Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Að kunna að læra getur skil-ið á milli feigs og ófeigs ínámi. Ásta KristrúnRagnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, hefur um tveggja ára- tuga skeið aðstoðað námsmenn við að tileinka sér árangursríkar aðferð- ir við nám sitt. Hún hefur þróað heildstætt námskerfi sem nefnist Lærum að nema og samanstendur af bók, margmiðlun og vefsvæði. Námskerfinu er ætlað að stuðla að markvissum og meðvituðum náms- og lestraraðferðum. Í námskerfinu er lagt upp úr myndrænni hugsun og framsetn- ingu, og námsaðferðir eru að nokkru leyti yfirfærðar á orðfæri og aðferðir í tölvuvinnslu – eins og að flokka í möppur, vista og prenta. Ásta Krist- rún rekur nú, ásamt Valgeiri Guð- jónssyni, eiginmanni sínum, ráðgjaf- arstofuna Nema (www.nema.is) þar sem haldin eru námskeið sem tengj- ast náms- og starfsráðgjöf. Nema starfrækir líka vefsvæðið NemaNet þar sem nemendur geta unnið sam- kvæmt lestrarlíkani Lærum að nema hver á sínu einkasvæði. Ásta Kristrún nýtti reynslu sína við námsráðgjöf, t.d í Háskóla Ís- lands og Fjölbrautaskóla Suður- lands, til að þróa og setja saman námskerfið, en í því felast lausnir á þeim fjölmörgu vandkvæðum sem upp koma við nám. Það sprettur af samstarfi höfundar við alla þá nem- endur sem hún hefur aðstoðað í gegnum árin. En sumir nemendur segjast oft eiga erfitt með að ein- beita sér, þeir gleymi sér yfir lestr- inum og svífi á braut í dagdraumum. Aðrir segjast eiga erfitt með að greina aðalatriði frá aukaatriðum, skorta heildarsýn á námsefni og misreikna sig of oft með tímann sem er til stefnu. Enn aðrir eiga erfitt með að miðla efninu, endursegja það eða segja skipulega frá þekkingu sinni. Spurningarnar sem glímt er við í bókinni eru m.a. eftirfarandi: Hvað er það sem heldur okkur við efnið? Hvað fær okkur til að komst til botns í námsefninu? Hvenær og hvers vegna missum við athyglina? Hvernig varðveitum við vitneskju og hvernig getum við haft greiðan að- gang að henni þegar við þurfum? Hversu vel þekkjum við okkur sjálf, vilja og væntingar? Námskerfið er sett saman úr fimm viðamiklum þáttum; Lestrar- líkani, glósugerð, tímastjórnun, streitu- og kvíðastjórnun og próf- undirbúningi. Hornsteinninn í kerf- inu er lestrarlíkanið sem felur í sér markvisst ferli við nám og hvers konar þekkingarleit. Ásamt leið- beiningum um hugarfar náms- mannsins, einbeitingu og öðru sem stuðlar að góðum árangri. Bók Ástu Kristrúnar fylgir veflykill sem veitir aðgang að vefsvæðinu NemaNet í eina önn. „Efnið er fyrir fullorðna; nem- endur í háskólum, framhaldskólum og þá sem eru að hefja nám aftur, einnig geta aðstandendur grunn- skólanema nýtt sér þessa bók og miðlað til barna sinna,“ segir Ásta Kristrún Ragnarsdóttir. „Rauði þráðurinn er lestrarlíkanið sem ég hef þróað en það er fléttað inn í alla aðra þætti, t.d. glósugerð, hvernig við hlustum og skipuleggj- um vinnustundir svo dæmi sé tekið,“ segir hún og að hugtakið námstækni sé ekki nógu lýsandi fyrir þetta efni, því bókin er meira en námstækni. „Hún er líka um hvernig við lærum að nema og öðlumst þekkingu. Hún er um heimanám, skólanám og próf- in – frá nokkrum hliðum,“ segir hún. Það er ekki nóg að læra af bók, heldur þarf einnig að vera fyrir hendi tæki sem æfir námsmanninn. Nútíma námsmenn eru vanir að fá tafarlaus viðbrögð af Netinu og því þróaði hún ásamt Valgeiri Guðjóns- syni og öðrum samstarfsmönnum hjá Nema vefinn sem fylgir bókinni. Á honum er vinnuborð sem nem- endur geta notað. „Við tengjum bók- ina og vefinn mjög vel saman, þann- ig að vinnuborðið hefur þrjá megin- styrkleika: Það bætir einbeitinguna og gefur nemandanum tækifæri til að greina námsefnið. Það þjálfar nemandann í framsetningu og síðast en ekki síst þá er það öflugt upprifj- unartæki,“ segir Ásta Kristrún og bætir við að þetta sé mikilvægt því að í raun sé erfitt fyrir námsmenn að breyta eigin venjum og að tileinka sér nýjar, en þetta auðveldi þeim það. Ásta nefnir sem dæmi í lokin að á vefnum sé svæði tengt kaflanum um streitu- og kvíðastjórnun og að þar sé slökunartónlist eftir Valgeir, sem notendur geti notið þegar slaka þarf á í nokkrar mínútur áður en haldið er áfram. Bókin Lærum að nema kemur í verslanir á morgun og verður kynnt kl. 15 í Máli og menningu á Lauga- vegi.  MENNTUN | Heildstætt námskerfi fyrir nútímafólk á öllum aldri, innan og utan hefðbundins skólakerfis TENGLAR ..................................................... www.edda.is/nema www.nema.is guhe@mbl.is Hvers vegna missum við einbeitinguna? Lestrarlíkanið: Skimun, greining, hleðsla, upprifjun og frásögn. Morgunblaðið/Arnaldur Ásta Kristrún Ragnarsdóttir Sveigjanlegur vinnutími eyk-ur hættu á kulnun í starfi,samkvæmt nýrri könnunsem tvö sænsk stórfyrir- tæki og félagasamtök stóðu fyrir og greint er frá nýlega í Dagens Nyhet- er. Niðurstöðurnar voru m.a. að vinnudagurinn verður lengri þegar starfsfólk hefur kost á sveigjanleg- um vinnutíma, og streita og möguleg veikindi af hennar völdum verða al- gengari, að því er fram kemur í grein Tomas Lönn, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins Brandscript, sem gerði könnunina. Þrír af hverjum tíu sem hafa sveigjanlegan vinnutíma hafa á síð- ustu tveimur árum verið greindir með kulnun í starfi eða annan sjúk- leika af völdum streitu. Algengast er að konur á aldrinum 30–47 ára fái þessa greiningu. Mun færri þjást af kulnun í starfi meðal þeirra sem vinna fastan vinnudag, eða 6–8% en 30% hjá þeim sem vinna sveigjan- legan vinnutíma. Þeir sem hafa sveigjanlegan vinnutíma í Svíþjóð vinna að jafnaði 56 tíma á viku en þeir sem vinna fastan vinnudag vinna að meðaltali 42 tíma á viku, að yfirvinnu meðtalinni. Úrtakið í könnuninni var 1.200 manns. Magaverkir og svefntruflanir Algengustu sjúkleikamerkin sem nefnd voru af þeim sem tóku þátt í könnuninni voru magaverkir, svefn- truflanir, hjartatruflanir, höfuðverk- ur og verkir í öxlum og baki. 31% svaraði því til að aðalorsök fyrir krankleikanum væri sú tilfinning að ná ekki að gera allt sem þyrfti í vinnunni og heima. 18% nefndu að orsökin væri sú að þau vissu aldrei hvenær vinnan væri búin og þau upplifðu ekki upphaf og endi vinnu- dagsins og vinnuvikunnar. Margir eiga þess orðið kost að velja á milli sveigjanlegs vinnutíma og fasts vinnudags, þar sem tæknin og vinnuskipulagið leyfir. Áhrif sveigjanlegs vinnutíma á líf og heilsu launþegans hafa lítið verið könnuð hingað til en m.a. vegna sífellt fleiri tilfella kulnunar í starfi og fjölgunar þeirra sem kjósa sveigjanlegan vinnutíma var ákveðið að kanna hvort samband væri þar á milli, að því er fram kemur í DN. Í Svíþjóð hafa á bilinu 400.000– 600.000 manns sveigjanlegan vinnu- tíma og hefur þeim fjölgað um 34% á sl. fimm árum. Talið er að þeim muni halda áfram að fjölga með sama hraða til ársins 2010. Minni frítími Hjá þeim sem höfðu sveigjanlegan vinnutíma var helsti streituvaldur- inn tímaskortur. Hins vegar hefur eitt af markmiðunum með sveigjan- legum vinnutíma verið að spara tíma. Í ljós kom að tíminn, sem spar- aðist hjá þeim sem höfðu sveigjan- legan vinnutíma, var nýttur til að vinna fleiri verkefni. Einnig kom í ljós að vinnutíminn var ekki svo sveigjanlegur eftir allt saman. Þegar starfsmenn unnu t.d. á sunnudagskvöldi, nýttu þeir ekki virkan eftirmiðdag til einkaerinda á móti. Slíkt samræmist ekki við- teknum venjum og myndi að líkind- um vekja undrun og jafnvel reiði hjá samstarfsmönnum, að því er fram kemur í greininni. Meirihluti þeirra, sem hafa sveigj- anlegan vinnutíma, upplifir það sem jákvætt og eru ánægðir með breyt- inguna úr föstum vinnudegi. Þeim finnst þeir ná að klára fleiri verkefni en jafnframt að þeir hafi minni frí- tíma. Tomas Lönn segir að af könnun- inni hafi verið dregin sú ályktun að breyting á vinnufyrirkomulagi, þ.e. úr föstu í sveigjanlegt, hafi orðið mun hraðari en breyting á viðmiðum og viðhorfi. Sveigjanlegur vinnutími sé alls ekki sveigjanlegur í raun og án viðhorfsbreytingar verði frelsið frá stimpilklukkunni hvorki til hags- bóta fyrir fyrirtæki né launþega.  HEILSA | Sveigjanlegur vinnutími eykur hættu á kulnun í starfi Tímaskortur einn helsti streituvaldur Álag: Í ljós kom að vinnutíminn var ekki svo sveigjanlegur eftir allt saman. Þegar starfsmenn unnu til dæmis á sunnudagskvöldi nýttu þeir ekki virkan eftirmiðdag til einkaerinda á móti helgarvinnunni. steingerdur@mbl.is Eftir höfuðáverka eða heila-blóðfall geta hlutar heil-ans hætt að virka meðmargvíslegum afleiðing- um fyrir þolandann og þá sem að honum standa. Vísindamenn geta oft lært mikið um heilann af því að rann- saka þá sem orðið hafa fyrir heila- skaða og fundið út hvaða hlutar hans stýra hverju. Svissneskir svefnrann- sakendur telja sig nú hafa komist að því hvaðan draumarnir koma, eftir að hafa rannsakað manneskju sem varð fyrir heilablóðfalli og hætti í kjölfarið að dreyma á nóttunni, að því er m.a. er greint frá á vefnum forskning.no. Fólk dreymir venjulega í svoköll- uðum REM-svefni en hin 73 ára gamla kona komst ekki inn í drauma- landið eftir að hún fékk heilablóð- fallið. Hún svaf þó eðlilega, með létt- um og djúpum svefni og REM-svefni, að því er Claudio L. Bassetti hjá Háskólasjúkrahúsinu í Zurich greinir frá. Heilablóðfallið hafði skemmt lítið, afmarkað svæði djúpt inni í aftari hluta heilans og þar sem konan varð ekki fyrir neinum öðrum skaða en að missa af draumunum, ályktuðu vís- indamennirnir sem svo að þetta væri draumasvæðið í heilanum. Hlutar þessa svæðis eru einnig mikilvægir til að fólk greini andlit og staði og til að vinna úr tilfinningum og sjónræn- um minningum. Náin tengsl eru á milli REM- svefns og drauma en það lítur ekki út fyrir að hvoru um sig sé stýrt frá sama hluta heilans. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að sjúklinga sem misstu REM-svefn af einhverjum orsökum, dreymdi samt sem áður. En hvernig draumarnir verða til og hvaða þýð- ingu þeir hafa, veit enginn enn þá. En vísindamennirnir vita þó hvernig á að leita. 14 vikum eftir heilablóð- fallið dreymdi konuna stuttan draum. Ári seinna var hana farið að dreyma reglulega, þó ekki eins oft og líflega og fyrir heilablóðfallið. Morgunblaðið/Kristinn Ráðgáta: Enginn veit hvaða þýðingu draumar hafa fyrir menn.  HEILSA |Dreymdi ekki eftir heilablóðfall Sérstakt drauma- svæði í heilanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.