Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hallgrímskirkja Guð er að tala við þig ert þú að hlusta? www.tlig.org Vassula Ryden fjallar um guðlegan innblástur sem hún hefur meðtekið allt frá árinu 1985 og er ákall Drottins til alls mannkyns um iðrun, sátt, frið og kærleika. Spádómsskilaboðin Einlægt líf með Guði eru þó umfram allt bón til kirkjunnar um eitt samfélag allra kristinna manna. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur. Vassula Ryden Sunnudaginn 3. október 2004, kl. 19.30 GÖTUM og heilum borgarhverfum var lokað fyrir umferð bifreiða í fjölda borga í Evrópu í gær vegna „bíllausa dagsins“ svonefnda. Lokanir þessar þóttu víða skila annarri niður- stöðu en stefnt var að því í mörgum borgum álf- unnar skapaðist umferðaröngþveiti með tilheyr- andi töfum og álagi á taugar ökumanna. Í nokkrum borgum var deginum frestað þar til um næstu helgi þegar almenn umferð verður minni. Í París, þar sem fyrsti „bíllausi dagurinn“ var skipulagður árið 1998, sagði lögregla að umferð hefði gengið betur en oft áður á þessum degi. Hins vegar var minna svæði lokað nú fyrir einkabílaumferð en oftast áður og um 250 lög- regluþjónar voru kallaðir á aukavakt til að stjórna umferðinni. Í Aþenu voru umferðarhnútarnir í gærmorg- un hins vegar enn erfiðari viðfangs en venja er þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að bjóða ókeypis far með strætisvögnum. Hætt var við að loka miðborginni fyrir bílaumferð en fyrir tveimur árum leiddi slík lokun til gríðarlegrar umferðar- teppu og mengunar. Umferð gekk einnig afar hægt í Vínarborg þar sem hringvegur umhverfis miðborgina var lokaður fyrir einkabílum. Talsmaður stjórn- arandstöðunnar í Austurríki sagði að bíllausi dagurinn væri „yfirborðskennd aðgerð sem breytti nákvæmlega engu“. Alls tóku 1.125 borgir og bæir í Evrópu þátt í „bíllausa deginum“ en yfirvöld í sumum höfuð- borgum ákváðu þó að taka ekki þátt, þar á meðal borgarstjórn Berlínar og Búdapest. Amsterdam tekur heldur ekki þátt en þar náð- ist ekki samkomulag um hvernig ætti að fjár- magna áætlunina. Öngþveiti víða í Evrópu París. AFP. HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, kom hjól- andi til vinnu sinnar í gærmorgun, við upphaf bíl- lausa dagsins. Í samtali við Morgunblaðið segir hann það hafa verið skemmtilega tilviljun að reiðhjólatúrinn hafi borið upp á bíllausa daginn. Hjól og hjálm hafi hann keypt í fyrradag, ný- kominn úr fríi erlendis þar sem þau hjónin hafi leigt sér reiðhjól í tíu daga ferð. Þar hafi hann komist að því að ekki veitti af að liðka sig betur. „Ég ætla að hjóla meira til að halda góðri heilsu og verða ekki allt of stirður. Þegar faðir minn var orðinn níræður sagði hann við mig að ef maður gæti ekki haft fótavist þá eltist maður fljótt. Þetta rifjaðist upp og ég ætla að reyna að halda mér við,“ segir Halldór. Frá heimili hans í Reykjavík og niður á Aust- urvöll eru rúmir tveir kílómetrar. Hann segir það ekki mikið miðað við langar og strangar hjólaferð- ir í fríinu nýlega þar sem einn daginn hafi lengst verið hjólaðir 40 kílómetrar. „Ég geri mér vonir um það næsta sumar að vera kominn í svo góða þjálfun að geta hjólað yfir Vaðlaheiði og þiggja góðar veitingar hjá Skúla Ágústssyni í Vaglaskógi, sem býður duglegum hjólreiðamönnum í grillveislu einu sinni á ári. Markmiðið er að slást í þann góða hóp,“ segir Halldór. Hann vonast til að fleiri þingmenn noti reiðhjól sem samgöngutæki, hjólagrindur séu til staðar í kjallara Alþingis og ef hjólreiðamönnum fjölgi verði fleiri grindur settar upp. Morgunblaðið/Kristinn Halldór Blöndal, forseti Alþingis, kom hjólandi til vinnu sinnar við Austurvöll í gær, í fyrsta sinn í mörg ár, eða síðan hann var „ungur þingmaður“, eins og hann orðaði það. Má ekki verða allt of stirður EVRÓPSKRI samgönguviku lauk á bíllausa deginum í gær. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var ekki að sjá að minni umferð væri í borg- inni þrátt fyrir að fólk hefði verið hvatt til að skilja einkabílinn eftir heima. Tíu umferðaróhöpp urðu milli kl. 15 og 19.15 sem þykir nokkuð hátt hlutfall miðað við að- stæður, að sögn Péturs Guðmunds- sonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík. Björg Helgadóttir á umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkurborgar, segir að litlu færri hafa verið á ferðinni í einkabílum í dag til klukkan 18 en á sama tíma fyrir viku, samkvæmt talningum í Ár- túnsbrekku, á Sæbraut, Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Litlu færri bílar hafi þó farið um Ártúnsbrekku og Kringlumýrarbraut síðdegis. Samgönguvikan fór vel fram í Hafnarfirði að sögn Guðjóns Inga Eggertssonar, verkefnastjóra hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðjón nefnir að hjólreiðaferð bæjarstjóra á höfuð- borgarsvæðinu úr Hafnarfirði í Elliðaárdal hafi verið sérlega skemmtileg. „Í heildina má segja að framkvæmdin hafi tekist vel en gjarnan hefðu fleiri mátt taka þátt í henni,“ segir Guðjón. Að sögn Hrafnhildar Sigurðar- dóttur, umsjónarmanns Fræðaset- urs á Seltjarnarnesi, gekk vikan vel á Nesinu eins og annars staðar. Hún tekur þó undir það með Guð- jóni Inga að þátttaka hefði mátt vera meiri. SVÞ mótmæla lokun Hverfisgötu á bíllausum degi Samtök verslunar og þjónustu lýsa undrun sinni á því skilnings- leysi á hagsmunum rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur sem þau segja í tilkynningu að birtist í þeirri ákvörðun borgarinnar að loka Hverfisgötu neðan Snorrabrautar í gær milli kl. 7 og 9 og 15 og 18 og á milli Rauðarárstígs og Snorrabraut- ar allan daginn í tilefni bíllausa dagsins í evrópskri samgönguviku. Engu minni bílaumferð á bíllausa deginum að sögn lögreglu og borgaryfirvalda Tíu umferðaróhöpp síðdegis Morgunblaðið/Kristinn SJÓNVARPIÐ hefur tryggt sér sýningarrétt á þáttunum um Lata- bæ (Lazytown), að því er fram kem- ur í tilkynningu frá stofnuninni. Gengið var frá samningum í gær í höfuðstöðvum Latabæjar í Garða- bæ, þar sem þættirnir eru teknir upp. „Hluti þáttanna hefur verið sýnd- ur í Bandaríkjunum. Þar hafa þeir vakið mikla athygli og náð til millj- óna áhorfenda en þeir eru nú vin- sælasta barnaefni sem þar er í boði fyrir aldurshópinn 2–11 ára. Þætt- irnir eru eitt stærsta verkefni sem Íslendingar hafa ráðist í þá þessu sviði,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að ráðgert sé að hefja sýningar á þátt- unum á Íslandi upp úr áramótum. Þættirnir, sem voru teknir upp á ensku, verða talsettir á íslensku fyrir sýningu í Sjónvarpinu. Sjónvarpið sýnir Latabæ AÐSTANDENDUR Hársins hafa ákveðið að bæta við annarri sýn- ingu á Hárinu í Íþróttahöllinni á Akureyri annað kvöld vegna mik- illar eftirspurnar á miðum. Uppselt er á fyrri sýninguna sem hefst klukkan 20. Að sögn Björns Thors, leikara í Hárinu, vonast sýningarhaldarar til að fylla Höllina öðru sinni klukkan 23 sama kvöld og eru 1.500 sæti í boði. Miðasala er hjá Leikfélagi Ak- ureyrar, á leikfélag.is. Tvær sýningar annað kvöld TVEIR fimmtán ára piltar voru fluttir á slysadeild eftir að bíll valt og lenti á ljósastaur við hringtorgið við JL-húsið skömmu fyrir hádegi í gær. Piltarnir voru fluttir á slysa- deildina í Fossvogi en meiðsli þeirra munu þó ekki hafa verið al- varleg. Morgunblaðið/Júlíus Valt og lenti á ljósastaur STÓR vörubíll, svonefndur námu- bíll sem vegur um 80 tonn með farmi, valt 30–40 metra niður snar- bratta hlíð við Kárahnjúka um tvö- leytið í gær, skv. upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum. Öku- maðurinn var í bílbelti. Hann meiddist og var hlúð að honum á sjúkrastofunni á staðnum. Valt 30–40 metra niður bratta hlíð MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Ís- lands segir í ályktun sem hún sam- þykkti á fundi sínum í gær að hún átelji forsvarsmenn Brims harðlega fyrir aðför að skipulögðum vinnu- markaði og umsömdum lágmarks- kjörum með framferði sínu gagnvart sjómönnum um borð í Sólbak EA-7. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði eftir fund miðstjórnarinnar í gær, að mikil samstaða hefði verið um ályktunina. „Í miðstjórn ASÍ sitja formenn allra landssamband- anna og formenn stóru félaganna. Það eitt segir nokkuð um þungann í þessari ályktun.“ Í ályktuninni segir m.a. að það sé óþolandi að forsvars- maður Brims skuli leyfa sér að beita hótunum til þess að ná fram einhliða ásetningi sínum um breytingar á gildandi kjarasamningum. „Mið- stjórn ASÍ lítur þetta mjög alvarleg- um augum. Hér er um beina aðför að skipulagðri verkalýðshreyfingu og umsömdum lágmarkskjörum launa- fólks að ræða, sem brugðist verður við af fullri alvöru og hörku. Mið- stjórn ASÍ mun beita sér fyrir því að verkalýðsfélög verjist slíkri aðför með öllum tiltækum ráðum,“ segir í ályktuninni. Voru ekki þvingaðir Áhöfn skipsins Sólbaks sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna umræð- unnar síðustu daga. Þar er fullyrð- ingum um meintan þrýsting og hót- anir útgerðarmanna í garð áhafnarinnar vísað á bug sem raka- lausum þvættingi. Er ítrekað að það sé alrangt að áhöfnin hafi verið þvinguð til þess að starfa á skipinu. „Undanfarna tvo mánuði hefur verið unnið að útfærslu samnings um breytt útgerðarmynstur á skipinu í fullri sátt og samvinnu við útgerð- ina,“ segir í ályktuninni „Í tvígang hafa drög að samningi verið kynnt fyrir samtökum sjó- manna, vélstjóra og skipstjórnenda, en jafnan verið hafnað. Þessi afstaða hefur valdið okkur verulegum von- brigðum og það hefur ekki síður valdið vonbrigðum að þessir forystu- menn hafa ekki gert tilraun til þess að setjast niður með okkur og ræða málin á málefnalegan hátt og leita leiða sem allir gætu sætt sig við,“ segir í yfirlýsingunni frá áhöfninni á Sólbaki. Miðstjórn ASÍ átelur for- svarsmenn Brims harðlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.