögleg innrás Er einhver spurning um það að innrásin í Írak var ólögleg bæði samkvæmt alþjóðlegum- og ís- lenskum lögum? Var ekki aug- ljóst – þá eins og nú – að inn- rásin var gerð án samþykkis Öryggisráðs SÞ? Ályktun 1441 samþykkti ekki innrás í Írak. Hvernig stendur á því að Halldór með alla sína lögfræðinga og sér- fræðinga í utanríkisráðuneytinu sá ekki að aðgerðin var ólögleg? Bush & félagar gátu ekki einu sinni tryggt einfaldan meirihluta í Öryggisráðinu fyrir innrásina. Frakkar og Rússar lögðust gegn innrásinni. Og meira að segja Þjóðverjar, sem hafa verið vinir Bandaríkjanna frá stríðslokum, Vinur er sá er til vamms segir Hans Kristján Árnason svarar Staksteinum ’Styður maður vini sínasama hvað þeir taka sér fyrir hendur?‘ Hans Kristján Árnason DAGANA 22. til 25. september næstkom- andi mun prófessor Timothy Gowers dvelja hér á landi í boði Félags um efl- ingu verk- og tækni- fræðimenntunar og breska sendiráðsins. Gowers mun halda er- indi á ráðstefnu verk- og tæknifræðinga um mikilvægi stærðfræð- innar sem undirstöðu verk- og tæknifræði- greina, veita verðlaun í ritgerðarsamkeppni barna um stærðfræði og heimsækja félag stærðfræðinga. Prófessor Gowers hefur unnið mikilvæg verk innan stærð- fræðinnar á sviði fallagreiningar og hefur við vinnu sína m.a. beitt aðferðum úr fléttufræði. Þessi svið virðast í fyrstu vera óskyld en Gowers hefur tekist að sameina þau með árangursríkum hætti. Fallagreining og fléttufræði eiga það sameiginlegt að mörg verkefna á þessum sviðum eru einföld í framsetningu en gífurlega erfið að leysa. Afrek Gowers Gowers hefur tekist að nýta flóknar aðferðir til að sanna sumar af til- gátum pólska stærðfræðingsins Stefan Banach (1892–1945), þ.m.t. verkefni skilorðslausra grunna. Banach var sérvitringur sem valdi að dvelja frekar á kaffihúsi en á skrifstofu sinni í háskólanum í Lvov. Á þriðja og fjórða áratug síð- ustu aldar fyllti hann minnisbók sína af verkefnum úr fallagreiningu meðan hann sat á „Skoska kaffinu“ og var minnisbókin síðar nefnd Skoska bókin. Gowers hefur framar öðru lagt til fræða sk. Banach- rúma. Banach rúm eru mengi þar sem stökin eru ekki tölur heldur flóknir stærðfræðilegur hlutir svo sem föll eða virkjar. Í Banach- rúmum er mögulegt að vinna með slíka hluti á sama hátt og með töl- ur. Þessi fræði hafa margvíslegt hagnýtt gildi, t.d. í skammtafræði. Lykilspurning fyrir stærðfræðinga og eðlisfræðinga fjallar um innri uppbyggingu og samhverfu þessara rúma. Gowers hefur tekist að byggja Banach-rúm sem hefur nán- ast enga samhverfu. Slík bygging hefur nýst sem heppilegt mótdæmi fyrir margar tilgátur í fallagrein- ingu, þ.m.t. hásléttuverkefnið og Schröder-Bernstein verkefnið fyrir Banach-rúm. Verk Gowers hefur einnig opnað leið að lausn eins af frægustu verkefnum fallagreining- arinnar – verkefni einsleitra rúma. Nýlega hefur Gowers vakið at- hygli í fléttufræði með því að leggja fram nýja sönnun á setningu Emre Szemeredi sem er styttri og fegurri en fyrri sönnun hennar. Slíkt viðfangsefni krefst gríðarlega djúps stærðfræðilegs skilnings. Gowers hlaut Fields-verðlaunin fyr- ir störf sín 1998. Heimsókn Gowers til Íslands er hvalreki á fjörur íslenskra stærð- fræðinga og áhugamanna um stærðfræði enda ekki á hverjum degi sem vísindamenn í hans gæða- flokki koma hingað til lands. Mark- mið Félags um eflingu verk- og tæknifræðimenntunar með heim- sókn Gowers er að vekja athygli á mikilvægi stærðfræðinnar sem undirstöðu verk- og tæknifræði- greina. Mikilvægt er að veita ungu fólki og almenningi innsýn inn í heim stærðfræðinnar og sýna fram á tengingu milli óhlutbundinna rannsókna og hagnýtra verkefna. Sterk undirstaða í stærðfræði er forsenda þess að stunda nám í verk- og tæknifræði og því er mikilvægt að kveikja áhuga ungs fólks á henni áður en til há- skólanáms kemur. Félag um eflingu verk- og tæknifræði- menntunar stefnir að því að heimsóknir heimsfrægra vísinda- manna á vegum félags- ins verði árlegir við- burðir. Fields-verðlaunin Fields-verðlaunin eru gjarnan sögð vera „Nóbelsverðlaun“ stærðfræðinnar (Nób- elsverðlaun eru ekki veitt fyrir stærðfræði) og eru veitt af alþjóða- samtökum stærðfræð- inga til eins eða fleiri framúrskarandi fræði- manna fyrir uppgötv- anir í stærðfræði. Upphaf Fields-verðlaunanna má rekja til alþjóðaráðstefnu stærð- fræðinga í Toronto 1924 þar sem samþykkt var að á hverri ráðstefnu í framtíðinni skyldu veitt tvenn gullverðlaun til stærðfræðinga sem náð hefðu framúrskarandi árangri á sínu sviði. Kanadíski stærðfræð- ingurinn, Prófessor J. C. Fields, sem var ritari ráðstefnunnar 1924, lagði síðar fram sjóð sem und- irstöðu verðlaunanna og í framhaldi af því voru verðlaunin kennd við hann. Í samræmi við óskir Fields um að verðlauna skyldi bæði nú- verandi vinnu og væntingar um framtíðarárangur var ákveðið að takmarka verðlaunin við stærð- fræðinga yngri en fjörutíu ára á viðkomandi ráðstefnuári. Árið 1966 var ákveðið, í ljósi mikils vaxtar í stærðfræðirannsóknum, að veita allt að fern verðlaun á hverri ráð- stefnu. á alþjóðaráðstefnu stærðfræð- inga ásamt verðlaunafé að fjárhæð sem nemur fimmtán þúsund kan- adískum dollurum. Fyrstu Fields- verðlaunin voru veitt árið 1936 á heimssýningunni í Osló. Fields- verðlaunin eru gerð úr gulli og sýna á framhliðinni höfuð Arkimed- esar ásamt áletrun sem eignuð er honum: „Transire suum pectus mundoque potiri“ sem er í lauslegri þýðingu: „Rís upp yfir sjálfan þig og gríptu heiminn, en á bakhliðinni er áletrunin: „Congregati ex toto orbe mathematici ob scripta in- signia tribuere sem er í lauslegri þýðingu: „Þeir stærðfræðingar sem hér eru samankomnir frá öllum heiminum heiðra framúrskarandi verk.“ Nóbelsverðlaunin eru mun þekktari en Fields-verðlaunin, enda veitt á fjölmörgum fræðasviðum. Nóbelsverðlaunin urðu til í sam- ræmi við erfðaskrá sænska efna- fræðingsins og uppfinningamanns- ins Alfreðs Nóbel árið 1895. Nóbel vildi ekki veita verðlaun í stærð- fræði því hann hafði ekki sérstakan áhuga á henni og taldi hana ekki sérlega hagnýta. Í erfðaskránni segir að hann vilji verðlauna ný- sköpun og uppgötvanir sem hafa mest hagnýtt gildi fyrir mannkynið. Sögusagnir herma þó að Nóbel hafi ekki viljað veita verðlaun í stærð- fræði vegna þess að þekktur stærð- fræðingur hafi stigið í vænginn við ástkonu hans. Þessar sögusagnir hafa þó ekki verið staðfestar. Heimskunnur stærðfræðingur heimsækir Ísland Bjarki A. Brynjarsson fjallar um stærðfræðing, sem vænt- anlegur er í heimsókn Bjarki A. Brynjarsson ’Fields-verð-launin eru æðsta viður- kenning stærð- fræðinga og eru veitt á fjögurra ára fresti. ‘ Höfundur er doktor og stjórnar- maður í Félagi um eflingu verk- og tæknifræðimenntunar.bjarki@thi.is HÆSTIRÉTTUR er sú stofnun í þjóðfélaginu, sem menn verða að geta treyst. Hann er sjálfur horn- steinn réttarríkisins. Þegar Hæsti- réttur fer ótroðnar slóðir, sem hvorki virðast eiga beina stoð í lögum né rétt- arframkvæmd, hljóta menn að staldra við. Getur hugsast að sú skoðun ríki nú innan dómstólsins, að þeir dómarar, sem þar sitja, eigi að ráða því hverjir taki sæti í æðsta dómstól þjóð- arinnar? Er sú þróun að verða, að þessi fá- menni hópur ráði því hverjir skipaðir verði til setu í Hæstarétti í framtíðinni? Hingað til hefur það verið svo, að þjóð- kjörnir fulltrúar okkar hafa valið framkvæmdavald, og ráðherrar borið pólitíska ábyrgð á skipun dómara. Með þeirri niðurstöðu, sem meirihluti Hæstaréttar gerði ný- verið kunna, tekur þessi hópur dómenda í fyrsta sinn upp á því að setja fram vangaveltur um níu at- riði er varða umsækjendur. Slíkar vangaveltur hafa ekki verið fyrr í umsögnum Hæstaréttar. Fljótt á litið virðast þessi atriði leiða til þess, að útilokaðir verði þeir, sem sinnt hafa málflutningsstörfum og almennri lögmennsku að að- alstarfi. Það liggur í hlutarins eðli, að þeir lögfræðingar, sem leitað hafa frama á sviði lögmennskunnar, hafa almennt ekki stundað kennslustörf eða unnið að skrifum fræðigreina. Undantekning er ef þeir hafa sinnt dómsstörfum, unn- ið að lagasmíð eða setið í nefndum ríkisins. Slíkan munað geta þeir einir veitt sér, sem eru á launum hjá öðrum. Fyrst og fremst þeir, sem eru á launum hjá ríkinu. Lögmennska er barátta á mark- aði, sem lýtur almennum rekstr- arlögmálum. Starfsframi veltur á því að menn vinni hratt, sýni vönd- uð vinnubrögð í hvívetna og afli þannig nægra viðskipta og tekna. Vinnutíminn er langur, og ekki mikið aflögu til að sinna almenn- um fræðastörfum. Sértæk fræða- störf við undirbúning málflutnings eru hins vegar kjarninn í störf- um lögmannsins. Lög- maðurinn leggur grunninn að máls- meðferðinni fyrir dómi og dómendur taka síðan afstöðu til þess málatilbúnaðar. Hvort annað starfið er veigaminna en hitt verður hver að meta fyrir sig. Fyrir utan fræða- störfin við undirbún- ing mála fyrir dómsmeðferð kemur það í hlut lögmanna að sinna margvíslegum verkefnum, sem ekkert eiga skylt við málsmeðferð fyrir dómi. Samningagerð á öllum sviðum mannlegra samskipta, ráð- gjöf í viðskiptum, þátttaka í stjórnun fyrirtækja og þátttaka í þjóðmálaumræðu getur veitt lög- manni víðtæka reynslu á marg- víslegum sviðum þjóðlífsins. Reynslu sem kennarar og dómarar fá sjaldan sem beinir þátttakendur heldur einungis af afspurn. Það virðist því næsta órökrétt að gera svo lítið úr reynslu á sviði lögmennsku, sem meirihluti Hæstaréttar virðist gera, einkum ef til þess er litið að víða í ná- grannalöndum okkar er það gert að skilyrði að menn hafi staðgóða reynslu af lögmennsku eigi þeir að koma til greina við skipun emb- ætta dómara við áfrýjunardóm- stóla. Það er skoðun mín, að Hæsti- réttur sé farinn langt út fyrir þau mörk, sem honum eru sett í lögum sem umsagnaraðila. Ég á bágt með að trúa því að þessar nýtil- búnu verklagsreglur séu aðferða- fræði til þess að koma í veg fyrir að sá umsækjendanna, sem einn hefur gagnrýnt Hæstarétt í ræð- um og ritum, komi ekki til greina. Jón Steinar Gunnlaugsson er af- burðamaður á sviði lögfræði og býr yfir viðamikilli þekkingu og reynslu. Fyrst og fremst sem lög- maður en einnig sem fyrirlesari við lagadeildir háskólanna sem að- júnkt, lektor og nú prófessor. Hann hefur á engan hátt unnið til þeirrar verðfellingar á orðspori sínu, sem Hæstiréttur stendur nú fyrir. Ég tel reyndar að Hæstarétti sé ekki heimilt að forgangsraða um- sækjendum, svo sem gert hefur verið. Með því að forgangsraða umsækjendum er meirihluti Hæstaréttar að seilast inn á vald- svið ráðherra. Það er í andstöðu við grundvallarskipan lýðræðisins, því með forgangsröðun sinni á um- sækjendum er Hæstiréttur að setja ráðherra í þann vanda, að fari ráðherra ekki að tilmælum Hæstaréttar baki ráðherra ríkinu tjón í formi skaðabóta til umsækj- enda. Þetta er ótrúleg staða og í raun þvingunartilraun sem er með öllu óviðunandi. Ég skora á hæstvirtan fjár- málaráðherra, sem tekið hefur að sér að leiða mál þetta til lykta, að meta sjálfstætt hæfi og hæfni um- sækjenda. Þeir eru allir mikils- metnir og hæfir lögfræðingar, sem hver og einn myndi sóma sér vel í dómaraembætti. Ráðherra ætti hins vegar að leitast við að tryggja að í Hæstarétti sitji ekki einungis þeir, sem hafa þegið laun af ríkinu megnið af sinni starfstíð. Of eins- leitur hópur dómenda er ekki eft- irsóknarverð niðurstaða. Forgangsröðun umsækjenda óheimil Gísli Baldur Garðarsson fjallar um umsagnir um umsækjendur starfs hæstaréttardómara ’Með því að forgangs-raða umsækjendum er meirihluti Hæstaréttar að seilast inn á valdsvið ráðherra.‘ Gísli Baldur Garðarsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.