Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ABU Mussab al-Zarqawi, jórdanski öfgamaðurinn sem er sagður hafa líflátið tvo bandaríska gísla í Írak í vikunni, er alræmdur fyrir mis- kunnarleysi, hefur verið bendlaður við al-Qaeda og er talinn hafa skipulagt margar mannskæðar árásir víða um heim. Bandarísk stjórnvöld saka Zarq- awi um tugi sprengjutilræða í Írak, m.a. sjálfmorðsárásir í Karbala og Bagdad sem kostuðu um 170 manns lífið 2. mars. Hermt er að spænsk yfirvöld séu að rannsaka hvort hann hafi staðið fyrir sprengjutilræðunum í Madríd ell- efu dögum síðar þegar um 190 létu lífið. Bandaríkjastjórn hefur lagt 25 milljónir dala, sem svarar 1,7 millj- örðum króna, til höfuðs al-Zarqawi, sömu fjárhæð og til höfuðs Osama bin Laden. Bandaríkjaher hefur gert nokkrar loftárásir á byggingar í Fallujah í von um að fella Zarq- awi. Zarqawi er kominn af bedúín- um, arabískum hirðingjum, og ætt- bálkur hans er dreifður um Mið-Austurlönd. Hann er 37 ára og ólst upp í Zarqa, iðnaðarborg í Jórdaníu þar sem glæpir eru al- gengir. Rétt nafn hans er Ahmed Fadeel al-Khalayleh og hann tók síðar upp stríðsnafnið Zarqawi, eft- ir heimaborg sinni. Í grein í New York Times Mag- azine kemur fram að Zarqawi hætti í skóla sautján ára og lagðist í hóf- lausa áfengisdrykkju. Haft er eftir mági Zarqawis að hann hafi farið til Austur-Afganistans vorið 1989 til að taka þátt í „heilögu stríði“ gegn sovéska hernum. Hann kom þangað of seint því að Sovétmenn höfðu þá nýlega kallað hersveitir sínar heim. Í stað þess að grípa til vopna tók Zarqawi upp penna. Hann varð fréttaritari tímarits íslamista, þá 22 ára, og ferðaðist um Afganistan til að taka viðtöl við arabíska stríðsmenn um bardagana sem hann missti af, að sögn New York Times Magazine. Las Kóraninn í fangelsi Zarqawi hélt síðan til Jórd- aníu og var dæmdur í fang- elsi þar fyrir samsæri um að steypa kon- ungnum af stóli og stofna íslamskt kalífadæmi. Í fangelsinu reyndi Zarqawi að læra Kóraninn utan- bókar og vinir hans segja að það hafi verið dæmigert fyrir hann því að hann sé öfgamaður í öllu sem hann taki sér fyrir hendur. Eftir sjö ára fangelsisvist var honum veitt sakaruppgjöf og hann flúði frá Jórdaníu. Síðar var hann ákærður fyrir að hafa skipulagt árásir á bandaríska embættismenn og ísraelska ferða- menn og dæmdur til dauða í rétt- arhöldum sem fóru fram að honum fjarstöddum. Vestrænir leyniþjónustumenn telja að Zarqawi hafi þá verið í fel- um í Evrópu. Þýsk yfirvöld hand- tóku hóp herskárra íslamista sem sögðu að Zarqawi væri foringi þeirra og að hópurinn væri „eink- um fyrir Jórdana sem vildu ekki ganga til liðs við al-Qaeda“. Sam- kvæmt skýrslu þýsku leyniþjónust- unnar „stangast þetta á við upplýs- ingar frá Bandaríkjunum“. Zarqawi hélt síðan aftur til Afg- anistans og talið er að hann hafi komið upp æfingabúðum í borginni Herat í vestanverðu landinu, ná- lægt landamærunum að Íran. Hermt er að liðsmenn Zarqawis hafi þar orðið sérfræðingar í fram- leiðslu og notkun eiturgass, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Á þessum tíma er talið að Zarq- awi hafi verið í tengslum við al- Qaeda. Talið er að hann hafi flúið til Íraks árið 2001 eftir að hafa særst í flugskeytaárás Bandaríkja- hers á bækistöðvar hans í Afganist- an. Bandarískir embættismenn segja að Zarqawi hafi farið til Íraks að fyrirmælum al-Qaeda og gengið þar til liðs við Ansar al-Islam, hóp kúrdískra íslamista í norðanverðu landinu. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt því fram í ræðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í febrúar í fyrra, skömmu fyrir innrásina í Írak, að Zarqawi væri samstarfsmaður Osama bin Ladens. Upplýsingar frá banda- rísku leyniþjónustunni bentu til þess að Zarqawi hefði farið til Bagdad og að sögn Powells var það augljós vísbending um að Saddam Hussein sæktist eftir samstarfi við al-Qaeda. Nokkrir sérfræðingar drógu þó þessa fullyrðingu í efa og sögðu að lengi hefði verið metingur á milli Zarqawis og bin Ladens. Þegar háttsettur bandarískur stjórnarerindreki, Laurence Foley, var skotinn til bana í Amman í október 2002 sökuðu jórdönsk yf- irvöld Zarqawi um að hafa skipu- lagt árásina. Ef marka má leyni- þjónustugögn um Zarqawi var þetta upphafið að hrinu árása sem ekki sér enn fyrir endann á. Talinn vilja koma af stað borgarastyrjöld Zarqawi var bendlaður við mörg mannskæð sprengjutilræði í fyrra, allt frá Casablanca í Marokkó til Istanbúl í Tyrklandi, auk tilræð- anna í Írak. Bandarísk yfirvöld saka Zarqawi m.a. um árás á mosku í Najaf sem kostaði 50 sjíta lífið. Í febrúar síðastliðnum birtu embættismenn í Bagdad bréf sem Zarqawi er sagður hafa skrifað leiðtogum al-Qaeda. Bréfritarinn lýsir þar áformum um hryðjuverk til að etja súnnítum og sjítum sam- an með það að markmiði að koma af stað borgarastyrjöld í Írak. Menn sem þekkja Zarqawi draga hins vegar í efa að hann hafi skrif- að bréfið. Þeir segja að það sé mjög ólíkt honum að skrifa langt bréf með ýtarlegri pólitískri grein- ingu, skírskotunum til konunga á sjöundu öld og upphöfnu orðalagi. „Þessi maður var eiginlega ólæs og óskrifandi,“ hafði New York Times Magazine eftir Khalid Abu Doma, sem sat í fangelsi í Jórdaníu með Zarqawi. Hann viðurkenndi þó að íslamskur fræðimaður kynni að hafa aðstoðað hann við að skrifa bréfið. Jórdaninn Abu Mussab al-Zarqawi er sagður bera ábyrgð á miklum fjölda hryðjuverka í Írak Öfgamaður í öllu er hann tekur sér fyrir hendur ’Í fangelsinu reyndi Zaqawi að læra Kór- aninn utanbókar.‘ Abu Mussab al-Zarqawi BLÓÐSÚTHELLINGAR halda áfram í Írak en í gær biðu að minnsta kosti tuttugu manns bana í Bagdad. Sjúkraliðar í Sadr City-borgarhlutan- um í Bagdad, þar sem andstaða við veru Bandaríkjahers í Írak er mikil, sögðu að þrettán manns hefðu fallið og 149 manns særst þegar Banda- ríkjaher réðst þar gegn meintum uppreisnarmönnum. Sagði aðstoðarmaður sjítaklerks- ins Moqtada al-Sadrs að aðgerðirnar hefðu verið þær „hrikalegustu“ í Sadr City frá því að stjórn Saddams Huss- eins í Írak var steypt af stóli. Banda- ríkjamenn sögðust hins vegar hafa ráðist gegn vopnuðum öfgasveitum al-Sadrs og að 25 hefðu verið drepnir. Þá sprakk bílsprengja í miðborg Bagdad þar sem hópur Íraka beið í biðröð eftir því að geta skráð sig í íraska þjóðvarðliðið. Sögðu læknar á Yarmuk-sjúkrahúsinu að a.m.k. sjö manns hefðu beðið bana og 54 særst. Samkomulag hjá NATO Aðildarríki Atlantshafsbandalags- ins náðu um það samkomulagi í gær að ráðist yrði í þjálfun íraskra örygg- issveita. Um málið hefur ekki náðst sátt fyrr því Frakkar og Belgar vildu frekari skýringar á því hver myndi bera kostnað vegna verkefnisins. Þá vildu Frakkar tryggingu fyrir því að hersveitir sem færu til Íraks tækju ekki að sér annað hlutverk en þjálfun. Reuters Mannfall í bardögum Hópur Íraka lyftir mönnum út úr brunnum bíl á vettvangi sprengjutilræðis í Bagdad í gær sem varð sjö að bana. Bagdad. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.