Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÓFÆRT var um Kleifaveg frá
Ólafsfirði og að Kleifum, norðan
megin fjarðarins, en Ástríður
Grímsdóttir sýslumaður sagði
ástandið á veginum líkast því að
nokkrum vörubílshlössum af jarð-
vegi hefði verið sturtað beint á veg-
inn.
Jón Snorrason, starfsmaður Sím-
ans, var á ferð um veginn um há-
degi í gær en hann sagði að streng-
ur í símalínu sem liggur í
vegkantinum hefði trúlega farið í
sundur. Þá var einnig bilun í 100
lína jarðstreng í bænum sjálfum og
í Múlanum var ljósleiðari í hættu að
sögn Jóns. Hann sagðist ekki enn
hafa fundið skemmdir á strengnum,
„en þetta lítur ekki vel út, það er
hins vegar ekkert hægt að gera
fyrr en búið er að laga veginn.
Þetta er hálf óhuggulegt,“ sagði
hann og bætti við að best væri að
koma sér hið snarasta á brott.
Hálf-
óhuggu-
legt
Jón Snorrason, starfsmaður Sím-
ans, skoðaði aðstæður á veginum
að Kleifum í gær.
TJÓN á Ólafsfjarðarvegi milli Dalvíkur
og að Múlagöngum gæti numið um 10
milljónum króna, „og ég yrði ekki hissa
þó það færi eitthvað yfir það,“ sagði Birg-
ir Guðmundsson, umdæmisstjóri Vega-
gerðarinnar á Akureyri, en um 10 aur-
skriður féllu á veginn í kjölfar úrhellis-
rigningar aðfaranótt þriðjudags.
Síðdegis í gær fór vegur við Bursta-
brekku, frá Ólafsfirði og yfir á Lágheiði, í
sundur en að sögn Birgis er líklegt að
stífla í gili ofan vegarins hafi gefið sig
Birgir sagði að starfsmenn Vegagerð-
arinnar yrðu að störfum á Ólafsfjarðar-
vegi næstu daga og búast mætti við um-
ferðartruflunum af þeim sökum. Stefnt
væri að því að ljúka verkinu svo fljótt sem
verða mætti, „en það er augljóst að þetta
tekur nokkra daga,“ sagði hann. Reynt
yrði að halda veginum opnum, en að-
stæður væru erfiðar, fjöldi manna og
tækja á vettvangi og þar er þröng auk
þess sem veður er ekki eins og best verð-
ur á kosið.
með þessum afleiðingum. Starfsmenn
Vegagerðarinnar skoðuðu aðstæður og
könnuðu hvað hægt væri að gera í stöð-
unni.
Þá er Kleifavegur, milli Ólafsfjarðar og
Kleifa illa farinn. „Við sömdum við verk-
taka um að gera veginn jeppafæran fyrsta
kastið, en það verður heilmikil vinna við
að koma honum í samt horf,“ sagði Birgir.
Hann taldi að heildartjón, sem orðið hefði
á vegum vegna vatnsveðursins, gæti num-
ið allt að 20 milljónum króna.
Tjón á vegum allt
að 20 milljónum
Vatnavextir og aurskriður. Sigurbjörn Þorgeirsson, lögreglumaður í Ólafsfirði, fylgist með Sævari Frey Ingasyni, kollega sínum frá
Dalvík, aka fyrir skarðið sem myndaðist í Klifinu í Ólafsfjarðarmúla.
Vatnslagnir höfðu ekki undan á Ólafsfirði og því flæddi vatn um allan bæ
Morgunblaðið/Kristján
„VATNIÐ gusaðist bara hér upp úr svelgnum,“
sagði Þorgeir Gunnarsson, íbúi við Ægisgötu í
Ólafsfirði, en þar flæddi vatn inn í kjallara í úr-
hellisrigningu aðfaranótt þriðjudags. Þorgeir
vaknaði kl. rúmlega 4 við það að heimilishund-
urinn Kátur var að krafsa, en hann heldur til í
körfu ofan í kjallara. „Ég heyrði hann vera að
brölta og fór að athuga með hann,“ sagði Þor-
geir, en húsið var þá rafmagnslaust, vatn hafði
komist í tengla og rafmagni slegið út. Sjónin, sem
við blasti, var ófögur. Um 27 sentímetra djúpt
vatn var yfir öllu, í herbergjum í kjallara og bíl-
skúr. Hann hófst þegar handa við að dæla vatni
út.
Þorgeir sagði að greinilegt væri að holræsa-
kerfi bæjarins væri lélegt, annars myndi vatn
ekki flæða upp úr því svo sem raunin varð nú.
„Menn hafa kvartað yfir þessu í 30 ár, en ekkert
verið gert. Þetta hefði ekki komið fyrir hefði
kerfið verið í lagi. [...] En þar sem svo er ekki
getum við alltaf átt þetta yfir höfði okkar við að-
stæður eins og þær sem voru í byrjun vikunnar.“
Allt á floti. Það var allt á floti í kjallaranum hjá Þor-
geiri Gunnarssyni, íbúa við Ægisgötu, en vatnshæðin í
kjallara hans var 27 cm. Kátur gerðist órólegur að-
faranótt þriðjudags þegar flæddi upp um niðurföllin.
Vatnið gusaðist
upp úr svelgnum
NÁGRANNAR Ármanns Þórðarsonar íbúa við Æg-
isgötu létu son hans og tengdadóttur vita af hugs-
anlegu vatnstjóni í húsi hans, en sjálfur var Ármann
staddur syðra þegar ósköpin dundu yfir í Ólafsfirði
aðfaranótt þriðjudags.
„Þau komu strax og byrjuðu að dæla vatni út, en
það streymdi hér inn um niðurföllin,“ sagði Ármann.
„Það var hér allt á öðrum endanum og töluvert verk
að koma þessu í lag.“ Vatnið náði um 20 sentímetra
upp á veggi. Ármann sagði greinilegt að holræsa-
kerfi bæjarins væri ekki í lagi. „Maður reiknar nú
svona frekar með að vatnið fari niður um niðurföllin,
en komi ekki upp um þau,“ sagði hann. Hann hraðaði
sér heim á leið, ók norður í hendingskasti, „Það var
ekki skemmtilegt að koma að þessu,“ sagði hann, „þó
var búið að hreinsa mestu drulluna þegar mig bar að
garði.“ Hann lenti einnig í vatnstjóni eftir skriðuföll-
in árið 1988 og sagði að þá hefði hann að einhverju
leyti fengið það bætt.
Ekki skemmtilegt
að koma að þessu
Kjallarinn hreinsaður. Töluvert tjón varð í kjallar-
anum hjá Ármanni Þórðarsyni, íbúa við Ægisgötu,
sem hafði í nógu að snúast við að hreinsa upp vatn
sem flætt hafði upp um niðurföll.
SKURÐIR sem gerðir voru ofan Ólafsfjarðar í
kjölfar mikilla skriðufalla árið 1988 björguðu
því nú að ekki varð stórtjón í bænum í úrhell-
isrigningu aðfaranótt þriðjudags að mati Ara
Eðvaldssonar en hann var staddur á skrifstofu
sýslumanns, Ástríðar Grímsdóttur, sem einnig
er formaður almannavarnarnefndar bæjarins.
Hættuástand skapaðist ekki í bænum, en nokk-
urt tjón varð á fjölda fasteigna vegna þess að
vatn flæddi upp um niðurföll.
Vatnsveðrið var í rénun í gærdag og hafði yf-
irborð vatns sem á þriðjudag flaut nánast um
allan bæ lækkað til mikilla muna. Um 20 hús í
Ólafsfirði voru umflotin vatni og stríður
straumur milli þeirra sumra. Endurnar á
tjörninni vissu ekki hvaðan á þær stóð veðrið,
gátu nánast synt um allan bæ að vild í þessu
geysilega vatnsveðri. Ari sagði að á sjálfvirkum
veðurmæli hefði úrkoman mælst 175 mm frá
því um miðjan dag á mánudag og þar til kl.
20.30 á þriðjudagskvöld. „Þetta er mjög mik-
ið,“ sagði hann.
Kristinn Gíslason bæjarverkstjóri sagði að
frárennslislagnir hefðu ekki ráðið við þetta gíf-
urlega vatnsmagn sem fylgdi úrkomunni.
„Þetta var alveg með ólíkindum,“ sagði hann
um rigninguna sem setti bæinn svo til í kaf.
„Lagnirnar geta flutt þó nokkuð mikið magn,
en höfðu í þessu tilviki ekki undan,“
Starfsmenn bæjarins fóru yfir stöðuna í gær,
en Kristinn sagði ekki öll kurl komin til grafar,
sífellt væru að berast fregnir af tjóni eða skrið-
um sem menn hefðu ekki vitað af áður.
Skemmdir urðu á golfvelli eftir að skriða féll
þar yfir, hið sama var uppi á teningnum á skot-
svæði við Múlagöng og þá féll stórt stykki úr
fjallinu ofan við Kleifarnar þannig að ófært
varð heim að nyrsta bænum.
Kristinn sagði að sér hefði ekki fundist eins
mikið vatn í Tindaöxl, sunnan Ólafsfjarðarbæj-
ar og í skriðuföllunum 1988, en aftur á móti
hefði mikið vatn verið í Ósbrekkufjalli, vestan
megin. „Ég tók eftir því rétt fyrir myrkur að
vatnið beinlínis fossaði alls staðar út úr fjall-
inu,“ sagði hann og taldi óvenjulegt. „Það
mynduðust heilu lækirnir hingað og þangað,
þar sem engir lækir eru vanalega.“ Vegurinn
yfir að hesthúsahverfi og golfvelli á kaf en
hægt var að aka eftir flugbrautinni.
Um 20 hús voru
umflotin vatni
Einar Þórarinsson, veitustjóri í Ólafsfirði,
hreinsar burt grjót undan hitaveitulögninni.