Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 41 DAGBÓK Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 & lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Láttu verðið koma þér á óvart Mikið úrval af kápum, jökkum og nýjum haust- vörum NÝ LÖGMANNSSTOFA Ég hef opnað lögmannsstofu á Skúlagötu 17, 101 Reykjavík. Heitið á stofunni er Lögmat ehf. - lögmannsþjónusta. Tek að mér alhliða lögfræðilega ráðgjöf og málflutning. Nýir viðskiptavinir velkomnir. Björn Daníelsson hdl. Skúlagata 17, 101 Rvk, s. 511-3600, fax 511-3601. Netfang: logmat@logmat.is Er þörf á stjórnsýsludómstól?“ er yfir-skrift málþings Lögfræðingafélags Ís-lands sem haldið verður 24. septemberá Hótel Sögu. Á málþinginu munu fyr- irlesarar velta fyrir sér ýmsum hliðum málsins. Þar á meðal mun Friðgeir Björnsson dómstjóri fjalla um úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni, en að margra mati hafa slíkar nefndir mörg einkenni stjórnsýsludómstóla. Slíkum nefndum hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár án þess að séð verði að heildstæð og opinber stefna liggi þar að baki. Þá mun dr. Matti Niemivuo, skrifstofustjóri í finnska dómsmálaráðuneytinu og prófessor í op- inberum rétti við Háskólann í Lapplandi, fjalla um hvernig stjórnsýsludómstólar endurskoða stjórnvaldsákvarðanir. Páll Hreinsson, prófessor við lagadeild HÍ, mun aftur á móti fjalla um hvort og þá hvernig hægt er að koma þeim gæðum, sem talin eru ein- kenna stjórnsýsludómstóla, inn í núverandi dóms- kerfi án þess að leggja í þann kostnað að setja á fót sérstakan stjórnsýsludómstól. Hvert er hlutverk stjórnsýsludómstóla? „Stjórnsýsludómstólar eru sérdómstólar sem hafa sérþekkingu á stjórnsýslurétti og dæma um hvort athafnir stjórnvalda séu bæði löglegar og réttmætar. Í flestum löndum Evrópu telja menn að þessir dómstólar veiti betra aðhald og tryggi betur réttaröryggi og skilvirkni.“ Hví eru ekki stjórnsýsludómstólar á Íslandi? „Í langflestum löndum Evrópu er að finna stjórnsýsludómstóla sem dæma m.a. um gildi stjórnvaldsákvarðana. Undantekning er þó með þau ríki sem áður tilheyrðu danska einveldinu og breska heimveldinu, en í þeim hefur slíkum dóm- stólum almennt ekki verið komið á fót heldur dæma hinir almennu dómstólar í slíkum málum. Við Íslendingar tókum þetta fyrirkomulag í arf frá Dönum og höfum því ekki stjórnsýsludóm- stóla. Lengst af hefur lítil umræða verið um það hér á landi hvort koma beri á fót slíkum dómstól.“ Hverjir eru helstu kostir og gallar stjórn- sýsludómstóla? Meðal þeirra sjónarmiða sem talin eru mæla með því að hafa sérdómstóla sem dæma í málum er lúta að lögmæti og réttmæti athafna stjórn- sýslunnar eru reynsla og sérfræðiþekking dóm- ara við slíka dómstóla sem talin er geta tryggt betur réttaröryggi og skilvirkni á þessu sviði. Þá hafa verið sniðnar sérstakar réttarfarsreglur þar sem tekið hefur verið tillit til séreðlis þessara mála. Á hinn bóginn hefur verið bent á að kostn- aður eykst við að koma á fót sérdómstólum og flókið verður oft hvaða mál á að bera undir hina almennu dómstóla og hver undir stjórn- sýsludómstóla. Lögfræði | Málþing um þörf á stjórnsýsludómstólum á Íslandi  Páll Hreinsson er fæddur í Reykjavík árið 1963. Hann varð stúd- ent árið 1983 frá MH og útskrifaðist með emb- ættispróf í lögfræði frá HÍ árið 1988. Páll stundaði framhalds- nám í stjórnsýslurétti og stjórnsýslufræðum við Kaupmannahafn- arháskóla 1990–1991. Páll gegnir nú starfi prófessors við lagadeild HÍ auk þess sem hann hefur starfað sem stjórnarformaður Persónuverndar frá því stofnuninni var komið á fót. Páll er kvæntur Láru Sverrisdóttur lánastjóra í Íslandsbanka og eiga þau einn son. Stuðla að réttaröryggi og skilvirkni Bækurnar Þorpið og Krilla MIG vantar bók sem heitir Þorp á heljarþröm eftir Manuel Scorz- arancas. Eins vantar mig unglinga- bókina Krilla sem gefin var út fyrir mörgum árum síðan. Þeir sem geta liðsinnt mér vinsamlega hafið sam- band í síma 552 2548. Vinstri akreinin ÉG var að keyra Sæbrautina um daginn. Nema hvað að ekki virtist ökumaðurinn á undan mér átta sig á því að vinstri akreinin væri fram- úrakstursakrein. Munum að umferð- in á vinstri akrein á að vera hraðari en á hægri akrein. Þetta er eitthvað sem betur mætti fara. Ólafur. Barnagleraugu í óskilum SVÖRT og brún barnagleraugu fundust fyrir ofan Þorláksgeisla í Grafarholti. Upplýsingar í síma 867 8346. Kettlingar fást gefins KETTLINGAR fást gefins, kassa- vanir. Upplýsingar í síma 697 4872. Garpur er týndur KÖTTURINN Garpur hefur ekki komið heim til sín síðan fimmtudag- inn 16. sept- ember. Hann á heima á Brekkustíg 19 í Vest- urbænum. Hann er ljós- grár, brönd- óttur, með hvítar loppur og bleika snoppu. Hann er eyrna- merktur nr. 381 og með græna háls- ól. Hann er frekar stór og auðþekkj- anlegur á stórum plástri á skottinu sínu. Hans er sárt saknað og ef ein- hver veit eitthvað um ferðir hans, vinsamlegast hafið þá samband við Ingu Dagmar í síma 847 1118 eða 553 9077. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 b6 7. Be2 Bb7 8. O-O Rbd7 9. Hc1 c5 10. dxc5 Rxc5 11. h3 Hc8 12. Bh2 dxc4 13. Re5 Ba6 14. Rxc4 Rfe4 15. Rxe4 Rxe4 16. Bd3 Staðan kom upp á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem lauk fyrir skömmu í Laugalækjarskóla. Hjörvar Steinn Grétarsson hafði svart gegn ís- lenska félaga sínum Einari Sigurðs- syni. 16... Bxc4! 17. Hxc4 Hxc4 18. Bxc4 Rd2 svartur vinnur nú skiptamun og þó nokkru síðar skákina. 19. Dc2 Rxf1 20. Kxf1 Dc8 21. Db3 Hd8 22. Ke2 Dd7 23. Kf3 Dc6+ 24. e4 Bd6 25. Bf4 Bxf4 26. Kxf4 Dd6+ 27. Ke3 Dd2+ 28. Kf3 Dd1+ 29. Dxd1 Hxd1 30. b3 Kf8 31. Ke2 Hc1 32. Kd2 Hg1 33. g3 g5 34. Be2 Hh1 35. Bg4 Ke7 36. e5 Ha1 37. a4 Ha2+ 38. Ke3 Hb2 39. Bd1 h6 40. f4 Hb1 41. Kd2 a6 42. fxg5 hxg5 43. h4 gxh4 44. gxh4 Kf8 45. h5 Kg7 46. Kc2 Ha1 47. Be2 Ha2+ 48. Kd1 a5 49. Bc4 Kh6 50. Be2 Hb2 51. Ke1 Hxb3 52. Kf2 Hb4 53. Bb5 Hxb5 54. axb5 Kxh5 55. Ke3 Kg4 56. Kd4 Kf4 og hvít- ur gafst upp. Allir þeir keppendur sem unnu borðaverðlaun voru íslenskir en Matthías Pétursson var einn þátttak- enda sem hlaut 100% skor eða 5 vinn- inga af 5 mögulegum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. FRAMLAG íslenskra kirkjulista- manna til Norrænnar kirkjutónlist- arhátíðar, sem fram fór á dögunum, vakti mikla athygli og hafa erlendir aðilar sótt mjög í nótur af íslenskri kirkjutónlist, að sögn íslenskra að- standenda hátíðarinnar. Opnunarverk upphafstónleika kirkjuhátíðarinnar í dómkirkjunni í Árósum var Te Deum, eftir Jón Þórarinsson, en að því stóðu danskir flytjendur. Var að sögn viðstaddra gífurleg ánægja með verkið sem Jón samdi fyrir fjórum árum fyrir orgel, kór og tvo trompeta. Örtröð hjá Skálholtsútgáfunni Félag íslenskra orgelleikara var aðili að hátíðinni og skipulagði þátt- töku listamanna fyrir Íslands hönd. Jón Stefánsson, organisti í Lang- holtskirkju, segir viðbrögð við ís- lensku verkunum hafa verið áber- andi góð og margir hafi spurt íslenska listamenn hvar hægt væri að fá nótur að þeim. „Mörg af þess- um verkum eru mjög ný og óútgefin og því vöktu þau mikla forvitni,“ segir Jón og bætir við að Skálholts- útgáfan, sem kynnti sína útgáfu á íslenskri kórtónlist og var einnig með umboð fyrir Íslensku tón- verkamiðstöðina í miðstöð hátíð- arinnar, hafi verið umsetin lista- mönnum. „Það var mikið að gera og ég held að það hafi hreinsast upp næstum allt sem þau voru með og á endanum voru teknar niður pant- anir hjá fólki.“ Hlutverk kirkjulistahátíðarinnar er að kynna það sem er í notkun í kirkjunni í hverju landi fyrir sig og einnig nýtt efni og stærri tónverk. Segir Jón kynningu Eyþórs Inga Jónssonar organista á Akureyri á íslenskri orgeltónlist einnig hafa vakið mikla athygli. „Annars vegar var málstofa, þar sem hann fór yfir verkin og hins vegar tónleikar með stærri verkum. Þessir atburðir tók- ust framúrskarandi vel.“ Graduale Nobili-kór Langholts- kirkju kynnti á hátíðinni íslenska kórtónlist fyrir barna- og kvenna- kóra og hélt alls átta tónleika á þeim tíu dögum sem ferð kórsins tók. Einnig hélt kórinn málstofu þar sem sex karlar úr kór Langholts- kirkju tóku þátt og kynntu ásamt hluta Nobili-kórsins tónlist fyrir blandaðan kór. Troðfull St. Pálskirkja Á sérstökum íslenskum tón- leikum, sem haldnir voru í St. Páls- kirkjunni í Árósum kynnti Nobili- kórinn einnig sérsamið verk Hreið- ars Inga Þorsteinssonar, „In Paradisum“, sem var frumflutt á þeim tónleikum og einnig verk eftir Tryggva M. Baldvinsson, „Vesper“ eða „Aftansöng“ í fimm kórköflum með þrem orgelhugleiðingum inn á milli, en þar lék á organið Lára Bryndís Eggertsdóttir, félagi í Graduale Nobili og organisti. „Kirkjan var alveg troðfull, gersam- lega út úr dyrum og við fluttum einnig fullt af öðru íslensku efni, stærri verkum og fengum gífurlega sterk viðbrögð við þessum tón- leikum,“ segir Jón, en að sögn við- staddra var það rætt meðal gesta tónleikanna að þeir væru hápunktur hátíðarinnar. Þá segir Jón verk Hreiðars hafa vakið sérstaka at- hygli bresks útgefanda hjá Oxford University Press, og hafi hann vilj- að gefa það og fleiri íslensk verk út á nótum. Tónlist | Íslenskir kirkjulistamenn vöktu athygli á kirkjulistahátíð Frábær viðbrögð við kór- og orgelverkum Morgunblaðið/Jim Smart Stúlknakórinn Graduale Nobili og stjórnandinn Jón Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.